Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Side 15

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Side 15
Hctgur-©mmn Föstudagur 29. nóvember 1996 - 27 Klassíkin góð í bflnum Elín G. Ólafsdóttir kennari og nemi Hún hefur mikið að gera nú rétt fyrir prófin og horfir þar af leiðandi lít- ið á sjónvarp en örlítið oftar hlustar hún á útvarp. Elín er í sagnfræði og listasögu í Há- skólanum auk þess sem hún vinnur á Fræðslumið- stöð Reykjavíkurborgar. „Maður horfir alltaf á fréttirnar og hlustar á þær, síðan eru alltaf mjög góðir þættir á Gufunni. Ég er t.d. hrifin af Samfélagi í nærmynd sem er á morgnana og ég man líka eftir góðum þætti sem heitir Sunnudags- morgunn í dúr og moll. Ég er samt meira og minna í öðru og nota allan lausan tíma til að lesa enda er ég að fara í próf. Ég horfi þó yfirleitt á Dagsljós og síðan hafa þættirnir Horfnar menningar- þjóðir fallið í kramið hjá mér, þeir eru mjög vandaðir og fræðandi. Ég hlusta líka töluvert á sígildu stöðina, það er mjög góð rás þegar maður er þreyttur í bflnum einhvers stað- ar.“ AHUGAVERT I ICVOED Sjónvarpið kl. 22.25 Sharp í ævintýrum Sjónvarpið hefur á undanförnum misserum sýnt nokkr- ar breskar myndir um ævintýri hetjunnar miklu Richards Sharpes, foringja í her Wellingtons. Myndin sem nú verður sýnd heitir Herkví Sharpes og enn drýgir kappinn dáðir. í þessari mynd giftist Sharpe frænku svar- ins óvinar síns en þarf að yfirgefa brúði sína stuttu seinna því honum er falið að ná kastala úr óvinahöndum. Á með- an Sharpe berst við Frakkana er eiginkonan unga hætt komin því farsótt geisar í herbúðum Breta og dauðinn er alls staðar yfirvofandi. Leikstjóri er Tom Clegg og aðalhlut- verk leika Sean Bean, Abigail Cruttenden og Christopher Villiers. Löðrandi í sápu Rekstur hinnar einka- reknu Söðvar 2 virðist miðast við það eitt að fá sem mest fyrir minnst. f það minnsta er dagskráin flesta virka daga með þeim eindæmum að þar er fátt sem gleður bæði augu og eyru. Obbinn af efninu er löðrandi af svo mikilh sápu að hið hálfa væri nóg. Það kemur hinsvegar ekki að neinni sök á meðan áskrifendur halda tryggð við stöðina og greiða skilvís- lega fyrir áhorfið við hver mánaðamót. Á meðan er ekki að vænta neinna breyt- inga á dagskrárstefnu fyrir- tækisins, enda varla von á öðru. Aftur á móti hefði mátt ætla að svokallaður metnaður stjórnenda og eigenda væri meiri en dag- skrárstefnan ber óneitan- lega vitni um. Sérstaklega þegar haft er í huga að keppinautarnir á RUV og Stöð 3 eru varla hótinu betri. Nokkrar undantekn- ingar eru á því hjá RÚV sem af gömlum vana býður áhorfendum upp á vandaða fræðsluþætti um menningu og náttúru. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist dagskrárstefna sjónvarpsstöðvanna þriggja ganga út á það eitt að bjóða áhorfendum uppá efni sem er í senn ódýrt í innkaupum og skilur ekkert eftir sig nema ef vera skyldi skeifu á vör á hverju kvöldi. Sam- kvæmt því mætti eflaust draga þá ályktun að frelsið á öldum ljósvakans hefur fáu sem engu skilað nema ef vera skyldi einhverjum aurum í pyngju eigenda. SJONVARP - ÚTVARP c o SJÓNVARPIÐ 16.20 Þingsjá. Umsjónarmaöur er Helgi Már Arthursson. Endursýndur þáttur frá fimmtudagskvöldi. 16.45 Leiöarljós (Guiding Light). Bandarískur myndaflokkur. 17.30 Fréttir. 17.35 Táknmálsfréttlr. 17.45 Auglýsingatími - Sjónvarps- kringlan. 18.00 Kristófer krókódíll (Christopher Crocodile: Cloud Crazy). Teiknimynd um sérkennilegt dýr. 18.25 Negrakossinn (Operation Negerkys). Norrænn myndaflokkur fyrir börn. 18.50 F]ör á fjölbraut (Heartbreak High III). 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.40 Happ í hendi. 20.50 Dagsljós. 21.25 Félagar (Die Partner). Þýskur sakamálaflokkur um tvo unga einka- spæjara og ævintýri þeirra. 22.25 Herkví Sharpes (Sharpes Siege). Bresk sjónvarpsmynd frá 1995 um ævintýri Sharpes, foringja í her Wellingtons. I þessari mynd giftist Sharpe frænku svarins óvinar síns en er stuttu seinna faliö aö ná kastala úr óvinahöndum. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. ST0Ð2 12.00 Hádeglsfréttlr. 12.10 Sjónvarpsmarkaöurinn. 13.00 Á vaktinni (Stakeout). Richard Dreyfuss og Emilio Estevez fá þaö sérverkefni sem lögreglumenn að vakta hús konu nokkurrar. Bönnuö börnum. 15.00 Taka 2. 15.30 NBA-tilþrif. 16.00 Fréttlr. 16.05 Könguióarmaöurinn. 16.25 Snar og Snöggur. 16.50 Kisa lltla. 17.20 Mínus. 17.25 Vatnaskrímslin. 17.30 Glæstar vonlr. 18.00 Fréttlr. 18.05 íslenski listinn. 19.00 19 20. 20.05 Lois og Clark. 21.00 Þannig vll ég hafa þaö (I Like It Like That). Myndin gerist í Bronx- hverfinu í New York. Bönnuö börnum. 22.50 Vélmennlö (The Android Affair). Spennandi mynd sem gerist í nánustu framtíö þegar mannleg og afar full- komin vélmenni eru notuö sem til- raunadýr viö hættulegar skurðaögerð- ir. 1995. Stranglega bönnuö börnum. 00.25 Á vaktinnl (Stakeout). Sjá um- fjöllun aö ofan 02.25 Dagskrárlok. s T ö Ð STOÐ 3 08.30 Heimskaup - verslun um víöa veröld. 18.15 Barnastund. 19.00 Borgarbragur (The City). 19.30 Alf. 19.55 Murphy Brown. 20.20 Umbjóöandlnn (John Grisham’s The Client). 21.05 Ást án skllyröa (Untamed Love). Kathy Lee Crosby leikur kenn- ara, Torey sem annast bekk barna sem þarfnast sérkennslu. Þegar enn einu barninu er bætt í bekkinn, án þess aö hún fái aukna aöstoö, mót- mælir hún harölega. Nýja barniö, stúka aö nafni Caitlin (Ashley Lauren, Jurassic Park) er mjög erfiö viöureign- ar en Torey tengist henni órjúfanleg- um böndum og nær til litlu stúlkunnar á sérstakan hátt. 22.35 Sakamál (True Crime). Kvik- myndaeftlrlitiö bannar myndina 16 ára og yngri. 00.05 Roseanne. Mynd um ævi gam- anleikkonunnar Roseanne Barr. 01.35 Dagskrárlok Stöövar 3. svn e SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Taumlaus tónlist. 20.00 Tímaflakkarar (Sliders). Upp- götvun ungs snillings hefur óvæntar afleiðingar í för meö sér og nú er hægt að feröast úr einum heimi í ann- an. Aðalhlutverk: Jerry O'Connell, John Rhys-Davies og Sabrina Lloyd. 21.40 Undirheimar Miami (Miami Vice). 22.30 Grínistinn (The Joker). Saka- málamynd. Aðalhlutverk: Elliott Gould, Tahnee Welsh og Michael York. Leik- stjóri: Peter Patzack. Stranglega bönnuö börnum. 00.05 Spítalalíf (e) (MASH). 00.30 Dagskrárlok. RÁS 1 09.00 Fréttlr. 09.03 Ég man þá tíð. 09.50 Morgunleikfiml. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnlr. 10.15 Sagnaslóö. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á há- degl. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnlr. 12.50 Auölindin. 12.57 Dánarfregnlr og auglýsingar. 13.05 Tónaflóð. Nýjar geislaplötur. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan Kátlr voru karlar eftir John Steinbeck. 14.30 Mlödegistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 Afreksmenn í 40 ár. íslenskt íþróttalíf og íslenskir íþróttamenn. (9) 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Flmm fióröu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddudóttur. 17.00 Fréttlr. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttir. 18.03 Þlngmál. 18.30 Lesiö fyrir þjóöina: Gerpla eftir Halldór Laxness. 18.45 Ljóö dagsins. 18.48 Dánarfregnlr og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttlr. 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir. 19.40 Norrænt. Af músík og manneskjum á Noröurlöndum. 20.20 Þar sem ísbirnir guöa á gluggann. Þáttur frá Græn- landi. 21.20 Kvöldtónar. 22.00 Frétt- Ir. 22.10 Veöurfregnir. 22.15 Orð kvöldsins: Eirný Ásgeirsdóttir flytur. 22.20 Tónllst á síðkvöldi. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónasson- ar. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.