Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Page 6

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Page 6
18 - Föstudagur 29. nóvember 1996 JOagur-íEímmrt MENNING O G LISTIR Dauflegt afmæliskvöld Listaklúbbur Leikhúskjallarans: AFMÆLISKVÖLD LEIKFÉLAGS AKUREYRAR. Dagskrá í tilefni áttrœðisafmœlis Leikfélags- ins. Atriði úr verkefnum á afmœlisári. Flutt í Leikhúskjallaranum 25. nóvember Stefapsson s Eg hef sjaldnast átt þess kost að sjá sýningar Leik- félags Akureyrar á síð- ustu árum; minnist þó með ánægju sýningar á Bar-pari Cartwrights, sem komið var með hingað suður og var betri en sú sem LR setti síðar upp. Heyrt hef ég líka að sýningin fyrir norðan á Nönnu systur hafi verið fullt eins góð, jafnvel betri en sýning Þjóðleikhússins. Þetta er vitnisburður þess að leikhúsið fyrir norðan hafi verið rekið með reisn og af listrænum metnaði og getu, og er það vissulega fagnaðarefni. Hins vegar er því ekki að leyna að stefnumörkun virðist nokkuð tilviljanakennd, sem vafalaust stafar að nokkru af tíðum leik- hússtjóraskiptum nyrðra. Leik- hússtjórar hafa ekki fyrr verið teknir til starfa en þeir eru flognir. Nú er leikhússtjóri Trausti Ólafsson og hann stóð fyrir dagskrá í Leikhúskjallar- Leikfélag Dalvíkur sýnir Stútunga- sögu (eða kyrrt um hríð) Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Sýningar: Föstudag 29. nóv. kl. 21. Laugardag 30. nóv. kl. 21. Sýnt er í Ungó. Miðapantanir sýningardagana í síma 466 1900 milli kl. 17 og 19. Leikfélag Dalvíkur. anum til að kynna fólki hér á suðvesturhorninu starfsemi Leikfélags Akureyrar, sem mun halda upp á áttræðisafmæli sitt næsta vor. Það var með nokk- urri eftirvæntingu sem ég kom í kjallarann á mánudagskvöldið. Mikið á að leika á Akureyri í vetur, eins og ég vissi reyndar fyrir. Gott var að heyra að nú á að koma upp öðru leiksviði í bænum, Renniverkstæðinu á Strandgötu 49. Á Renniverk- stæðinu á að frumsýna um jólin leikrit eftir Bosníumann sem lengst bjó í Bandaríkjunum, Steve Tesich, sem nefnist Undir berum himni (On the Open Ro- ad). Dagskráin á mánudags- kvöldið, að loknum inngangs- orðum Trausta Ólafssonar, hófst með leiklestri á atriði úr því verki sem Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson fluttu. Það voru orðræður tveggja flótta- manna sem bíða þess að snör- unni verði brugðið um háls þeirra. Eitt atriði áhugavert Þetta var forvitnilegt á að hlýða og virðist leikritið samið bæði af skarpskyggni, heimspekilegri íhugun og góðri kímnigáfu. Hin- ir tveir þrautreyndu leikarar fluttu atriðið líka ágætlega, eins og við mátti búast. En því mið- ur var þetta atriði það eina sem verulega áhugavert reyndist á dagskránni. Á eftir kom atriði úr Sigrúnu Ástrósu, sem Sunna Borg flutti; það er lunkið leikrit sem notið hefur hylli hér, en ég hef reyndar ekki séð það, í hvorugri uppfærslunni, syðra eða nyrðra. Vel hefði mátt flytja meira af þessu efni, sem fjörg- aði upp á kvöldið. Aftur á móti var fátæklegt að kynna væntan- lega sýningu á leikverki með söngvum, sem á að heita Koss- ar og kúlissur, einungis með söng úr Deleríum Biibónis. Að- alsteinn Bergdal söng að vísu Iaglega og lög Jóns Múla, eins og „Einu sinni á ágústkvöldi", hljóma alltaf jafnvel í eyrum. En samt, ef átti að kynna þetta væntanlega söngleikjapró- gramm hefði þurft að gera það betur. Aðalsteinn Bergdal var fyrir- ferðarmikill í dagskránni. Hann flutti líka brot úr Markúsarguð- spjalli, sem á að flytja á kirkju- listaviku í vetur. Ekki var svo að heyra að mikið eigi að gera til að færa þennan helga texta í leikrænan búning. Vefarinn hentar illa í leik- gerð Kjarninn í dagskránni voru svo nokkur leiklesin atriði úr Vefaranum mikla frá Kasmír, sem Halldór E. Laxness og Trausti Ólafsson hafa snúið í leikrit. Það er ekki nein tilviljun að Frá æfingu leikritsins Undir berum himni eftir Steve Tesich, sem er jólaverkefni Leikfélags Akureyrar. Er Trausti á réttri leið? „Tœpast tímabœrt að efna til afmœlis- kvölds af þessu tagi, “ segir Gunnar Stefánsson og hvetur norðan- menn til að marka stefnu Leikfélags Akureyrar betur. Sunna Borg í hlutverki Sigrúnar Ástrósar, sem LA sýndi á haustmánuðum. ekki skuli hafa verið samin leik- gerð úr Vefaranum þegar, þar sem svo mikið hefur verið leikið af skáldsögum Halldórs Lax- ness eins og kunnugt er. Vefar- inn er einfaldlega ekki hentug- ur í leikgerð. Hið mikla hug- læga flæði þessa verks, há- timbruð mælska þess og flug- eldasýningar njóta sín varla á leiksviði. Þarna er að minnsta kosti þörf róttækrar uinsköpun- ar, sem leikgerðarhöfundar virðast ekki ætla að leggja í. Þau atriði, sem leiklesin voru á mánudagskvöldið, voru „beint upp úr bókinni", aðallega bréfalestur. Marta Nordal fór með hlutverk Diljár og Þor- steinn Bachmann las Stein Ell- iða. Guðbjörg Thoroddsen var Jófríður, Sunna Borg Valgerður Ylfingamóðir, Þráinn Karlsson Faðir Alban og Aðalsteinn Bergdal kom hér einnig fram. Textinn hljómaði svo sem allvel hjá sumum þessum leikurum, einkum Þráni og Sunnu, en var nokkuð uppskrúfaður hjá Guð- björgu og gjallandi hjá Þor- steini. Annars er ekki gott á þessu stigi að gera sér grein fyrir hvernig sýningin verður fullbúin. En frumlegri sýn á efnið er varla til að dreifa. Eitt var auk þess sérstaklega óvið- felldið: það var eftirherma Þor- steins Bachmanns á rödd Hall- dórs - sem hann virtist að vísu gleyma öðru hverju. Slíkt uppá- tæki er raunar frumstætt sýnis- horn þess hversu fastir leik- gerðarhöfundar eru í viðtekn- um skoðunum á Vefaranum. Því hefur sem sé löngum verið haldið fram að Steinn Elhði sé sjálfsmynd af Halldóri ungum. Látum svo vera, en leikgerðar- höfunda varðar ekki um það. Þeir gætu alveg eins velt fyrir sér þeirri skoðun Guðbjargar Þórisdóttur, sem hún lýsti í rit- gerð um Vefarann í Andvara 1992, að heilmikið af Halldóri sé í Diljá og sagan alls ekki eins kvenijandsamleg og af hefur verið látið. Og sagði ekki Flau- bert um sína frægu kvenper- sónu frú Bovary að hún væri hann sjálfur? Því miður, silalegt og langdregið Dagskrá Leikfélags Akureyrar lauk með því að Aðalsteinn Bergdal söng „Dvel ég í draumahölT* úr Dýrunum í Hálsaskógi. Efnið var því fjölbreytt, en niðurstaðan er engu að síður sú að það hafi tæpast verið tíma- bært að efna til afmæliskvölds af þessu tagi. Verkefni leikárs- ins hefðu þurft að mótast betur í æfingu, aðallega Vefarinn, því auðvitað hlýtur það að vera fé- laginu mikið keppikefli að auka áhuga á honum. Enn er þess að geta að það vantaði snerpu í prógrammið og kynningu þess, þetta var of silalegt og lang- dregið. Það er leitt að þurfa að vera svona neikvæður gagnvart hinu áttræða afmælisbarni, en ég held að þörf sé á að hleypa fersku lofti og nýjum þrótti inn í Akureyrarleikhúsið. Stefnan mætti líka vera fastari. Norðan- menn ættu að láta heitstreng- ingu í þá átt verða afmælisgjöf- ina til þessa merka menningar- félags.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.