Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Side 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. 19 Kynslóðaskipti á skák- þmgi Sovétríkjanna —Kasparov og Psahis deildu sigrínum Unga kynslóðin var allsráðandi á 49. skákþingi Sovétríkjanna, sem fram fór í desember. Að venju var mótið firnasterkt, þó hætt sé við að mörg nöfnin hljómi ókunnuglega í eyrum þeirra sem ekki fylgjast með nýjustu skákfréttunum. Kappar eins og Smyslov, Spassky, Petrosjan, Tal og Polugajevsky svo fáeinir séu nefndir létu ekki sjá sig að þessu sinni, en þeirra sæti tóku mun yngri menn. Engu að síður var mótið að venju sterkasta landsmót í heimi. Meðalskákstig keppenda 2530 Eló- stig, sem segir sína sögu. Hinn 18 ára gamli Garrí Kasparov og hinn 22 ára gamli Lev Psahis deildu sigrinum að þessu sinni og höfðu umtalsverða yfirburði. Fyrir- fram var Kasparov álitinn sigur- stranglegastur, en honum gekk miður í upphafi móts. Strax í 2. umferð tapaði hann fyrir Psahis og skömmu síðar mátti hann þola annað tap, nú fyrir Gulko. Fleiri skákum tapaði Kasparov ekki á mótinu, gerði 5 jafntefli og vann 10 skákir. í síðustu umferð lagði hann Tukmakov að velli og náði þannig Psahis að vinningum, sem varð að láta sér lynda jafntefli með hvítu gegn Kuzmin. Lokastaðan á mótinu varð annars þessi: 1.-2. Kasparov og Psahis 12 1/2 v. af 17. 3. Romanishin 10 v. 4. -5. Gavrikov og Tukmakov 9 1/2 v. 6.-7. Agzomov og Beljavsky 9 v. 8.-9. Dorfman og Jusupov 8 1/2 v. 10.-13. Dolmatov, Kupreitchik, Sveshnikov og Tseshkovsky 8 v. 14. Judashin 7 1/2 v. 15. -16. Gulko og Kuzmin 61/2 v. 17. Timoshenko 6 v. 18. Mikhaltsinshin 5 1/2 v. Psahis vakti fyrst verulega athygli á Sovétmeistaramótinu í fyrra, er hann náði efsta sæti ásamt Beljavsky. Hann hefur fá tækifæri til þess að tefla utan sins heimalands, en er örugglega alls staðar velkominn, því hann er sókndjarfur og skemmtilegur skákmaður. Sömu sögu er reyndar hægt að segja um nýliðana Gavrikov og Agzamov sem komu mjög á óvart fyrir frábæra frammistöðu og leikandi létta taflmennsku. Aðeins 3 efstu menn tryggja sér réttinn til þess að tefla á næsta skákþingi Sovétríkjanna, sem verður hið 50. í röðinni og því mikið af- mælismót. Af þeim sökum var baráttan kannski meiri en ella og einnig vegna þess að 5 efstu sætin gáfu þátttökurétt á svæðismótinu í Erevan í febrúar. Þeir Kasparov og Romanishin komast beint á millisvæðamót vegna stiga og því munu þeir Psahis, Beljavsky, Gavrikov, Tukmakov og Agzamov meðal annarrra berjast í Erevan. Einnig Kuzmin og Tseshkovsky, sem áður hafa unnið sér rétt til þátttöku. Það er því útséð um að einhverjir þeirra komi á Reykjavíkurskákmótið i febrúar. Stjarna mótsins var auðvitað Garrí Kasparov, sem margir telja verðandi heimsmeistara. Mikil bjart- sýni einkennir taflmennsku hans og sjálfsöryggi, enda notar hann hvert tækifæri til þess að flækja taflið og hrinda af stáð sókn. Lítum á tvær skáka hans frá mótinu, sem báðar eru tefldar í sannkölluðum Tal-stíl. Hvitt; Kasparov Svart: Jusupov Bogo-Indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 -t- 4. Bd2 a5 5. g3 0—0 6. Bg2 b6 7. 0—0 Ba68.Bg5!7 Einkennandi fyrir Kasparov: Andstæðingnum er boðið upp á peð, sem gæfi hvítum sóknarmöguleika i staðinn. Kannski getur svartur lifað af eftir 8. — Bxc4 9. Rfd2 Bd5 10. e4 Bc6 11. e5 h6!, en gegn Kasparov er slíkt framhald óviturlegt. 8. - Be7 9. Dc2 Rc6 10. a3 h6 11. Bxf6 Bxf6 12. Hdl De7 13. e3 Hae8 14. Rfd2g57! Mun öruggara er 14. — g6 ásamt 15. — Bg7 og e.t.v. - f 5. Kóngs- staðan opnast. 15. Rc3 Bg7 16. Rb5 Dd8 17. f4 Re7 18. Rf3 Rf5 19. Df2! c6 20. Rc3 gxf4 21. gxf4 Bxc4. Svartur náði c-peðinu og meira að segja í hagstæðari útgáfu en honum stóð til boða í 8 - leik. En Kasparov nær frumkvæðinu. 22. e4 Rd6 23. Re5 f5 24. Rxc4 Rxc4 25. b3 Rd6 26. e5 Rc8 27. Bf3 Kh7 28. Bh5 He7 29. Khl Hg8 30. Hgl Bh8 Næsti leikur svarts er 31. — Heg7 og hann virðist hafa ágæta möguleika. Með einhverjum ráðum þarf Kasparov að bæta viði í eldinn. 31. Re4!! fxe4 32. f5 Hg5 33. Hxg5 hxg5 34. f6! Glæsileg staða! Svörtu mennirnir eru lokaðir inni af peðum hvíts. Eftir 34. - He8 35. Bxe8 Dxe8 36. Hgl vinnur hvítur létt. 34. - Kh6 35. fxe7 Dxe7 36. Bf7 d6 37. Hf 1 g4 38. Bxe6! Dxe6 39. Dh4 + Svartur féll á tíma, en staða hans er gjörsamlega vonlaus. 39. — Kg7 er svarað með 40. Hf6. Hvitt; Tseshkovsky Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Leikjaröð svarts er óvenjuleg. Fræðin mæla með 5. c4. 5. —e6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Bd7 8. 0—0 Be7 9. a4 0—010. Rce2 Hc8 11. c3 a6 12. h3Dc713. g47!d5! Sókn á væng skal svara með sókn á miðborði, segir máltækið. Framrás g-peðsins veikti kóngsstöðu hvíts, rétt eins og 14. leikur svarts í skákinni hér að framan. 14. exd5 Rxd5 15. Bxd57! exdS 16. Rf4 Bc5! 17. Rb3 Ef 17. Rxd5, þá 17. — Dd6 og eitthvað lætur undan. 17. — Ba7 18. Dxd5 Be6! 19. Rxe6 fxe6 20. De4 Eða 20. Dxe6+ Kh8 og hótunin 21. - Dg3 + er afar erfið viðureignar. T.d. 21. Be3 Bb8! 22. f4 Hce8 og vinnur, eða 21. Kg2 Hce8 22. Dc4 Bxf2! 23. Hxf2 Hxf2+ 24. Kxf2 Dh2+ 25. Kfl Hf8+ 26. Kei Dgl + 27. Kd2 Hf2 + og vinnur. Eða 21. De4 Hce8 22. Dg2 Hxf2! og vinnur. 20. — Hxf2! 21. Hxf2 Dg3+ 22. Dg2 Bxf2+ 23. Kfl De5! 24. Bf4 Eða 24. Dxf2 Hf8, eða 24. Kxf2 ]Hf8 + 25. Kgl Del + 26. Kh2 Hf2 og vinnur. 24. - Dxf4 25. Dxf2 Dc4 + — og hvítur gafst uppl. „TJALDASLYS” Flestir vita, að í heimsmeistara- keppnum í bridge, hin seinni ár, hafa tjöld skipt spilaborðum að hálfu, þannig að hver spilari geti aðeins séð annan andstæðing sinn en náttúrulega ekki makker sinn. Og þótt tjöldin komi í veg fyrir svindlákærur, þá hefur skap- azt nýtt vandamál, sem kalla mætti „tjaldaslys”. í undanúrslitum heimsmeistara- keppninnar í Port Chester fyrir stuttu komu tvö „tjaldaslys” fyrir með stuttu millibili i leik Pakistan og Argentínu. Hið fyrra var þannig: Norður gefur / a—v á hættu. Nordur AAK875 í?63 07 * KG1075 Vestur 4DG92 <?K 0 DG10542 *86 SUÐUH * 1043 ' <?A1094 0K3 + AD94 í opna salnum fékk Masud (Pakist- an) auðveldlega tiu slagi í fjórum spöðum, þrátt fyrir slæma legu. í lokaða salnum skeði „tjaldaslys”. Þar sátu n—s Attaguile og Santa- marina fyrir Argentínu, en a—v Fazli og Munin: Norður Austur Suður Vestur 1 S pass 2 L 4SH dobl pass pass 5 T 6 L 6 T dobl pass pass pass Munin hélt að makker hans hefði opnað á einum spaða. Þetta „tjalda- slys” kostaði Pakistan dýrmæta 10 impa. Stuttu síðar var komið að Fazli að misheyra sögn frá umsjónarmanni borðsins (monitor). Suður gefur / a—v á hættu. Norður A763 ^AKGIO^ OA7 + 1073 Austuh + KG105 VD732 0 K84 + D2 SUÐUH * AD9842 V 5 0 10% * AG9 tö Bridge Stefán Guðjohnsen Með sömu menn i sömu áttum gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 S pass 2 H 3 S!! pass pass dobl pass pass pass Fazli skildi umsjónarmann borðsins ekki betur en það, að honum fannst makker hafa opnað á einum spaða. Þetta kostaði 900 og þegar 50 bætt- ust við af hinu borðinu, þá voru 14 impar tapaðir. Pakistan vann þó sem kunnugt er undanúrslitaleikinn við Argentínu, en tapaði síðan úrslitaleiknum við Banda- ríkin með þó nokkrum mun. AutTUP + 6 ^DG8752 OA986 + 32 Vesti h A----- V 864 0 DG532 * K8654 - Veistu hvað 32Mb fastur diskur 630kb „floppy" diskdrif SEGULBANDSSTÖÐ fyrir „backup" þúATT aðfáfyrir krónuna þína þegar tölvur eru annars vegar? VECTOT 5032 FJÖLNOTEN DAKERFI ÖRTÖLVA: 2803 (6Mhz) MINNt: 128Kb DISKRÝMD: 32Mb STÝRIKERFI: X-CP/M 2.5 ÍSL. STAFIR, Þ.M.T. BRODDSTAFIR ENGIN MÁLAMIÐLUNAR- LAUSN. TVEIR STAFA- KUBBAR! HUGBÚNAÐUR SEM FYLGIR: MICROSOFT BASIC-80 X-CP/M 2.5 (með „Print Spooler") SCOPE EDITOR RAID DEBUGGER ZSM ASSEMBLER ÖNNUR FORRITUNARMÁL: COBOL, FORTRAN, PASCAL, PL-1 O.FI. Það stendur f lögunum Löghlýðinn bridgespilari spyr: ,,Ég var nýlega sagnhafi í spili þar sem spil- arinn á vinstri hönd var með refsispil. Þegar hann síðar komst inn, þá var hann ennþá með refsispilið. Ég mein- aði honum útspil í litnum. Var það rétt hjá mér?” Nei, þú hafðir á röngu að standa. Þegar varnarspilari með refsispil á að spila út þá verður hann að spila refsi- spilinu. Með öðrum orðum, sagnhafi hefur ekkert val þegar varnarspilari með refsispil á að spila út. Sagnhafi á aðeins val þegar makker varnarspilar- ans með refsispilið á að spila út. Lagagrein 50 í bridgelögunum segir til um hvernig fara á með refsispil. Þegar varnarspilari á út og félagi hans er með refsispil getur sagnhafi krafizt þess að sá spilari spili út í lit refsispilsins eða bannað honum það og gildir það bann á meðan hann heldur útspilinu óslitjð. Velji sagnhafi þennan kost má taka refsispilið upp. Velji sagnhafi ekki þennan kost má varnar- spilarinn spila út hverju sem er, en refsispilið telst refsispil. Varnarspilar- inn má ekki spila út fyrr en sagnhafi hefur tilkynnt val sitt og skal hann hlíta viðurlögum ef hann spilar of snemma út. Það stendur í lögunum. VERÐ FRÁ 171.000,- * * Gengi 4. janúar 1982. VECTOT VGCTOR GRAPHIC INC. EINKAUMBOÐ: MICROT(s)[LWz^[Ra SÍÐUMÚLA 22. SÍMI83040.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.