Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Síða 1
Arnórskoraði einamark Lokeren — sjá íþróttir bls. 20-21 • Svikuútvörur meðnotkun falsaðraskilríkja — sjá lesendabréf bls.6 Jólagetraun DV -sjábls.2 • Mannlíf — sjá bls. 11 • Kraftaverka- staðaaðlosna við Tímann — sjá Svarthöfða bls.4 Sandkom -sjábls.2 Efnahagsaðgerð- irumáramót — sjábls.4 Allttíl bráðabirgöa — sjá kjallaragrein Magnúsar Bjamfreðssonar bls. 15 . • Urstórafmæli yfirslökkvara — sjá Fólk bls. 16 • Grímulaus eignaupptaka — sjá leiðara bls. 14 14 DAGARTILJÓLA 274. TBL. — 71. OG 7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. Irjálst, úháð daghlað Hörð gagnrýni formanns þingflokks Alþýðubandalagsins á viðskiptaráðherra: Ekkinýttað Tómas heimti kauplækkun1 „Það er ekki nýtt, að Tómas Arna- son viðskiptaráðherra heimti kaup- lækkun. Hann hefur í tíð þessarar stjórnar alltaf annað veifið staðið upp og sagt að lækka yrði kaupið,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, í viðtali við DV í morgun. „Tómas ætti frekar að snúa sér að þvi áð koma i framkvæmd því sem hann hefur látið ógert al' ráðstöfunum gegn verðbólgu,” sagði Ólafur Ragnar. „Samkvæmt efnahagsáætlun ríkis- I stjórnarinnar uin síðustu áramót átti viðskiptaráðuneytið að standa fyrir ýmsu. Meðal þess var endurskipu- lagning á innflutningsverzluninni og innkaupum hins opinbera,til að draga úr verðbólgu. Viðskiptaráðuneytið hefur brugðizt í þessu.” ■ „Auk þess er einkennilegt að Tómas sé að leggja til minnkun opinbírra framkvæmda, meðan framsóknar- menn í fjárveitinganefnd standa fyrir hækkunum,” sagði Ólafur Ragnar. -HH. — Sjá hls. 4. Hafði íhót- unum og otaði skrúf- járni — tvær stúlkur kærðu Hallgrím fyrír tveimur árum „Hann hafði í hótunum við okkur, heimtaði peninga og otaði að okkur skrúfjárni,” sagði ung stúlka sem DV hafði samband við, en hún varð ásamt vinkonu sinni, fyrir áreitni af völdum Hallgríms Inga Hallgrímssonar, árásar- mannsins sem handtekinn var um siðustu helgi. Tæp tvö ár eru siðan þessi atburður gerðist. Voru þær þá á gangi um Garðastrætið seint að kvöldi, á leið heim frá skemmtistaðnum Óðali. Urðu þær varar við að maður veitti þeim eftirför og tók fljótlega fram úr þeim. Sneri hann síðan við, gekk beint að þeim og heimtaði peninga. Stúlkurnar urðu að sjálfsögðu skelfdar við hótanir hans og sáu blika í eggjárn i hendi hans. Gátu þær þó haldið honum í skefjum þar til bílstjóri sem leið átti um, kom til aðstoðar og afvopnaði manninn. Eggjárnið reyndisl vera skrúfjárn. Slúlkurnar kærðu manninn til lög- reglunnar og var hann handtekinn. Ákæra var gefin út 28. febrúar 1980. Um þetta leyti fékk Hallgrímur á sig nokkra dóma vegna þjófnaðarmála og mun hegning vegna þessarar árásarhót- unar ekki hafa verið dæmd sérstaklega. Börn út um borg og bí undirbúa nú komu jólanna. 1 heimahúsum, skólum og barnaheimilum er föndrað, límt og litað. Rauðir síðskeggjaðir karlar eru skapaðir ótt og títt og grýlur og leppalúðar sjúst ú stangli. Tilhlökkunin leynir sér ekki í augum þessarar ungu stúlku. Hún heitir Iris Lind og er önnum kafin viðföndrið á barnadagheimilinu A usturborg. D V-mynd Einar Ólason. NIÐURTALNING KEMST VONANDIAFTUR í GANG segir Tómas Árnason og mótmælir því að einhliða skerðing á launum fylgi „Fyrirsögnin á forsíðu Tímans í dag um að ekki sé samkomulag um fram- hald niðurtalningarinnar er röng. Það er rétt i fréttin i sjálfri að ekki náðist samkomulag í september um framhald niðurtalningarinnar sem hófst um áramót og þá voru að vísu ýmsar for- sendur óljósar, meðal annars vegna kjarasamninga framundan. Nú eru málin að skýrast á ný og ég vona að niðurtalningin komist í gang aftur” sagði Tómas . Árnason viðskipta- ráðherra í samtali við DV ímorgun. „I viðtölum fjölmiðla við mig, og þar vil ég til dæmis nefna Morgunblaðið, hefur verið snúið út úr ummælum mínum um niðurtalninguna. Hún felur ekki í sér einhliða skerðingu á verðbótum launa og miðar þvert á móti að því að kaupmáttur launa skerðist ekki meira en annars yrði og að samhliða náist verðbólgan niður hægt og bítandi með aðgerðum á öllum sviðum I senn. Þetta tókst með aðgerðunum á fyrri hluta þessa árs, en niðurtalningin strandaði i september. Sá hlutur í niðurtalningaraðgerðum sem snýr að launum snýst um kaupmáttinn en ekki taxta, á þessu er meginmunur því eins og sést áþví að kaupmátturinn hefur ekkert vaxið langalengi þótt taxtar hafi margfaldazt í krónutölum. Niðurtalningin felst annars í því öllu í senn að lækka skatta og vexti, skerða verðbætur á laun, verðlag til bænda og fiskverð, gæta mikils aðhalds í verðlagsmálum, peninga- og fjár- málum og skrá gengi krónunnar þannig að hægt sé að reka útflutningsat- vinnuvegina.” Nú virðast Alþýðubandalagsmenn harðir á þVí, að þeir samþykki ekki skerðingu verðbóta á laun. „Þeir hafa auðvitað sín sjónarmið en ég vek á því athygli að þeir tala unt að hrófla ekki við forsendum kjarasamninganna Þeir halda því opnum dyrunum.” -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.