Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 7
j[lagitr-'(IItntTmt ERLENDAR FRÉTTIR Laugardagur 21. desember 1996 - 7 Ágætismaðurinn Annan Baksvið Dagur Þorleifsson Ghanamaðurinn Kofi Ann- an, sem verður aðalritari Sameinuðu þjóðanna um áramótin, er 58 ára og sá fyrsti í því embætti sem er frá Afríku sunnan Sahara. Hann skólaðist í Bandaríkjunum og hefur starfað hjá S.Þ. síðan 1962. Hann er stundum kallaður „hægri hönd“ Boutros-Ghali að- alritara. Eiginkona Annans, Nane, er af einni þekktustu ætt Svíþjóð- ar, Wallenberg, í móðurkyn. Móðurbróðir hennar var Raoul Wallenberg, sem drýgði dáðir við að bjarga fólki undan nas- istum og hvarf í sovéska gúlagið. Þau Annan hittust fyrst í Genf, þar sem bæði störfuðu þá hjá Flótta- mannastofnun S.Þ. Nú er hún listmál- ari. í lykilaðstöðu í fjölmiðlum er lokið upp svo til einum munni um að Annan sé af- bragðsmaður, duglegur með af- brigðum, vel upplýstur, upp- byggilegur, vingjarnlegm- og heiðarlegur. Þykir undrum sæta að varfa fyrirflnnist í stofnunum S.Þ. maður, sem beri honum annað en gott orð, en stofnanir S.Þ. hafa það orð á sér að bróð- ernið sé þar flátt mjög og menn þar þurfi að hafa til að bera ærna lagni og kænsku til þess að sleppa til lengdar við að eignast andstæðinga eða óvini í vélræðum og klíkumakki. Hið virta danska blað Infor- mation segir að upplýsingum um undirbúning þjóðarmorðs- ins á Rúanda-Tútsum, sem bár- ust aðalritaraembætti S.Þ. frá yfirforingja friðargæslufiðs þeirra í Rúanda, þremur mán- uðum áður en Qöldamorð þessi hófust, virðist hafa verið haldið leyndum fyrir Öryggisráði S.Þ. og raunar heiminum í heild. Annan var þá einn af aðstoðar- aðalriturum S.Þ. og fór með yfirstjórn friðargæsluaðgerða þeirra. Ljóst er því að hann var í lykilaðstöðu til að láta að sér kveða — eða að láta ekki að sér kveða — í þessu máh. Neitar að svara Áminnst viðvörun yfirforingja friðargæsluliðsins í Rúanda um að forystumenn Hútúa væru að undirbúa þjóðar- morðið, var send 11. jan. 1994 og tók Annan á móti henni sjálfur. Hann neitar að svara spurningum um hvort hann hafi sagt yfir- manni sín- um, Bout- ros- Ghali, frá þessari viðvörun og öðrum svipaðs efnis, sem síðar bárust, eða hvað hann hafi sagt aðalritaranum um það efni, ef eitthvað. Að sögn Infor- mation bannaði Annan Dalla- ire, yfirforingja friðargæsluliðs- ins, að afvopna hútúska Intera- hamwe- liðið. í þjóðarmorðinu á Rúanda- Tútsum, sem hófst um viku af apríl 1994, voru myrtar 500.000-1.000.000 manns. Töl- um ber ekki saman, eins og oft- Ekki er grunlaust að verðandi fram- kvæmdastjóri S.Þ. hafi látið fara leynt upplýsingar um að þjóðarmorð stæði til í Rúanda. En svo til öll- um heiminum virðist vera sama um það. Dægurlagakeppní Kvenfélags Sauöárkróks Kvenfélag Sauðárkróks efnir tíl dægurlaga- keppni sem lýkur með úrslitakvöldi í sæluviku 2. maí 1997. Öllum er heimil þátttaka en verk mega ekki hafa verið flutt opinberlega áður. Þátttakendur skili verkum sínum undir dulnefni og láti rétt nafn og heímílisfang fylgja með í vel merktu og lokuðu umslagi. Síðastí skilafrestur er til og með 1. febrúar 1997. Innsendar tillögur skulu merktar „Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks", pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Kvenfélag Sauðárkróks áskilur sér allan rétt til þess að gefa Iögin út á geisladiski og hljóðsnældu og einnig til þess að heimila sjónvarp og útvarp frá keppnínni. & Annan: það voru helst Frakkar sem reyndu að bregða fyrir hann fæti. ar þegar um slíkar aðfarir er að ræða. En ekki fer á milli mála að þetta er einn af hroðaleg- ustu glæpum aldarinnar. Hætt við rannsókn Danska utanríkisráðuneytið fyr- irskipaði sendinefnd sinni hjá S.Þ. að rannsaka málið, en hef- ur nú aflýst þeirri rannsókn, á þeim forsendum að htlar sem engar líkur séu á að hún beri árangur. Aðalritaraembættið segist hafa upplýst Öryggisráðið um viðvaranirnar frá Rúanda skömmu eftir að þær bárust, en fulltrúar smæni vestrænna ríkja í ráðinu þá, heimildar- menn Information hjá friðar- gæslusveitum S.Þ. og í aðal- stöðvum þeirra eru sammála um að ráðið hafi engar slíkar viðvaranir fengið, og aðalrit- araembættið hefur enga papp- íra því til sönnunar að það hafi lagt þær fram. Þetta mál hefur í engu spillt fyrir Annan, enda hefur það litla eða enga athygli vakið nema í Belgíu og Danmörku og raunar ekki nema takmarkaða þar. Þriðji heimurinn hefur eng- an áhuga á þessu og helstu ríki Vesturlanda ekki heldur. Afr- íkumönnum sárnaði að Bout- ros-Ghah skyldi ekki fá að halda áfram í embætti aðalrit- ara S.Þ. annað kjörtímabil, eins og fyrirrennarar hans. Til að afsanna sem rækilegast að nokkuð andafrískt hugarfar væri þar að baki, var skjótt náð heimssamstöðu um að næsti aðalritari yrði frá Afríku sunn- an Sahara. Helsti þröskuldur- inn í vegi Annans að stóli aðal- ritara var að Frakkland vildi fá mann frá einhverri fyrrverandi frönsku Afríkunýlendunni í embættið (Ghana er fyrrverandi bresk nýlenda og enska þar op- inbert tungumál). En Frakkar létu af þeirri andstöðu, þegar þeim var sagt að Annan gæti talað frönsku. Við fögnum jólunum með jólafernum

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.