Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 9
f jPagur-'SImTOm Þriðjudagur 24. desember 1996 - 29 Hápunktar í dagskrá sjónvarpsstöðvanna um jólin jO. ’Ö? SJÓNVARPIÐ Tár úr steini og jólahátíð í Vínarborg Aðfangadagskvöld Stórsöngvararnir Placido Domingo, José Carreras og Natalie Cole verða í Sjónvarp- inu klukkan ellefu á aðfanga- dagskvöld. Þá verður sýnd upp- taka frá hátíðartónleikum sem haldnir voru í Vínarborg á Þor- láksmessu í fyrra. Þremenning- arnir flytja jólasöngva úr ýms- um áttum, meðal annars eftir Franck, Gounod og Bizet, en einnig flytja þeir Domingo og Carreras verk sem sonur Dom- ingos hefur samið fyrir þá. Gulliver. Jóladagur Að kvöldi jóladags verður (jölbreytileg dagskrá í Sjón- varpinu. Að loknum fréttum verður sýndur fyrri hluti verð- launamyndarinnar Ferðir Gúlli- vers eftir sögu Jonathans Swift þar sem Ijöldi úrvalsleikara kemur við sögu. Klukkan 22.05 er á dagskrá Tár úr steini, kvik- mynd eftir Hilmar Oddsson um lífshlaup tónskáldsins Jóns Leifs. í helstu hlutverkum eru Þröstur Leó Gunnarsson, Ruth Ólafsdóttir, Bergþóra Aradóttir, Heinz Bennent, Jóhann Sigurð- arson og Sigrún Lilliendahl. Á miðnætti verður sýnt viðtal sem Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir átti við píanóleikarann og hljóm- sveitarstjórann Vladimir Ash- kenazy og hálftíma síðar er upptaka frá tónleikum Berlín- arsinfóníunnar á Listahátíð í sumar, en þá hélt Askhenazy einmitt um tónsprotann. skáldkonunnar og baró- nessunnar Karen Blixen. Hún var farin að óttast að hún myndi pipra og giftist því bróð- ur elskhuga síns, fluttist til Kenýa í Austur-Afríku og rak kafflplantekru í hlíðum fjallsins mikla, Kilimanjaro. Seinna, þegar plantekran var farin á höfuðið, skrifaði Blixen um reynslu sína undir nafninu Isak Dinesen. Leikstjóri er Sydney Pollack og aðalhlutverk leika úrvalsleikararnir Meryl Streep, Robert Redford, Klaus Maria Brandauer og Michael Kitchen. Myndin hlaut flmm óskarsverð- laun. Qsrfo-2 Jólamyndir í röðum A Jóladagur Ajóladag vekm- Stöð 2 athygli á þremur góðum kvikmynd- um og ættu allir í Ijölskyldunni að fmna þar eitthvað við sitt hæfi. Fyrst ber að nefna Krafta- verk á jólum, eða Miracle on 34th Street, sem fjallar um sex ára stúlku sem hefur sínar efa- semdir um jólasveininn. Að loknum kvöldfréttum tekur svo við sexföld óskarsverðlaima- mynd, Forrest Gump. Tom Hanks leikur aðalhlutverkið, hinn treggáfaða Forrest Gump, en hann fékk óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Strax á eftir verður sýnd stórmyndin Vindar fortíðar, eða Legends of the Fall. Aðalhlutverk leika S T O Ð Kraftaverk. Vindar fortíðar. Brad Pitt og Anthony Hopkins, en athygli er vakin á því að myndin er stranglega bönnuð börnum. Annar íjólum Bandaríska stórmyndin Litlar konur, eða Little Women, verður sýnd á Stöð 2 á annan í jólum. Myndin er gerð eftir klassískri sögu Louisu May Alcott, en í henni segir frá frú March og dætrum hennar fjór- um, sem alast upp á tímum borgarastríðsins á Nýja- Englandi. Stúlkurnar eru allar við það að springa út, en þessar „litlu konur“ eru um margt ó- líkar. Leikstjóri er Gilhan Arm- strong en aðalhlutverk leika Winona Ryder, Gabriel Byrne, Susan Sarandon, Trini Alvarado og Samantha Mathis. Maltin gefur Qórar stjörnur. Seinni frumsýningarmyndiin er Shawshank-fangelsið. Þetta er úrvalsmynd frá árinu 1994, sem tilnefnd var til sjö ósk- arsverðlauna. Hér segir af bankamanninum Andy Dufren- se, sem var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og elsk- huga hennar árið 1947. Hann tekur út refsingu sína, en er um margt ólíkur samföngum sín- um. Andy eignast þó góðan vin, sem er reddarinn Red, en sá situr einnig inni fyrir morð. Með aðalhlutverk fara Tim Robbins og Morgan Freeman. Myndin er stranglega bönnuð börnum. Domingo og Cliff Richard Jóladagur Dagskrá jóladags á Stöð 3 er íjölbreytt, en þar má benda á jólatónleika með Cliff Ric- hard. Hann syngur mörg af sín- um þekktustu jólalögum, m.a. Mistletoe and Wine og fleiri eldri lög. Klukkan 20.15 verður flutt dagskrá _ frá afmælistón- leikum Placido Domingo núna í desember, en þá fagnaði hann fimmtugsafmælinu sínu. Með honum syngja margir frægir stórsöngvarar. Kvikmyndin Heim um jólin verður sýnd á Stöð 3 að kvöldi jóladags. Hin samhenta Bundy- Ijölskylda á von á syni heim í jólaleyfi af vígstöðvunum. Lífið gengur sinn vanagang í litla bænum, þrátt fyrir daglegar á- minningar um stríð, skömmtun, skort á nauðsynjum og ungum mönnum í einkennisbúningum. Fjölskyldufaðirinn er afskap- lega stoltur af elsta syni sínum, Mike, og hetjudáðum hans, en sama er ekki að segja um til- finningar hans til yngri sonar- ins, Terrels, sem einnig er her- maður. Húsmóðirin á heimilinu gerir ekki svona upp á milli barnanna sinna og óttast um öryggi þeirra allra, hvar sem þau eru niður komin. haldnir voru 12. september 1995 til styrktar stríðshrjáðum börnum í Bosníu. Auk Lucianos Pavarotti koma fram Bono and The Edge, Meatloaf, Simon Le Bon, The Chieftains, Gam Gam, Dolores O’Riordan, Brian Eno og margir fleiri. # svn Pavarotti. K! i Annar íjólum lukkan 13.00 verður sýnd upptaka frá tónleikum, sem Harðskeyttar löggur og synir Zorros A Jóladagur Aeftir Gillette-sportpakkan- um, eða klukkan 21.00 á jóladag, verður sýnd myndin Fjandvinir, sem er athyglisverð kvikmynd frá leikstjóranum Wolfgang Petersen um óvini sem eru strandaglópar á hrjóstrugri plánetu og verða að snúa bökum saman til að kom- ast lífs af. Aðalhlutverk eru í höndum Dennis Quaid, Louis Gossett jr., Brians James og Richards Marcus. Annar íjólum Synir Zorros er spaugileg mynd frá leikstjóranum Pet- er Medak um tvíburasyni skylmingameistarans Zorros. Annar er fimur með sverðið eins og faðirinn, en hinn hefur áhuga á allt öðrum hlutum. Að- alhlutverk leika George Hamilton, Lauren Hutton og Brenda Vaccaro. ar Jörð í Afríku. Annar íjólum Kvikmyndin Jörð í Afríku verður sýnd klukkan 22.50 á öðrum degi jóla. Myndin er bandarísk, frá árinu 1985, og byggir á ævi og skrifum dönsku & Óskum öllum viðskiptamönnum okkar svo og landsmönnum öllnm gleðilegrayjálar og árs ogfriðar á komandi ári. Pökkum ánœgjuleg viðskipti á því sem er að líða. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF I S LA N DS BA N K I Skipagötu 14 og v/Hrísalund ■ Akureyri

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.