Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Page 14
14 DAGBLADIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Hótel Holt er með virðulegri veit- ingastöðum hér á landi. Staðurinn er þekktur fyrir góða þjónustu og góð- an mat. Hin hrífandi málverk sem prýða veggi veitingasalar og vínstúku gera staðinn sérlega geðþekkan og andrúmsloftið róandi. Það hvílir viss virðuleiki yfir Holtinu, virðuleiki sem gerir það að verkum að Hótel Holt hefur nokkra sérstöðu á meðal ís- lenzkra veitingastaða. Einnig er kost- ur við Hótel Holt að bæði veitingar og þjónusta er mjög jöfn að gæðum. Holtið er ekki „misjafn” staður ef notamá það orð. Nýr matseðill Nýr matseðill var nýlega tekinn i notkun. Það var nokkur blóðtaka þegar Skúli Hansen og félagar yfir- gáfu Hótel Holt og stofnuðu veit- ingahúsið Arnarhól. Um tíma virtist rikja nokkurt millibilsástand á Hótel Holti en sá tími er liðinn. Staðurinn er greinilega í nokkurri sókn. Ekki er hægt að segja um hinn nýja matseðil að hann sé sérlega djarfur — segja má að hann sé mjög svipaður hinum gamla. A hinum nýja matseðli eru 12 forréttir, 9 voru á hinum gamla. Fisk- réttirnir á nýja seðlinum eru hinsveg- ar flestir nýir, þ.e.a.s. að þeir voru ekki á gamla seðlinum.Sumir hinna nýju fiskrétta eru býsna athyglisverð- ir t.d. réttur nr. 20, sem er „skötusel- ur provencial, smjörsteiktur með tómötum, lauk, sveppum og hvít- lauk”. Einnig er réttur nr. 19 hinn girniiegasti en það er „pönnusteiktur karfi i koniaki”. Á nýja seðlinum eru 15 kjötréttir, þar af eru 5 grísakjöts- réttir og eru þeir sumir hverjir spenn- andi. Nefna mætti rétt nr. 26, sem er „grísakóteletta a la Francaise, grill- steikt í Dijon sinnepi, framreidd með kartöflum og salati”. Einnig er réttur nr. 27 spennandi en það er „mariner- uð grísakóteletta í púrtvíni og hvít- lauk”. Af lambakjötsréttunum má nefna rétt nr. 33, sem er „lambakótelettur með mintsósu og ferskju”. Af réttum úr nautakjöti getur Sælkerasíðan mælt með rétti nr. 38 sem er „nauta- filet roti, grillsteikt, framreitt með kartöflum og salati” eingöngu. Sælkerasíðan rak augun í 3 eftir- rétti en það voru réttur nr. 46 sem er „kókosís með heitri súkkulaðisósu og peru”, réttur nr. 45 sem er „súkkulaðiís með jógúrt, kotasælu og ferskju” og svo er það réttur nr. 48 sem er „appelsínu-sorbet”. Ertthvað fyrir alla Já, það er sennilega hægt að segja það um hinn nýja matseðil - aðmati þess að á hverjum degi er boðið upp á seðil dagsins en þar eru oft mjög áhugaverðir réttir, sumir hverjir mjög spennandi. Ekki sakar að geta þess einnig að nýlega var tekin í notk- un ný vínstúka á Hótel Holti. Á veggjum hanga stórkostlegar teikn- ingar eftir meistara Kjarval. Óhætt er því að segja að unnendur hinna göf- ugu lista, málaralistarinnar og matar- gerðarlistarinnar, ættu að kunna vel við sigáHótel Hold. Sælkerasíðunnar hefðu breytingarn- ar mátt vera róttækari. En hins vegar má segja að hinn nýi seðill sé traustur og auðvitað geta veitingamenn ekki hlaupið efdr duttlungum sérvitringa um matargerö. Ef litið er á hinn nýja seðil í heild sinni þá eru fiskrétdrnir hinir áhugaverðustu og af kjötréttun- um eru grísakjötsréttirnir mest spennandi, eins og við er að búast. Óhætt er að fullyrða að hvergi er hægt að fá eins góða grísakjötsrétd og á Hótel Holti. Rétt er að geta þess að matreiðslumenn Hótel Holts virð- ast vita hver hin nýja lína í franskri matargerðarlist er — því yfirleitt er maturinn ekki falinn á diskunum í hveitisósum og alls konar dósagumsi. Sælkerasíðan vill nota tækifærið og ósk^ starfsfólki Hótel Holts til ham- ingju með hinn nýja matseðil og skorar á alla sælkera að heimsækja Hótel Holt og fá sér aðsnæða. Ekki má heldur gleyma að geta Nýr mat- seðillá Hótel Holti Janúar-réttir Þá er hinn grái veruleiki tekinn við eftir jólahátíðirnar. Sennilega höfum við flestöll borðað einum of mikið yf- ir hátíðirnar og sumir hafa bætt við sig nokkrum aukakílóum. Þau ykkar (réttara er kannski að segja þær ykkar) sem sáuð um matseldina um hátíðirnar eruð búin að fá nóg af matreiðslu svona í bili. En við verð- um að nærast hvað sem hver segir. Hvernig væri að hafa rétti sem auð- velt er að matbúa og í eru fáar hita- einingar? Hérkoma 2 uppskriftir sem sameina þetta tvennt. Fyrri rétturinn heitir „Sjóræningjasalat”. Það sem þarf í hann er: 750 g soðinn fiskur, t.d. ýsa, lúða, rauðspretta, skötuselur. 2 msk. matarolía (helst olífuolía) 2 msk. sitrónusafi 1 epli 75 g vínber 100 g rækjur 2 dl rjómi 2 msk. rifin piparrót nokkur salatblöð salt/pipar Hreinsið öll bein úr fiskinum og skerið hann í bita (fiskurinn á að vera kaldur). Blandið saman olíunni og sítrónusafanum. Látið fiskinn í þessa blöndu og látið hann standa í blöndunni í 2-3 klst. Skrælið eplið og skerið það í teninga. Skerið vínberin i tvennt og fjarlægið úr þeim steinana. Blandið saman í skál: fiskinum, eplinu, vínberjunum og rækjunum. Þeydð því næst rjómann og blandið piparrótinni yfir salatið. Skreytið sálatið með salatblöðum eða gúrku- sneiðum. Þá er þessi réttur tilbúinn. Berið brauð t.d. hrökkbrauð fram með salatinu. Þó að það sé rjómi í þessum rétti eru þó tiltölulega fáar hitaeiningar i honum og munið að brauðið er ekki fitandi. Nú er erfitt að fá góðan fisk í fisk- búðunum en í matvöruverzlunum er hægt að fá fiskibollur. Næsti réttur er sinnepsmarineraðar fiskbollur en í hann þarf: 1 dós (375 g) fiskbollur 1/2 dl sinnep 1 tsk. salt 1 msk. sykur 2 tsk. edik 1/2 dl rjómi 2 msk. olía dill, ferskt eða þurrkað Hellið úr fiskbolludósinni í sigti, þannig að allt vatn renni af bollur.- um. Blandið saman í skál sinnepi, salti, sykrinum, ekdikinu og rjóman- um. Hrærið þessu vel saman. Því næst er olían hrærð varlega saman við sinnepsblönduna. Þá er dillinu hrært saman við. Ef ekki er dl ferskt dill eða frosið, þá má nota þurrkað, svona 1 msk. Fiskbollurnar eru settar í skál og sinnepssósunni hellt yfir þær. Þetta er látið standa i ísskápnum i 3 klst. eða lengur. Berið fram með þessum rétti soðnar kartöflur og tómata. Hvað á svo að drekka með þessum réttum? Jú, vatn, sódavatn eða létt- mjólk. Sumir hafa bætt við sig aukakílóum yfir jólin. „Gmt ég okki fongið eitthvað af þessari sósu ykkar með mér heim? - Það aru nokkrar flísar lausar á baðherberginu hjá mór." Hinar hræðilegu hveitisósur Erlendur matreiðslumeistari sem starfaði hér um tima hafði einhverju sinni orð á því að íslendingar væru miklir sómamenn. Flestir ef ekki allir íslendingar kannast við hinar þykku hveitisósur eða hveitijafninga. Sósur þessar eru þannig gerðar að smjör eða smjörlíki er brætt á pönnu, hveiti stráð yfir það og mjólk, svo er þessu hrært saman. Þessar uppbökuðu sós- ur ku víst vera óhemju óhollar — þessar sósur ætti alls ekki að hafa með góðum mat eða góðu hráefni. Ekki er Sælkerasíðunni kunnugt um hvernig á vinsældum þessara hveiti- sósa stendur en sennilega hefur þessi sósugerð verið kennd við einhvern hússtjórnarskólann. Það er hægt að útbúa ágætar sósur án þess að um þungar og óhollar hveitisósur sé aði ræða. Með lambakjöti sem steikt er í ofni t.d. læri er ljómandi að nota soðið af kjötinu, fitan er veidd frá og soðið sett í lítinn pott og það bragð- bætt með timian, hvitlauk og jafnvel rauðvíni. Soðið er svo látið malla í nokkrar mínútur áður en það er bor- ið á borð. Upplagt er að nota maizenamjöl í sósur nú og svo er á markaðnum sérstakt maizenamjöl í sósur, en þvi er hreinlega hellt saman við soðið sem sósan er gerð úr. Sósan verður léttari, hollari og bragðbetri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.