Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Síða 3
JDagur-SIímirat
Fimmtudagur 19. desember 1996 -15
I
BOKMENNTALIFIÐ
L A N D I N U
Bókastund
er besta skemmtun
Fjölmargir sóttu upplestur
fimm rithöfunda úr verk-
um sínum sem efnt var til
í verslun Bókvals á Akureyri sl.
föstudagskvöld. í æ ríkari mæli
eru það höfundar sjálfir sem
ganga fram fyrir skjöidu og
kynna bækur sínar. Það voru
þau Jón Hjaltason, Vigdís
Grímsdóttir, Oddný Sen, Elín
Pálmadóttir og Ómar Þ. Ragn-
arsson sem kynntu sig og sitt
áðurnefnda kvöldstund. Dagur-
Tíminn tók hús
á þessum höf-
undum á upp-
iestrarstund-
inni á Akur-
eyri. - Allir
voru þeir
þeirrar
skoðunar að
samkomur
þessar væru
hin besta
skemmtun, en
viidu ekki full-
yrða um hvort
þær væru
endilega til
þess fallnar að
auka bóksölu.
Hring eftir hring
„Þegar skrifað er um hringferð
um landið er skemmtilegt að
fylgja bókinni eftir með annarri
hringferð. Þá hitti ég gjarnan
og reyndar marga aðrar. Ég
þekki Qölmarga víða um landið
í gegnum störf mín á undan-
förnum árum. Þessar stundir í
bókabúðum verða kannski
skemmtilegastar þegar rólegar
stundir gefast inn á milli til að
spjalla við þetta fólk.“
Sýni stuðning með
bóksölum
Vigdís Grímsdóttir las úr tveim-
ur bókum sín-
um: úr Z - ást-
arsögu og
barnabókinni
Gauti vinur
minn. Ӄg er
búin að koma
víða við að
undanförnu og
lesa upp, til
dæmis í skól-
um, einkasam-
kvæmum og á
bókasöfnum.
Eins hef ég far-
ið í bókaversl-
anir. í stór-
markaði fer ég
ekki; ég vil
sýna bóksölum
stuðning. Ekki svo að skilja að
mér finnist ekki líka vænt um
kjöt. En það er að skapast
ójafnvægi í bóksölu í landinu,
þegar inná bókamarkaðinn
koma menn sem selja ódýi'ar
Fimm rithöfundar
kynntu bækur sínar
í verslun Bókvals á
Akureyri í síðustu
viku. í ríkari mæli
eru það höfundar
sjálfir sem ganga
fram fyrir skjöldu
og kynna bækur
sínar.
Vigdís Grímsdóttir les uppúr bók sinni Z - ástarsaga. „Fólk kemur stund-
um heim og biður mig um að árita fyrir sig bækur þar. Það er allt í lagi,“
segir hún.
fólk sem þekkir til þeirra per-
sóna sem bókin íjallar um.
Þannig fæ ég jafnvel alveg nýja
sýn á umfjöllunarefnið," sagði
Ómar Þ. Ragnarsson, sem las
uppúr Mannlífsstiklum.
Hann sagði að sér þættu
þessar upplestrar- og áritunar-
ferðir skemmtilegar, en segir að
þegar hann hóf rithöfundarferil
sinn hafi hann verið þessum
uppákomum með öllu andvígur.
„Ég hitti fjöimarga í þessum
ferðum, til dæmis fjarskylda
ættingja sem ég hitti sjaldan -
bækur aðeins skamman tíma úr
árinu - á kostnað þeirra sem í
þessu standa árið uin kring,“
sagði Vigdís.
Hún segist yfirleitt ekki árita
bækur. Að minnsta kosti ekki á
opinberum vettvangi. „En fólk
kemur stundum heim og biður
mig um að árita fyrir sig bækur
þar. Það er allt í lagi. En annars
finnst mér mjög gaman að
koma hingað í kvöld, þessi
verslun Bókval er áreiðanlega
sú flottasta sinnar gerðar á Is-
landi,“ segir hún.
Fimm rithöfundar og einn bóksali. Á myndinni eru, frá vinstri talið, Ómar Þ. Ragnarsson, Oddný Sen, Vigdís
Grímsdóttir, Elín Pálmadóttir og Jón Hjaltason sem hér halda á bókum sínum. Að baki þeim síðastnefndu stend
ur Jón Ellert Lárusson, kaupmaður í Bókvali. Myndir.jh
f\ W
/ V \ f ||í - J■/' % Iw'íM
Ómar Þ. Ragnarsson á bókakvöldi.
Róandi fyrir sálarlíf
höfundar
Jón Hjaltason
las uppúr bók-
inni Þeim varð
aldeilis
a
messunm, sem
hann hefur
sett saman
ásamt Guðjóni
Inga Eiríks-
syni. „Nei, ég
hef ekki farið
víða að undan-
förnu að lesa
uppúr bókum. __________________
IJelst er það
hér á Eyjaijarðarsvæðinu og á
Akureyri. Guðjón Ingi er fyrir
sunnan og sér um upplestra
þar,“ segir Jón.
„Já, ég er þeirrar skoðunar
„í stórmarkaði fer
ég ekki; ég vil sýna
bóksölum stuðning.
Ekki svo að skilja
að mér finnist ekki
líka vænt um kjöt,“
segir Vigdís
Grímsdóttir.
að þessir upplestrar og kynn-
ingar geri bókinni gagn. Að
______________ minnsta kosti
róar þetta höf-
undinn og sál-
arlíf hans,“
segir Jón.
Hann bætir því
við að oft komi
hinar
skemmtileg-
ustu kvöld-
stundir út úr
þessum upp-
lestrarstund-
um, sem séu
____________ höfundinum
ánægjuefni.
Fyrirspurnir
hafa úrslitaáhrif
„Ég hef áður kynnst svona upp-
lestrarstundum úti í París þar
sem ég hef búið undanfarin ár.
En þar er þetta ef til vill þró-
aðra og úr þessu eru gerðar
fjöllistasýningar þar ytra. Þang-
að mæta listamenn af ýmsum
sviðum og stundir sem þessar
eru hluti af daglegu lífi Parísar-
búa,“ segir Oddný Sen, sem
sendir frá sér bókina Á fiug-
skörpum vængjum. Það er ævi-
saga listakonunnar Myriam
Bat-Yosef, sem um skeið var
eiginkona Errós.
Oddný kvaðst nokkuð ánægð
með undirtektir viðstaddra á
þessari upplestrarstund í Bók-
vali. Hún bætti við að ef til vill
mættu gestir sýna meira frum-
kvæði og spyrja höfundana um
verk sín. „Oft hafa fyrirspurnir
og viðræður hrein og bein úr-
slitaáhrif,“ sagði hún.
Viðbrögð lesenda í
æð
Ónefnd er Elín Pálmadóttir, sem
las uppúr bók sinni Með fortíð-
ina í farteskinu. Þar segir Ekn
frá örlagasögu formæðra sinna
sem uppi voru á Norðurlandi á
árunum 1821 til 1946, „en líf
þeirra tvinnaðist saman með
dramatískum hætti,“ einsog
segir í bókarkynningu. „Það er
gaman að lesa uppúr bókinni
hér á Akureyri, því hér samein-
ast þræðir sögupersónanna að
talsverðu leyti,“ sagði Elín
Pálmadóttir.
Hún segir að upplestrar-
stundir séu rithöfundum mikil-
vægar. Þar fái þeir beint f æð
viðbrögð lesenda - og þá geti á
öllu verið von. „Nei, ég skal
ekkert segja um hvort þetta
hefur áhrif á sölu bókanna. En
vonandi finnast fólki þessar
stundir það skemmtilegar að
það kaupir bókina,“ segir Elfn.
-sbs.