Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Síða 7
4Dagur-®tnnmt Föstudagur 20. desember 1996 -19 MENNING O G LISTIR Jólaóratorían á tveimur stöðum Johann Sebastian Bach skrifaði jólaóratoríu sína árið 1734 en þetta mikla verk er draumaverkefni allra kórmeðlima. Óratorían verður nú flutt í fyrsta skipti á Akur- eyri en Mótettukór Hallgríms- kirkju mun einnig kalla fram jólastemmninguna með þessu frægasta jólaverki allra tíma. Jólaóratorían samanstendur takast á við hann. Raddlega er erfltt að syngja jólaóratoríuna því legan á verkinu er mjög há. Guðspjallamaðurinn er líka sögumaður og það er mikilvægt að hann komi verkinu til skila með túlkim sinni. Gunnar segir að söngur guð- spjallamannsins sé sérstæður og að hann syngi ekki í sam- efni sérstaklega þar sem hin heimsþekkta sópransöngkona Barbara Hendricks syngur hitt aðalhlutverkið." Draumur jólanna Það er Kór Tónlistarskólans á Akureyri sem hefur æft verk- ið fyrir norðan, inn 40 manns, en alls munu um 70 manns taka þátt í uppfærsl- unni. Michael Jón Clarke er stjórnandi kórsins sem var stofnaður í fyrra og söngmenn eru aðallega nemendur og kennarar skólans. „Þetta hefur gengið vonum framar og er í raun draumur sem er að rætast þótt ég geti varla sofið fyrir áhyggjum," segir kórstjórinn og hlær. „Bach gerir slíkar kröfur til söngvara og hljóðfæraleikara í jólaóratoríunni að flutningur á verkinu mun nú sem hingað til bera vott um metnað, vilja og áræði þeirra sem að honum standa. Það eru vissulega tíma- mót fyrir tónleikagesti á Akur- eyri að fá að njóta þessa mikla og erfiða verks. Kórsöngurinn er mjög flókinn í sumum köfl- um, aðrir kaflar eru fallega ein- faldir." Aðeins er fyrirhugað að halda eina tónleika og verða þeir í Akureyrarkirkju klukkan 17 á morgun. Jón segir hugsan- legt að endurtaka flutninginn ef áhugi er fyrir hendi. „Kannski tekur einhvern tíma fyrir fólk að átta sig á því hve stórkost- legt verk er á ferðinni. Ég vona að með árunum verði þetta sjálfsagður hluti af jólastemmn- ingunni hér fyrir norðan. Samhliða flutningi Jólaóra- toríunnar verða helgimyndir frá 16. og 17. öld sýndar á hvítu tjaldi. „Ég valdi þessar myndir úr yfir 1000 málverkum og þær lýsa sömu atburðunum og sagt er frá í Jólaóratoríunni. Eg felldi íslenskan texta inn í myndirnar þannig að fólk hefur alla möguleika á að vera vel með á nótunum um það sem fram fer,“ segir Michael. Sem sagt, jólaguðspjallið í tónum á tveimur stöðum fyrir þessi jól, í Akureyrarkirkju á morgun klukkan 17 og í Hall- grímskirkju 29. og 30. desem- ber. -mar I uppfærslunni á Akureyri taka þátt um 70 manns, hljóðfæraleikarar og söngvarar. Mynd:as. af sex sjálfstæðum þáttum sem upphaflega voru fluttir sex sunnudaga í kringum jólin. Venjan er að flytja þrjá fyrstu þættina og verður það gert í Akureyrarkirkju en í Hallgríms- kirkju verður fimmta þættinum bætt við. Guðspjallamanninn syngur, á báðum stöðum, Gunnar Guð- björnsson tenór en hann hefur lengi langað að syngja hlut- verkið sem hann segir ekki síð- ur erfitt en að syngja erfiða óperu. „Þetta er falleg músík, ein af perlunum, og Bach er að mörgu leyti erflður og því er gaman að söng þannig að munurinn á því að syngja fyrir norðan og sunn- an verði ekki mikill. „En það þarf að æfa hlutverkið með org- anistunum og sellóleikurunum þar sem túlkun á talsöngnum getur verið mismunandi." Að lokinni Jólaóratoríu verð- ur Gunnar með ljóðatónleika í Gerðubergi þann 5. janúar en síðan er förinni heitið aftur til Frakklands. „Þar bíður mín að syngja Tamino í Töfraílautu Mozarts í Óperunni í Toulouse og ýmis verkefni í Lyon, m.a. Rudolfo í La Bohéme sem er veigamesta hlutverk mitt tii þessa. Það er spennandi verk- BÓKABÚÐ JÓNASAR Ólafur Jóhann Ólafsson áritar bók sína Lávarður heims í dag, föstudag, kl. 14-15 Á laugardag kl. 16-18 árita Pétur og Inga í Laufási bók sína Lífskraftur Munið: Afsláttur af öllum bókum í Bókabúð Jónasar B0KABÚÐ ,BgBV sS JONASAR JlllYtlls Hafnarstraeti 108 • Akureyri • Sími 462 2685

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.