Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
Útlönd Útlönd : Útlönd Útlönd
BÍBBMÍHtnao, Mstimi*
Anatoly Shcharansky: Getur
varla gencið lengur.
Sovézkur
andófs-
maöur
fársjúkur
Sovézki andófsmaðurinn
Anatoly Shcharnasky, sem situr í
fangelsi í Moskvu, er sjúkur
maður og hefur heilsu hans
hrakað mjög eftir sex mánaða
dvöl í einangrunarklefa. Er þetta
haft eftir móður hans sem nýlega
fékk að heimsækja hann í fyrsta
skipti á 18 mánuðum.
Móðirin, Ida Milgrom,
heimsótti son sinn i Christopol
fangelsið 4. janúar, en það er um
800 kílómetra utan við Moskvu.
Shcharansky var tekinn
höndum árið 1977 en hann er nú
33 ára gamall. Var hann dæmdur
í 13 ára fangelsi og vinnubúða-
þrælkun fyrir að stunda njósnir
og aðra and-sovézka áróðurs-
starfsemi.
Frú Milgrom gat þess einnig
að sonur hennar væri nær hættur
að geta gengið. Shcharansky var
fluttur í Chistopol fangelsið úr
ströngum vinnubúðum, en þar
hafði hann oft orðið að sæta
einangrunar vegna brots á
reglugerðum búðanna.
Lögreglan i Róm fiskar 10 kg af
heróini upp úr (ösku með
tvöföldum botni.
Heróín-
neytendum
fjölgarí
Frakklandi
Samkvæmt frönskum skýrslum
jókst fjöldi handtekinna heróín-
neytenda mikið á fyrstu 11 mán-
uðum ársins 1981, eða úr 3.030 í
4.220.
Er þessi aukning Frökkum að
vonum ntikið áhyggjuefni og hef-
ur stjórnin nú skipað sérstaka
nefnd til að kanna hugsanlegar
aðgerðii gegnheroínneyzlu. Veitir
Fierre Mauroy forsætisráðherra
nefndinni forstöðu.
Einnig kom í Ijós að enn eru
töskur nteð tvöföldum botni vin-
sælastar til smygls á fíkniefnum.
Dýrer
dropinn
Sovézkir stúdentar við dýra-
læknaháskólann í Moskvu hafa
árum saman fengið fínar
einkunnir með því að múta
prófessor nokkrum með áfengis-
gjöfum. Þeir stúdentar er ætluðu
sér að ná prófum sínum sakir
eigin dugnaðar áttu aftur á móti á
hættu að falla tvisvar til þrisvar
sinnum.'
En upp komast svik um síðir
því að prófessorinn hafi hlotið 10
ára fangelsisdóm fyrir vikið.
Verða herlögin senn
numin úrgildi í Póllandi?
Rakov.sk i uostoðarforsætisráðherra
Póllands lét hafa eftir sér í viðtali í gær
að hugsanlega yrðu herlögin numin úr
gildi í Póllandi innan nokkurra vikna.
En sá kvittur gengur fjöllunum
hærra í Varsjá að pólska þingið, sem
kemur saman 20. janúar, muni leiða í
gildi neyðarástandslög um leið og her-
lögin verði afnumin.
Um leið er haft eftir embættismönn-
um pólsku kirkjunnar að viðræður
Jaruzelskis hershöfðingja og Jozef
Glemp erkibiskups um síðustu helgi
hefðu ekki leyst úr neinum ágreiningi
kirkjunnar og valdhafanna.
Á blaðamannafundi í Varsjá í gær
reyndi Jerzy Ozdowski, aðstoðarfor-
sætisráðherra, að gera sem minnst úr
andstöðu kaþólsku kirkjunnar við her-
lögin. Sagði hann að tengsl kirkjunnar
og ríkisins væru hin beztu. — Kvaðst
Ozdowski, sem sjálfur er kaþólskur,
mundu segja af sér embætti á sömu
stundu og kirkjuyfirvöld legðu að
honum að gera slíkt.
Bandarikin hafa skorað á NATO-
bandamenn sína að fylgja eftir for-
dæmingu þeirra á afskiptum Sovét-
manna af Póllandi með refsiað-
gerðum. Á fundi í Brussel í gær settu
utanrikisráðherrar NATO-landanna
saman lista yfir hugsanlegar aðgerðir
gegn Sovétríkjunum. Hefur það kallað
fram mótmælaviðbrögð í austur-
Evrópu. Hefur Moskva kallað Þetta
frekleg afskipti af innanríkismálum
Póllands.
Alexander Haig, utanríkisráðherra
USA, hefur látið á sér skilja, að hann
líti á Póllandsmálið sem prófraun fyrir
einingu Atlantshafsbandalagsins og
sambúð austurs og vesturs.
Utanríkisráðherrar NAT0 leggja drög
að ref siaðgerðum gegn Sovét
Annað veiflð berast nú fréttamyndir sem teknar voru á fyrstu viku herlaganna f Póllandi en komust ekki vestur yfir járntjald
fyrr en eftir áramót. Þessi mynd var tekin i Gdansk i skipasmfðastöðng séstað beitt er táragasi gegn verkamönnum. Má af
þvf sjá, að átök hafa verið meiri og árekstrar milli hers og verkalýðs heldur en yflrvöld vildu láta I veðri vaka.
Á meðan kuldahretið gekk yflr á norðurhveli jarðar flæddu ár í vesturhluta Frakk-
lands yflr bakka sína. Flæddi inn I nokkur sveitaþorp, svo að fólk varð að flýja heimili
sín (sumir róandi eins og á myndinni hér). Á stöku stað lokaðist fólk inni vegna flóð-
vatns og varð að bjarga því burt í þyrlum.
DE CUELLAR VILL
BÆTA VINNUSTAÐA-
M0RALINN HJÁ SÞ
Hinn nýi framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar,
hét því í gær að viðhalda hlutleysi
starfsliðs stofnunarinnar og láta
stöðuhækkanir fara eftir verðleikum.
Um 2.000 manna starf sliði aðalstöðv-
anna var samankomið í fundarsal alls-
herjarþingsins þar sem framkvæmda-
stjórinn ávarpaði það.
Kvaðst de Cuellar vilja fullvissa
starfsfólk um, að þjóðerni mundi ekki
ráða neinu um stöðuveitingar. „Frekar
en nokkur stofnun önnur þurfa Sam-
einuðu þjóðirnar að verðlauna vel
unnin störf.”
Hann sagðist mundu spyrna gegn til-
burðum einstakra ríkisstjórna til þess
að reyna að troða sinum þegnum i
Iykilembætti hjá stofnuninni án tillits
til verðleika, en slíkt hefði jafnan vond
áhrif á andrúmsloft á vinnustöðum.
Hallinn á skakka turninum í Píza
jókst nánast ekki neitt á árinu og er
það í fyrsta skipti í 15 ár sem hallinn
eykst svo lítið.
ítalskir vísindamenn segja að hall-
inn hafi aðeins aukizt um 0,73 milli-
metra, en venjulega eykst hann um
ca 1,36 millimetra á ári. Hallinn á
þessum 54 metra langa marmaraturni
er nú 5,1 metri og hætt er við að
hann detti alveg um koll ef engar
ráðstafanir eru gerðar til að koma í
veg fyrir það.
Skilnuðum f jölgar
í Frakklandi
Franskar skýrslur sýna að skiln-
uðum þar í landi fer sífellt fjölgandi
og fara nú u.þ.b. 200 hjónabönd i
vaskinn á dag. Á sl. 10 árum hefur
hjónaskilnuðum fjölgað um 7% á
ári. í 2/3 af öllum tilfeilum er það
eiginkonan sem fær skilnað út á
grimmilega hegðun eiginmannsins.
Hjónaskilnaðarlögunum frönsku
var árið 1975 breytt þannig að það er
talin næg ástæða til lögskilnaðar ef
báðir aðilar eru samþykkir honum.
Þetta hefur haft það í för með sér að
fólk sem sækir um skilnað verður sí-
fellt yngra. Fjölmennasti hópurinn af
fólki sem nú sækir um skilnað í
Frakklandi er á aldrinum 25—29 ára.
(MftjWJt
Skakki turninn f Pfza: Hallinn er nú
5,1 metri.
Skakki turninn hallaðist
minnna en áður
Umdeildur
dómurínauðg-
unarmáli
Brezkir þingmenn hafa mótmælt
því að dómari einn dæmdi nauðgara
nokkurn ekki í fangelsi heldur kom
nokkru af sökinni yfir á fórnardýrið,
þar sem stúlkan ferðaðist á puttanum
að næturlagi.
Var það Bertram Richards, dómari
í Ipswich á Austur-Englandi, sem
felldi þennan dóm. Hann dænrdi að
vísu nauðgarann, John Allen bílasala
(33 ára), í 2000 sterlingspunda sekt en
ásakaði stúlkuna fyrir grófa óvar-
kárni þar sem hún var ein á ferð.
Héraðsþingmaður stúlkunnar,
John McGregor, sagði blaðamönn-
um að honum þætti mjög fyrir dómi
þessum og mundi hann láta málið
ganga lengra.
Allan Roberts, þingmaður Verka-
mannaflokksins, talaði um að víkja
ætti dómaranum úr embætti og
annar stjórnarandstæðingur, Jack
Ashley, sagðist ætla að koma með
þingtillögu þess efnis að saksóknari
mætti áfrýja dómum sem honum
þættu of vægir.