Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Blaðsíða 4
24 - Þriðjudagur 24. desember 1996 íDagur-'Sínrtrm % Óskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum m jála ogfarsœls nýs árs. Þökkum samstaifið á árinu. Bæjarstjórn Húsavíkur sendir félagsmönnum sínum, staifsfólki, svo og öðrum viðskiptavinum bestu óskir um gleðilegjál & ogfarsœld á komandi ári. SAUDÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLlD - KETILÁSI 4 Sendi öllum vinuní og vandamönnum mínar bestu óskir um gleðilegjál og gott nftt ár. Með kíirri kveðjn, Herdís á Búvöllum í Aðaldal Hann kom að austan snemma á Þorláks- messu. Á miðri heiði bilaði rútan, á meðan beðið var eftir aðstoð rölti hann spölkorn út á holtið, en samferðamenn hans sátu kyrrir í bílnum. Kyrrlát morgunstund í ljósa- skiptunum. Himinninn var stjörnubjartur og máninn hékk á himninum fyrir ofan Vestmanna- eyjarnar. Það var næsta snjólaust á heiðinni og rautt lyngið þakið hrími. Hann horfði á ljósin í þótt- býliskjarnanum við rætur heiðar- innar víkja fyrir dagsbirtunni. Hann naut þess að vera frjáls, en fyiltist ekki þeirri gleði sem félagar hans höfðu sagt honum frá að kæmi þegar menn losn- uðu. Hann var ekki búinn að standa þarna lengi í frostköldum morgninum þegar beygurinn kom, byrjaði með ónotum undir bringspölunum og læddist fram í brjóstið. Honum varð hugsað til þess að þegar hann fór síðast yflr heiðina, hafði lögreglubíllinn, sem ílutti hann austur, bilað rétt hjá þessum sama stað. Það var fyrir liðlega tveimur árum. Hann hafði verið einn í bíl með þremur einkennisklæddum mönnum og handjárnaður. Veðrið hafði verið svipað þá og nú, iogn og frost og snjólítið. Þegar bflstjórinn hafði opnað vélarhlífina og lokað henni aftur án tilætlaðs árangurs, snaraðist hann inn og greip til hljóðnem- ans á talstöðinni. Það leið nokkur stund þar til stynjandi rúta kom upp Kambana og staðnæmdist hjá þeirri biluðu. Farþegarnir ruddust inn, eins og þeir væru hræddir um að verða skildir eftir. Hann rak lestina, settist í miðjan bflinn. Á leiðinni heyrði hann í tveim- ur konum sem sátu fyrir aftan hann, tal þeirra snérist um menn sem lentu á glapstigum. „Ósann- gjarnt að hrúga öllum misindis- mönnum austur í sveit.“ Hækk- uðu róminn, voru sammála um að Reykvíkingar ættu sjálfir að byggja yfir sína vandræðamenn innan borgarmarkanna. Hann fann andardrátt og munnvatns- yrjung frá þeim aftan á beran hálsinn, tók þann kost að látast ekki taka eftir því. Enginn kom til að taka á móti honum við BSÍ. Hann hafði held- ur ekki átt von á því. Konan skil- in við hann fyrir ári síðan og börnin hafði hann ekki séð frá því að hann fór austur. Vitanlega gafst konan upp, ekkert nema skuldir sem hann skildi eftir, og til að kóróna allt hafði hann ver- ið settur inn rétt fyrir jólin, til að sitja af sér gamlan dóm. Kannski var hann ekki sá verst setti sem losnaði út, hann hafði þó herbergi til að vera í um mánaðar tíma og ef til vill lengur á meðan hann var að koma undir sig fótunum, eins og fangelsis- Smásaga eftir fieyju Jónsdóttur stjórinn hafði sagt við hann. Hann tók leigubfl niður í mið- bæ, honum fannst umhverfið lítið hafa breyst á meðan hann var í burtu. Það höfðu líka verið jóla- ljós um alla borg og skreytingar í gluggum, þegar þeir sóttu hann á vinnuslað og stungu honum í lög- reglubflinn. Hann sem hafði ætl- að þann dag að fara í búðir eftir vinnu og kaupa jólagjafir handa börmmum og frúnni. Komu bara svona allt í einu og sviptu hann jólunum og Ijölskyld- unni. Konan hafði ekkert vitað fyrr en um kvöldið hvar hann var niðurkominn. í nokkur skipti kom hún til hans í fangelsið, en aldrei með börnin. Herbergið sem hann fékk á kristilega hótelinu var kalt og hvítmálað, yfir rúmið var breitt röndótt teppi. Við höfðagafl rúmsins hékk mynd af Kristi á krossinum. Borðið undir glugg- anum mátti muna fífil sinn fegrj, hringir undan drykkjarflátum voru um alla borðplötuna og einnig í gluggakistunni. Það var gengið niður úr h'noleumdúknum fyrir framan borðið. Klæðaskáp- ur sem samsvaraði öðrum hús- gögnum í herberginu var við vegginn á móti borðinu. Inn í hann hengdi hann brúnteinótta jakkann utan yfir gula skyrtu og setti köflótt hálstau yfir snagann. Lagði buxur úr sama efni og jakkinn yfir rúmið. Fann fyrir óá- nægju með hvað þær voru illa pressaðar. Annan fatnað setti hann inn í hillur án þess að vanda sig. Hann var svangur, enda komið að hádegi, en þó að hann vissi að hann ætti að iá mat bæði kvölds og morgna í þessu kristilega skjóli, þá kom hann sér ekki að því að fara niður í mat- salinn. Hann fór út og ranglaði um bæinn, keypti sér eina pylsu hjá „Bæjarins bestu“. Um kaffileytið á aðfangadag stóð hann á Hlemmi og horfði á fólkið fiýta sér framhjá. Hann hafði ranglað þetta í einhverju sinnuleysi eftir að hafa gert ít- rekaðar tilraunir til að hitta kon- una og börnin. Farið og bankað á kjallaradyrnar á timburhúsinu í Þingholtunum som konan leigði íbúð í, en það kom enginn til dyra. Þó að hann væri búinn að skrifa undir skilnaðarpappírana, kallaði hann hana í huganum alltaf konuna sína. Hann hafði heldur ekki misst alla von um að með tíð og tíma tæki hún hann í sátt. Kannski í kvöld? Hann ætl- aði að fara heim til hennar aftur seinna um kvöldið og fá að sjá krakkana, þó ekki væri annað. Það var verst að hann hafði ekki getað keypt neitt handa dótturinni, hann var með jóla- gjöfina handa drengnum í hvít- um plastpoka sem hann hélt á í annarri hendinni, pokinn var merktur einum af stórmörkuðun- um. Hann hafði sjálfur smíðað gjöfina handa drengnum, stóran vörubfl úr spýtu, og var dálítið stoltur af. Bara ef liann hefði ekki hitt Bogga í gær, nokkru eftir að hann var á Bæjarins bestu og farið með honum í hús og tekið þátt í að ijármagna áfengiskaup á svörtu. Þar fóru peningarnir sem hann hafði ætlað í jólagjöf handa dótturinni. Eiginlega hafði hann komið hingað á Hlemminn í þeirri von að hann hitti einhvern af gömlu félögunum, sem myndu lána honum nokkur hundruð krónur, svo hann gæti keypt ein- hverja smágjöf handa stelpunni. En það kom ekki neinn sem hann þekkti, fyrir utan tvo róna sem reyndu að slá hann um pening, en vitanlega án árangurs. Eigin- lega fannst honum að hann gæti ekki farið í heimsókn án þess að hafa meðferðis gjöf handa henni eins og bróður hennar. Rétt áður en búðum var lokað um hádegið hafði hann verið að hugsa um að hnupla einhverju ódýru, en hafði ekki haft kjark í sér til þess. Og nú stóð hann þarna á aðfanga- dag og ekki nema klukkustund þar til yrði heilagt. Það byrjaði að snjóa, stórar flygsur féllu lóð- rétt á gangstéttina fyrir framan hann. Hann stóð þurrum fótum inni undir skyggninu á húsinu. Það komu krapahljóð frá bflun- um sem óku framhjá. Um morg- uninn þegar hann hafði vaknað var rigning og menn töluðu um rauð jól. Smám saman hljóðnaði um- ferðin og hann stóð einn eftir. Snjónum kyngdi niður, allt var hvítt og hljótt. Tvær dúfur sem setið höfðu í þakrennunni fiugu upp og settust rétt við fætur hans. Honum fannst þær horfa krefjandi á sig. Líklega svangar, hugsaði hann. Var feginn að hafa stungið hálfri samloku í vasann, sem hann hafði ekki haft lyst á fyrr um daginn. Nú kom sá vani hans sér vel að henda engu. Dúf- urnar réðust á brauðið og hættu að taka eftir honum. í þann mund sem klukkurnar í Hallgrímskirkju hringdu inn jól- in, lagði hann af stað niður Laugaveginn í átt að kristilega hótelinu. Hann hafði lofað um- sjónarmanninum að vera við guðsþjónustu sem byrjaði klukk- an sex, síðan átti að vera sameig- inlegt borðhald með gestum og starfsfólki. Hann fann til svengdar. en

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.