Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
• Spilar hvaða lag sem
er með aðeins einum fingri.
• Engin sérstökþjálfun
eða hæfileiki nauðsynlegur 00
Neytendur
Neytendur
Neyten
Bankastræti 8 — Sími 27510
■v -4
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTlG 29
(milli Laugavegar og
Hverfisgötu)
( Timapantanir
") í síma
13010
-i 1
m
Dönsk hindberjasulta 800 g.
Dönsk apríkósusulta 800 g .
kg verð 32,00 kr.
kg verð 26,00 kr.
kg verð 27,00 kr.
kg verð 40,30 kr.
kg verð 26,70 kr.
kg verð 26,70 kr.
kg verð 6,40 kr.
■ kg verð 29,00 kr.
kg verð 64,00 kr.
kg verð 67,00 kr.
kg verð 14,50 kr.
kg verð 22,50 kr.
kg verð 6,35 kr.
kg verð 24,05 kr.
kg verð 48,65 kr.
m verð 28,40 kr.
m verð 28,40 kr.
m verð 28,40 kr.
Allt dilkakjöt á gamla verðinu
Tilboð á hreinlætis
vörum frá Mjöll,
OPIÐ I ÖLLUM DEILDUM: / nPjfö
Mánudaga — miðvikudaga kl. 9—18. / . ^ •»(.
Fimmtudaga kl. 9—20.| Föstudaga / O /
kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—18. / ”LO
Jón Loftsson hf.
íslenzk matreiðslubók með f iskuppskriftum
„FANNST VANTA
BÓK UM ÍS-
LENZKAN FISK”
—segir höfundurinn Kristín Gestsdóttir
„Ég samdi þessa bók einfaldlega af
því að mér fannsl hana vanta. Ég hef
lesið mikið af erlendum uppskriflum.
Þær eru góðar þegar um er að ræða
kjöl. En fiskurinn hér er það ólíkur
því sem viða er erlendis að þessar
bækur einfaldlega eiga ekki við hér.
Mér finnst líka að islendingar nýti sér
ekki nægilega vel þær fjölbreyttu
aðferðir sem til eru til að matreiða
fisk og ekki kunna nægilega vel að
meta þennan góða mat” sagði Kristín
Gestsdóttir sem nýlega hefur sent frá
sér sína fyrstu matreiðslubók.
Nefnist hún 220 gómsætir sjávar-
réttir og kom út hjá Erni og Örlygi á
dögunum. Bókin er prýdd skemmti-
legum teikningum eftir Sigurð
Þorkelsson eiginmann Kristinar. Við
börðum upp á hjá þeim einn daginn
og báðum um viðtal af tilefninu.
,,í bókinni eru eingöngu réttir sem
ég hef sjálf eldað hérna heima.
Hugmyndir að sumum eru að hlula
erlendar en allar hef ég sjálf búið til.
Ég hel' til dæmis hvergi séð leið-
beiningar um það að nota eins mikið
niysu og éggeri. Ég nota hana oft til
helminga viðiað sjóða fisk, stundum
meira og stundum minna eflir því
hvað fiskurinn er feitur. Mysan er
holl, mun hollari en edik, sem margir
nota í sama tilgangi, fyrir nú utan að
það er nær að hella henni í fisk-
pottana en í Ölfusána”, sagði
Kristín.
^)<5)íni
: G0MSÆTIR
SJAVARRETTIR
Kápa bókarinnar. Myndin er lekin af
bnrðslofubnrðinu hjá Krislínu ng
Sigurði. MyndGVA.
Hún sagðist hafa fisk ásínu heimili
jafnt á helgum dögum sem virkum.
Þannig hefur hún það til dæmis um
jólin að hún útbýr fyrirfram kalda
rétti úr bæði kjöti og fiski. Eldaður
er heitur matur á aðfangadag en
síðan öll jólin er aðeins borðaður
þessi kaldi matur. „Konur eyða allt
of miklum tíma á jólunum í eld-
húsinu. Það geri ég einfaldlega ekki”
segir Kristín.
Malreiðslu lærði hún í móðurgarði
og hefur síðan þreifað sig áfram. Inn
I' in af teikningum Sigurðar. Hann leiknar mikið í búkina hvers knnar hnúla ng
skráir við nöfn þeirra.
fyrir dyr húsmæðraskóla hefur hún
hins vegar ekki komið.
í hversdagslifinu vinnur Kristín á
skrifstofu Skógræktar ríkisins.
Maðurinn hennar , hann Sigurður, er
hins vegar skipasmiður auk þess sem
hann hefur í frístundum smiðað
ýmislegt annað. Til dæmis innrétting-
una í eldhúsi þeirra hjóna. Ég spurði
hann hvort hann fengist ekkert við
matreiðsluna.
„Nei, ekki er það nú. En ég rækta
mikið grænmeti sem við borðum
síðan. Grænmeti er einmitt svo gott
með fiski” sagði hann. í horni
garðsins við húsið þeirra á Ránargöt-
unni ræktar Sigurður salat, stein-
selju, dill og fieira krydd ásamt með
graslauk, hreðkum og fleiru smálegu.
í garði sem þau hjón eiga á Garða-
holtinu eru siðan ræktaðar kartöflur,
rófur og brokkál. „Þetta getur hver
og einn gert með svolítilli fyrirhöfn”
sagði Sigurður.
Furðulega erfitt
að fá góðan f isk
Ég spurði Kristínu að þvi hvernig
henni gengi að fá góðan fisk til að
matreiða.
„Það er alveg furðulega erfitt. Ég
þekki reyndar sjómann sem gelur
mér mikið af fiski og sumt get ég
keypt í fiskbúðum hérna. En annars-
er mjög erfitt að fá fisk, t.d.
sæsnigil. Eg birti einmitt tvær upp-
skriftir af honum. Þetta er góður
fiskur og ég veit að hann er veiddur
hér við land. En hann fæst nær
aldrei. Sama má segja um til dæmis
smokkfisk og vatnafisk eins og ál.
Það er furðulegl úr þvi að þetta er
veitl á annað borð að það skuli ekki
vera nýtt. Fyrir nokkrum árum
fékkst til dæmis reyklur áll í búðum.
Hann er ekki mjög dýr en verulega
góður. Af einhverjum ástæðum er
liann alveg hættur að fást,” sagði
Kristín.
Til að hvila hana smástund spyr ég
Sigurð út í leikningarnar hans. Hefur
hann teiknað lengi?
„Þegar ég var unglingur fór ég í
handíðaskólann til Lúðviks
Guðmundssonar. Þar kenndi mér
meðal annars þýzkur listamaður að
nafni Kurt Zier og íslenzkir listamenn
eins og Sverrir Haraldsson komu og
héldu námskeið með okkur En ég
held satt að segja að ég hafi verið of
ungur til að nýta mér það sem þessir
ágætu kennarar sögðu til fullnustu. Í
fyrrahaust dreif ég mig síðan á full-
orðins námskeið í Myndlisla- og
handiðaskólanum. Þar kenndi mér
Ingunn Eydal grafík. Bezti kennari
sem ég hef komizt í tæri við. Hún lét
okkur vinna með allt mögulegt til að
við kynntumst sem flestu,” sagði Sig-
urður.
Eftirsóknarverð vara ætti að
seljast án kaupbætis
Hringbraut 121 Simi 10600
Verðlagsstofnun hefur sent okkur
fréttatilkynningu, þar sem er varað
við því að bjóða kaupbæti með vöru.
í henni segir meðal annars:
Ef þær vörur sem seljendur bjóða
eru eftirsóknarverðar ætti ekki að
þurfa að beita slíkum aðferðum. Þær
torvelda neytendum innkaupastörfin
sem fólgin eru í því að velja þær vör-
ur sem eru hagstæðastar og samsvara
sem best raunverulegum óskum og
þörfum hvers og eins.
Ef samkeppni á markaðnum fer að
verða fólgin i því að bjóða neytend-
um þátttöku í skemmtilegum get-
raunum eða spennandi happdrættum
er hún komin út í ógöngur. Ekki er
unnt fyrir neytendur að bera saman
raunverulegt vöruverð ef alls konar
gjafir fylgja kaupunum. Slíkar sölu-
aðferðir eru því óhæfilegar, enda
verður vart hjá því komist, að kostn-
aðurinn af slíku bætist við vöruverð-
ið fyrr eða síðar.
Samkeppni söluaðila gagnvart
neytendum á að vera fólgin í því að
bjóða sem hagstæðast verð, sem mest
gæði og sem besta þjónustu. Það
tryggir best hag neytenda. í þeim til-
gangi voru lagaákvæðin um órétt-
mæta viðskiptahætti og neytenda-
vernd sett á sínum tíma.