Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. Útlönd ' Útlönd Útlönd Útlönd IAN PAISLEY — .AYATOLLAH ULSTERS” Ian Paisley, hinn sjálfskipaði leiðtogi öfgafullra mótmælenda á N- írlandi, er afturhald i orðsins fyllstu merkingu. Hann vill hverfa til þeirrar pólitísku stöðu, sem var á N-írlandi fyrir tólf árum. Hann krefst þess, að endurreist verði hin aflagða heima- stjórn, þar sem mótmælendur réðu lögum og lofum og tróðu skóinn niður af hinum kaþólska minnihluta. Hann lifir I liðinni írskri líð og viðurkennir ekki þær breytingar, sem orðið hafa á viðhorfum til vanda- málsins á N-írlandi. Hann sættir sig ekki við, að einhliða lausn sé ekki fundin á vandamálinu, og ljær því alls ekki máls að hennar sé leilað i samvinnu við írska lýðveldið í suðri. „Enga uppgjöf” er slagorð hans, en sérhver eftirgjöf er i hans augum uppgjöf, og alll annað en heima- sljórn móimælenda í Ulster eflir gamla laginu fellur undir það. „Lygarar og svikarar" „Allt lal um samirska lausn og sérhverl daður við Eire jafngildir föðurlandssvikum,” segir Paisley, en hann helur verið ónízkur á svikara- nafngiftirnar. Marga leiðtoga mót- mælenda hefur hann um tíðina kallað svikara eða „Lundy-a”, en siðara skammaryrðið nota n-írskir mótmælendur fyrir „Quisling”. Er það dregið af manni að nafni Lundy, sem reyndi að svíkja mótmælendur í umsátrinu um Derru 1689. Brezkir forsætisráðherrar hafa einnig verið dregnir í svikaradilk Paisleys. Harold Wilson, Edward Heath, James Callaghan og nú einnig Margarel Thatcher hafa öll verið kölluð svikarar. „Lygari og svikari” kallaði Paisley brezku járnfrúna á dögunum, þegar hann beindi haturs- skeytum sínum að hinu brezk-írska ráði, sem I ondon og Dublin hafa orðiðásált um að setja á laggirnar. lan Paisley hefur slundum verið kallaður „ayatollah Ulsters” og er ekki illa lil fundið. Svo margl á hann likt með staðgengli Allah í íran. Báðir eru klerkar með pólitiskan metnað. Báðir ofsatrúarmenn, sem blanda Irú og pólitik saman eflir henlugleikum til þess að ná mark- miðum sínum. Báðir þykjast þeir tala i guðs nafni, en boðskapurinn er hjá báðum meira í ætt við hatur en mannelsku. Báðir telja sig umkringda fjandmönnum og svikurum og telja sjálfsagt að beita ofbeldi gegn þeim. Báðir stórhættulegir menn. Stríðsmaður í prestshempu Ian Paisley hlaut stríðsskap sitt í arf frá föðurnum. Sá var baptistaprestur, sem klauf sig frá kirkju sinni og stofnaði eigin söfnuð. lan er sjálfur kalvinisti og hefur hinn púritanska skozka siðbótamann, John Knox, að fyrirmynd. Hann var útskrifaður prestur hjá hinni siðbættu presbytaríönsku kirkju, sem er raunar fámenn, en byggir á skozkri strangtrú, sem leyfir ekki einu sinni orgeltónlist við guðsþjónustur. Daglega er Ian Paisley kallaður séra, en hann hefur þó aldrei verið vígður til prestskapar. Hvort það er ástæðan til þess að hann snéri baki við sinni kirkjudeild, eða hans eigin pólitiski metnaður, skal ósagt látið. Hitt fór ekki leynt, að strax bar á þvi hjá honum sem ungum manni, að hann teldi sig sjá svikara í öðru hverju horni. Það voru allt svikarar við siðabótina. í máli og riti réðst hann af eldmóði gegn þessum „fjöndum”, sem hann sakaði um að hafa snúizt til „frjálslyndis- guðfræði” sem græfi undan hinum rétta sið. Nú er Paisley leiðtogi hinnar svo- kölluðu frjálsu presbyteríönsku kirkju, sem stofnuð var fyrir 30 árum eftir deilur innan kirkjudeilda mótmælenda innan Ulster (N- írlands). Eftir að hann sneri sér að pólitíkinni hefur hann notað predikunarstólinn fyrir sína pólitiska ræðupontu. Hann leggur út af bilíunni sinni pólitík til framdráttar og í hans augum fara fullkomlega saman hans orð og Guðs vilji. Gengur enginn að því gruflandi, að einlægur trúarhiti er i pólitískri afstöðu séra Paisley. Eins og aðrir kalvínístar lítur Paisley á páTann í Róm sem antí-krist og hinir írsku kaþólikkar eru „rómversk úrhrök”. Enginn utanað- komandi skilur hversu óbrúanlegt gljúfur er á milli mótmælenda og kaþólikka á Írlandi, fyrr en hann hefur heyrt ofsatrúar Unionista hrækja út úr sér með öllu þvi gallblandaða hatri, sem hann á til, hrakyrðieins og „Pápisti!” Þá fyrst skynja menn, hvað það er Paisley og áhangendum hans algjörlega óbærileg tilhugsun, að Norður-írland sameinist írska lýðveldinu í suðri, þar sem hin rómversk-kaþólska kirkja er þjóðkirkja samkvæmi stjórnskrá. Skiptir þá engu, þótt í undirbúningi sé stjórnlagabreyting í Eire, sem miði að því að fjarlægja þann þröskuld fyrir sameiningu. í augum Paisleys er það ekkert annað en „djöfulsins vélabrögð” til að fullkomna svikin. Þriðja aflið Úr fjarlægð heyrt hljómar það lygilega, að slikar haturspredikanir skuli hljóta hljómgrunn og safna um einn mann fylgi. Það sama má einnig segja um ræður Hitlers, þegar menn lesa þær i dag. Og eins og Hitler hefur Paisley nú sett á stofn sínar stormsveitir, sem hann kallar „þriðja aflið”. Þær hafa gengið fylktu liði um götur Belfast til Ian Paisley lifir f liðinni tfð og sættir sig ekki við annað en afturhvarf til fyrra misréttis mótmælenda heima- stjórnarinnar. sýnis og sannindamerkis um, að hótanir Paisleys eru ekki loftið tómt, þegar hann segir, að gripið verði til vopna, ef brezka stjórnin stöðvar ekki hryðjuverk írska lýðveldishersins (baráttusamtök kaþólikka) eða ef svikja skal Ulster í hendur pápistanna í suðri. Kunnugum þykir ekki ótrúlegt, að Paisley takist að gera alvöru úr heitingum sinum um að safna í „þriðja aflið” 100 þúsund manna liði sem reiðubúið sé til að ganga til allra þeirra verka, er spámaður þeirra sendir þá til. Um það getur enginn efast sem vitni er að undirtektunum þegar klerkurinn öskrar eggjunarorð sín yfir mannsafnaðinn: „Til er sá her sem lýðveldissinnar og allir óvinir okkar óttast. Það er her vopnaðra og einarðra mótmælenda.” — Og loftið titrar, þegar múgurinn lýkur upp einum munni í öskri sínu á móti. Þriðja aflið á hergöngu í Belfast eftir herútboð séra Paisleys, sem stundum er kallaður „ayatollah Ulsters”. Brýndir af barátturæðum klerksins, sem boðar þeim „Guðs vilja”, brenna þeir í skinninu eftir að taka „bölvuðum pápistunum” tak og öðrum svikurum Ulsters. , B0RGA RUSSARN- IR BRÚSANN? Umræðan i Svíþjóð um hinn slrandaða sovézka kafbát hefur snú- isl frá hneykslanlegu njósnasnuðri og broli á landhelgi ásaml kjamorku- vopnaógnuninni yfir í vangavellur um jarðbundnari hluli eins og pen- inga. Er vandséð á skrifum sænskra dag- blaða þessa dagana, hvorl þeim þykir alvarlegra. Að kjarnorkuvopnaður kafbátur sé að læðast við fjörur þeirra, eða allur kostnaðurinn, sem hlýzt af því að halda uppi eftirlili með slíkum óboðnum geslum í land- hclgi hlutlauss ríkis. í fréttaskrifum eru tíundaðar háar summur sem Svíar telja sig hafa þurfl að leggja út vegna kafbátsstrandsins. Nefndar eru ellefu milljónir sænskra króna sem samanlagður heildar- kostnaður, og er helzt að skilja, að Svíar telji sig þá hafá klipið rækilega af. Á milli línanna í þessum umræðum mætti lesa, að ýmsum Svíum svíði það jafnvel sárar en sjálfur átroðn- ingurinn, að geta ekki sent Sovét- mönnum reikning fyrir öllu saman. Af því verður víst ekki. Þeir ætla þó ekki að sleppa Rússunum alveg við fjárútlát, því að sendur verður reikn- ingur fyrir sjálfum björgunarkostn- aðinum, sem Karlshöfn hefur tint til. Hann mun nema um 2,5 milljónum sænskra króna. Hinar 8,5 milljónirnar hafa menn fundið út með því að reikna yfirvinnu foringja i flotanum bæði til sjós og í landi, eftirlitsflug þyrludeilda, strandgæzlunnar og allskonar vinnu- laun annarra embættismanna, auk olíu- og bensínkostnaðar. Þykjast menn gera vel, að undanskilja kosln- að af lögregluvakt og hafnarvörzlu í Karlskrona flotastöðinni. Hinsvegar er ekki gleymdur reikningur lóðsins, sem leiðbeindi kafbátsforingjanum út úr skerjagarðinum, því að af skýr- ingum hans sjálfs á ferðum kafbáts- ins uppi við landsteinana, var aug- Ijóslega ekki óhætt að láta hann ein- an um navigasjónina. Lóðsinn kostar 7 þúsund krónur sænskar og er áreið- anlega sá reikningurinn, sem Rúss- arnir munu glaðastir greiða. Það væri langl mál að telja upp, hvernig leikið er með tölur í þessum umræðum Svíanna, en þar speglast mikil kúnsl í því að reikna hinn út- lagða kostnað á ýmsa vegu. Rétt eins og þegar reiknimeistarar hér taka sér í munn tölur um kjararýrnun, verð- bólgu og kaupmátt fyrir kosningar fást hinar fjölbreyttustu summur, eftir því hvort reiknað er eftir Morlensbók eða öðrum forsendum. Fram hefur samt komið, að 2,5 milljóna króna björgunarlaun þykja anzi hátt gjald fyrir ekki meira viðvik en keppa á flot gestkomandi kafbát. Jafnvel þótt hann sé óboðinn. Hafa sænskir fréttaspyrlar leitað sér sam- anburðar hjá Lloyd í London, og fengið þar að vita, að aldrei mundi enskurinn taka nema 1 milljón fyrir að festa enda í sænskan kafbát, ef slikur strandaði við Skotlandsströnd. Er enda ekki örgrannt um, að hálf- gildins afsökunarhreimur sé í útskýr- ingum þeirra aðila, sem skilgreina björgunarreikningana fyrir sænsku blöðin. í Ijós kemur þá, að smáskíma birt- ist i öllu havaríinu, því að hafnar- stjórn Karlshafnar eygir möguleika á að ársreikningar hennar fyrir árið 1981 gætu snúist úr mínus yfir í plús, fáist björgunarreikningurinn greiddur. Sést þá, að rétt eins og i' gamla daga getur skipsstrand verið Guðsblessun einu sveitarfélagi og alger hvalreki. Jafnvel þótt það sé aðeins kafbátsstrand. „Rússarnir koma! Rúsarnir koma!” Fer þá kannski að hylla undir nýja' skyldi þó aldrei eiga eftir að leið fyrir sænsku stjórnina út úr efna- breytast í: „Rússarnir borga! Rúss- hagsþrengingum? Gamla viðvörunin: arnir borga!”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.