Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 5
Mynd: Hilmar Þór glagur-mmnmt ónot innan í honum sem áttu upptök sín í brjóstinu voru sultin- um yfirsterkari. Mann beið eftir græna karlinum á ljósunum á horni Snorrabrautar og Lauga- vegar, þó enginn bíll sæist né neitt bílhljóð heyrðist. Honum fannst rauði karlinn á vitanum með samanklemmda fæturna aldei ætla að víkja fyrir þeim gangandi og á meðan bað hann Guð um að hjálpa sér. Segja sér hvað hann gæti sagt við dóttur sína, þegar hann hitti hana og væri ekki með jólagjöf fyrir hana eins og bróður hennar. Hann bæði skammaðist sín og var hræddur um að særa barnið þeg- ar hún væri sett hjá. Kannski best að gefa hvorugu þeirra neitt. Bíða með allar gjaflr þang- að til hann væri farinn að vinna. En auðvitað vonuðust þau eftir gjöf, þetta var nú einu sinni hátfð barnanna. Á leið sinni niður Laugaveginn hólt hann áfram að tala við Guð og tók ekki eftir því að það var hætt að snjóa. Þegar hann leit til baka, var ekki neina slóð að sjá nema hans eigin. Sporin eftir hægri fótinn voru með skakkasta móti. Hann haíði brotnað þegar hann var krakki og brotið gróið illa og eftir það var hann áber- andi útskeifur á þeim fæti. Það hvað fóturinn var snúinn hafði oft á tíðum valdið honum ó- mældum leiðindum. Eins og þeg- ar hann braust inn í fyrsta skipti, þá höfðu þeir fundið hann á slóð- inni. Hann gat aldrei gleymt orð- um háðska lögreglumannsins. „Þú ættir að hafa vit á því, bjálfinn þinn, að láta það vera að brjótast inn, þegar það er spor- rækt,“ hafði hann sagt. Það sveið enn ótrúlega sárt undan þessum orðum. Ifann gekk löturhægt, óviss um það hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur, bað til Guðs um hjálp. Hann var orðinn of seinn í hátíðarmessuna og óvíst hvort hann gæti læðst inn án þess að eftir honum yrði tekið. Hann vissi að forstöðumanninum þætti við hann fyrir að hafa ekki verið við þegar fagnaðarerindið var lesið, en það varð að hafa það. Fyrir framan tískuverslun á Laugaveginum tók hann eftir fín- gerðu mynstri í snjónum, en það vakti ekki sérstaka athygli hans. Líklega spor eftir smáfugl, hugs- aði hann. Síðan fótspor eftir kött. Við glugga á verslun þar sem stærðar jólasveinn buktaði sig og beygði milli þess sem hann sóp- aði með grýlukúst, silfurlitum stjörnum og gervisnjó saman í hrúgu, sat hvítur köttur í snjón- um og gaf frá sér langdregið mjálm. Kötturinn horfði á eitt- hvað sem var á hreyfingu á syllu fyrir ofan gluggann. Þetta hátt- erni kattarins vakti honum for- vitni, en hann hrökk í kút þegar kötturinn stökk upp á miðjan gluggann og rann niður rúðuna með nístandi hljóði sem skar í gegnum merg og bein. Litlu mun- aði að kötturinn hefði erindi sem erfiði, þetta var mús sem var á syllunni. Þarna stóðu þeir um stund, hann og kötturinn, og horfðu á músina reyna að fóta sig efst á glugganum. Það leið ekki nema lítil stund þar til mús- in missti takið og litlu munaði að kötturinn næði henni. En hann varð fyrri til og greip krílið. Þeg- ar hann hélt á henni og fann hvernig hjartað barðist í brjóst- inu, fylltist hann meðaumkun. Hann sparn fæti við kettinum, sem haíði gerst ágengur og byrj- að að fikra sig uppeftir annarri buxnaskálminni. Þeirri hugsun laust niður að Guð hefði látið hann koma að þessum hildarleik á heilagasta kvöldi ársins og með því gefið honum tækifæri til að láta gott af sér leiða. En hvað ætti hann svo að gera við músina? Fara með hana í herbergið tii sín? Ekki þýddi að sleppa henni neins staðar úti, allt fullt af köttum. Hann gekk lötur- hægt og hafði sett músina í úlpu- vasann og fann að það var eitt- hvað að gerjast í kollinum á hon- um. Auðvitað, honum hafði verið rétt gjöf handa dóttur sinni. Hann hefði verið bænheyrður; „bænin er sterk“, var fangelsis- presturinn vanur að segja. Nú gat hann farið í heimsókn til barnanna. Hann mundi að litla dóttir hans hafði oft verið að suða um að fá hamstur, en það hafði aldrei komist í verk að gefa henni hann, frekar en svo margt annað. Hann gleymdi bænastundinni og jólamatnum á hótelinu. Hrað- aði för sinni í áttina að Þingholt- unum. Aiia leið út á Óðinstorg fylgdi kötturinn fast á hæla hon- um, en þar kvaddi maðurinn hann með snjókúlu í belginn. Hann fylltist kvíðablandinni tilhlökkun þegar hann sá húsið. Mundi ekki eftir því fyrr en hann stóð við kjallaratröppurnar, að það hafði verið vegna þess hvað konan var hrædd við mýs að dóttirin fékk ekki hamstur. Meira að segja oft hægt að fá þá gefins. Hann hætti við að ganga niður tröppurnar og reyndi að safna kjarki þar sem hann stóð falinn á milli tveggja grenitrjáa í garðin- um. Þaðan sá hann þau eins og á myndbandi, sitjandi við jólatréð hjá móður sinni. í daufri birtunni sá hann slóðina eftir sig í snjón- um, verst ef konan sæi hana. Það var aftur byrjað að snjóa og í húsinu á móti var sungið „- Heims um ból“. Þriðjudagur 24. desember 1996 - 25 Sendum öllum viðskiptavinum okkar bestu óskir um og gcefuijkt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2 ■ Akureyri ■ Sími 462 2840 Sendum öllum Polariseigendum besia jálar iir % Pökkum viðskiptin Polarisumboðið á íslandi Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2 ■ Akureyri ■ Sími 462 2840 4 Okkar bestu óskir um & »> ogfarsœlt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð • Akureyri 4 Við sendum okkar bestu ' jálar úty nýárskmðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna allra. Pökkum viðskiptin á árinu. Mjólkursamlag Akureyrl

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.