Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Qupperneq 2
14- Föstudagur 20. desember 1996 jjDagmÆEúmtm Öðruvísi jólaumbúðir Flestir pakka jólagjöfunum sínum inn á hefðbundinn hátt, í jólapappír með til- heyrandi skrauti og merkimið- um. En það er hægt að pakka gjöfum inn á ýmsa vegu án þess að koma nálægt jólapappír. Handklæði eru alveg fyrir- taks gjafaumbúðir, þau er nefnilega hægt að nota seinna. Brúnir bréfpokar, þá má skreyta á ýmsa vegu, t.d. strauja á þá myndir með strau- lími, lita á þá, líma á þá skraut og svo framvegis. Dagblöð geta verið skemmti- legar umbúðir, það má til dæm- is velja íþróttasíður fyrir gjafir sem henta íþróttamönnum, fréttasíðin- fyrir fréttafíkla eða teiknimyndasíður fyrir börn. Brúnn umbúðapappír er frá- bær, hann er eitthvað svo jarð- bundinn og gefur tilfinningu um að viðkomandi sé ekki sama um jörðina okkar. Hann má skreyta á alla kanta, líma á hann þurrkuð blóm og grös, úða með gulli eða silfri nafn viðtakanda eða krumpa hann og nota svo. Gamlar dósir, körfur, kassar og box, þetta eru allt upplagðar umbúðir fyrir gjafir. Láttu nú hugmyndaflugið ráða ferðinni og skemmtu þér vel við innpökkunina! Innkaup til jólanna Stefánsdóttír Um jól er það til siðs að hafa mikið við í mat og drykk. Nú á dögum vill það oftlega fara úr böndum hversu mikið er keypt inn til heimilisins á þess- um tíma. Oftlega má leiða að því getum að stór hungursneyð sé á næstu grösum er fólksfjöldi og æsingur er barinn augum síðustu vikur fyrir jól. Körfur eru fylltar matvælum og dag eftir dag kemur sama fólkið og kaupir jafnmikið og áður. Þetta mun alveg óþarfi, þar sem flestar verslanir munu nú vera opnar meiri hluta sólarhrings og lögbundinn lokimartími þeirra ekki nema um 40 klst. samfleytt yfír hátíðarnar. Frystikistur og kæliskápar munu vera fullir með afhrigðum þessa daga og margir ekki tæmast fyrr en löngu seinna, því ekki fjölgar heimilismönnum yfir jól, þó svo ýmsir virðist halda það. Því ber vel að gæta að innkaupum þessa daga, láta ekki æsing og streitu hafa þau áhrif að buddan opnist úr hófi og allt innihald hennar týnist. Aðeins þarf að telja helgidagana, ákveða hvað eigi að koma á diska heimil- Ertu í vandræðum með jólagjafirn- ar? Hugmyndaflugið ■ ekki upp á marga fiska? Ekki okkar heldur en hér er listi fyrir þá sem alls engar hug- myndir hafa: Pabbinn, höfuð heimilisins: Verkfæri. Ef hann á þau ekki nú þegar, er það greinilegt vitni um að hann sinni ekki viðgerðum á heimilinu og því best að koma í veg fyrir það strax að hann geti afsakað sig með því að hann eigi ekki réttu verkfærin. Ef hann á fullt af verk- færum, þá vantar hann örugglega eitt- hvað í safnið samt. Pottþétt. ismanna og kaupa það og ekkert annað. Siður sá að kaupa þetta og hitt „svona til vara“, er með öllu óþarfur og ætti að leggjast af sem fyrst. Sú spurning sem hvað mest brennur á vörum fólks og þá helst kvenfólks síðustu vikur fyrir jól er án efa þessi: „Ertu búin að öllu?“ Svarið er auðvitað misjafnt eftir aðstæðum hvers og eins og þó mun það oftast vera á þá vegu að ótal margt sé eftir, að viðkomandi sjái ekki framúr verkefnum. Oft fylgir svarinu svo þungt andvarp til að undirstrika þessa þungu byrði sem jólunum fylgir. En þessa byrði má auðveldlega létta. Hér áður fyrr þótti það nauðsynlegt að hvert heimili væri þvegið og skrúbbað fyrir hver jól og var það mikil vinna enda verk sem unnið var aðeins einu sinni á ári og oft ekki mikið hugsað um þrif þess á milli. Nú á dögum er það nútímatæknin sem gerir það að verkum að þrif hafa verið mjög einfölduð og veggir og gólf lögð auðþrífanlegum efnum, og þá er þetta ekki eins mikið mál. Þar að auki stundar fólk það að þrffa hibýli sín í hverri viku og því ekki eins mikil þörf á allsherjarhreingerningu eins og áður. Og ekki má gleyma því, að skyn- samlegra er að gera stórhreingerningar að vori til en um miðjan vetur. Því er best að taka þessu létt og eyða ekki of miklum tíma í að hafa áhyggjur af óhreinindum sem ekki sjást vegna myrkurs á þessum árstíma. Nær er að kveikja á kertum og Mamman, framkvæmdastjóri heimil- isins: Smátölvu, skipuleggjara. Hún þarf að sjá til þess að allir séu á réttum stað á réttum tíma. Þetta fyrirbæri er á stærð við vasareikni og getur geymt ógrynni af upplýsingum og sumar jafnvel pípa á fólk til að minna það á. Ekki er verra að lauma með gjafakorti á leikfimi eða jóganámskeið. Afinn: Bækur, efni fer eftir áhugamál- um viðkomandi. Líka vinsælt að gefa áskriftir að tímaritum sem afinn hefur gaman af en getur ekki eða vill ekki eyða peningum í. Amman: Myndir af (jölskyldumeðlim- um. Listaverk eftir barnabörnin eru líka góðar gjafir. Það má líka búa til dagatal með myndum af öllum meðlimum stór- fjölskyldunnar og setja inn á rétta af- mælisdaga. Táningarnir: Geisladiskar, ekki spurn- ing. Hávaðamagnið fer svo eftir aldri og þroska viðkomandi unglings. Stöku ungl- hafa það notalegt við sælgætisgerð og lestur góðra bóka. Ætíð hefur það þótt við hæfi hér á landi að fólk fengi nýja flík fyrir jól, svo eigi færi það í jólaköttinn. Það hefur því miður farið heldur betur úr böndum og má segja að þjóðin endurnýi innihald fataskápa sinna fyrir hver jól. Oft er farið í sérstakar fatakaupaferðir til annarra landa og þá er komið heim með hlaðnar ferðatöskur af fatnaði, öll- um meðlimum íjölskyldunnar til handa. Svo er það flæði til landsins mikið að eftir jól er hafist handa við að safna frá heim- ilum þeim fatnaði sem eigi hefur passað eða ekki hefur líkað og honum skipað í söfnunargáma sem fara til fátækra landa. Því má segja að þjóðin klæði ekki að- eins sjálfa sig heldur aðrar þjóðir líka og er það vel. En til að minnka álag það sem af þessu hlýst, bæði á buddur lands- manna og tíma, má minna á það að föt geta vel enst á milli ára og því ekki þörf á því að endurnýja þau svo ört sem gert er. Þá er hátíðin sjálf rennur upp, er mik- ilvægt að allt sé tilbúið og helst að eigi hafi farið svo mikill tími eða orka í þá vinnu, að húsmóðir sé uppgefin og aðrir meðlimir haldnir streitu af sömu sökum. Því ber að gæta þess að taka daginn ró- lega og ekki hafa of mikið við, best að hafa unnið sem mest daginn áður af mat- artilbúningi Þannig verður hátíðin öllum jafnánægjuleg og þægileg. ingar kjósa fatnað, en af því að smekkur þeirra er nú eins og hann er, þá orsaka fatagjafir það að viðkomandi verður að velja flíkina sjálfur og það er ekkert gaman að gjöfum sem maður veit af. Svo er ekkert vit í því að kaupa fatnað rétt fyrir jól, eftir nokkra daga verður þetta allt á útsölu hvort sem er, með 50 70% afslætti. Börnin: Það fer auðvitað eftir kyni og aldri. Allskonar spil eru þó vinsæl hjá báðum kynjum, úrvalið er vægast sagt ótrúlegt og ætti engum að leiðast sú leit- in. Tölvuleikir eru líka ofarlega á blaði, það þarf aðeins að athuga tegund tölv- unnar og svo hvaða slagsmálaleikir eru vinsælastir þessa stundina. Hundurinn: Stórt bein eða leikfang. Vel innpakkað svo hann sé lengi að ná gjöfinni úr pakkanum. Allir ijölskyldumeðlimir: Ávísanir á vinnu, svo sem barnapössun, lestur, gönguferðir, sendiferðir, húsverk, tíma og annað sem gagnast getur fólkinu. Þrjár fruinlegar jólagjafír Appelsínumarmelaði Þetta er sérlega auðvelt marmelaði og auðvit- að alveg hræódýrt. 3 appelsínur 1 sítróna 7 dl vatn 500gsykur Appelsínur og sítróna skorin 1' stykki. Hakkað í hakkavél eða grænmetiskvörn með hýðinu. Sett í pott ásamt vatni og sykri og soðið við vægan hita í 1 klst. Sett í sultukrukkur og lát- ið kólna í sólarhring. Athugið að marmelaðið er alveg lapþunnt þegar því er hellt á krukkurnar, en það þykknar smám saman meðan það kólnar. Þetta dugar { 5-6 krukkur. Kostnaður er um 20 kr. á krukku. Gönrtlu, góðu belgvettlingarnir Hér kemur uppskrift af gamaldags belgvett- lingum, auðveld, fljótleg og ódýr jólagjöf. Stærðir: 1/3-4/6-8/10-12/dömustærð Efni: Flóra, vélþvæg uli frá ístex, 50-50-100- 100 g. Prjónar: Sokkaprjónar nr. 314 og 414. Prjónfesta: !8 L gera 10 sm í sléttu prjónið á prjóna nr. 414. Ath. prjónfestu pg skiptið um prjóna ef með þarf. Fitjið upp 24-26-30-32 L á sokkaprjóna nr. 314. Prjónið stroff 1 sl. 1 br. f hring, 4-5-6-6 sm. Aukið út um 4 L jafnt í síðustu umferð, þá eru á prjónunum 28-30-34-36 L. Skiptið yfir á prjóna nr. 414 og deilið L jafnt niður á prjón- ana. Prjónið slétt í hring 8-9-12-15 umf, og prjónið þ.á í fyrir þumli þannig: Á hægri vettlingi er 1. L prjónuð, svo eru næstu 4-5-6-6 L prjónaðar með aukabandi (spotta í öðrum lit), þær L síðan settar aftur á sama prjón og prjónaðar aftur með aðallit. Á vinstri vettling er prjónað í fyrir þumli á síðasta prjóni, þannig að 1 L verður eftir á prjóninum þegar búið er að prjóna f f. þumli. Prjónið nú áfram 12-16-20-24 umferðir, eða fram fyrir litlafingur á þeim sem vettlinginn á að fá. Úrtaka: Prjónið #3 L og takið 2 L saman# endurtakið út umferðina. Prjónið 3 umferðir sléttar. 4. umf: *Prjónið 2 L og takið 2 L saman* endurtakið út umferðina. Prjónið 2 umf. slétt- ar. 7. umf.: •Prjónið 1 L og takið 2 L saman* endurtakið út umferðina. Prjónið 1 umf. slétta. 10 umf.: Prjónið 2 L saman út umferð- ina. Slítið spottann og dragið í L og herðið að. Gangið frá spottanum. Þumall: Takið aukabandið úr og takið upp 9-10-12-12 L á prjóna nr 414. Prjónið 8-12-14-15 umf. sléttar. Prjónið nú 2 L saman þar til 4-S-6-6 L eru eftir. Slítið bandið og dragið í L. Gangið frá endum. Kryddkökur Alveg frábærar kryddkökur, fínar til gjafa. Pakkið þeim í glært sellófan eða í fallegt box og bindið slaufu utan um. Setjið í hrærivélarskál 500 g hveiti, 500 g dökkan púðursykur, 1 tsk. lyftiduft, i tsk. matarsóda, 2 tsk. engifer, 1 tsk. negul og 1 tsk. kanil, hrærið þetta lauslega saman. Setjið svo út í þotta 250 g lint smjörlíki og 2 egg og hnoðið, annaðhvort í höndum eða í hrærivél. Búið til kúlur, um 40 stk. og setjið þær á plötu og bakið við 200°C í um 10 mínútur. Þær renna dálítið út. Tillögur að jólagjöfum handa íjölskyldunni

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.