Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Qupperneq 2
14 - Fimmtudagur 19. desember 1996
|Dagur-®mmm
Hvemig fara á
með jólatréð
Geymið tréð á köldum stað
þangað til það er tekið
inn til skreytingar. Sé
jólatréð geymt utandyra er gott
að veija það inn í plast svo
vindur næði ekki um það. í
miklu frosti verður að sýna að-
gát við meðhöndlun, svo grein-
arnar brotni ekki.
Rauðgreni og blágreni
Grenitré er gott að leggja í kalt
vatnsbað yfir nótt áður en það
er sett upp. Þannig eykst barr-
heldnin til muna og enn frekar
ef þetta er gert: Tálgið börkinn
af rótarhálsi trésins, u.þ.b. 5-10
sm upp á stofninn (fer eftir
stærð trésins, vitaskuld). Stingið
endandum í snarpheitt vatn og
látið standa í 10 mínútur eða
svo. Síðan skal setja tréð í fót-
inn með vatni og athugið að
fyrstu dægrin þarf tréð mikla
vökvun. Aldrei má verða vatns-
laust í fætinum. „Suöuaðferðin"
eykur getu trésins til að taka
upp vatn og tefur barrnálarnar
í því að rýrna af þurrki og detta
af.
Fura og þinur
Furujólatré og þinur þurfa ekki
sérstaka meðhöndlun barr-
heldninnar vegna. Nálar þeirra
eru festar öðruvísi en á greni-
trjám og falla ekki auðveldlega
af. Hins vegar halda þau ilmi og
gljáa betur ef söguð er þunn
sneið neðan af stofninum áður
en þau eru sett í fót. Eins og
önnur lifandi jólatré skulu þau
ávallt standa í vatni.
Og aðeins meira . . .
Forðist að láta jólatré standa
nærri ofni.
Athugið að þegar líður á há-
tíðina geta jólatré verið orðin
eldíim og því verður að fara
gætilega með eld í kringum
þau.
Notið stöðugan fót sem er í
samræmi við stærð trésins.
Njótið fyrirhafnarinnar. -mar
MúettáÓ
eru, er
dót oft skil-
ið eftir um allt
hús. Þá er gott að hafa einhvers staðar
kassa og safna í hann daglega öllum
hlutum sem eru hist og her í húsinu. Svo
þegar spurt er um eitthvað þá er hægt
að benda á kassann. Það sem eftir er í
kassanum í lok vikunnar eða mánaðar-
ins, má svo gefa á næsta flóamarkað.
Það er ótrúlegt hvað hlutirnir hverfa
hratt úr kassanum þegar á að fara að
gefa innihaldið.
Þegar súkkulaði er brætt, getur verið
gott að setja það í lítinn plastpoka,
loka honum vel og setja hann í heitt
vatn. Svo má klippa af einu horninu á
pokanum þegar súkkulaðið er bráðið og
sprauta því út um gatið.
Sódavatn getur verið gott til að ná
blettum úr fötum, svo
sem öl- eða kaffiblett-
um.
T jósaperur
l_jbrotna
stundum í peru-
stykkinu. Þá er
oft erfitt að ná
þeim úr. Gott er að setja korktappa í
hálsinn á perunni, þá fæst grip til þess
að skrúfa hana úr.
Kaffiskán eða teskán
myndast oft í
bollum. Leggið boll-
ana í blöndu af
klór og vatni, 1/2
dl. af klór í 1 ltr.
af vatni og skánin
hverfur á nokkr-
um mínútum.
Þvoið bollana vel
á eftir.
Rúllugardínur eiga það til að festast
og vilja ekki fara upp. Það má stund-
um laga með því að taka þær niður, setja
þær á gólfið, rúlla þær alveg niður og
rúlla þeim svo hægt og rólega upp.
Það getur mynd-
ast mattur
hringur í
botni spari-
Þ
r i
diskanna m \1
Tjað er mun auðveldara að hreinsa ± pönnur ef þær eru fylltar með volgu ef þeim er t staflað 1
heitum V
vatni og smá uppþvottalegi strax eftir
notkun.
Skæri má brýna með því að nota gler-
flösku, þ.e. „klippa“ utanum stútinn á
flöskunni nokkrum sinnum.
LV
inn í skáp
eftir upp-
þvottinn.
Setjið servíettu
eða eldhúspappír á
milli þeirra til að koma í
veg fyrir þetta.
að er stund-
um erfitt
að vita hversu
mikið á að kaupa af
mat ef von er á gestum,
því ekki vill maður eiga
of lítið handa þeim. List-
inn hér fyrir neðan er til
viðmiðunar sem lágmarks-
magn af hverju fyrir sig.
Kjöt, beinlaust um 175-
225 gr á mann en 100-175 g
beinlaust. En ef nota á kjötið
í pottrétt, þá þarf
heldur minna.
Fiskur bein-
laus um 150-175
g en með beini
um 200 225 g. Ef
fiskurinn er fram-
reiddur í sósu, þá þarf
heldur minna.
Hrísgrjón og pasta
þurrkað, um 50 g
ósoðið en 100 g af fersku
pasta.
Salat með baunum, grænmeti, og/eða
pasta sem grunni, um 100 g á mann.
Samlokur eða snittur fyrir veislur eru
fremur smáar og má reikna með um 6-8
á mann.
Ef brauð er of mjúkt til þess að
gott sé að skera það í
þunnar sneiðar
(ef það er glæ-
nýtt t.d.) þá er
gott að bregða
því í frystinn í 30
mín.
Rjómi sem er
orðinn heldur
gamall til að nota
en er samt ekki
orðinn ónýtur, getur
notast sem sýrður
rjómi í pottrétti og sós-
ur. Látið 1-2 tsk. af sí-
trónusafa í hyrnuna
og hristið. Hellið svo
rjómanum í sósuna.
Smá sítrónusafi
getur gert
kraftaverk þegar
sósan er búin til.
Hún verður svo
miklu betri.
(rotna marengs-
► botna má
stundum laga með því
að líma þá saman með þeytt-
um rjóma. Ef þeir hafa brotnað illa
þá má mylja þá niður og deila þeim á
nokkra diska og setja með ávexti og
þeyttan rjóma.
Hvítlaukur geymist vel í olíu í lokaðri
krukku. Þannig er ávallt til hvítlauk-
ur og hvxtlauksolía þegar á þarf að
halda.
Pottrétti, sem hefur brunnið við, má
oft bjarga ef hratt er brugðist við.
Hellið eins miklu og hægt er af
réttinum í hreinan
pott. Skerið hráa
kartöflu í bita og
setjið útí til að
taka í sig bragð-
ið. Fjarlægið eft-
ir 10 mínútur og
kryddið með
salti, pipar og
Worchestersósu.
Ef þetta er ekki
nóg, þá má setja
smá tómatpúrru
útí eða sýrðan
rjóma eða ósæta
jógúrt.