Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Side 8

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Side 8
28 - Þriðjudagur 24. desember 1996 _________________________________ __________________________________________________________________________jPagmr-'SlTOróm Jólasýningar kvikmyndahúsanna Regnboginn og Laugarásbíó: Jól með Scwarze- negger Regnboginn frumsýnir þrjár kvikmyndir um jólin. Jingle All the Way er sannkölluð jóla- mynd því hún fjallar um sam- band eða öllu hledur sam- bandsleysi föður og sonar í miðju jólaamstrinu. Það er Arnold Schwarzenegger sem leikur föðurinn, einn af þessum vinnusjúku kaupsýslumönnum. Hann missir af karatesýningu sonarins Jamie sem hann hafði löfað að koma og sjá. Til að bæta fyrir mistökin fær Jamie að velja sér jólagjöf. Jamie bið- ur um Túrbómanninn sem allir félagar hans vilja fá að öðrum kosti kallast þeir lúðar. Þegar nær dregur jólum fer kona Howards að minnast á Túrbó- manninn sem er þegar uppseld- ur. Howard hafði að sjálfsögðu ekki orðið sér út um slíkan kall og því hefst leit um alla borg. Á vegi hans verða glæpsamlegir jólasveinar, sprengjur í jóla- pökkum samkeppnisaðili í gervi póstbera og brjálað hreindýr, svo fátt eitt sé talið. Allt endar ævintýrið vel og Howard nær aftur að vinna sig í álit hjá syni og eiginkonu. Svana- prinsessan með ís- lensku tali Barna- og fjölskyldumyndin Svanaprinsessan verður frumsýnd á öðrum degi jóla í fjórum kvikmyndahúsum. Myndin er teiknimynd, byggð á hinu þekkta ævintýri Svana- vatninu og er einskonar óður ástar, kærleiks og hugrekkis, með glæsilegum söng- og dans- atriðum. Diðrik prins og Ámý prinsessa er síður en svo vel til vina í æsku. Þau alast upp á svipuðum slóðum og foreldrar þeirra eru staðráðin í því að þegar fram líða stundir verði Diðrik og Árný konungur og drottning, Þau vaxa úr grasi og finna spennuna milli sín magn- ast og verða ástfangin. Þá kem- ur til sögunnar galdramaður sem vill koma í veg fyrir sam- band þeirra og breytir Árnýju í svan. Diðrik prins veit ekki að svanurinn fagri er í raun Árný í álögum. Litlir vinir Árnýjar úr dýraríkinu; frakkur froskur, seinleg skjaldbaka og röggsam- ur lundi vita hvað gerðist og reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa hana úr á- lögum. Söngur og talsetning er í höndum fremstu og bestu leik- ara þjóðarinnar undir öruggri leikstjórn Þórhalls Sigurðsson- ar. Reykur Kvikmyndin Reykur var for- sýnd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur í október síðast- liðnum og vakti gífurlega lukku og mikið umtal. Hún er ávöxtur samstarf rithöfundarins Paul Auster og leikstjórans Wayne Wang. Hér segir frá nokkrum einstaklingum sem í fyrstu virð- ast eiga það eitt sameiginlegt að búa í sömu stórborginni. Fyrir utan tóbaksbúðina sína tekur verslunarstjórinn (Harvey Keitel) ljósmynd af götulífinu á sama tíma frá sama sjónar- horni, eins og hann hefur gert á hverjum degi í 14 ár. Rithöf- undur (William Hurt) hefur ekki sett staf á blað síðan kona hans lést af slysförum. Táningur (- Harold Perrineau, jr.) breytir nafni sínu og einkenni í hvert sinn sem hann kynnist nýju fólki. Maður (Forrest Whitta- ureyri. Lausnargjaldið (Ransom) fjallar um son sem er rænt og lausnargjaldið er tvær milljónir dollara. Mel Gibson leikur Tom Mullen, vellauðugan forstjóra, sem á allt; eigið fyrirtæki og góða og fallega íjöiskyldu. Um- gjörðin gæti ekki verið betri en einn dag er því dýrmætasta í lífi hans rænt, syninum. Allt í einu hrynur allt í kringum Tom og eftir að FBI rannsóknin fer úr- skeiðis, skipuleggur Tom stór- hættulega aðgerð til að bjarga syni sínum. Þetta er mögnuð spennumynd í leikstjórn Ron Howards. Aðrir leikarar eru Renee Russo, Gary Sinise og Delroy Lindo. Schwarzenegger í jólahasar með sveinafjöld. ker) reynir að flýja fortíð sína með þv( að hefja nýtt líf eftir að hafa misst ástkonu sína. Kona (Stockard Channing) birtist eftir margra ára fjarveru og tilkynn- ir fyrrverandi kærasta sínum að þau eigi dóttur (Ashley Judd) sem sé í hættu stödd. Þegar á myndina dregur byrja tengsl að myndast milli þessa fólks og áður en yfir líkur hefur það haft áhrif á líf hvors annars (bæði góð og slæm). Sambíóin og Borgarbíó: Spenmi- mynd og sígildur hringjari s Aannan dag jóla verður opn- að nýtt bíó, Kringlubíó, á vegum Sambíóanna. Þar verða frumsýndar jólamyndirnar Ransom og Hringjarinn í Notre Dame. Sömu myndir eru sýndar í Bíóborginni, Sambíóum við Álfabakka og Borgarbíó á Ak- Hringjarinn frá Notre Dame Hringjarinn frá Notre Dame, gerð eftir hinu sígilda ævin- týri Victor Hugo, er 34 teikni- myndin frá Disney og verður hún frumsýnd annan í jólum. Myndin er með íslensku og ensku tali. Myndin gerist á 15. öld og segir frá kroppinbaknum Qu- asimodo sem hefur verið inni- lokaður í Dómkirkjunni í Notre Dame alla sína ævi, alinn upp af dómaranum illa, Claude Frollo. Quasimodo má ekki yfir- gefa kirkjuna og er því mjög einmana en hann á þrjá góða, en öðruvísi vini; Victor, Hugo og Laverne. Þeir eru bráð- skemmtilegar persónur sem hjálpa hringjaranum góða í að leysa hin ýmsu vandamál. En dag einn ákveður Quasi (eins og hann er kallaður) að fara á torgið í bænum þar sem mikil hátíðarhöld eru í gangi. Þar hittir hann fallegan sígaunadansara, Esmeröldu, og Hringjarinn í Notre Dame kemur öllum til bjargar. Matthildur ásamt móður sinni sem sýnir engan skilning á góðum gáfum barnsins. Phoebus herforingja. Mikil spenna myndast þegar fólk uppgötvar að Quasi er í raun hinn dularfulli Hringjari í Notre Dame-kirkjunni. Honum tekst að sleppa undan æstum múgn- um en þá er spennan rétt að Esmeralda er í mikilli hættu. Quasi þarf því að gera upp við sig hvort hann vill standa upp í hárinu á illum fósturföður sín- um eða bjarga hinjii fögru Esmeröldu. Snöggvax- inn Jack s IJack leikur Robin Williams tíu ára dreng í líkama fertugs manns. Þegar Jack fæðist kem- ur strax í ljós að hann vex fjór- um sinnum hraðar en aðrir en það sama á ekki við um andleg- an þroska, þar fylgir hann börnum á hans aldri. Þetta verður til þess að foreldrar hans og einkakennari halda honum frá öðrum börnum. En þegar Jack er tíu ára gamall í líkama fertugs manns langar hann til að fara í skóla með jafnöldrum sínum og er honum leyft það. Eins og gefur að skilja verður uppi fótur og fit í skól- anum þegar hann mætir. Með- leikarar Robins Williams eru Bill Cosby, Diane Lane, Brian Kerwin, Jennifer Lopez og Fran Drescher. Myndin er einnig sýnd í Háskólabíói. Stjörnubíó: Bráðþroska Matthildur Jól3amynd Stjörnubíós er sagan af Matthildi, bráð- þroska stúlku, sem þarf að sanna eigið ágæti án þess að fá neinn styrk frá foreldrum sín- um og öðrum misgóðum full- orðnum. Kvikmyndin er byggð á sígildri barnabók eftir Roald Dahl. Sjálfur Danny DeVito leik- stýrir myndinni og framleiðir. Hann leikur föður Matthildar en kona hans, Rhea Pearlman, leikur móðurina. Matthildur þarf að sjá um sig sjálf því foreldrarnir nenna því ekki. Á unga aldri verður hún sjálfstæð og sýnir hinum full- orðnu að hún er fullfær um að bjarga sér, enda foreldrar hennar húðlatir eiginhags- munaseggir. Matthildur verður fljótt læs og byrjar að stunda bókasöfnin þegar hún hefur lesið öll tímaritin á heimilinu. Myndin hefur þann boðskap að fólk eigi að lesa bækur í stað þess að horfa um of á sjónvarp. En það er meira sem Matthildi er gefið. Smám saman verður Matthildur þeim gáfum gædd að geta beitt hugarorkunni, sem hún notar til góðra verka. Háskólabíó: Spýtustrák- urinn Gosi og drekar Jólamyndir Háskólabíós eru Jack (sjá umfjöllun frá Sam- bíóum) Dragonheart sem frum- sýnd var 20. desember og Gosi. Dragonheart er stórmynd og uppfull af góðum tæknibrellum. Aðalhlutverkin leika Dennis Qu- aid, David Thewlis og Sean Connery sem sést ekki að þessu sinni því hann talar fyrir drek- ann. Myndin fjallar um dreka- bana sem gengur í bandalag við síðasta drekann í heiminum. Saman pretta þeir saklausa þorpsbúa og berjast til síðasta manns gegn hinum illu öflunum í heiminum. Hér fara saman skemmtileg saga, húmor og frá- bærar tæknibrellur. Á annan í jólum frumsýnir Háskólabíó ævintýrið um Gosa. Óskarsverðlaunahafinn Martin Landau leikur brúðugerðar- manninn og aðrir eru Udo Kier, Rob Schneider, Bebe Neuwirth en Gosi sjálfur er leikinn af Jonathan Taylor Thomas. Myndin er talsett á íslensku og leikstjóri hópsins er Ágúst Guð- mundsson. Þegar blaðið fór í prentun voru tímasetningar á sýn- ingum ekki fullákveðnar. Við bendum lesendum á að hringja í kvikmynda- húsin til að fá tíma á hverri sýningu. Sýningar er á öðrum degi jóla en frí aðfangadag og jóladag. Borgarbíó, Akureyri: sími 462-3500 Háskólabíó: sími 552- 2140 Sambíóin við Álfabakka: sími 587-8900 Bíóborgin: sími 552-5211 og 551-1384 Stjörnubíó: sími 551-6500 Laugarásbíó: sími 553- 2075 Regnboginn: sími 551- 9000

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.