Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 4
4
DAGBLADID& VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
Póstur og símí óánægður með áhugaleysi sjónvarpsins gagnvart
jarðstöðinni Skyggni:
Verða einkaaðilar á undan
sjónvarpinu að nýta sér bein
ar sendingar frá Skyggni?
— þjónusta Skyggnis seld eins og hver önnur bjónusta símans
Aðeins kveikt á takka i stöðvarhúsi jarðstöðvarinnar og fréttattmi frá Moskvu er kominn á skjáinn. Það er Jön Þóroddur
Jónsson stöðvarstjóri sem hér sýnir fréttamönnum móttökutæki Skyggnis. DV-mynd Einar Ólason,
Hefur almenningur verið blekktur
varðandi jarðstöðina Skyggni? Að
minnsta kosti eru raddir um beinar
sendingar lágværar hér á landi. Jafn-
vel þó ýmsir merkisatburðir verði á
næstunni s.s. bikarkeppnin enska og
heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu.
Sjónvarpið hefur nú sannað það i
tvígang að auðvelt er fyrir það að
taka á móti beinum útsendingum.
Fyrra tilfellið var í haust er mynd frá
björgunarstörfum við Tungufoss var
sýnd i fréttatíma. Sú mynd hafði
mikil áhrif vegna þess hve ný húp
var.
Þá horfðu flestir á beina útsend-
ingu á aðfangadag og þótti vel til tak-
ast. Sú mynd kostaði sjónvarpið
11.700 krónur. Fréttamyndin um
Tungufoss kostaði hins vegar 5.655
krónur.
Á blaðamannfundi sem Póstur og
sími héldu til að kynna jarðstöðina
Skyggni kom fram óánægja vegna
viðbragða stjórnvalda í garð
Skyggnis. Kom einnig fram á fundin-
um sá mikli misskilningur sem uppi
er hjá almenningi í þessum málum.
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
hefur hins vegar áttað sig á mögu-
leikum jarðstöðvarinnar og 20.
desember sl. fengu þeir þriggja
klukkustunda knattspyrnuleik, beint
frá New York, í gegnum jarðstöðina.
Hefur varnarliðið sýnt áhuga á að
nýta sér jarðstöðina meira á næst-
unni.
Ríkisútvarpinu/sjónvarpinu hefur
boðizt sérstakur afsláttur á notkun
jarðstöðvarinnar en sá afsláttur getur
orðið allt að 50%. Má nefna að fyrir
knattspyrnuleiki, beint frá Spáni
næstasumar, þar sem heimsmeistara-
keppnin fer fram, býðst allt að 20%
afsláttur til sjónvarpsins.
í samtali við DV í gær sagði Pétur
Guðfinnsson framkvæmdastjóri
sjónvarpsins það ekki vera rétt að
áhuga vantaði. Hins vegar hefði sjón-
varpið átt í fjárhagsörðugleikum á
síðasta ári. Vænti hann þess að úr
því kynni að rætast og jarðstöðin í
framhaldi af því notuð meira.
,,Við erum að vona að hægt verði
að koma í kring beinu daglegu frétta-
sambandi, þó ekki væri nema nokkr-
ar mínútur á dag. Það er beðið eftir
ýmsu frá hendi seljanda en hugsan-
legt er að fleiri hafi áhuga fyrir þess-
um pakka og yrðum við þá í samfloti.
Með því myndi kostnaður deilast
niður á fleiri aðila,” sagði Pétur.
Þá sagði Pétur að gætt hefði mis-
skilnings í útvarpsfréttum varðandi
það að greiðslan færi einungis til sím-
ans. ,,Það er vitanlega nokkur kostn-
aður þessu samfara s.s. kostnaður
við uppsetningu efnisins og
höfundarlaun.”
Hvað með sýningu á úrslitaleik í
enska bikarnum og leiki frá heims-
meistarakeppninni áSpáni.
„Það hefur verið rætt um sýningu
á úrslitaleik í enska bikarnum en úr-
slitaleikur í heimsmeistarakeppninni
verður um miðjan júlí, í sumarfríi
sjónvarpsins. Það hefur þó verið
talað um einhverja leiki frá heims-
meistarakeppninni,” svaraði Pétur.
Á blaðamannafundinum með for-
ráðamönnum Pósts og síma var
minnzt á að auglýsingar gætu borgað
upp sendingar frá úrslitaleiknum í
heimsmeistarakeppninni. Bæði þá
með auglýsingum fyrir og eftir leik-
inn og í hálfleik. Pétur vildi hins
vegar ekki taka undir þá fjárfestinga-
leið og sagði að þar gæti ýmislegt
rekizt á.
Þá sagði hann að sjónvarpið
vantaði bæði tæki og aðstöðu til að
hægt væri að taka á móti efni. Á að-
fangadag hefði stúdíóið verið notað
sem stjórnstöð en slíkt væri ekki allt-
af hægt. Stjórnstöðin tekur við efn-
inu áður en það fer inn á dreifikerfi
sjónvarpsins.
Forráðamenn Pósts og síma sögðu
að hver sem er gæti hagnýtt sér jarð-
stöðina. Þjónusta hennar væri ein-
ungis seld eins og önnur þjónusta
Pósts og síma. Kostnaður við jarð-
stöðina ætti þó engan veginn að
koma niður á notendum símans.
Sumir hugsa kannski með sér að
skrýtið sé að sjónvarpið sem er ríkis-
fyrirtæki geti ekki hagnýtt sér þjón-
ustu frá Pósti og síma sem einnig er
ríkisfyrirtæki. Hér kemur sjálfsagt
hið umdeilda kerfi inn í spilið og
vænta má í framhaldi af myndtækni-
væðingu undanfarið að einkaaðilar
verði á undan sjónvarpinu rikisrekna
að nýta sér jarðstöðina Skyggni.
—ELA
Eldur
í nýlegu
íbúðarhúsi
— fjórði bruninn í
Eyjum frááramótum
Slökkviliðið í Vestmannaeyjum
var kvatt að íbúðarhúsinu að
Bröttugötu 26 um klukkan fimmtán í
gærdag. Húsið, sem er nýlegt
íbúðarhús, var fullt af reyk er að var
komið.
Vel gekk að ráða niðurlögum
eldsins, sem talið er að hafi kviknað
út frá rafmagni. Skemmdir urðu
töluverðar, aðallega af völdum reyks.
Slökkviliðið í Eyjum hefur átt
annríkt að undanförnu; fjögur útköll
frá áramótum. Umtalsvert tjón hefur
orðið í tveim brunum.
Á sl. ári var slökkviliðið kallað út
alls tólf sinnum, þar af sex sinnum
vegna húsbruna, tvö útköll voru
vegna skipa og fjögur reyndust minni
háttar. Slökkviliðsstjóri í Eyjum er
Kristinn Sigurðsson.
-FÓV, Vestmannaeyjum.
,;Stiklum”
Omars
Ragnarssonar
f restað vegna
bilunar
í tækjum
„Þætti Ómars Ragnarssonar,
Stiklum, var frestað vegna bilunar i
tæki, sem nota átti við vinnslu hans,”
sagði Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri sjónvarps, er DV spurði
hann hvað hefði valdið seinkun
þáttarins.
í dagskrárkynningu hafði verið aug-
lýst, að þátturinn „Stiklur” yrði
sýndur siðastliðið sunnudagskvöld. Þá
var aftur tilkynnt, að honum seinkaði
um óákveðinn tíma.
Sagði Pétur, að vinnsla hans hefði
tafizt vegna bilunar í svokölluðum
„scanner”, sem notaður væri við að
litgreina myndina. Ef til vill hefði verið
hægt að vinna verkið með eldri
tækjum, en árangurinn hefði þá ekki
orðið eins góður.
„En þetta tæki er nú komið í lag,”
sagði Pétur, „þátturinn verður sýndur i
lok janúar eða þá 7. febrúar næst-
komandi.”
-JSS.
Svo mælir Svarthöfði Svo mæiir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN í ÓPERUF0RMI
Menn eru þegar farnir að gera því
skóna að íslenska óperan þurfi á
opinberum fjárframlögum að halda
ekki síður en Þjóðleikhúsið og
Sinfónian. Það segir út af fyrir sig
ekkert um ágæti óperunnar eða flutn-
ing þeirra verka, sem þar verða
sungin. Þetta segir aftur á móti
nokkra sögu af þeim erfiðleikum,
sem mannfæðin veldur á sama tíma
og sjálfsagt þykir að viðhafa hér
hvaðeina sem milljónaþjóðir státa
af. Lengi var því haldið fram að
utanríkisþjónustan væri dýrasta við-
fangsefni sjálfstæðisins og voru
Danir þeirrar skoðunar og raunar
fleiri, að við yrðum að hafa sam-
vinnu við þá um utanríkismál um
ófyrirsjáanlega framtíð. Nú er komið
á daginn, að utanríkisþjónustan er
okkur síður en svo þung í skauti fjár-
hagslega miðað við margt annað.
Eins hefðu Danir efiaust sagt, að við
yrðum að reka óperu í samvinnu við
þá — og svo má minnast þess að lengi
var Þjóðleikhúsið í smíðum vegna
vanefna.
En um ekkert af þessu höfum við
orðið að hafa samvinnu við aðra.
Óperan spratt m.a. upp út af góðviija
mikilla heiðurshjóna, sem létu af-
rakstur ævi sinnar, sem mótaðist af
dugnaði og útsjónarsemi — renna tii
óperu og var það vel til fundið. Það
var hins vegar ekki alveg eins vel til
fundið að minnast hvergi þessara
heiðurshjóna við fyrstu frumsýningu
óperunnar. Má segja að sú gleymska
kunni að vera nokkur visbending um
framhald óperustarfsins, sem m.a.
byggist á því að fá frægar persónur
til að syngja titilhlutverk. T.d. verður
ekki séð að söngvari á borð við
Kristján Jóhannsson eigi greiðan
gang að óperusöng i Gamla bíói sem
stendur. Það gæti þó verið að ein-
hverjir útlendingar fengju að syngja
sem gestir eins og alsiða er við aðrar
óperur. Sé það hins vegar ekki mein-
ingin sitjum við uppi með einskonar
privat-ópcru dugnaðarmanna með
tíð og tíma.
Eitthvað hefur verið minnst á að-
gangseyri, en hann mun verða nær
tvö hundruð krónum. Það er litið fé,
þegar haft er i huga hvað stendur á
bak við. Kemur þar mannfæðin aftur
við sögu, en talið er að það þurfi tutt-
ugu og fimm sýningar fyrir fullu húsi
tii að Sígaunabaróninn borgi sig.
Tuttugu og fimm sýningar er mikið á
allan mælikvarða, og þess vegna er
djarft teflt, einnig á þessum vett-
vangi. Annars hefur almenningur
tekið ríflegum aðgangseyrí af miklum
skilningi yfirleitt, og er þó vanur að
fá meira en helmingsverð aðgöngu-
miða að tveimur leikhúsum borgar-
innar greitt úr ríkiskassanum eða af
borgarsjóði. Þessi hugur almennings
til nýrra lista kemur m.a. fram i að-
sókn að þeim íslensku kvikmyndum,
sem hér hafa verið sýndar. Þar er
ekki um niðurgreiðslur að ræða, og
er miðaverð tæpt leikhúsmiðaverð.
Aðsókn hefur verið alveg frábær.
Það eru því allar líkur lil að fólk
spyrji ekki svo mikið um miðaverðið,
þegar það fer til að sjá Sígaunabarón-
inn.
Engu að síður er ótrúlegt ef ópcran
borgar sig til langframa. Hún er
nýlunda eins og stendur og nýtur þess
byrs. Einnig er fólk þakklátt fyrir
þann dugnað, sem einstakir aðilar
hafa sýnt við að koma henni á
laggirnar. Fyrir utan að hlusta á vel
flutt verk er fólk að þakka fyrir ágætt
frumkvæði þegar það fer til að sjá Sí-
gaunabaróninn.
En öll jól taka enda, og þá kemur
til kasta þeirra, sem alltaf vcrða að
borga fyrir hrafninn, einkum á sviði
lista. Ekki þarf að efast um, að allt
verði gert til auðvelda óperunni lang-
lífi. Okkur er fyrir löngu orðið Ijóst,
að það er dýrt að vera sjálfstæð þjóð
og þurfa að sýna það í einu og öllu —
Ifkaóperu. Svarthöfði