Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Qupperneq 4
16- Föstudagur 20. desember 1996 jDaguiÆmtmn „...bíður þar sinna Vigfúsdóttir að glittir í tár í augum viðstaddra. Hugljúfur texti og gullfallegt lag Böðvars Guðmundssonar um líílð í Fjörðum verður þeim sem hlýddu á flutning Kristjönu Arngrímsdóttur og Ragnheiðar Ólafsdóttur síðastliðinn mið- vikudagsmorgun án efa minnis- stætt. Pær sungu svo vel, falleg- ar og glæsilegar, áheyrendurn- ir þakklátir - og meyrir. Skólaslit marka upphaf og enda í senn. Konurnar sem voru að útskrifast frá Mennta- smiðju kvenna á Akureyri voru ekki þær sömu og hófu námið sextán vikum fyrr. Hvílík breyt- ing! Margar höfðu varla þorað að sækja um, töldu að þetta væri örugglega ekkert fyrir þær, þær of ungar, of gamlar, of langt síðan þær höfðu verið í skóla, of atvinnulausar, ekki nógu atvinnulausar o.s.frv. o.s.frv. Fjórar heltust úr lestinni af ýmsum ástæðum, hinar sungu nú margradda, lásu upphátt, fluttu ræður og héldu veislu sjálfum sér og Mennta- smiðjunni til heiðurs. Daginn áður höfðu þær opið hús á Punktinum þar sem þær sýndu hluta af afrakstri náms- ins, þ.e. þess verklega. Þær svifu um milli bæjarfulltrúa og annarra gesta og sögðu frá því hvernig Menntasmiðjan hefur breytt lífi þeirra. „Ég hafði orð- ið svo lítið við að vera heima,“ sagði ein, „enda börnin að verða uppkomin. Ég ætlaði varla að þora að sækja um, enda var ég ekki atvinnulaus og hélt að þetta væri ekkert fyr- ir mig, en sem betur fer lét ég verða að því. Ég hef lært svo margt nýtt og hér stend ég svo stolt af öllu sem ég hef gert - og hafði ekki hugmynd um að ég gæti!“ Tvær komu aðvífandi, sú yngsta og sú elsta í nemenda- hópnum. Pó milli þeirra sé ef- laust aldarijórðungur sögðust þær aldrei hafa fundið fyrir neinu kynslóðabili. Sú yngri sagðist ekkert skilja í því ef bæjarstjórn ætlaði ekki að halda þessu góða starfi áfram. Til hvers væri að hleypa af stokkunum þróunarverkefni og hætta því svo þegar það væri að verða vel mótað og farið að skila árangri? Enn bættist í hópinn, sú nýja sagðist verða að viðurkenna að í upphafi hafi hún verið fremur neikvæð í garð Menntasmiðj- unnar. Fundist nóg af nám- skeiðum í boði alls staðar og ekki skilið af hverju væri verið að bjóða eitthvað sérstakt fyrir konur. Af ýmsum ástæðum ákvað hún þó að sækja um skólavist og hefði fljótlega skipt um skoðun. Þetta væri svo mik- ið og gott nám, það sem henni hefði litist síst á í upphafi ann- ar, gæti hún vart hugsað sér líf- ið án nú. Bæjarfulltrúinn, sem gerði sér eflaust grein fyrir að hann var lentur í miðjum þrýstihópi, sagðist aldrei hafa heyrt neitt nema gott um Menntasmiðjuna, en þetta sner- ist jú allt um peninga. Peningar, það er jú mergur- inn málsins, eins og karlinn í Borgarfirði segir alltaf. í hvað á að verja skattpeningunum okkar? Er það réttlætanlegt að gera eitthvað sérstakt fyrir konur - t.d. að bjóða upp á dag- lýðháskóla - meðan staðreynd- in er sú að mun fleiri konur en karlar ganga atvinnulausar? í október síðastliðnum voru t.d. 218 konur skráðar atvinnulaus- ar á Akureyri enl27 karlar. Á sama tíma árið áður voru töl- urnar 173 á móti 172. Á þessu eina ári hafði körlum á at- vinnuleysisskrá sumsé fækkað um 45 en konunum fjölgað um 45. Ekki má gleyma dulda at- vinnuleysinu, það er mun meira meðal kvenna. Ein sem var að skila inn umsókn um skólavist sagðist hafa verið heimavinn- andi frá fæðingu yngsta barns- ins. Síðastliðin tvö ár hefur hún ítrekað reynt að komast út á vinnumarkaðinn, en án árang- urs. Hún telst samt ekki at- vinnulaus, að minnsta kosti á hún ekki rétt á atvinnuleysis- bótum af því að hún sagði upp starfi sínu við lok fæðingaror- Hulda Biering, verkefnisstjóri Menntasmiðju kvenna á Akureyri. endaloka... “ lofsins. Hún vildi vera heima aðeins lengur - en ekki svona lengi. Hún sagðist vilja koma í Menntasmiðjuna til að komast upp úr hjólförunum, öðlast meira sjálfstraust og kynnast einhverju nýju. Ilún sagði að sér þætti virkilega vænt um börnin sín, en það fullnægði henni ekki að vera ein heima með þau allan daginn, hana langaði til að hitta annað full- orðið fólk. Hún stundi því upp að hún hefði átt við þunglyndi að stríða síðustu mánuði. Læknirinn sem hún leitaði til hafði bent henni á Mennta- smiðjuna og sagt að hún hefði hjálpað mörgum konum í svip- uðum sporum. Eins og margar aðrar góðar „stofnanir" í velferðarkerfinu státar Menntasmiðjan af löng- um biðlista. Ólíkt hinum eru dagar hennar taldir. Hún var bara eitt af mörgum þróunar- verkefnum sem hleypt hefur verið af stokkunum. Um hundr- að konur hafa notið hennar og einar tuttugu munu komast að eftir áramótin. Nær allar sem hafa lokið námi bera henni vel söguna og flestum hefur gengið vel að fá vinnu í kjölfarið - eða haldið áfram í skóla. Hún hefur hjálpað þeim sem vildu komast upp úr hjólförunum til að gera einmitt það. En nú bíður hún sinna endaloka, rétt eins og árabáturinn hans Böðvars í Fjörðum, en ólíkt honum heyr- ir hún ekki fortíðinni til - held- ur nútíðinni og framtíðinni. Ef henni verður gefið lengra líf. Stjómsýslan vex á er komið að eftir- málum einkavinavæð- ingar Viðeyjarstjórn- arinnar. Ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins sem verið hefur í leyfi er farinn að skjóta föstum skotum á viðskiptaráðherra sinn og gefa í skyn að ekkert sé að marka það sem hann segir. Þetta er vægast sagt óvenjulegt enda ljóst að ráðu- neytisstjórinn telur ólíklegt að hann komist aftur í sína fyrri stöðu þegar leyfi hans lýkur. Björn Friðfinns- son, ráðuneytis- stjóri í leyfi, er stórfrændi Jóns Baldvins, eðalkrati og gæðingur sem um nokkurra ára skeið hefur verið við störf hjá ESA í Brussel. Hann er nú kominn heim. Umhverfið sem Björn kem- ur heim til er þó öllu íjand- samlegra en ilvolgt hreiðrið sem hann yfirgaf á sínum tíma. Þegar Björn fór voru hans menn við völd og búið var að stilla upp vaskri kratasveit í öll helstu emb- ætti landsins. Þetta var meira að segja gengið svo langt að flokkurinn hafði fengið á sig hálfgerðan spill- ingarstimpil. Enda var Birni fúslega veitt leyfi til að fara til Brussel og þáverandi pól- itískur aðstoðarmaður krataráðherrans gerður að ráðuneytisstjóra fyrir Björn. Sá aðstoðarmaður er nú horfinn til annarra starfa og nýr embættismaður settur í starfið, sem ekki hefur haft afskipti af pólitík að því sagt er. Hæfni afgangsstærð Garri efast í sjálfu sér ekki um hæfni Björns sem lög- fræðings og ráðuneytis- stjóra. Hins vegar er erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að vera hans í ráðuneytisstjórastöðunni hefur lítið með þá hæfni að gera. Hún er og hefur alltaf verið afgangsstærð. Það sem skiptir máli er pólitíkin og frændsemin. Vegna þess að Björn er greindur maður og sjóaður í embættis- mannakerfinu veit hann þetta afskaplega vel og þar sem hann skortir hina pólit- ísku tengingu inn í kerfið núna verður hann að búa sér til einhverja aðra víg- stöðu. Það gerir hann með því að stilla ráðherranum upp við vegg, því ráðherrann hefur augljóslega lítinn áhuga á að fá kratískan ílokksgæðing inn á gafl til sín. Snjallt útspil Útspil Björns er þar að auki bráðsnjallt því með við- brögðum sínum er hann ekki einvörðungu búinn að skapa sér sterka vígstöðu heldur gefur hann til kynna x hverju hugsanleg lausn gæti falist. Björn kvartar í raun ekki yfir því að vera settur út úr húsi í viðskipta- ráðuneytinu heldur yfir því að Finnur Ingólfsson bauð honum lægri stöðu, sem er að vera forstöðumaður Lög- gildingarstofunnar í staðinn fyrir að vera ráðuneytis- stjóri. Varla er hægt annað en Iíta á þessa uppstillingu hjá Birni sem annað tilboð til ráðherra. Tilboð um að gera Löggildingarstofustarf- ið að jafn hárri eða hærri stöðu en ráðuneytisstjóra- staðan var. Finnur verður því einfaldlega að grípa inn í lagasetninguna um Lög- gildingarstofuna og breyta þessari stofnun í ráðuneyti. Löggildingarráðuneytið. Þá verða allir ánægðir og nýtt skólabókardæmi um vöxt stjórnsýslunnar á íslandi verður til. Garri. Ráðuneyt- isstjóra boðin lægri staða Ingólfsson, iðnnóaj-- <,o við- pkr!5íf hPrra' vil1 ekki Bjönx Friðfinnsson, srni verið hefur f k-yfi rtðuneytwstjðrg { r4ðu- uk' við storfinu afuir. rlnnur heíur sent Birei bréf þar sen Lhonuin sxut*™-”*1

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.