Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Síða 25
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. 25 æstari og fóru að ganga fram og til baka í heitum samræðum. Ég verð að viðurkenna að eftir nokkra stund var mér orðið ansi heitt í kringum eyrun og hugrekki mitt var á undanhaldi. Loks myndaði ég lúður með báðum höndum, þó svo það væri mér illmögulegt að sleppa hendinni af reipi og festu — því ég stóð hálfbogin — og öskraði eins hátt og ég gat en þeir heyrðu alls ekki til mín. Svo loksins og eins og fyrir tilviljun litu þeir upp. Og þá veifuðu þeir hand- leggjunum afsakandi og komu mér til hjálpar. Enginn hafði áður verið í þessum litla hellisskúfa og líklega á enginn eftir að koma í hann og því mun heldur enginn vita hvílikar sálar- kvalir ég leið þarna. Og þótt ég gæti sagt frá þessu atviki og hlegið að því um kvöldið, er ég viss um að þeir skildu aldrei alveg hverju ég var að lýsa fyrir þeim. Svona vorum við, svo upptekin við kvikmyndina, ég líka, annars hefði ég aldrei gengið í gegn um þetta allt saman. Myndinni lýkur með því að Hadda Padda reynir að fá sinn heitt- elskaða niður í djúpið með sér — í þvi atriði spyrni ég fótum í bjarg- vegginn og ligg lárétt í loftinu út frá honum en reyni um leið að toga í reipið sem sá elskaði heldur í á brúninni. Það var Methling sem lá á bjargbrúninni og tók í á móti af öllum kröftum. Þetta atriði gekk vel en það er nær óskiljanlegt hvernig. Við Methling sveifluðumst bæði í einu utan í hamrinum í það sinnið. . En hann hvarf þó eins og döggin fyrir sólinni ef hún gægðist undan skýjunum — við stukkum á bak smá- hestunum og einbeittum okkur að vinnunni. Mitt hross hét Flóin og ein- mitt þannig stökk það. Mikið þótti mér það frískandi og skemmtilegt. Milli min og Flóarinnar þróaðist gagnkvæmt traust og hún var bara vingjarnleg þegar við kvöddumst í lokin.” Bjargsigið sjátft Þrátt fyrir óhliðholla veður- guðina tókst að festa Höddu Pöddu á filmu á íslandi og Clara lýsir því þegar hún fór niður þritugan hamarinn í reipinu: Bæði ég og Methling vorum iðulega í lífshættu í „Höddu Pöddu”. Klettaveggurinn sem kom við sögu í hættulegustu augna- blikunum var nærri Hliðarenda sem þekktur er úr Njálssögu. Hadda Padda fer tvisvar fram af hæsta klettinum, einu sinni til að ná í galdrajurtina hvannarót og einu sinni til að fremja sjálfsmorð. Það fáránlega var að einasta skráman sem ég fékk var rispa á höndina og hana fékk ég á æfingu í fjögurra metra háum kletti. Þegar ég hins vegar seig niður óendanlega hátt bjargið sjálft gekk allt slysalaust. Þegar kvik- mynduninni lauk og við komum aftur til Reykjavikur, sagði leiðsögu- maðurinn okkar mér að fólk neitaði að trúa því að ein lítil kona hefði sigið í bjargið. Þessi indæli og hugaði maður var sjálfur sigmaður. Til allrar hamingju veit ég ekki hvort hann fór eftir eggjum eða fuglsungum. Hann var lítill, þéttvaxinn, liðugur og sterkur maður. „Góða ferð,” kallaði hann á eftir mér þegar ég hvarf fyrir bjargbrúnina og það skildi ég þrátt fyrir lélega íslenskukunnáttu. Hann brosti svo traustvekjandi til mín að ég hikaði alls ekki við að fara neðar og hann brosti viðstöðulaust til mín alveg þangað til ég sá ekki vingjarnlegt andlit hans lengur. Þá dró ský fyrir sólu einhvers staðar inni í mér en ég beit á jaxlinn á meðan ég seig dýpra _ og dýpra. Ég gerði það sem mér hafði' verið sagt að gera, ég varð, ég sveiflaðist fram og til baka utan í hamrinum og þegar ég sveiflaðist að honum varð ég að gæta þess að snúa fótunum inn að bjarginu til að meiða ekki bakið, ég spyrnti svo skóklossunum fast í vegginn svo ég sveiflaðist aftur út og frá honum. Það var ekki auðvelt en svona þurfti að gera það til að forðast meiðsli og því þurfti einfaldlega að læra þetta. Aftur og aftur fór ég niður, dag eftir dag. En hvort mér létti ekki þegar ég vissi að nú þurfti ég ekki aftur niður einu sinni enn! í eitt skiptið varð ég að bíða utan i bjarginu 3 til 4 metra fyrir neðan brúnina. Það var hellisskúti þar sem ég komst inn í með því að beygja höfuðið. Hann var nógu breiður, nægði fyrir þrjá, en ekki djúpur. Þetta er ekki sem verst, hugsaði ég, bara ef ég þarf ekki að bíða mjög lengi. Vitandi sem er að kvikmyndun er erfiðleiki á erfiðleika ofan, gerir maður ekki uppsteyt nema mikið liggi við — erfiðleikarnir halda áfram að staflast upp og engin ástæða til að auka enn á raunir leikstjórans. Svo ég reyndi að finna öruggustu stellinguna en hjartað barðist og hnén skulfu eftir sigið að skútanum og leitina að fótfestu þar. Reipið milli mín og vinar míns á brúninni vár, strammað af, en þó ekki svo mikið að það gæti kippt mér út- byrðis. Svo beið ég eftir merki frá leikstjóranum. Langt, langt fyrir neðan mig voru tvö örmjó strik, þeir Kamban og Gunnar Hansen og þriðja strikið var kvikmyndavélin. Ég reyndi að gefa þeim merki og vildi segja: „Eigum við ekki að halda á- fram?” Ég var dálítið hreykin af sjálfri mér þar sem ég húkti þarna. Svei mér ef ég vænti ekki hrósyrða og aðdáunar vegna hugrekkis míns, en þeir voru því greinilega allt of vanir. Skelfing var þetta leiðinlegt. Þeir litu alls ekki upp. Allt í einu rann upp fyrir mér hvers vegna. Þeir voru farnir að rífast. Sjálfsagt um það hvar myndavélin ætti að vera eða þá hvort hægt væri að mynda mig úr þessari fjarlægð. Þeir urðu æstari og Povl Pontoppkitm og Chtra um þoð feytí sem þau giftu sig. Hann fór sömu ferð og ógí bjargið Okkur var farið að leiðast voðalega og orðin þreytt á frumstæðu lífinu þarna undir lokin. Ekkert illt vil ég þó segja um fjölskylduna á bænum. Hún flutti upp á efra loftið. svo við gætum haft neðri hæðina fyrir okkur. Þau spiluðu á harmóníku uppi og dönsuðu öll kvöld og svo voru þau farin að syngja í eldhúsinu kl. 3—4 á morgnana, bæði karlar og konur. Ég heyrði það allra best því herbergið mitt var við hliðina á eldhúsinu. Ég lá undir sænginni þungu og las mörgum mörgum sinnum bréfin sem bárust mér alla leið að heiman og svo skrifaði ég heim aftur við undirleik þunglyndislegra laganna sem þau sungu. Mig langar svo heim, skrifaði ég. Um það eitt voru bréfin mín. Og um rósir. Mig dreymdi um rósir. Ég veit ekki hvers vegna en ég þráði rósirnar svo mikið að ég fann til. Það var fjölskrúðugt og fallegt blómaval þarna en lágvaxið alveg eins og í öllu fjalllendi, þúsundir örsmárra, fagurra blóma, sem ég þekkti alls ekki. En ein angandi rós á háum stoltum stilk, hún varð í huga mér tákn danska sumarsins, garðsins míns og mannsins míns sem var ekki hjá mér. -Ms þýddi. Byggingasamvinnufélag Kópavogs óskar eftir umsóknum félagsmanna í íbúðir við Álfatún í Kópavogi sem áætlað er að afhenda í lok árs 1984. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 1982. Allar eldri umsóknir verður að endurnýja. Byggingasamvinnufólag Kópavogs, Nýbýlavegi 6 Kópavogi. Opiðkl. 9—16. HJÓNAMIÐLUN OG KYNNING er opin frá kl. 1—8 í síma 26628. Sleppið ekki tækifæri. Geymið auglýsinguna. Kristján S. Jósepsson. BYGGING ORLOFSHÚSA BSRB Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, óskar eftir til- boðum í byggingu orlofshúsa úr timbri, stærð 53 mJ 15 hús á að byggja í Borgarfirði og 15 hús við Eiða i S. Múlasýslu. Húsin má byggja á staðnum eða framleiða að hluta á verk- stæði. Útboðsgögn ásamt teikningum verða afhent á skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89, frá miðvikudegi 13. jan. gegn 1000 kr. skilatryggingu þar sem þau verða siðan opnuð föstu- daginn 12. febrúar nk. kl. 15 að bjóðendum viðstöddum. E 1ANDSVIRKJ0N ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á lokum í Sultartangastíflu. Hér er um að ræða tvær geiralokur (6,5 x 4,0 m) og tvær hjólalokur (5,5 x 4,0 m) ásamt tilheyrandi búnaði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með mánudeg- inum 11. janúar 1982, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 400,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 200,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 14.00 föstudaginn 12. mars 1982, en sama dag verða þau opnuð opinberlega á Hótel Sögu við Melatorg í Reykjavík. Reykjavík, 8. janúar 1982 Landsvirkjun Húsbyggjendur Að halda aðykkurhita er sérgrein okkar. Afgreiöum einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvœöiö fri mánudegi tii föstudags. Afhendum vöruna á bygg- ingarstað viðskiptamönnum aö kostnaöartausu. Hag- kvœmt verð og greiösluskiimálar viö flestra hœfi. Aörar söluvörur: Gleruil — Steinuli — Múrhúöunarnet — Útloftunarpappi — Þakpappi — Plastfólia — Álpappír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.