Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. Nauðungaruppboð sem auglýst var t 61., 63. og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Smiðjuvegi 24 — hluta —, þinglýstrí eign Korpus, fer fram á eigninni sjálfrí þríðjudaginn 12. janúar 1982 kl. 13:30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Álfhólsvegi 149 — hluta —, þinglýstri eign Guðrúnar Halldórsdóttur, fer' fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. jar.úar 1982 kl. 17:00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. St Jósepssprtafínn Landakoti óskar að ráða tvo aðstoðar-ræstingarstjóra, hvorn í 50% starf. Upplýsingar gefur ræstingarstjóri spítalans í síma 19600. St Jósepssphalinn. Landakoti, sími 19600. Bfll óskast Staðgreiðsla allt að kr. 60 þús. Vesturevrópskir. eða japanskir bílar eknir minna en 20 þús. km, árg. 79 eða ’80 koma til greina. Upplýsingar að Vesturbergi 177 eða í síma 74268 frá kl. 12 á hádegi laugardag og sunnudag. Sjúkraliðar Sjúkraliðaskóli Islands heldur endurmenntunarnámskeið í apríl nk., ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 84476 kl. 10—12. Skólastjóri. T æknif ræðingar Hafnamálastofnun ríkisins vill ráða tæknifræðing. Skrif- legum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfsreynslu sé skilað til Hafnamálastofnunar ríkisins, Seljavegi 32. Hafnamálastofnun ríkisins. Tilkynning frá ríkisskattstjóra um skattalega meðferð ökutækja- styrkja launþega sem mótteknir verða á tekjuárinu 1982 og síðar. (Skatt- framtal 1983 og síðari skattframtöl.) ATHYGLI skal vakin á því að frá og með tekjuárinu 1982 verður öllum þeim sem fá greidda ökutækjastyrki gert að gera grein fyrir kostnaði vegna rekstrar ökutækisins við öflun þessara tekna á þar til gerðu eyðublaði (ökutækja- styrkur og ökutækjarekstur). Afnumin verður því sú undanþága frá kröfu um sannanlegan ökutækjakostnað og þar með um útfyllingu og skil greinds eyðublaðs sem í gildi er í skattmati ríkisskattstjóra tekjuárið 1981 (framtalsárið 1982) skv. 4. mgr., 3. 4. 0. tl., í mati til frádráttar, sbr. og það sem fram mun koma varðandi Reit 32 í skattframtali 1982 í leiðbeiningum ríkisskattstjóra við útfyllingu skatt- framtals einstaklinga árið 1982. Reykjavík 7. janúar 1982 Ríkisskattstjóri „ÉG SVEIFL- AÐIST FRAM . c OG TIL BAK A” Margir munu hafa séö kvikmyndina „Höddu Pöddu” ísjónvarpinu á nýárskvöld. Danska leikkonan Clara Pontoppidan segir í æviminningum sínum frá ferðinni sem farin var til íslands til að kvikmynda árið 1923 og lýsir m.a.bjargsiginu. Clara Pontoppidan lék Höddu Pöddu en unnusta hennar lék Sven Methling. Frásaga Clöru fer hér á eftir, nokkuö stytt. í Æviminningum Clöru segir frá íslandsferðinni næst á eftir brúð- kaupi hennar og Povls Pontoppidan. Þau giftu sig árið 1920 og fluttust skömmu siðar i eigið húsnæði í Char- lottenlund. í garðinum þeirra voru kirsuberjatré, stikilsberjarunn- ar, raunar ávaxtatré af mörgum teg- undum og svo voru rósir. Sjaldgæf- ar, angandi, litríkar rósir sem Clara og Povl dekruðu við og þóttust eiga heima f ævintýri. „Að hverfa þaðan burtu. var voðaleg tilhugsun en ég varð,” segir Clara og svo kvaddi hún Povl, garðinn og danska gróður- sæld, sigldi með Gullfossi til Islands til að leika Höddu Pöddu í sam- nefndu leikriti Kambans. Hótel Skjaldbreið „Fyrst bjuggum við í nokkra daga ekkert gæti komið mér á óvart það sem eftir var verunnar þar. AHt virtist svo frumstætt Ég var orðin eins og undin tuska þegar við komum á áfangastað eftir um 3 tíma reið. Sá áfangastaður var einkennilegur bóndabær, mjög af- skekktur, og hann átti að vera okkar höfuðstöð. Ég fékk lítið herbergi — allt virtist mjög frumstætt. Sængin mín var eins og fjall, fjórum sinnum þykkari en okkar eigin þykkustu sveitasængur en samt var mér svo kalt á nóttunni að ég varð að sofa í peysu. Við konurnar fengum örlítið vaskafat til að láta ganga á milli okkar — ekki veit ég hvernig karl- mennirnir fóru að. Til meiri háttar hluta þurfti að fara langan og þýfðan fengum það sama að borða á hverjum einasta degi. Ekki veit ég hvernig „hængeköd” er stafað á ís- lensku, en það er hangið kindakjöt og var aðalrétturinn. Á eftir þvi kom etta fræga skyr — nokkurs konar ykkmjólk sem er svo sem ágæt á bragðið en féll mér alls ekki þá. Einu sinni í viku fengum við stóran og dásamlegan lax úr ánum — þá var hátíð. Svo kláruðust sígaretturnar. Sú síðasta var brotin i 3 parta en hvað var svo að gera? Þá voru karlmenn- irnir í hópnum svo riddaralegir að gefa mér tuggu af píputóbakinu sem þeir áttu enn eitthvað eftir af og mikið var ég hrærð yfir því. Einu sinni hafði ég lært á Spáni að rúlla sígarett- ur — og nú notaðist ég við klósett- pappír — kollegum mínum til mikill- Garöurinn danski sem Clara þráöi sem mest þegar hún dvakfí í Fljótshlíðinni. á Hótei Skjaldbreið í Reykjavík og á meðan leituðu þeir Kamban og Gunnar Hansen að hentugum stöðum fyrir kvikmyndina. Það var skelfíng leiðinlegt að bíða eftir þeim, við vildum helst byrja vinnuna sem fyrst og svo var hitt að við hlökkuð- um til að líta sögueyjuna augum. Loksins var okkur og farangrinum komið fyrir í bílunum. Það var ekið timunum saman, mig minnir í eina 5 eða6 tíma. „Erum við komin?” Nei, nú þurfti að fara góðan spöl á hest- baki. Þaö var langt síðan ég hafði komið á bak en enginn skeytti um slíkt. Hver og einn þurfti bara að klöngrast upp á sihn litla hest. Og svo upphófst ógleymanlegt ævintýri í þessu sérkennilega landi með litunum dularfullu. Það var eins og eilífðin. Þegar við uröum að ríða beljandi fljótin var ekki um annað að ræða en bíta fast á jaxlinn og halda fast í faxið. Þetta gaf okkur aldeilis nasa- sjón af undralandinu! Mér þótti sem veg. En við vorum hógværar og prúöar svo við komum upp skilti og dugði það okkur vel þangað til við urðum allar veikar i einu. Þá stóðum við allar í strjálli biðröð á veginum langa! Og hlógum og hlógum, þetta var svo fyndið, en þó vorum við áhyggjufullar innst inni því þennan sama dag höfðum við frétt að tauga- veikibróðir hefði komið upp í hér- aðinu og það var þriggja tíma reið til kaupmannsins þar sem hægt var að hringja eftir næsta lækni. Það átti bara alls ekki við að verða veikur á svona afskekktum stað. Einkum hefði það verið erfitt þeim sem hefði átt ástvin sinn svo óralangt 1 burtu og þráði hann svo undan sveið — en tókst þó að leyna þránni þangað til á kvöldin þegar stóra sængin faldi allar tilfinningar. Reyndar kom svo í ljós að þessi magapína okkar stóð stutt við, svo allt fór vel. E.t.v. voru máltíðirnar okkar óbrotnari en allt annað því við ar skemmtunar — og tóbakið var mjög sterkt. Hvað um það — Abdull- ah sigarettur vafðar úr rósablöðum hefðu ekki smakkast méi betur þetta sinnið enda veitti ekki af einhverju örvandi í tilbreytingarleysinu öllu saman. — Tilbreytingarleysinu, segi ég! Því það rigndi eins og hellt væri úr fötu næstum því hvern einasta dag sem við vorum á fslandi. Skáldið og 'Ieikstjórinn áttu bágt með að halda skapinu góðu sem enginn varð hissa á. Sólskin eða bjart veður var þá enn nauðsynlegt í kvikmyndatökur. Stundum vissum við varla hvað til bragðs skyldi taka. Þarna sátum við, einangruð frá umheiminum, um- hverfis sporöskjulagað matarborðið í pínulítilli stofu og gátu ekkert annað gert en beðið. Og einn daginn var búið að segja allar sögur — þögnin ein var eftir, mikið ef imugustur fór ekki að hrista Ijótan makkann framan í okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.