Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 3
Ælagur-íEmmiu Laugardagur 21. desember 1996 - 3 F R É T T I R Samgöngur Frestun framkvæmda bitnar á umferðaröryggi Sveitarfélög mót- mæla frestun vega- framkvæmda. Hægt að spara umtalsverða fjármuni vegna slysa og óhappa með því að ráðast í fyrirhug- aðar vegabætur. Guðrún Ágústdóttir, forseti borgarstjórnar og for- maður skipulags- og um- ferðarnefndar, telur ástæðu til að óttast um öryggið í umferð- inni í framhaldi af frestun þjóð- vegaframkvæmda á höfuðborg- arsvæðinu. Hún átelur stjórn- völd fyrir að nota svonefnda þensluboða sem afsökun fyrir niðurskurði til brýnna úrbóta í vegamálum. Talið er að fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu á næstu fjórum ár- um geti sparað 2,8 milljarða kr. í slysa- og óhappakostnaði á næstu 25 árum, eða 250 millj- ónir á ári. í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands er áætlað að heildar- kostnaður vegna slysa og óhappa í umferðinni á höfuð- borgarsvæðinu nemi árlega á annan tug milljarða króna. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa mótmælt þessum áætlunum rík- isstjórnar og skora á hana að halda áfram framkvæmdum við þjóðvegi á svæðinu. í bréfl þeirra til stjórnvalda kemur fram að áform þeirra muni hafa þær afleiðingar að á næsta ári verði frestað framkvæmdum við Vesturlandsveg í Mosfells- bæ, við Reykjanesbraut og við Vesturlandsveg í Reykjavík. „Allt eru þetta mjög nauð- synlegar framkvæmdir, sem bæði eru arðsamar út frá þjóðhagslegu sjónarhorni, nauð- synlegar af skipu- lagsástæðum og munu draga úr slysatíðni í umferð- inni,“ segir í mót- mælum sveitarfé- laganna. Far er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að á yfirstandandi þingi verði samþykkt fjögurra ára vegaáætlun, sem taki mið af raunverulegri þörf. í bréfi sveitarstjórnanna er Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar „Ég átel stjórnvöld fyrir að nota svonefnda þensluboða sem afsökun fyrir niðurskurði til brýnna úrbóta í vegamálunu “ Húsbréf Fjölgaði um fiórðung Samþykkt skuldabréfaskipti hjá Húsbréfadeild, vegna kaupa á notuðum íbúðum, voru rúmlega fjórðungi fleiri fyrstu 11 mánuði þessa árs en í fyrra. Heildarlánsupphæðin hækkaði hins vegar nokkru minna. Nærri 70% allra hús- bréfalána tilheyra þessinn flokki. Fjölgun lána hefur verið minni í öðrum lánaflokkum. Heildarupphæð samþykktra húsbréfalána er rúmlega 20% hærri en á sama tíma í fyrra. Heilaríjárhæð lána var komin í 14 milljarða í nóvemberlok. ennfremur minnt á að breikkun eru tilbúin til útboðs, hefðu átt byrjað verði á nýjum stórverk- Vesturlandsvegar og gerð brúar að vinnast á næsta ári. Sveitar- efnum á þeim tíma, eða á fyrstu yfir Sæbraut, sem hvort veggja félögin telja afar ólíklegt að níu mánuðum komandi árs.-grh Verkmenntaskólinn á Akureyri Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru útskrifaðir í Gryfjunni í gær. Ásókn hefur aldrei verið meiri en nú, í dagskóla hafa undanfarið um 1100 nemendur stundað nám á Akureyri og Dalvík og á þriðja hundrað stund- uðu nám í öldungadeild og í fjarkennslu. Skólameistari, Bernharð Haraldsson, kom víða við í hátíðarræðu sinni, m.a. benti hann á að 21. öldin væri rétt handan við hornið og tækni, vísindi og verklag breyttust nú hraðar en nokkru sinni fyrr. BÞ/Mynd jhf Menntamál Ný upplýsingalög taka gildi Um áramót taka ný upp- lýsingalög gildi í menntamálum sem kveða á um itartegri upplýs- ingar um frammistöðu ein- stakra skóla f samræmdum prófum á landsvísu. Hingað til hafa skólar aðeins fengið yfirlit um frammistöðu nemenda og meðaltöl bekkja í árgöngum en nú verða breyt- ingar á. „Við höfum gefið upp- lýsingar um frammistöðu ein- stakra landshluta en ekki ein- stakra skóla. Eftir áramót verð- ur hægt að fá uppgefna frammistöðu einstakra skóla á ítarlegri hátt en nú er, en þetta krefst nánari undirbúnings,“ segir Einar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsókna- stofnun upplýsinga og mennta- mála. „Pað er mikilvægt að um- gengni við samræmdar ein- kunnir sé skýr,“ segir Einar. „Mér finnst annað gilda í 10. bekk en í könnnarprófum 4. og 7. bekk. Þar er fyrst og fremst verið að veita upplýsingar, ein- kunnirnar hafa ekki áhrif á skólagöngu nemenda en í 10. bekk eru einkunnir grundvöllur til inntöku í framhaldsskóla. Þar er mikilvægt að nemendur, foreldrar og kennarar átti sig skýrt á hvers konar skilaboð koma úr þessum prófum.“ Einar segir varðandi samræmd próf Qórða og sjöunda bekkjar að normal- kúrfa hafi verið notuð til að fá sambærilegan árangur yfir allt landið. RÞ í SUNNUDAG FRÁ KL. 15 -17 Pétur ^órarinsson og Ingibjörg Siglaugsdóttir ÁRITA BÓK SÍNA "LÍFSKRAFTUR" TIL ICL. 22.00 ALLA DAGA BOKVAL Kirkjmór Akureyrar SYNGUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI BÓKVALS GEISLADISKAR í ÞÚSUNDA TALI JÓLADISKAR FRÁ KR. 399. Allt að 30% afsláttur af bókum

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.