Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Qupperneq 37
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
41
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Fimmtán gírar
áfram
eftir Indriða G. Þorsteinsson
Indríði G. Þorsteinsson hefur' sent
frá sér bók sem hann nefnir Fimmtán
gírar áfram, sem er saga Péturs Jóns-
sonar á Hallgilsstöðum viö Eyjafjörð
og fleiri manna sem starfað hafa með
honum gegnum árin. Almenna bóka-
féiagið gefur bókina út. Kápukynning
forlagsins er á þessa leið:
„Það var á þeim árum, þegar bíl-
stjórarnir voru hálfgerðar þjóðhetjur,
gengu um með svartar gljáskyggnishúf-
ur með gylltum borða og hölluðu þeim
glannalega út í hægri vangann. En
þrátt fyrir sjálfsöryggi á ytra borði áttu
þeir verstu trúnaðarmál við bíla sína
búna lélegum teinabremsum, harla við-
sjárverðum á mjóum og snarbröttum
malarvegunum og vegleysunum.
Einn þessara bílstjóra var Pétur á
Hallgilsstöðum viö Eyjafjörð. Átján
vetra var hann kominn með öku-
sklrteini upp á vasann, með undanþágu
aldurs vegna. Þar með hafði hann fest
ráð sitt — við bilinn — festi það aldrei
frekar.
Fyrst var Pétur mjólkurbllstjóri og
skemmtiferðabílstjóri og ók fólki f
.boddf’ -bílum viðsvegar um land og
upp I óbyggðir. Slðar varð hann ásamt
VaJdimar bróður sínum brauðryðjandi
I vöruflutningum á langferðaleiðum.
Fyrirtækið heitir Pétur & Valdimar, og
búar frá því hafa flesta daga síðustu 30
árin verið einhvers staðar úti á þjóðveg-
unum með sinn þunga flutning.
Indriði G. Þorsteinsson færir hér með
sinni alkunnu frásagnarsnilld sögu Pét-
urs í letur eftir sögn hans sjálfs. Sjálfur
er Pétur kíminn sagnamaður og al-
þekkt hermikráka. Speglast það allt
rækilega í þessari skemmtilegu bók.”
Fimmtán gírar áfram er með all-
mörgum myndum. Bókin er 180 bls. að
stærð og unnin i Prentstofu G.
Benediktssonar og Félagsbókbandinu.
Einbjörn Hans-
son
eftir Jónas Jónasson
Einbjörn Hansson heitir fyrsta skáld-
saga Jónasar Jónassonar. Hún er ný-
komin út hjá bókaútgáfunni Vöku og
er jafnframt fyrsta innlenda skáld-
verkið, sem forlagið sendir frá sér.
Saga Jónasar er nútímasaga og sögu-
svið hennar er Reykjavík. Að sögn höf-
undar gæti aðalpersóna sögunnar verið
maðurinn I næsta húsi, ég eða þú.
Á bókarkápu stendur meðal annars:
Jónas dregur upp einkar trúverðuga
mynd af lifi Einbjörns Hanssonar,
draumum hans og veruleika og tekst
með lagni að tengja lesandann og Ein-
björn traustum böndum. Þótt undir-
tónn sögunnar sé alvarlegur er grunnt á
Eigum fyrirliggjandi
á lager
mikið úrval af peysum
utir Stærðir: S-M-L
blátt/rautt, brúnt/drappl. gult/ljósblátt
Sö/umenn: 83599-83889
SÆNSK-ÍSLENSKA
SUNDABORG 9 REYKJAVIK
græskulausu gamni. Lipur stUI Jónasar
nýtur sín ekki síður I ýmsum spaugi-
legum uppákomum en ljúfri rómantík
sögunnar.
Einbjörn Hansson er rúmlega 140
síður að stærð. Bókin er prentuð og
bundin í Odda hf. Kápumynd gerði
Þorbjörg Höskuldsdóttir, listmálari, en
útlitshönnun annaðist Gunnar Baldurs-
son, teiknari.
Synir þrælanna
eftir Sven Wernström
Út er komin hjá IÐUNNI saga eftir
sænska unglingasagnahöfundinn Sven
Wernström. Nefnist hún Synir þræl-
anna. Þorsteinn Broddason þýddi.
Þetta er annáð bindi í sagnabálki höf-
Það er gaman
að telja
eftir Richard Scarry
Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur
gefið út barnabókina „Það er gaman
að telja” eftir hinn þekkta barnabóka-
höfund Richard Scarry, en bækur hans
hafa notið mikilla vinsælda hérlendis
eins og alls staðar annars staðar.
Bókinni er ætlað að auðvelda börn-
um að læra að telja og auka skilning
þeirra á tölum og undirstöðuatriðum í
reikningi. Bókin er skreytt litmyndum
og jafnframt er sögð saga þar sem ýms-
ar tölur og gildi þeirra koma mikið við
sögu. Þýðandi bókarinnar er Andrés
Indriðason.
Það er gaman að telja er sett og
filmuunnin hjá Prentstofu G. Bene-
diktssonar, en prentuð og bundin i
Englandi.
undar um þrælana, en fyrsta bókin,
Þrælarnir, kom út fyrir tveim árum.
Hvert bindi er sjálfstætt verk, en í
ságnabálkinum er rakin saga hinna
undirokuöu I Svíþjóð allt frá fornöld
til siöari tíma.
Synir þrælanna taka yftr sextándu,
sautjándu og átjándu öld. Fyrsti hluti
heitir Næturverðirnir, annar Fjórða
boðorð kúgaranna og hinn þriðji Flótt-
inn úr spunahúsinu. Er sin aðalper-
sóna, ungur maður ánauöugur, i
hverjum þætti.
Synir þrælanna er fjórða bók Sven
Wernström sem IÐUNN gefur út. Hún
er 164 blaðsíður. Sett i Korpus hf.
Synir
þrælanna
Sven Wernström
b*x'
\je'
9P
HAFRAFELL
\ atínhiifða 7
a.Yil 1 - a.ááOá
»ST0R1
billinn
fra
104 GII982erkominn
* Litill en samt rumgodur 5 manna bill
* 5 dyra
* Framhjoladrifinn
* Sjálfstæö fjöörun á öllum hjölum
* Mjuk og slaglöng fjödrun
* Frabær aksturshæfni
* Serlega sparneytinn
Gengissk. 07.11.