Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 5
23agur-®tmtmt Laugardagur 21. desember 1996 - 5 F R É T T I R Kjötútflutningur Jólakjötinu hafnað af tollhmm Evrópusambandslönd rýna æ meira í lagabók- stafinn, - DHL hefur tekist að afstýra hangikjötslaus- um jólum íslendinga víða um Evrópu. slenskt jólahangikjöt hefur verið gert afturreka víða um Evrópu að undanförnu af tollayílrvöldum. Um virðist að kenna vankunnáttu þeirra verslana sem senda matar- pakka til vina og ættingja er- lendis. Evrópusambandið hefur reglur um innflutning á kjöti, sumir segja fáránlegar, sem lít- ið hefur reynt á, fyrr en allt í einu núna, einkum í Danmörku og í Bretlandi. Flutningsaðilar, einkum hraðflutningaþjónustan DHL, hafa lent í erfiðleikum af þess- um völdum. Oftar en ekki hafa DHL- menn í öðrum löndum og hér heima getað leyst vanda- málið og lempað tollinn, - en ekki í öllum tilvikum. Vandamálið fór að láta á sér kræla í fyrra þegar nýja Evr- ópusambandslandið Svíþjóð, neitaði að taka við kjöti frá ís- landi. Megnið kom til baka, en undanþága fékkst og pakkarnir voru sendir á nýjan leik og komust í réttar hendur. „Til okkar komu bara tvær sendingar tU baka, toUurinn í Englandi hafnaði lærunum, en nammið fékk að fara í gegn. Mynd: Hilmar Þór. ■IffiliHWMBM Herferð gegn koltvíoxíði Umhverfisráðherra segir 450 milljóna framlag til landgræðslu og skóg- ræktarmála muni styrkja byggð út um landið. „Það er engin ástæða til að ætla að þetta fjármagn lendi í óeðlUega miklum mæli á Suður- landi, þó samkvæmt áætluninni sé gert ráð fyrir að hefja rækt- un íjölnytjaskóga þar,“ sagði Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra í samtali við Dag-Tímann. Guðmundur fékk í vikunni samþykkta í ríkisstjórn- inni áætlun um átak í land- græðslu og skógrækt tU alda- móta. Átakið felur í sér að á þriggja ára tímabili verði veitt 450 miUjónum króna í viðbótar- framlag til landgræðslu og skógræktarverkefna. Að sögn Guðmundar er átak í skógrækt á Suðurlandi aðeins einn Uður í þessu átaki, en á Suðurlandi eru bestu aðstæður tU skógræktar af þessu tagi. Hann bendir á að með því að setja fé í ríkum mæli inn á þetta tiltekna landsvæði ætti að skap- ast aukið svigrúm annars stað- ar á landinu til að nýta það fé sem þegar er til ráðstöfunar í þesum málum. Guðmundur segir það sér- stakt fagnaðarefni hversu mikU samstaða náðist í ríkisstjórn um þetta mál. Farið var að huga að þessari áætlun sam- fara áformum um aukna stór- „Það er sérstakt fagnaðar- efni hversu mikil samstaða náðist í ríkisstjórn um þetta mál“segir Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra. iðju í landinu en hugmyndin er að draga stórlega úr koltvíoxíðs mengun og gerir áætlun ríkis- stjórnarinnar ráð fyrir að með átakinu muni nást að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri um 100 þúsund tonn frá því sem hún var árið 1990. Umhverfis- ráðherra segir að auk nytja- skógræktunar á Suðurlandi og koltvíoxíðs bindingarinnar sé það markmiðið með þessu að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu á ákveðnum for- gangssvæðum. Um það hefur verið gerð sérstök áætlun. Þá er stefnt að því að efla starf ein- staklinga og félagasamtaka í landgræðslu og skógrækt með sérstakri áherslu á skjólbelta- og nytjaskógrækt á bújörðum. Það er mat Guðmundar Bjarnasonar að það fjármagn sem í þetta átak fari muni nýt- ast dreifbýlinu vel og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf í sveitum. Hann bendir á að til viðbótar þeim 450 milljónum sem nú er verið að tala um hafi 75 milljónir verið merktar skógrækt í búvörusamningnum samkvæmt sérstöku ákvæði. Bændur hafi hins vegar ekki nýtt sér þann möguleika til bú- háttabreytinga til fulls þar sem ekki hafi komið nægjanlega mikið fyrir það sem menn fórn- uðu. Með þessari viðbót sem nú er komin gefist hins vegar færi á að samtvinna verkefni og nýta betur framlögin í búvörusamn- ingnum. Það virðast vera tollverðirnir sem láta svona, þeim fannst nóg komið af kjötinu, og endur- sendu vöruna. í Danmörku var allt stopp um tíma, fólkið fékk ekki pakkana sem það er að fá sent að heiman. Við vitum ekki meira, en þetta er afskaplega leiðinlegt," sagði Matthildur, út- sendingastjóri hjá Nóatúni, vestur í bæ í Reykjavík í gær. Þórður Kolbeinsson, þjón- ustustjóri DHL, sagði að menn rækjust á veggi í mörgum Evr- ópulöndum með jólakjötið frá íslandi í ár. Ekkert kjöt sem vegur yfir eitt kíló má fara inn á svæði ESB, samkvæmt reglum sem frjálslega hafa verið túlk- aðar til þessa. Nú er farið eftir bókstafnum víðast hvar. „Núna síðast tók enski tollur- inn upp á þessu. Þeir voru bún- ir að fá svo mikið magn, að þeir hreinlega lokuðu á okkur, og sögðust ekki taka við kjötinu eftir 16. desember. Einhveiju komum við þó í gegn 17. og 18. desember. Sendingarnar til Bretlands skipta í það minnsta hundruðum, ef þær eru ekki á annað þúsund. Annars eru þetta varla nema tíu til fimmtán sendingar sem hafa komið til baka. Okkar menn erlendis hafa bjargað málum og samið við tollinn. Á næsta ári þurfa sendingaraðilar að útvega sér tilskilin leyfi frá framleiðanda, þannig að kjötið eigi greiðan aðgang í Evrópulöndum." FLUGMÁLASTJ ÓRN Deildarstjóri áætlana- og framkvæmdadeildar Flugmálastjórn óskar eftir að ráða verkfræðing til að veita forstöðu áætlana- og framkvæmdadeild. Starfið felst í umsjón með þróunarvinnu og fram- kvæmdum á flugleiðsögu og flugumferðarstjórnkerfum. Æskilegt að viðkomandi hafi mikla þekkingu og reynslu varðandi vélbúnað og hugbúnað flugumferðarstjórn- kerfa. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. STÖRF í SLÖKKVIÞJÓNUSTU. Flugmálastjórn auglýsir störf aðalvarðstjóra og varð- stjóra í slökkviþjónustu Flugmálastjórnar Reykjavíkur- flugvelli. Hæfniskröfur eru samkvæmt reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna nr. 197/1991 og starfsreglum Flugmálastjórnar nr. 4.O.4.1. frá 16.09 1990. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. RÆSTINGARSTARF. Flugmálastjórn auglýsir starf ræstingarmanns í flug- stöðinni Vestmannaeyjaflugvelli. Laun eru samkvæmt kjarasamningi verkakvennafé- lagsins Snótar, Vestmannaeyjum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Flugmálastjórn fyrir 11. janúar 1997. Nánari upplýsingar veitir starfsmannahald Flugmálastjórnar í síma 569 4100. > w o s Jólasveinarnir koma í dag! I DAG LAUGARDAG KLUKKAN 14.30 KOMA JÓLASVEINARNiR Á SVALIR BÓKVALS. TIL KL. 22.00 ALLA DAGA BOKVAL Allt að 30% af sláttur af bókum

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.