Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 11
jOaflur-®ámrat
MINNINGARGREINAR
Isleifur A. Pálsson
Laugardagur 21. desember 1996 - II
*
sleifur A. Pálsson fæddist í
Vestmannaeyjum 27. febrúar
1922. Hann andaðist á gjör-
gæsludeild Landspítalans að
morgni laugardagsins 14. desem-
ber sl.
ísleifur var sonur hjónanna
Matthildar ísleifsdóttur, f. 7. maí
1900, d. 29. ágúst 1945, og Páls
Oddgeirssonar, kaupmanns og út-
gerðarmanns í Vestmannaeyjum,
f. 5. júní 1888, d. 24. júní 1971.
Systkini hans eru: Richard f. 27.
september 1920, d. 4. mars 1994;
Oddgeir, f. 22. desember 1923,
fasteignasali, búsettur í Banda-
ríkjunum; Anna Regína, hús-
freyja og starfsmaður sundlaug-
arinnar í Breiðholti, búsett í
Kópavogi, f. 16. maí 1928, ekkja
Hermanns Þorbjarnarsonar loft-
skeytamanns; Bergljót, húsfreyja
og skrifstofumaður á Akureyri, f.
19. janúar 1933, gift Tryggva Ge-
orgssyni múrarameistara. Hálf-
bróðir þeirra er Rúdólf Pálsson,
viðskiptafræðingur í Reykjavík, f.
1931.
ísleifur kvæntist 1946 Ágústu
Jóhannsdóttur, f. 10. desember
1922, dóttur hjónanna Magneu D.
Þórðardóttur og Jóhanns Þ. Jós-
efssonar, alþm. og ráðherra. Þau
sUtu samvistir. Synir þeirra eru:
Jóhann framkvæmdastjóri, f.
12. mars 1947.
Ólafur, framkvæmdastjóri al-
þjóðasviðs Seðlabanka íslands, f.
10. febrúar 1955, kvæntur Dögg
Pálsdóttur hrl., f. 2. ágúst 1956.
Sonur þeirra er PáU Ágúst, f. 26.
febrúar 1983.
Örn flugmaður, f. 7. ágúst
1956, kvæntur Guðrúnu Þ. Magn-
úsdóttur skólaritara, f. 14. janúar
1956. Synir þeirra eru Ólafur
Örn, f. 13. júU 1976, og Magnús
GísU, f. 10. desember 1980.
Útför ísleifs A. Pálssonar fer
fram í dag frá Dómkirkjunni í
Reykjavík og hefst athöfnin kl.
13:30.
Þú Guð míns lífs, ég loka augum
mínum,
í líknarmildum fóður-örmum
þínum,
og hvíli sœtt, þótt hverfi sólin
bjarta,
ég halla mér að þínu fióðurhjarta.
(M. Joch.)
Mig langar til að minnast
nokkrum orðum föður míns, ís-
leifs A. Pálssonar.
ísleifur Annas Pálsson fæddist
í Miðgarði í Vestmannaeyjum 27.
febrúar 1922. Foreldrar hans
voru hjónin Matthildur ísleifs-
dóttir og Páll Oddgeirsson, kaup-
maður og útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum. Ólst hann upp við
mikið ástríki foreldra sinna, og
naut jafnframt atlætis ömmu
sinnar, Sigurlaugar Guðmunds-
dóttur, sem var fjölgáfuð merkis-
kona.
Páll Oddgeirsson stundaði
ýmsan atvinnurekstur í Vest-
mannaeyjum, gerði m.a. út bát-
ana Herjólf og Heimaklett og rak
verslun í stórhýsi sem hann reisti
við Bárugötu. Hann var í mörgu
langt á undan sinni samtíð, hóf
ræktun í Heimaey þar sem heita
Oddgeirshólar og síðar á Breiða-
bakka. Við þetta starf naut hann
atorku og krafta sona sinna. Páll
Oddgeirsson beitti sér fyrir því að
reist var hið fagra líkneski eftir
listamanninn Guðmund Einars-
son frá Miðdal framan við Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum, til
minningar um Eyjamenn sem lát-
ist hafa af slysförum. Páls Odd-
geirssonar verður minnst sem at-
hafnamanns og hugsjónamanns,
sem auk annarra starfa réðst í
jarðrækt og landgræðslu í Vest-
mannaeyjum.
MatthUdur ísleifsdóttir var
glæsileg kona og mikilhæf. Hún
var stórmyndarleg húsfreyja og
bjó ijölskyldu sinni fagurt heimili.
Auk starfa á hinu stóra heimili
tók hún virkan þátt í daglegri
önn og umsvifum manns síns.
Hún lést langt um aldur fram
árið 1945, aðeins hálffimmtug að
aldri. Var fráfall Matthildar
þungbær missir fyrir eiginmann
hennar og börn. Nokkru síðar
fluttist Páll úr heimabyggð sinni
og til Reykjavíkur.
Sterkir ættstofnar stóðu að ís-
leifi A. Pálssyni. Páll var sonur
síra Oddgeirs Þórðarsonar Guð-
mundsens, prests á Ofanleiti
1889-1924, hins síðasta gömlu
Eyjaprestanna, eins og Sigfús M.
Johnsen bæjarfógeti kemst að
orði í Sögu Vestmannaeyja. Síra
Oddgeir var prestur Veslmanna-
eyinga við mikinn orðstír í 35 ár.
Hann var sonur Þórðar, sýslu-
manns, alþingismanns og kamm-
erráðs Guðmundssonar, valin-
kunns sæmdarmanns, eins og
prófessor Guðni Jónsson greinir í
Sögu Hraunshverfis á Eyrar-
bakka. Kona síra Oddgeirs var
Anna, dóttir síra Guðmundar í
Arnarbæli í Ölfusi Einarssonar
Johnsens, sem var bræðrungur
við Jón Sigurðsson og bróðir Ingi-
bjargar, eiginkonu Jóns forseta.
Móðir Önnu var Guðrún Péturs-
dóttir Hjaltested. Kona Þórðar
kammerráðs var Jóhanna Andr-
ea Knudsen, en móðir Þórðar var
Sigríður Helgadóttir prests á Eyri
í Skutulsfirði Einarssonar, systir
síra Árna stiftprófasts í Görðum á
Álftanesi Helgasonar.
Matthildur, móðir ísleifs, var
dóttir ísleifs bónda á Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum Guðnasonar og
konu hans Sigurlaugar Guð-
mundsdóttur. Móðir Sigurlaugar
var Guðný Pálsdóttir, prófasts og
þjóðfundarmanns í Hörgsdal á
Síðu, Pálssonar. Nafn ísleifs kom
úr móðurætt hans og má rekja
nafnið eftir tiltækum heimildum
þrjár aldir aftur í tímann.
Eftir hefðbundna skólagöngu í
Vestmannaeyjum hélt ísleifur til
Reykjavíkur til náms við Verslun-
arskóla íslands, þaðan sem hann
lauk prófi 1942. Hann vildi auka
við þekkingu sína og hélt til
framhaldsnáms vestur um haf og
stundaði nám í verslunarfræðum
við Rider College í Trenton í New
Jersey-fylki í Bandaríkjunum.
Eftir að heim var komið starf-
aði ísleifur m.a. hjá verslunarfyr-
irtæki Gísla Jónssonar alþm. fs-
leifur gerðist skrifstofustjóri
Samlags skreiðarframleiðenda á
fyrstu starfsárum þess á sjötta
áratugnum og fram á hinn sjö-
unda, á þeim tíma þegar Samlag-
ið var til húsa í Austurstræti 14
og síðar í Morgunblaðshöllinni,
Aðalstræti 6. Ætla ég að hann
hafi átt þýðingarmikinn hlut í að
byggja upp Skreiðarsamlagið
sem sölusamtök á sviði skreiðar-
útflutnings, skapa viðskiptasam-
bönd og vinna Skreiðarsamlaginu
traust. Síðar varð hann fulltrúi í
sendiráði Bandaríkjanna, auk
ýmissa annarra verslunar- og
skrifstofustarfa. Ennfremur
stundaði hann ýmis almenn störf
til sjós og lands, var um tíma á
togurum og sigldi m.a. á Hamra-
fellinu, hinu stórfenglega oh'u-
skipi og stærsta skipi íslenska
flotans á sínum tíma. Um skeið
starfaði hann við eigin atvinnu-
rekstur á sviði skreiðarútflutn-
ings og heildsölu.
ísleifur kvæntist 1946 Ágústu
Jóhannsdóttur, f. 10. desember
1922, dóttur hjónanna Magneu
D. Þórðardóttur og Jóhanns Þ.
Jósefssonar, alþm. og ráðherra.
Er mér sagt að þau hafi þótt sér-
lega glæsileg ung hjón. Eignuðust
þau þrjá syni: Jóhann, Ólaf og
Örn. Heimili þeirra stóð fyrst á
Hagamel 23 í Reykjavík, síðar á
Kvisthaga 4, en það hús reistu
þau ásamt öðrum. Við húsbygg-
inguna á Kvisthaganum naut sín
vel elja og atorka ísleifs Pálsson-
ar. Eins var hann í essinu sínu
hvenær sem taka þurfti til hendi í
sumarhúsi fjölskyldunnar á Þing-
völlum þaðan sem ég á kærar
minningar um hann. Ágústa og
ísleifur slitu samvistir 1962.
ísleifur A. Pálsson var góðum
gáfum gæddur og var vel heima á
mörgum sviðum. Hann var góður
málamaður, reikningsglöggur
með ágætum, vel ritfær og skrif-
aði fallega og svipsterka hönd.
Hann fylgdist glöggt með þjóð-
málum innanlands og utan, og
þegar kom að stjórnmálum að-
hylltist hann hugsjónir sjálfstæð-
ismanna. Hann hafði gaman af
að grípa í tafl, hafði yndi af tón-
list og stundaði laxveiði á sínum
yngri árum. Hann átti um tíma
bát, Herjólf, og fór oft á honum á
skak á Faxaflóa. Hann flíkaði
ekki tilfinningum sínum og ætla
ég að hann hafi verið alldulur í
skapi.
ísleifur A. Pálsson var glæsi-
legur að vallarsýn og bar sig
jafnan tiginmannlega, eins og
hann átti ætt til. Hann var vel lát-
inn af öllum sem þekktu hann.
Þegar ég lít yfir lífshlaup ís-
leifs A. Pálssonar, sé ég fyrir mér
gjörvulegan ungan mann sem
kom af vönduðu fólki, hlaut góða
menntun, átti vísan starfsframa,
eignaðist góða og glæsilega eigin-
konu, börn og heimili. En það
rætast ekki allar vonir og leið fs-
leifs A. Pálssonar um lífið varð
önnur en efni stóðu til. Sterk öfl
tóku völdin í lífi hans og slepptu
aldrei takinu. Hygg ég að öllum,
sem þekktu til ísleifs A. Pálsson-
ar, hafi verið ljóst að af þessum
sökum fengu hæfileikar hans og
mannkostir aldrei notið sín til
fulls.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert
auga,
en sér í lagi þau sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því sem
andar,
en einkum því, sem böl og voði
grandar.
(M. Joch.)
Við fráfall ísleifs A. Pálssonar
sendi ég ástvinum hans öllum
samúðarkveðjur, ekki síst Odd-
geiri Pálssyni í Bandaríkjunum
sem jafnan lét sér annt um bróð-
ur sinn. Að leiðarlokum kveð ég
föður minn og bið honum bless-
unar Guðs.
Ólafur ísleifsson.
Guðni Sigurðsson
Guðni Sigui ðsson var fædd-
ur 25. desember 1919.
Hann lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 21.
nóvember síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru: Sigurbjörg Guðna-
dóttir, f. 21.3. 1884, d. 13.6.
1948, og Sigurður Gunnlaugs-
son, f. 18.12. 1885, d. 7.9. 1950.
Útför Guðna fór fram frá Akur-
eyrarkirkju 29. nóvember s.I.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum Guðna bróður
míns, þó ég viti að hann vildi ekki
láta skrifa eitt eða neitt eftir sinn
dag. Þannig var hans persóna,
lítið fyrir að vera áberandi maður
eða framhleypinn.
Guðni var fæddur Fljótamað-
ur, fluttist ungur að árum með
foreldrum okkar fyrst til Siglu-
fjarðar, síðan hingað í Eyjafjörð-
inn, til Svalbarðseyrar og þaðan
yfir fjörðinn að Bjargi í Kræk-
lingahlíð. 1925 flyst íjölskyldan
til Hjalteyrar, þar sem hann bjó
yfir 40 ár. 1966 flytur Guðni til
Akureyrar og er búsettur hér æ
síðan. Hann hafði ætíð sterkar
taugar til sinnar heimabyggðar,
Hjalteyrar. Þar átti hann sín
æskuspor, þar átti hann sín full-
orðinsár og ljúfar minningar.
Þess vegna var það hans stóra á-
nægja, þegar hann að loknu
starfi eignaðist trillubát með
kunningja sínum, sem þeir
geymdu á Hjalteyri. Það var ekki
lítil upplifun fyrir hann á efri
árum að ýta frá landi og stíma í
vorblíðunni á gamlar, hefðbundn-
ar slóðir. Það mætti kannski segja
í þvx' sambandi á þessa leið:
Að stíma fgrir tangann var stóísk
tilfinning,
stýra litlu fleyi á gömlu miðin.
Skynja vorsins fegurð og jjöllin
allt í kring
er fátt sem betur minnir á tíma,
sem er liðinn.
Þarna var Guðni á heimavelli,
þarna leið honum vel og þar undi
hann löngum stundum. Það var
nú svo að þegar hann var kominn
á gamlar slóðir, lá honum aldrei
á að fara í bæinn, enda átti hann
vísan kaffisopann og góðgerðir
hjá bróður sínum og mágkonu,
sem eru búsett á Hjalteyri. Einnig
átti hann þar marga góða kunn-
ingja.
Bróðir minn átti góðar artir,
var hjálpsamur þeim sem þess
þurftu með og var þá sama hver
átti í hlut, það þekkti ég af eigin
reynslu. Ilann átti gott með að
umgangast fólk, hann bjó yfir
góðri greind, var fastur í skoðun,
og kunni á mörgu skil til lands og
sjávar. Lét sig varða velgengni og
allt sem til framfarar horfði.
Guðni hafði gaman af lestri
góðra bóka, sem hann undi sér
við nú seinni árin. Ljóðabækur
átti hann margar og hafði yndi
af, enda var hann vel hagmæltur,
þó hann flíkaði ekki. Um atvinnu
hans má geta þess að hann var
starfsmaður hjá Kveldúlfi h/f á
Hjalteyri, allt frá því síldarverk-
smiðjan var byggð 1937 þangað
til hann flutti til Akureyrar 1966.
Á vetrum, þegar lítið var að gera,
fór hann suður á vertíð, ýmist í
Keflavík eða Sandgerði. Hann var
eldfljótur við beitingu og eftir-
sóttur við slík störf.
Á Akureyri réðst hann fljótt til
starfa hjá flutningafyrirtækinu
Pétur og Valdimar. Líkaði Guðna
vel að starfa þar, enda húsbænd-
um og starfsmönnum vel kunn-
ugur.
Að lokum í þessum línum vilj-
um við bræður þakka fjölskyld-
unni í Rimasíðu 4 — frænku hans
Sigurbjörgu, manni hennar Helga
Snorrasyni og drengjunum þrem-
ur — fyrir einstaka hlýju og um-
hyggju, sem þau sýndu frænda
sínum og einlægum vini allt frá
þvf þau stofnuðu sitt heimili og til
hans síðustu stundar. Þar átti
hann vísan samastað og góðu að
mæta alla tíð. Guðni virti þetta
heimili mjög og sýndi hann þeim
hug sinn ætíð með miklum rausn-
arskap.
Við kveðjum góðan dreng og
vin okkar allra með þessum
hendingum:
Allt það góða, sem guð þér sendi,
gafstu þínum minnsta vini.
Er því Ijúft að láta afhendi
lítið stef í þakkarskyni.
Farðu vel, bróðir, mágur og
frændi. Hafðu þökk fyrir sam-
fylgdina.
Marteinn Sigurðsson
og jjölskylda.