Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Side 13

Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Side 13
Bagur-2Imrirat Fimmtudagur 19. desember 1996 - 25 Húsnæðí til lelgu Herbergi til leigu á Syðri-Brekku, að- eins fyrir reyklausan og reglusaman leigjanda. Til sölu er á sama staö GSM sími, lítiö notaöur. Uppl. í síma 462 3837 og 893 3440. Húsnæði óskast 4ra manna fjölskylda óskar eftir íbúö á Akureyri sem fyrst. Uppl. í símum 463 1280 og 564 4417. Blaöamaður á Degi-Tímanum óskar eftir íbúö á Akureyri strax eftir áramót. Er reglusöm og góö stúlka. Uppl. í síma 462 6028 og 588 3237. Barnapössun Áreiöanleg og barngóö stúlka/kona ós- kast til að gæta 18 mánaöa drengs og sex ára stúlku eftir kl. 16 í janúar og fram til vors. Er nálægt M.A. Uppl. í síma 462 6134. Nuddstofa Ingu GJAFAKORT VIÐ ALLRA HÆFI. Vöðvanudd - Slökunarnudd. Japanskt baöhús og trimmform, þetta sem gefur árangur. Hjá okkur er nuddpottur og vatnsgufa innifalin í öllum tímum. Fagmennska í fyrirrúmi. Guöfinna Guövaröardóttir nuddfræöingur, Ingibjörg Ragnarsdóttir lög.g. sjúkranuddari. Nuddstofa Ingu KA heimilinu, sími 462 6268. Ökukennsla Kenni á Mercedes Benz. Tímar eftir samkomulagi. Otvega námsgögn. Hjálpa til við endurnýjunarpróf. Ingvar Björnsson, ökukennari frá KHÍ, Akurgerði 11 b, Akureyri, síml 895 0599, heimasími 462 5692. Kenni á glænýjan og glæsilegan Mazda 323 sportbíl. Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni all- an daginn, kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennarl, heimasími 462 3837, farsími 893 3440, símboöi 846 2606. Bólstrun Bólstrun og viögeröir. Áklæði og leðurlíki T miklu úrvali. Vönduð vinna. Visa raögreiöslur. K.B. bólstrun, Strandgötu 39, sími 462 1768. ____________ Klæöi og geri viö húsgögn fyrir heimili, stofnanir, fyrirtæki, skip og báta. Áklæöi, leöurlíki og önnur efni til bólstr- unar í úrvali. Góöir greiösluskilmálar. Vísaraögreiðslur. Fagmaöur vinnur verkiö. Leitiö upplýsinga. Bólstrun B.S. Geislagötu 1, Akureyri. Síml 462 5322, fax 461 2475. Gistlng i Reykjavík Vel búnar 2ja til 3ja herb. íbúðir, aö- staöa fyrir allt aö sex manns. Uppl. hjá Grími og Önnu, sími 587 0970, og hjá Siguröi og Maríu, sími 557 9170. Ýmislegt Víngeröarefni: Vermouth, rauövín, hvítvín, kirsuberjavín, Móselvín, Rínarvín, sherry, rósavín. Bjórgerðarefni: Þýsk, dönsk, ensk. Plastbrúsar, síur, vatnslásar, alko- hólmælar, sykurmælar, líkkjörar, filter, kol, kísill, felliefni, suðusteinar ofl. Sendum í póstkröfu. Hólabúöin hf., Skipagötu 4, sími 4611861. Þorrablót Danshljómsveitin Draumalandiö frá Borgarnesi, skemmtir á þorrablótum og árshátíöum. Fjölbreytt lagaval. Gömlu dansarnir - Swing - Rokk - Disko og allt hitt. Uppl í síma 437 1027 og vinnusími 437 1192. Messur Akureyrarkirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag, fimmtudag, kl. 17.15 í Akur- eyrarkirkju. Allir velkomnir. Sóknarprestar. Athugið Samhygð - samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og nágrenni verða með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 19. des. kl. 20.30. Gestur fundarins, Valgerður Valgarðsdóttir, djákni á FSA flytur jólahugvekju. Allir velkomnir. Stjórnin. Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðis- Iegu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í síma 5626868. Fundir FBA deildin á Húsavfk. Fundir vikulega á mánudögum kl. 22 í Kirkjubæ. Takið efitir —I— Sálarrannsóknafélagið á Akur- A /- eyri. Sálarrannsóknafélagið á Akureyri ^ óskar félagsmönnum sínum sem og öðrum gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs. Heilun hefst ekki fyrr en á nýju ári og verð- ur auglýst síðar. Með kveðju, stjórnin. —I----- Frá Sálarrannsóknafélaginu á "V / Akureyri. \M/X Minningarkort félagsins fást í ^ Bókval og Möppudýrinu Sunnu- hlíð og hjá félaginu. Stjórnin. DENNI DÆMALAUSI bara ekki af því" Akureyri Samhygð Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og nágrenni verða með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld klukkan 20:30. Gestur fundarins, Valgerður Valgarðsdóttir djákni á FSA, flytur jólahugvekju. Allir vel- komnir. Jólaóratorían Jólaóratoría J. S. Bach verður ílutt í Akureyrarkirkju laugar- daginn 21. desember klukkan 17. Það verður sannkölluð jóla- stemmning ríkjandi í Akureyr- arkirkju á laugardaginn þegar Kór Tónlistarskólans á Akur- eyri ásamt hljómsveit og ein- söngvurum flytur þetta fræg- asta jólaverk allra tíma. Óra- torían er f raun jólaguðspjallið í tónum og nú í fyrsta skipti fá Norðlendingar að njóta þess og íhuga og fagna jólunum með þessari tónlist. Einsöngvarar eru allir heimamenn að frátöldum Gunnari Guðbjörnssyni sem syngur hlutverk guðspjalla- mannsins í fyrsta skipti. Stjórn- arndi flutningsins er Michael Jón Clarke. Aðgöngumiðar fást í Bókvali og við innganginn og þar sem ekki verður um nema þessa einu tónleika að ræða er fólk hvatt til þess að tryggja sér miða sem allra fyrst þar sem miðafjöldinn er mjög takmark- aður. Tónleikarnir verða nánar auglýstir síðar. Höfuðborgarsvæðið Happdrætti Bókatíðinda Útdregið númer íimmtudagsins 19. des. er: 53.268. Jólaupplestur á Catalinu í Kópavogi í dag, fimmtudag, verður hald- inn jólaupplestur á vegum Rit- listarhóps Kópavogs á veitinga- staðnum Catalinu í hjarta Kópavogs. Upplesturinn hefst kl. 17 og stendur frameftir kvöldi. Á matseðli staðarins eru réttir af „jólahlaðborði húss- ins“. Upplesturinn er sá síðasti á vegum hópsins á þessu ári, en þráðurinn verður tekinn upp að nýju strax í janúar og fram haldið í Gerðarsafni eins og ekkert hafi í skorist. í janúar er m.a. fyrirhugað að líta yfir ljóðaútgáfu þessa árs og gramsa með ýmsum hætti í jólabókaflóðinu. Skáld vikunnar verða mörg, bæði úr hópi Kópa- vogsskálda og annarstaðar frá. Dagskrá verður með öllu óformleg, en gert er ráð fyrir að lesið verði undir borðum án formlegrar kynningar, skáldin sjái sjálf um að kynna sig og verkin sem þau flytja. Gestir þurfa þó ekki að láta koma sér á óvart þótt höfð verði rúsína í pylsuenda þessa jólaljóðahlað- borðs með Ritlistarhópnum. Yfir Strikið á Kaffi Reykjavík Hljómsveitin Yfir Strikið spilar á Kaffi Reykjavík í dag, fimmtu- dag, og svo í félagsheimilinu á Blönduósi, 26/12, á hörkudans- leik annan í jólum frá kl. 11. Yf- ir Slrikið spilar almenna dans- tónlist, með blöndu af soul, rokki og blues, en tekur einnig nokkur jólalög. Hljómsveitina skipa Ingvi Rafn Ingvason á trommur, Sig- urður Hrafn Guðmundsson á gítar, Örlygur Atli Guðmunds- son á hljómborð, Tómas Malm- berg söngur, og Árni Björnsson á bassa. Jólatréssala Flugbjörg- unarsveitarinnar Hin árlega jólatréssala Flug- björgunarsveitarinnar í Reykja- vík hófst þann 14. des. s.l. og að þessu sinni eru útsölustaðirnir þrír að tölu. Þeir eru í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg, við Skógarsel þar sem Alaska var áður til húsa og í Byggingarvöruversl- uninni BVN, Nethyl 3. Boðið verður upp á normannsþin og íslensk grenitré á sanngjörnu verði, en öll tré eru hengd upp innandyra. Þá verða einnig seldar greinar, jólatrésfætur, kerti og aðrar hefðbundnar vörur er tilheyra jólahaldinu. Opið til kl. 22 öll kvöld vikunn- ar. Greiðslukortaþjónusta. Þorláksmessuskata í Ölveri Veitingastaðurinn Ölver í Glæsi- bæ, Álfheimum 74, býður upp á skötuveislu á Þorláksmessu, í hádeginu og um kvöldið. Kl. 20 um kvöldið verður stórleikur í sjónvarpinu: Liverpool-New- castle. Matseðillinn er svohljóðandi: Skata (tveir styrkleikar), skötu- stappa, pönnusteikt tinda- bikkja, saltfiskur, gratineraður saltfiskréttur, vestfirskur hnoð- mör, rófur, soðnar kartöílur. Lambapottréttur. Verð á mann aðeins kr. 1.470. Borðapantanir í síma 568 6220, fax 568 7216. Jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur Kammersveit Reykjavíkur held- ur jólatónleika í Áskirkju sunnudaginn 22. des. kl. 17. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Bach og synir“, en á efnis- skránni er Sinfónía í D-dúr Wq 183 eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Kvintett í D-dúr op. 11 nr. 6 eftir Johann Christian Bach, Konsert í D-dúr BWV 1064 fyrir 3 fiðlur og kammersveit og Brandenborgarkonsert nr. 1 í F-dúr BWV 1046 eftir Johann Sebastian Bach. Stjórnandi á tónleikunum og einleikari á fiðlu er Roy Good- man frá Bretlandi. Aðrir ein- leikarar eru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, óbóleikararnir Daði Kolbeinsson, Eydís Franz- dóttir og Peter Tompkins og hornleikararnir Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson. Takið efitir Minningarkort Menningarsjóðs kvenna í Hálshreppi, fást í Bókabúðinni Bókval. Minningarkort Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni fást í Bókabúð Jónasar, Bók- val, Akri Kaupangi og Sjálfsbjörg Bjargi. §Minningarspjöld Kvenfélagsins Framtíðar fást í: Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akri, Dvalarheimil- inu Hlíð, Dvalarheimilinu Skjaldar- vík, Möppudýrinu Sunnuhlíð og hjá Mar- gréti Kröyer, Helgamagrastræti 9.__ Minningarspjöld Hjálpræðishersins fást hjá Hermínu Jónsdóttur, Strandgötu 25b, 2. hæð. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúk- linga fást í öllum bókaverslunum á Akur- eyri og einnig í Blómabúðinni Akri, Kaup- angi.______________________ Minningarkort sjóðs Guðnýjar Jónsdótt- ur og Olafs Guðmundssonar frá Sörla- stöðum í Fnjóskadal til styrktar sjúkum og fötluðum í kirkjusóknum Fnjóskadals fást í Bókabúð Jónasar. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúk- linga fást í öllum bókaverslunum á Akur- eyri og einnig í Blómabúðinni Akri, Kaup- angi. ÖKUKEIXINSLA Kenni á Galant 2000 GLSi 4x4 '92 Útvega öll gögn sem með þarf. Bók lánuð - Endurnýjunarpróf Greiðslukjör. JÓN S. ÁRNASON Símar462 2935 • 854 4266 Kenni allan daginn og á kvöldin. Lúðrasveitin Svanur Jólatónleikar Lúðrasveit- arinnar Svans verða haldnir í Tjarnarbíói í Reykjavík í kvöld 19. desember. kl. 20.30. Uppi- staðan í dagskrá tónleik- anna eru jólalög og ýmis konar kvikmyndatónlist. Stjórnandi sveitarinnar er Haraldur Árni Ilaraldsson. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU ÁGÚSTSDÓTTUR Hamragerði 12, Akureyri. Ágúst Steinsson, Baldur Ágústsson, Anna María Hallsdóttir, Vilhelm Ágústsson, Edda Vilhjálmsdóttir, Birgir Ágústsson, Inga Þóra Baldvins, Skúli Ágústsson, Fjóla Stefánsdóttir, Eyjólfur Ágústsson, Sigríður Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.