Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
13
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Hjónin Krislín Gestsdóllir og Sigurður Þorkelsson í eldhúsinu á Kánargotunní.
Tréverkið bak við þau er alll smiðað af Sigurði. DV-mynd Bj. Bj.
Fiskurinn reyktur
í kökustampi
Talið berst aftur að fiskinum og
matreiðslu hans. í bókinni góðu er
meðal annars kennt að reykja fisk.
Það er gert í kökustampi sem lokið
hefur verið gatað á. í botninn á kass-
anum er sett trégrind og undir hana
ýmislegt til að bragðbæta fiskinn.
Kryddjurtir, birkiflögur eða hvönn.
Kassinn er síðan settur yfir gastæki
og fiskurinn í hann ofan á grindina.
Lokið kemur svo á og þá er kveikt á
gasinu. „Hugmyndina að þessu reyk-
grilli fékk ég bæði af reykgrillum sem
seld eru í búðum og eins af því
hvernig pabbi var vanur að reykja
fisk. Það gerði hann í einföldum tré-
kassa.
í þessu reykgrilli minu reyki ég
mikið smáfisk, síld og svo hrogn.
Reykt hrogn eru hreint lostæti. Ég
legg mikið upp úr nýtingu á hrogn-
um og eru margar uppskriftir í bók-
inni af matreiðslu þeirra sagði
Kristín.
Til þess að gefa fólki nokkra
hugmynd af því sent í bókinni er má
nefna að hún skiptist í eftirtalda
kafla, síld, ýsa, þorskur, saltfiskur,
hrogn, rauðspretta, heilagfiski, smá-
lúða, grálúða, steinbitur, skötuselur,
karfi hrognkelsi, kvaíar, silungur,
lax, rækjur, humar, hörpudiskur,
kræklingur, ýmsar tegundir, sósur,
kryddsmjör og fleira og brauð. Já,
brauð. Kristín sagðist gera mikið af
þvi að baka gerbrauð sem hún hefur
síðan með fiskinum.
Á móti fitu
„Ég reyni að hafa þessar upp-
skriftir mínar sem einfaldastar. Ég
geri ekki ráð fyrir þvi að hvert heimili
eigi fullar hillur af kryddi heldur
nefni ég fáar kryddtegundir sem
koma fyrir aftur og aftur í uppskrift-
unum. Ég er mikið á móti fitu og
reyni að hafa sem minnst af henni.
Ég mæli með fersku grænmeti þegar
það er til með fiskinum. Ég ntæli
einnig með að nota ferskt krydd eða í
það minnsta heilt krydd. Sumt krydd
er hægt að rækta heimavið og annað
er hægt að kaupa heilt i búðum eins
og Sláturfélaginu, Hagkaupi og Víði.
Hvítlauk notaði ég í margar upp-
skriftirnar en lítið af honum, ég veit
að fólk er dálítið hrætt viðhann.
Osta nota ég mikið í matreiðslu.
Úrvalið hér er orðið mjög gott frá því
sem var þegar ekki fékkst annað en
„venjulegur ostur” og mysuostur.
Nú er eini osturinn sem mér finnst
vanta er parmesan (parmigiano).
Þegar sá ostur er kominn er kosta-
valið fullkomið,” sagði Kristín.
Hún bætti því við brosandi að
hún væri í seinni tíð farin að auglýsa
mikið fyrir Osta- og smjörsöluna og
Mjólkurbúið.
örlygur strax til
„Ég hafði samband við Örlyg
Hálfdánarsson símleiðis og sagði
honum að ég væri hérna með upp-
skriftir sem mig langaði til að gefa
út,” sagði Kristín þegar hún var
spurð nánar um það hvernig bókin
náði að koma á almennan markað.
„Hann sagði mér strax að koma
með þær sem ég og gerði. Líklega
hefur honum litizt vel á því hann
ákvað strax að gefa þetta út. Nú
teiknarinn var hér þannig að þetta
passaði allt saman. Við erum mjög
ánægð með það hversu vel er frá bók-
inni gengið og Itún smekklega sett
upp” segir Kristín. Því má bæta við
að bókin kostar 345 krónur út úr
búð.
Við kveðjum þau hjón Kristínu og
Sigurð með þeirri ósk að önnur bók
um svipað efni megi fljótlega fylgja í
kjölfarið. I þessa vantar til dæmis
nær alveg upnskrift af veizluréttum
setn svo velni.igeraúr fiski. Þær upp-
skrifiirættu aö veraefni í aðra bók.
bók. -DS.
Sjalið ekki selt eitt sér
Varð að kaupa
eitthvað annað f rá
sama fyrirtæki
Edda Magnúsdóttir hringdi:
Ég ætlaði að kaupa sjal í verzlun-
inni Evu en þá kom í Ijós að ekki kom
til greina að fá það keypt nema ég
keypti einhverja aðra vöru í sama
vörumerki.
Þó var þetta alls ekki hluti af neins
konar setti en skilyrðið var að kaupa
eitthvað annað innan sama vöru-
merkis (franska merkið Casarelle),
hvort sem það var pils, sokkabuxur
jjafnvel, því verzlunin hafði fengið
svo fá sjöl.
Mig langar að vita hvort þetta telst
til venjulegra viðskiptahátta og hvort
þetta er yfirleitt leyfilegt. Sjalið var
úti i glugga og verðmerkt á venju-
legan hátt.
Svar:
Þar sem þetta teljast hvorki venju-
legir eða leyfilegir viðskiptahættir
hafði ég samband við Mörtu Bjarna-
dóttur eiganda Evu. Hún sagði þarna
einhvern misskilning á ferð. Sjölin
hefðu kontið með prjónakjólum og
væru aðeins seld með þeim. Þarna
væri um sett að ræða og viðskiptin
væru þvi alls ekki ólögleg.
Ég hafði aftur santband við Eddu
og bar fyrir hana svar Mörtu. Hún
sagði að misskilningurinn næði þá
greinilega til fleiri en sín. Sér hefði
ekki verið trúað þegar hún fór að
segja frá þessu og fleiri farið í búðina
og falast eftir sjölunum. Allir hefðu
þeir l'engið sömu svörin, það varð að
kaupa eitlhvað annað með. Og þetta
eitthvað mátti vera hvað sem er frá
sama vörumerki. -DS.
Jólasmákökur f rá lesanda
Einn af lesendum okkar og nýr
þátttakandi t heimilisbókhaldinu
sendi okkur uppskrift af jólasmá-
kökum. Segir hún að uppskriftina
hal'i reynzt sér mjög vel. Úr henni fást
um það bil 110'kökur.
Púðursykurskökur:
500 g púðursykur
220 g smjörlíki lint
500 g hveili
1 Isk. malarsóli
5 Isk lyflidufl
I tsk negulk
1 tskengifer
2eg«
Deigið er hnoðað og skorið í 5
stykki sem rúllað er upp í jafnmargar
langar pulsur. Hver pylsa er skorin
með hníf í sneiðar og þeim raðað á
bökunarplötur. Um það bil 20 stk. á
plötuna og hafið golt bil á milli, þær
renna svolítið út. Ofninn er hitaður í
170 stig jafn yfir og undirhiti. Kök-
urnar bakaðar í 4—6 mínútur.
Ef pylsurnar verða of linar og
aflagast við að skera þær þá má setja
þær í álpappír í frystinn í ca 10
mínúlur áður en þær eru skornar
niður.
Við þökkum kærlega fyrir upp-
skriftina og vonurn að lesendur kunni
aðmetahana. -Dö.
Skemmuvegi 36 HILDUR Símar 76700 — 43880
Sunnlenskir
sagnaþættir
Safn frásagna frá liöinni tíö, skrifaö af
ýmsum þekktum höfundum frá fyrri
tímum. Af frásögnum í bókinni má
nefna: Skipsströnd, þjóðlifsþætti,
náttúruhamfarir, sagnaþætti,
einkennilegir menn, þættir af Kambs-
ráni, þjóðsagnaþættir o.fl. Áætlaö er
framhald af þessum bókaþáttum.
ISLENSK
LIST
■,i>v
16 ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN
Hitdur
sem virðist hafa iifað áður
JEFFfígY fVERSQN.
Fotmðlit sktifnr
Magnús Magnússon
iFleiri en eitt líf
.Frásagnir fólks sem telur sig hafa lifað
áöur. Þessi bók hefur vakiö mikla at-
•hygli í Bretlandi enda margt for-
vitnilegt sem þar er borið fram. Landi
Jvor, Magnús Magnússon, hinn þekkti
Jsjónvarpsmaöur í Bretlandi, skrifar
jformála aö bókinni.
Örlög á Mateland-setrinu
er nýjasta bók Victoriu Holt
er kemur út á íslensku, er
þetta 15. bók hennar. Vic-
toria Holt var strax með
fyrstu bók sinni, Manfreia-
kastalinn afar vinsæll höf-
undur.
Islensk iist
Saga 16 íslenskra myndlistarmanna, sem
rituö er af 12 rithöfundum. Bókin er meö
litmyndum og svart-hvítum myndum í
stóru broti. Formála skrifar forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir.
Greifinn
á Kirkjubæ
eftir Victoriu Holt er 2. útgáfa
og má segja þaö sama um
hana og Ib H. Cavling aö
reynt er að koma til móts viö
lesendahóp útgáfunnar.
Ó
AYIM
Týndi arfurinn
er nýjasta og 17. bók Margit-
ar Ravn, bók fyrir unglinga á
öllum aldri.
Hertogaynjan
er nýjasta bók ib H. Cavling er kemur út
á íslensku. Þetta er 22. bók hans sem
sýnir aö vinsældir Cavlings dvína ekki
meö árunum.
i
w
IBH.CAVLWG
ERF-
m\m
Erfinginn
eftir Ib H. Cavling er 2. út-
gáfa. Vegna mikillar eftir-
spurnar eftir eldri bókum Cav-
lings hefur útgáfan taliö sér
skylt aö endurprenta nokkrar
þeirra.
Símar 76700 — 43880