Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
5
Vinsælasta popphljómsveit Breta
í dag vill troða upp hér:
Human League
til íslands
„Jú, það er rétt að Human League
hefur lýst yfir eindregnum áhuga sínum
á að koma hingað og leika,” sagði
Steinar Berg er DV bar það undir hann
hvort e.t.v. væri von á hljómsveitinni
til landsins innan tíðar. Human League
er nú bæði í efsta sæti breiðskífu- og 45
snúninga platna listanna í Englandi og
vinsældir þeirra með ólíkindum.
,,Þetta mál hefur verið í gangi frá
því í nóvember,” sagði Steinar
ennfremur. ,,Ég fer utan í næstu viku
og þá ræði ég við umboðsmann hljóm-
sveitarinnar. Persónulega hef ég trú á
að Human League komi hingað til
lands.”
Hljómsveitin heldur innan skamms í
mikið hljómleikaferðalag, sem stendur
yfir bæði í febrúar og marz. Mun
ætlunin vera sú að Human League
komi hingað til lands annaðhvort i
upphafi eða undir lok ferðarinnar.
Hefur verið rætt um að hún træði upp
í Broadway, en þó ntunu vera
einhverjir annmarkar þar á. Er verið að
kanna hentugt húsnæði. -SSv.
Ekki varnarliðsmaður
í frétt DV í fyrradag, um banaslys
á Keflavíkurvegi, kom fram að
ökumaður bifreiðarinnar væri
varnarliðsmaður, Helgi Ágústsson hjá
varnarmáladeild hafði samband við
blaðið í gær og sagði þetta ekki rétt.
Ökumaðurinn á bandarískan föður og
íslenzka móður, en hefur alltaf búið á
íslandi og hefur ekki verið í varnar-
liðinu.
1
§§ Stœrð DIN A4
^ 2 þykktir. 6 fallegir litir.
ÚTRÚLEGT
EN SATT
plastbréfabindin vinsælu
kosta nú aðeins kr. 19,85.
Byrjið árið með betri innkaupum.
Takmarkaðar birgðir.
Uppsláttarrit um íslenzkan málmiðnað:
Farið var um altt
land við gagnasöfnun
— „Margfalt meiri vinna en áætlað varf” segir Ingólfur Sverrisson
„Þetta reyndist margfalt meiri
vinna en við höfðum ætlað,” sagði
Ingólfur Sverrisson, hjá Sambandi
Málm- og skipasmiðja, er hann
kynnti uppsláttarrit sem nýverið kom
út á vegum sambandsins.
Þar er að finna upplýsingar um öll
fyrirtæki innan sambandsins,
framleiðslu þeirra svo og hvaða
þjónustu þau veita. Er ætlunin að
dreifa þessu riti, sem allra víðast. Til
þessa hefur ekkert sambærilegt
uppsláttarrit um íslenzka iðngrein
verið til. Varð því að miða gerð
ritsins viðerlendar fyrirmyndir.
„Við fórum þvers og kruss um
allt landið til að safna gögnum,”
sagði Hannes Guðmundsson, sem
ásamt Ragnari Atla Guðmundssyni,
vann meginhluta þeirrar söfnunar.
„Það, sem kom mér mest á óvart,”
sagði Hannes, „var hversu geysilega
fjölhæf mörg fyrirtækjanna úti á
landi voru.”
Er blaðamönnum var kynnt
uppsláttarritið var uppsetning þess,
svo og notagildi, útskýrt rækilega svo
og eitt og annað tengt aukinni
markaðshlutdeild, hvað þyrfti að
gera til að ná henni, fram-
tíðarhorfum í málm- og skipasmíða-
iðnaði o. fl. o. fl. í lok fróðlegs
erindis sagði Páll Pálsson: „Það er
ekki nokkur vafi á að, sé íslenzkum
fyrirtækjum i þessari iðngrein,
sköpuð sambærileg aðstaða er
framleiðslan fyllilega samkeppnisfær
við erlenda vöru.”
-SSv.
Forkosningar fyrir vestan:
Kosið á Isafirði í lok f ebrúar
Forkosningar verða á ísafirði 27.
og 28. febrúar vegna bæjarstjórnar-
kosninganna í vor. Allir stjórnmála-
flokkarnir verða með í þeim, en
óháðir borgarar sem hafa nú einn
mann í bæjarstjórn mættu ekki til
undirbúnings, þótt þeim væri boðin
þátttaka, og verða því ekki með i for-
kosningunum.
Á listum mega vera allt að 12 nöfn,
en síðan verða 6 auðar línur á hverj-
um lista yfir að'a en tilgreindir eru.
Framboðum til forkosninganna á að
skila fyrirlok 12. febrúar.
-SER/HERB.
Forkosningar vegna bæjarstjórnarkosninga:
Kjósa sömu daga í Njarðvík og Keflavík
Samkomulag hefur náðst milli
allra stjórnmálaflokkanna i Njarðvik
um forkosningar vegna bæjar-
stjórnarkosninganna þar. Verða þær
12. og 13. febrúar, sömu daga og
forkosningarnar í Keflavík, en þar
skarst Alþýðubandalagið úr leik, svo
sem kunnugt er.
Ákveðið var að á listum
flokkanna i Njarðvík yrðu fæst 5 og
flest 14 nöfn. Framboðsfrestur vegna
forkosninganna er 22. janúar.HERB.
DÖNSK GÆÐAVARA
FRÁ BÖRMAX
TEG: 9019
Str. S, M, L,
Litur: hvítt
Verðkr: 175.7S
Regnfatnaður
í litaúrvali á alla
fjölskylduna.
POLLAGALLAR
Stæröir: 2—6
Litir: rautt, blátt,
gutt og grænt
Verð buxurkr. 109,00
jakkarkr. 104,50
Horrafrakki
Str. M, XL
Lhur.grátt
Verðkr: 87.85
Verið viðbútn votviðri og slyddu.
pósts«n
dun’ |"
w
I
3 E R
LAUGAVEGI61, SIMI225661