Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Page 15

Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Page 15
IDctgurCEtnTtmt Föstudagur 20. desember 1996 - 27 llppcífuitcíó lítacvtpö- ag, ójénvxvvpöefni Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests Ingólfur Margeirsson rithöfundur og fjölmiðlamaður Ingólfur Margeirsson er fréttafíkill eins og svo margir, missir helst aldrei af fréttum í sjónvarpi og reyn- ir einnig að ná þeim í útvarpi. Hann hefur verið nefndur manna oftast í þessum dálki eða Bítlaþættirnir hans al- ræmdu - en Ingólfs maður í útvarpi var Svavar Gests heit- inn. „Sennilega horfi ég mest á fréttir en annars horfi ég lít- ið á sjónvarp. Uppáhaldsþætti á ég fáa en í útvarpi reyndi ég að missa ekki af Svavari Gests á sunnudagsmorgnum og í sjónvarpinu eru mér minnis- stæðir bresku þættirnir um Krossferðirnar. Þegar ég er þreyttur og kem heim seint á kvöldin horfi ég stundum á kvikmyndir en því miður er kvikmyndaúrvalið þannig að maður finnur sjaldan góða mynd í sjónvarpi. Hvað um ís- lenska dagskrárgerð? „Jú, ég reyni að horfa á Dagsljós sem mér finnst góð- ur þáttur en fylgist ekki reglulega með öðru íslensku dagskrárefni. Maður lendir þó inn á hinum og þessum þátt- um þegar sjónvarpið er í gangi en ég má alveg missa af þeim. Ég vil líka orða það þannig að ég myndi ekki vilja láta sjónvarpið taka allt kvöldið frá mér, ég vinn oft á kvöldin þó ljótt sé frá að segja.“ A M U G A V E R T I K V O LD Sjónvarpið kl. 22.55 Branwen Velska sjónvarpsmyndin Branwen, sem er frá 1995, gerist í tveimur löndum, Wales og á Norður-írlandi, þar sem þjóðern- ishyggja er brennandi málefni og fjölskyldur ldofna jafnvel vegna pólitískra deilna. Branwen er ung velsk kona og þjóðernissinni. Hún kynnist Kevin, ungum lýðveldissinna frá Belfast, verður ófrísk og giftist honum gegn vilja bróður síns og notar ósættið inn- an fjölskyldu sinnar sem átyllu fyrir því að setjast að í Belfast. f myndinni segir frá stormasömu hjónabandi þeirra Branwenar og Kevins og válegum atburðum sem verða í lífi fjölskyldunnar. Leik- stjóri er Ceri Sherlock. Stöð 2 kl. 23.00 Nágrannaerjur Seinni frumsýningarmynd föstudagskvöldsins á Stöð 2 heitir Ná- grannaerjur, eða Next Door. Þetta er bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1994 um tvo kostulega nágranna, Matt Coler og Lenny Benedetti. Matt er kennari að atvinnu en Lenny er slátrari. Þeir búa í góðu úthverfi og una glaðir við sitt. Dag einn býður Lenny nágranna sínum til grillveislu en við það tekur líf þeirra beggja algjörum stakkaskiptum. Slátrarinn fer þar að monta sig af greindarvísitölu sinni en kennarinn lætur ekki slá sig svo auðveld- lega út af laginu. Aðalhlutverk leika James Woods, Randy Quaid, Kate Capshaw og Lucinda Jenney en leikstjóri er Tony Bill. Mynd- in er stranglega bönnuð börnum. Óháðar jólakveðjur Hjá Ríkisútvarpinu er óskráð vinnuregla að spila ekki jólalög fyrr en um mánaðamót nóvember og desember. Fyrr mega jólin ekki halda innreið sína í tónlistarflutningi þessarar merku menningarstofnun- ar, sem rýnir dagsins telur vera íslandsklukku nútím- ans. Sameign þjóðarinnar. Á hinum frjálsu og óháðu útvarpsstöðvum (enda þótt enginn viti hverjum þær eru frjálsar og óháðar) er annar háttur hafður á. Þar er byrjað að spila jólalögin oft uppúr miðjum nóvember - og það af tvíefldum þrótti. Fyrr er nú fullt en út af flýtur - og mættu stjórnendur þessara stöðva aðeins hægja á ferð- inni í þessum efnum, því þegar jólin eru virkilega farin að nálgast eru flestir hlustendur komnir með ógleði á frjálsum og óháð- um jólalögum. Fjölmörgir íslendingar finna fyrst fyrir nálægð jól- anna á Þorláksmessu, þeg- ar lesnar eru jólakveðjur á Rás 1 í Ríkisúrvarpinu. Lestur þeirra hefur verið með óbreyttu sniði í árarað- ir og ef til vill felst styrkleiki þeirra helst í formfestunni sem skapast hefur. Rýnir dagsins kemst fyrst í þetta svonefnda jólaskap þegar kveðjulestur þessi hefst í eftirmiðdaginn á messu heilags Þorláks. Það er líka alveg mátulegur tími. Komi jólaskapið of snemma um- hverfist það á fáum dögum í hversdagsskap - og missir þannig marks. Gleðileg jól. SJ Ó N VA R P - UTVARP e o S T Ö Ð h svn © SJONVARPIÐ 10.30 Alþingi. Bein útsending. 16.20 Þlngsjá. (E). 16.45 Leiðarljós (545) (Guiding Light). 17.30 Fréttlr. 17.35 Auglýsingatími - Sjónvarpskringl- an. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins (20:24). Hvar er Völundur? 18.10 Negrakossinn (4:7). Norrænn myndaflokkur fyrir börn. 18.40 Fjör á fjölbraut (18:26). Ástralsk- ur myndaflokkur sem gerist meðal ung- linga í framhaldsskóla. 19.35 Jóladagatal Sjónvarpsins. (E). 19.50 Veöur. 20.00 Fréttir. 20.40 Happ í hendl. 20.50 Dagsljós. 21.25 Fæöing Gúllívers (The Making of Gulliver). Heimildarmynd um gerö sjón- varpsmyndarinnar Feröir Gúllívers sem sýnd veröur á jóladag og annan í jólum. 22.00 Félagar (15:26) (Die Partner). Þýskur sakamálaflokkur um tvo unga einkaspæjara og ævintýri þeirra. 22.55 Branwen. Velsk sjónvarpsmynd frá 1995 sem segir frá stormasömu hjónabandi ungrar velskrar konu og manns frá Norður-írlandi og válegum at- buröum sem verða I lífi fjölskyldunnar. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. STOÐ 2 09.00 Sjónvarpsmarkaöurinn. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Hart á móti höröu (Hart To Hart Returns). Spilltir hergagnaframleiðendur gera milljónamæringinn Jonathan Hart að blóraböggli í morömáli. 1993. 14.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 15.00 Taka 2 (e). 15.30 NBA-tilþrif. 16.00 Fréttir. 16.05 Köngulóarmaðurinn. 16.25 Snar og Snöggur. 16.50 Kisa litla. 17.20 Mínus. 17.25 Vatnaskrímslin. 17.30 Glæstar vonir. 18.00 Fréttir. 18.05 íslenski listinn. 19.00 19 20. 20.05 Lois og Clark (8:22). 21.05 Töfrar (Bell, Book and Candle). Gillian Holroyd er nútímanorn sem býr í New York. Dag einn kemur hún auga á myndarlegan útgefanda, Shep Hender- son, og ákveöur aö ná honum á sitt vald hvað sem þaö kcstar. 1958. 23.00 Nágrannaerjur (Next Door) 00.40 Hart á móti höröu (Hart To Hart Returns). 02.10 Dagskrárlok. STOÐ 3 08.30 Heimskaup. Verslun um víöa ver- öld. 18.15 Barnastund. 19.00 Borgarbragur. (The City). 19.30 Alf. 19.55 Murphy Brown. 20.20 Umbjóöandinn. Vandaöir spennu- þættir fyrir alla fjölskylduna. 21.05 Allt lagt undir. (Atlantic City). Líf Lous tekur miklum breytingum þegar hann kynnist ungum dópsala og eigin- konu hans, Sally, sem vinnur á ostrubar í spilavíti einu í Atlantic City. Sally dreymir um aö komast aö spilaboröunum í Monte Carlo en eiginmaöur hennar er myrtur og hún á engan aö nema Lou. Margir vilja hafa hendur í hári þeirra og þau eru á flótta upp á líf og dauða. Myndin er ekki viö hæfi ungra barna. 22.35 Texas. (James A. Michener's Tex- as) (1:2). 00.05 Uns morö oss aöskilur. (Till Murder Do Us Part II). Meredith Baxter var út- nefnd til Emmyverölauna fýrir túlkun sína á Elisabeth Anne Broderick í þessari spennandi og sannsögulegu bíómynd. Elisabeth Anne komst í heimsfréttirnar þegar hún myrti fyrrverandi eiginmann sinn og konu hans. Myndin er ekki viö hæfi ungra barna. 01.35 Dagskráriok Stöövar 3. SYN 17.00 Spítalalíf. (MASH). 17.30 Taumlaus tónlist. 20.00 Tímaflakkarar. (Sliders). Uppgötv- un ungs snillings hefur óvæntar afleiö- ingar og nú er hægt að feröast úr einum heimi í annan. 21.00 Nautgripir hf. (The Culpepper Cattle Company). Raunsær vestri sem gerist skömmu eftir þrælastríöið. Hörkutóliö Frank Culpepper er aö leggja upp í langa og stranga ferö frá Texas til Colorado meö stóra naut- gripahjörö. Aöalhlutverk: Gary Grimes, Billy „Green" Bush, Luke Askew og Bo Hopkins. 1972. Stranglega bönnuð börnum. 22.30 Litla Jo. (The Ballad of Little Jo). Kvikmynd úr villta vestrinu um kvenútlag- ann Litlu Jo. Leikstjóri: Maggie Greenwald. 1993. Stranglega bönnuð börnum. 00.25 Spítalalíf (e). (MASH). 00.50 Dagskrárlok. RAS 1 09.00 Fréttlr. 09.03 „Ég man þá tíö“. 09.50 Morgunleikflmi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veöurfregnir. 10.15 Sagnaslóö. Saga vistheimilisins Sólborgar á Akur- eyri. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagiö í nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.20 Hádeglsfréttir. 12.45 Veöurfregn- Ir. 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar. 13.05 Tónaflóö. Fjallaö um nýjar íslensk- ar geislaplötur og rætt viö flytjendur. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Kristín Lafransdóttir eftir Sigrid Undset. Fyrsti hluti: Kransinn. (9:28) 14.30 Miö- degistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 ísland og Inkagull. Þórarinn Björnsson ræöir viö Úlf Ragnarsson lækni. 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Svart og hvítt. Djassþáttur. 17.00 Fréttir. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. 18.30 Lesiö fyrir þjóðina: Gerpla eftir Halldór Laxness. Höfundur les. Frumflutt 1957.) 18.45 Ljóö dagsins. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir. 19.40 Saltfiskur meö sultu. Þáttur fyrir krakka og annað forvitiö fólk. 20.40 Fagrar heyröi ég raddirnar. Raddir úr safni Ríkisútvarpsins. 21.25 Kvöldtónar. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Orö kvöldsins. 22.20 Norrænt. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.