Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 15
|Dagur-®ímtnn Fimmtudagur 19. desember 1996 - 27 Fræðsluefni í mestu uppáhaldi Reynir Pétur Ingvarsson íbúi á Sólheimum í Grímsnesi. Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, segir að hann horfl helst á fræðsluefni hvers konar í sjónvarpi. Líka fylgist hann með fréttum, „en þær geta verið misgóðar.“ Og aðspurður um hvort hann hlusti mikið á útvarp segist hann hlusta mikið á Pjóðar- sálina. Hann man vel eftir Stiklu- þáttum Ómars Ragnarssonar, sem hann vildi gjarnan að verði endursýndir. Sömuleiðis fræðsiuþættir um vísindi, t.d. þættirnir með Carl Sagan sem hann vildi líka fá að sjá aftur. „Allt um geimvísindi og stjörnufræði, um hnettina. Svoleiðis finnst mér gaman að sjá.“ Og svo auðvitað Nýjasta tækni og vísindi, sem hann horfir helst alltaf á. „Og Neyð- arlínan, mér finnst hún ágæt þótt hún geti verið svolítið ógnvekjandi. En það er bara raunveruleikinn, raunveru- legir atburðir sem hafa gerst.“ Hann er ekkert hrifinn af bíómyndum, „sem eru bara tilbúningur.“ „En það var eitt sjónvarps- efni sem mér blöskraði um daginn," sagði Reynir Pétur. „Það var á stöð tvö. Ég var svo hissa, það var verið að sýna box. Og ég vissi nú að Bubbi væri í þessu. En svo var ég alveg hissa að Ómar, hann væri aðdáandi.“ Reynir Pétur er ekki hrifinn af boxi, honum finnst það ljót íþrótt: „Að vera að sýna svona, maður leit bara undan.“ Hann heldur sig frekar við fræðslumyndirnar. Svo tók hann fram sér- staklega að hann vilji fá sjón- varpsefni þar sem fjallað er um fána. „En það er því mið- ur lítið af svoleiðis efni. Það er helst í íþróttaþáttunum, þegar verið er að keppa, þá eru blaktandi fánar sem fólk- ið er að horfa á. Það finnst mér alveg stórkostlegt," segir Reynir Pétur. AHUGAVERT I KVOED Stöð 2 kl. 21.35 Bakkabræður í Paradís Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage leikur aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Bakkabræður í Paradís, eða Trapped in Paradise, sem sýnd er á Stöð 2. í myndinni segir frá tveimur illa þokkuðum náungum sem hafa ný- verið losnað úr fangelsi og plata lítillátan bróður sinn til að koma með sér til smábæjarins Paradísar í Pennsyl- vaníu að ræna banka. Það virðist ætla að verða leikur einn en galbnn er bara sá að íbúar bæjarins eru svo ári vingjarnlegir að það sæmir vart að ræna bankann þeirra og síst á jólunum. Jon Lovitz og Dana Carvey fara með stór hlutverk í myndinni en leikstjóri er Ge- orge Gallo. Bakkabræður í Paradís var framleidd 1994 og fær tvær stjörnur hjá Maltin. SJONVARP U T V A R P (í Rusla- tunnumatur Desember. Sorpa fitnar sem aldrei fyrr. Dag- blöðin bólgnari en í venju- legum mánuði, Mogginn daglega á annað hundrað síður, hin nokkru minni. Og svo er það ýmisleg önnur framleiðsla prentgripa sem berst í póstkassana, sem líka verður Sorpufóður mjög bráðlega. Haugarnir af alls kyns lesefni eru shkir á flestum heimilum að sómakærum húsmæðrum fallast hendur. Bóndinn er sendur í næsta dagblaðagám og treður framleiðslunni, að lang- mestu leyti ólesinni, beint í stálgáminn kalda. Á laugardögum berast sjónvarpsfréttablöð, fast- eignasalablöð, alls konar tilboðsbæklingar sem aug- lýsa pizzur og kínverskan mat, sólbaðsstofur og hvað- eina. Svo berast litskrúðug- ir auglýsingabæklingar frá Bónus, Hagkaup, Rúmfata- lagernum og Þinni verslun svo eitthvað sé nefnt. Offramboðið af þessum íjölmiðlum er með ólíkind- um. Dettur einhverjum heil- vita manni í hug að fólk svona almennt hafi tíma eða áhuga á öllu þessu? Hönnuðir húsa gerðu ekki ráð fyrir þessari fræki- legu frammistöðu útgef- enda. Manni skilst að helsti vandi blaðburðarfólks, sé einmitt fólginn í því að koma lesefninu ofan í allt of litla póstkassa. Við það þarf töluverða útsjónarsemi. Það var hreinlega ekki fyrirséð fyrir nokkrum árum að út- gáfugleði landsmanna ætti eftir að verða þvílík sem hún þó er orðin í dag. 3 • svn 0 SJONVARPIÐ 10.30 Alþingi. Bein útsending. 16.45 Leiðarljós (544) (Guiding Light). 17.30 Fréttir. 17.35 Auglýsingatími - Sjónvarpskringl- an. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins (19:24). Hvar er Völundur? Vinátta. 18.10 Stundin okkar. Endursýndur þátt- ur frá sunnudegi. 18.40 Leiöin til Avonlea (12:13). 19.35 Jóladagatal Sjónvarpsins. Endur- sýning. 19.50 Veöur. 20.00 Fréttlr. 20.35 Dagsljós. 21.10 Frasier (14:24). Bandarískur gam- anmyndaflokkur. 21.50 Ráögátur (15:25) (The X-Files). Atriöi t þættinum kunna aö vekja óhug barna. 22.35 Á tímamótum. Jóhanna Vigdts Hjaltadóttir fréttamaöur ræöir viö Christi- an Roth, fráfarandi forstjóra ísals hf., um tslenska verkalýösbaráttu, árin á íslandi, afstööu hans til hvalveiða og fleira. 23.00 Ellefufréttir. 23.15 Þingsjá. Umsjónarmaöur er Helgi Már Arthursson. 23.35 Auglýsingatimi - Sjónvarpskringl- an. 23.50 Dagskrárlok. ST0Ð2 9.00 Sjónvarpsmarkaöurinn. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 New York löggur (12:22) (e). 13.45 Stræti stórborgar (12:20) (e). 14.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 15.00 Draumalandiö. 15.30 Ellen (14:25) (e). 16.00 Fréttir. 16.05 Maríanna fyrsta. 16.30 Snar og Snöggur. 17.00 Meö afa. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 19.00 19 20. 20.05 Systurnar (19:24) (Sisters). 21.00 Seinfeld (8:23). 21.35 Bakkabræður í Paradís (Trapped in Paradise). 23.30 Dollarar (Dollars). Öryggisráðgjafinn Joe Collins setur upp fullkomiö þjófavarnarkerfi í stórum banka sem hann hyggst ræna! Hann hefur sérstakan áhuga á öryggishólfum þriggja alræmdra glæpamanna þvt þar leynast miklir fjársjóðir. Maltin gefur þessari spennumynd þrjár og hálfa stjönu. Aöalhlutverk: Warren Beatty, Goldie Hawn og Gert Frobe. Leikstjórn og handrit: Richard Brooks. 1971. 01.25 Dagskrárlok. STOÐ 3 08.30 Heimskaup - verslun um víða veröld. 18.15 Barnastund. 19.00 Borgarbragur (The City). 19.30 Alf. 19.55 Skyggnst yfir sviðiö (News Week in Review). 20.45 Kaupahéönar (Traders) (12:13). Endurskipulagning er t gangi og Marty tapar stórfé í tvtræöum viðskiptum. Systir Jacks er ákveöin t aö lögsækja hann og Sally gengur illa aö afla nýrra viöskiptavina. 21.35 Bonnie. Bandartskur gaman- myndaflokkur. 22.00 Strandgæslan. (Water Rats II) (11:13) Ástralskur spennumyndaflokkur. 22.50 Evrópska smekkleysan (e) (Eurotrash). 23.15 David Letterman. 24.00 Dagskrárlok Stöövar 3. SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Taumlaus tónlist. 20.00 Hnefaleikar. Riddick Bowe mætir Andrew Golota en þessir kappar mætt- ust fyrr á árinu og þá var sá síðarnefndi dæmdur úr leik en Golota fær nú aftur tækifæri til aö sanna sig (e). 22.30 Sweeney (The Sweeney). 23.20 Rússneska söngkonan (Den rus- iske sangerinde). Vönduö og sérstæð dönsk sakamálamynd um danskan diplómat t Moskvu sem flækist t dular- fullt morömál. Leikstjóri: Motren Arnfred. 1993. Bönnuð börnum. 01.15 Spítalalíf (e) (MASH). 01.40 Dagskrárlok. RAS 1 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.38 Segöu mér sögu, Jólasögur eftir séra Pétur Sigurgeirsson. (3:4.) 09.50 Morg- unleikfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veöur- fregnir. 10.15 Árdegistónar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 12.00 Fréttayflrlit á hádegi. 12.01 Dag- legt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.57 Dánarfregnir og auglýslngar. 13.05 Viö flóðgáttina. 14.00 Fréttlr. 14.03 Útvarpssagan, Kristín Lafransdóttir eftir Sigrid Undset. Fyrsti hluti: Kransinn. (8:28.) 14.30 Miö- degistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 Röskir útróöramenn óskast. Stöari þáttur. 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónstiginn. 17.00 Fréttir. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttir Viösjá heldur áfram. 18.30 Lesiö fyrir þjóöina: Gerþla eftir Halldór Laxness. Höfundur les. (Frumflutt 1957.) 18.45 Ijóö dagsins. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veöurfregnir. 19.40 Morgunsaga barnanna endur- flutt. Barnalög. 20.00 Tónlistarkvöid Út- varpsins. 22.00 Fréttir. 22.10 Veöur- fregnir. 22.15 Orö kvöldsins: Guðmund- ur Einarsson flytur. 22.30 Dýraríki goö- helma? Þáttaröö um norræn goö. 23.00 Viö flóðgáttina. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.