Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 3
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
3
Övenjumikið af ótollaf greiddum bflum:
Me/ra en þrjú
þúsund bfíar í
vörugeymslum
skipafélaga
„Það eru um 2500 bílar hjá
Eimskip. Þetta er með því mesta sem
verið hefur,” sagði Ingólfur Möller,
vöruafgreiðslustjóri hjá Eiinskipa-
félagi íslands, er hann var inntur eftir
fjölda ótollafgreiddra bíla í vöru-
geymslum félagsins.
Ingólfur var spurður um hvaða
tegundir væri helzt að ræða.
Nefndi hann Skoda, Lada, Mazda,
Subaru, Toyota, Peugeot og
Mitsubishi. Einnig sagði hann nokkurn
fjölda af Saab og BMW.
,,Ég myndi segja að fjöldinn væri
óvenju mikill núna,” sagði Ingibergur
Gunnlaugsson yfirverkstjóri hjá
skipadeild Sambandsins. Taldi hann að
um eitt hundrað bilar sem véladeild
SÍS hefði umboð fyrir væru nú
ótollafgreiddir. Litið væri hins vegar af
bílum frá öðrum umboðum.
Hjá starfsmanni Hafskips í vöruaf-
greiðslu fyrirtækisins í gamla Tívolí
fengust þær upplýsingar að þar væru
um 350 bílar, mestmegnis Volvo-bílar.
Hafskip hefur einnig geymslupláss
fyrir bíla á þaki Faxaskála. Þar eru á
milli 300 og 400 bílar og er um
helmingur þeirra fluttur inn af Hafskip
er| hinn helmingurinn af Eimskip.
Séu upplýsingar þessar teknar
saman kemur í ljós að nokkuð á fjórða
þúsund bílar eru ótollafgreiddir i
vörugeymslum skipafélaga í Reykjavík.
Til samanburðar má geta þess að á
öllu árinu 1980 voru um 8500 nýjar bif-
reiðar fluttar til landsins og tæpar 8000
árið 1979. -KMU.
Borgarskáli. Starfsmaður þar gizkaði á að bflamergðin þar væru um 1500 bilar.
DV-mynd: Bjarnleifur.
Vörugeymsla Hafskips i Tívolí. Þar eru um 350 bilar.
DV.-mynd: Bjarnleifur.
Faxaskáli. Á þakinu eru á milli 300 og 400 bflar.
DV-my nd: Bjarnleifur.
Skipaútgerð ríkisins
kaupir norskt skip
Samgönguráðuneytið hefur
heimilað Skipaútgerð ríkisins að
kaupa norska skipið Lynx, sem er
systurskip Velu, sem útgerðin hefur
verið með áleigu frá því í júni sl. Þá á
Skipaútgerðin von á nýju skipi í apríl
á næsta ári, en gengið var frá
samningum um smiði þess 16.
nóvember sl. Nýja skipið verður
smíðað í Bretlandi.
Ráðuneytið skipaði \ lok síðasta
árs viðræðunefnd hins opinbera og
þriggja stærstu verzlunarskipa-
félaganna til þess að gera könnun á
því á hvern hátt væri unnt að koma á
auknu samstarfi og hagræðingu á
strandflutningaþjónustunni. Skipum
Skipaútgerðar ríkisins var fjölgað í
þrjú á árinu 1979 og áherzla hefur
verið lögð á hagræðingu og aukna
flutningsgetu, þar sem flutningaþörf
er mest, án þess að minni og af-
skekktari byggðarlög gjaldi fyrir.
Það verður eitt af verkefnum
hinnar nýju nefndar, að kanna á
hvern hátt þessi nýju skip út-
gerðarinnar gætu nýtzt sem bezt.
-JH.
Sundahöfn. Starfsmaður þar taldi bílana ekki færri en eitt þúsund taisins. DV-mynd: tinar Olason.