Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. Vínning- arnir ekkiaf lakara taginu Við minnum ykkur, lesendur góðir, á hina glæsilegu vinninga sem í boði eru í jólagetrauninni. í fyrstu og önnur verðlaun eru Philips sjón- varpsleiktölvur — en slíkar tölvur eru af fullkomnustu gerð. Verð þeirra með einni kassettu eru rúmar fjögur þúsund krónur. Sjónvarpsleiktækið býður upp á ótrúlegan fjölda möguleika. Það er i senn skemmtilegur leikur fyrir alla fjölskylduna, auk þess sem það getur komið að góðum notum. Með sjónvarpsleiktölvunni er hægt að kaupa 36 tegundir af kassettum og hver þeirra inniheldur 4—6 leiki. Má nefna fótboltaleiki, orrustuleiki, tuttugu og einn, golf, kappakstur, skák, skíðaíþróttir, keiluspil, horna- bolta, íshokkí, byssuleiki og ótal margt fleira. Þá eru til kassettur, sem hafa að geyma ntargs kyns reikniþrautir. Sjónvarpsleiktækið er fyrir utan allt þetta heimilistölva. Hún getur kennt yngstu börnunum að skrifa og reikna. Og allt sent þarf að gera er að stinga tækinu i samband í loftnets- stungu sjónvarpsins. Allt frá einum uppí fjóra geta leikið í einu. Fyrir utan þessa tvo glæsilegu aðal- vinningá, bjóðum við tíu íslenzkar hljómplötur að eigin vali frá verzluninni Skífunni á Laugavegi 33. Nú er bara að halda áfram að krossa við rétt svör og allir lesendur. DV hafa jafnan rétl á vinningi. -KLA. Moðal vinninga aru tiu isienzkar hljómptötur frá verzlunmni Sk'rf- unni. DV-mynd Bjarnlerfur. — Hönd þín er köld ... — Ó, þakka þér kæri jólasveinn. Þetta voru einmitt orðin, sem mig vantaði. JÓLAGETRAUN DV 3. HLUTI / dag heimsœkir jólasveinninn tónskúld. Öpera hans sem fjailar um fútœka listamenn sem þurfa að húu við ískulda í París, er stöðugt leikin ú stœrstu leiksviðum I heimi. Stutt er siðan óperan varflutt ú fjötum Þjóðleikhússins. Hún heitir: □ A) Mozart „Don Juan' B) Bizet „Carmen □ C) Puccini „La Bohéme' ................. Heimilisfang.......... Sveitarfélag.......... Þegar þú hefur sett krossinn við rétt svar, klippir þú út getraunina og loetur hana blða eftir hinum, sem enn eru óbirtar. Öll svörin eiga að sendast í einu. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Bjami Eincrsson or oinnig tafinn Iðc , logur. Pröfkjörsslagur framsóknarmanna að hefjast Prófkjör Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í Reykjavik veröur skv. heimildum DV 23. janúar nk. Vitað er að margir eru farnir að hugsa sér til hreyfíngs varðandi prófkjörið. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið eru Jónas Guðmundson stýri- maður, Gerður Stcinþórsdótt- ir, Jósteinn Kristjánsson, hálf- bróðir Guðmundar G. Þórarinssonar, Pétur Einars- son lögfræðingur og varaflug- málastjóri, Bjarni Einarsson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, Eirikur Tómasson og Steinunn Finnbogadóttir, fyrrum borg- arfulltrúi Samtaka frjálslyndra SUInunn DnntagaMtlr ar >ðgð munu tfigflk út I próncgkwtag fnm- sóknarmunna. og vinstri manna. Óvissa ríkir um Kristján Benediktsson en ýmsir telja að hann hyggist draga sig i hlé. svartasta skammdeginu og um- sjónarmaður Sandkóms lét ekki sitt eftir liggja. Á óskiljanlegan hátt var Bláa lónið, sem við ncfndum svo i léttum tón, sagt vera við Ál- verið. Hið rétta er auðvitaó að það er við Svartsengi og það er allt annar hlutur. Mergurinn máls- ins Sú grinsaga er sögð, aö ný- legá hafi starfsmenn Skýrslu- véla verið að dunda sér við að prufukeyra nýja tölvu. Datt þá einum þeirra i hug að spyrja hana hvort kvenfólk gæti orðið ólétt af hoffmannsdropum. Hinum starfsfélögunum fannst þetta hið mcsta óráð, þvi spurningin væri alltof snúin fyrir tölvuna. Sá gamansami gaf sig ekki, „prógrammeraöi” tölvuna og spuröi: „Getur kona orðið ólétt af hoffmannsdropum?” Tölvan hugsaði sig um dá- góða stund, en spýtti svo út úr jsér svarstrimli. Þar stóð: „Hve gamall er Hoffmann?” Fátt á föstu- dögum en aðsókn ekki minnkandi Vcitingahúsaeigendur virðast vcra i meira lagi viðkvæmir fyrir staðreyndum. Við greindum frá því hér í Sandkorni í fyrradag að Sigtún ætti nú undir högg að sækja í kjölfar nýrra veitingastaöa. Eigandi Sigtúns, Sigmar Pétursson, sagði það alrangt að aðsóknin hefði minnkað hjá sér. Reyndar væri fátt á föstu- dögum og hefði verið um langt skeið, en aðsóknin á laugar- dögum væri mjög góö. Ekki vitum við hvernig á að túlka tómt hús á föstudögum öðru visi en sem minnkandi að- sókn. Þá lét Sigmar þess getið að húsið væri ekkert til sölu. Vilja banna kampavínið í bikurunum ÍSÍ hefur lagt það til við íþróttafélög í landinu að þau noti ekki verðlaunabikara undir kampavin að sigri loknum. Kampavín hcfur fylgt stórsigrum í áratugi ef ekki aldaraðir. Hefð hefur skapazt og varla hefur nokkrum orðið meint af sullinu. Hefur verið haft á orði að ÍSÍ hefði þarfari vcrkefni á stefnuskránni en slikan sparðatíning, sem hvort eð er enginn tckur minnsta mark á. Menn drekka sitt kampavín þá og þegar þeim sýnist, hvort heldur úr verö- launabikurum eða þar til gerðum glösum, án tillits til til- mæla ÍSÍ. J______________________ Sigurður Sverrisson. Sitt hvað Straumsvík eða Svartsegni Ölium verður eitthvað á i Tólfta helgarskák- in á Höf n Tólfta helgarskákmótið verður haldið að Hótel Höfn á Hornafirði um næstu helgi, með þátttöku margra beztu skákmanna landsins. Níu umferðir verða tefldar eftir monradkerfi og hverjum skákmanni skömmtuð ein klukkustund til umhgus- unar. Fjórar umferðir teflast á föstu- dag og aðrar fjórar á laugardeginum. Á sunnudag fer síðasta umferðin fram og fljótlega á eftir verður hraðskákmót. Fyrstu verðlaun karla verða 5 þúsund krónur. Konur keppa um þús- und krónur, gamlingjar um sömu upp- hæð, en sigurvegara í unglingaflokki býðst skákskólavist að Kirkjubæjar- klaustri næsta vor. Verðlaunin afhend- ast síðan í kvöldverðarboði bæjar- stjórnarinnar á sunnudagskvöld. Allir geta tekið þátt og það eina sem til þarf er tafl og skákklukka, og svo auðvitað sæmilega klár kollur. -JB. Samningsdrög um Blönduvirkjun „Það er nú vafalítið upp og ofan hvernig þetta leggst í menn,” sagði Torfi Jónsson, oddviti Torfalækjar- hrepps, er DV ræddi við hann um af- stöðu manna til Blönduvirkjunar. „Öruggt er að samnignsdrögin verða samþykkt í Blönduós- og Torfalækjar- hreppi en afstaða annarra hreppa er ekki ljós. Sveitafundir verða á föstu- dag og laugardag og síðan hrepps- nefndarfundir fljótlega í kjölfar þeirra. Áliti þarf að skila fyrir 16. þannig að það styttist í niðurstöður,” sagði Torfi. Alls eru 6 hreppir sem eiga hlut að máli. -SSv. Gleymdi að borga Kona kom inn í verzlunina Ljós- myndavörur — Fuji-umboðið, í Kópa- vogi í fyrradag og fékk að skoða þar myndavél eina ágæta. Virtist hún hafa mikinn áhuga á vélinni, svo mikinn, að hún tók gripinn með sér, án þess að muna eftir að greiða uppsett verð. Kona þessi var klædd vatteraðri úlpu, blárri að lit og telur afgreiðslufólkið, að hún hafi ekið brott í grænni Toyota bifreið. Er vonazt til að hún líti við og borgi myndavélina. EgóogGrýlurnar leikaáBorginni Egó, Bubba Morthens og Grýlurnar efna til tónleika á Hótel Borg í kvöld kl. 21. Grýlurnar senda frá sér sína fyrstu plötu á morgun og er því tilvalið fyrir fólk að berja flokkinn augum. Egóið leikur sannkallað keyrslurokk og Grýlurnar senda frá sér tóna í þeim dúr. Rokkið verður þvi í forsæti í kvöld. Likast til eru tónleikarnir i kvöld einhverjir þeir síðustu, sem boðið verður upp á á Borginni í bráð. _______________•_____-SSv. Viðbót við Drangeyjar- sundsgrein Þau mistök urðu í grein um Drang- eyjarsundin gömlu, að hluti af viðtali við Eyjólf Jónsson, lögregluþjón og sundkappa, féll niður fyrir handvömm blaðamanns. f greininni segir Eyjólfur, að Drang- eyjarsundið sé ekkert afrek, en í grein- ina vantaði nokkrar línur. Þar sagði Eyjólfur, að Drangeyjarsund Péturs Eiríkssonar hefði verið stórkostlegt afrek þar sem Pétur var aðeins 17 ára gamall þegar hann þreytti það. Eins- hefði Drangeyjarsund Erlings Páls- sonar verið mikið þrekvirki, því áður hafði enginn annar en Grettir þreytt Drangeyjarsund. „Drangeyjarsundið er og verður alltaf perlan í islenzku sjósundi, það er mikill áfangi fyrir hvern íþróttamann, sem leggur stund á sjósund að þreyta Drangeyjarsund,” sagði Eyjólfur. Eyjólfur bætti því svo við, að reglu- semi væri alger forsenda þess, að íþróttamenn næðu árangri í sjósundi. -ATA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.