Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Síða 11
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. U Þórhikfur leikstjóri stýrði af röggsemi oglót hvergi bilbug ásórfínna. Kormókur nokkur mtiaði i sviðinu 6 maðan i æfíngu stóð. Hann sagðist hakta að það yrði þess vkðiaðsfó óp- eruna, þótt hann væri raunar Búningsherbergin vom enn í smíðum, svo ekki var um annað að ræða en skipta um fötá áhorfendapöiiunum. vanari að Musta 6 annars konarmúsíkt Hijóms vehtarstjórinn, Alexander Maschat, mað aUt í hendf sór. Speigt), og kemur þá aldeilis svipur á Mirabellu því þar reynist kominn maður hennar frá fyrri tíð. Þetta eru hnútarnir — eða svona þeir helstu — sem leysa þarf. Ná Barinkay og Saffí saman? Hvers vegna geta Arsena og Ottokar ekki fengið hvort annað? Hvað segir Mira- bella þegar hún sér Carnero aftur? Finnur Czipra fjársjóðinn? Hvað gerir Homonay? Öllum þessum spurningum verður svarað í þriðja og síðasta þætti. Það sem réttlætir söguna er auðvitað tónlistin, hljóðfæraleikurinn og -*-----------------«K Gunnar Bjarnason ieik- myndasmiður. Hann byrjaði að vinna við sviðiö í desem- bar og hafði ekki mikið svig- rúm, „og það er enn í mótun". 9 einsöngvarar og 36 manna kór koma fram í sýn- ingunni svo það þurfti að nýta plássíð vel. Og alft fyurfti þetta að gerast meðan á æf- ingumstóð. söngurinn, Jóhann Strauss (1825— 1899) valsakóngur og stjarna stjarn- anna þegar fólk kunni enn að dansa alvörudansa. Sporti hljómsveitarstjór- ans, Alexanders Maschat, svífur og sveiflast og leysir úr iæðingi hvern tón- inn á fætur öðrum, þangað til yfir lýkur og allir elskendur fallast i faðma og við sem sitjum úti í sal erum umlukin galdrinum. Hin óperan En svo er það hin óperan sem kviknar í kvöld, íslenska óperan. Hennar saga er styttri en stórfenglegri. Þar eru líka ástríður og álagahnútar en af öðrum toga spunnir. Ástríðan er öll i eina átt, hnútarnir skulu leysast! Eða svo virtist mér a.m.k. þegar ég heim- sótti Gamla bíó fyrr í vikunni. Söng- stjörnur og saumakonur, raddkóngar og rafvirkjar, kórstelpur og kotrosknir framkvæmdastjórar — allir helteknir einni óbifandi ástríðu: að frumsýna með reisn á laugardag. Hnútarnir voru að leysast hver af öðrum og engum datt annað í hug en að allt yrði slétt og fellt á deginum stóra. Gleðileg ópera Einn þessara kotrosknu gaf sér tíma til að segja mér söguna af Barinkay. Sá sagði mér lika að gleyma ekki að taka fram að Sigaunabaróninn væri ópera og ekki óperetta: „Komischer Oper, eins og það heitir á þýskunni, eða gaman- ópera.” Já, hugsaði ég með mér, gamanópera. Ég get svo sem tekið mér skáldaleyfi líkt og Strauss og kallað þetta gleðilega óperu. Það gæti jafnvel orðið fyrirsögn í blaðinu! Annars var erfitt að ná tali af nokkr- um svo að að gagni kæmi. Allir voru á þönum, sumir voru að sauma smellur á búninga, aðrir voru að máta her- mannajakka, krulla á sér hárið — eða slétta — stilla ljós eða reka smiðshögg- ið á leikmyndina. Þetta tekst, þetta tekst sungu hamarshöggin. Þetta tekst, þetta tekst, sungu skærin. Þetta tekst, þetta tekst, sungu allir í kór. Og eflaust tekst þetta. Gleðilega óperu! -Ms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.