Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 10
10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
Utlönd
STÓRTAP HJÁ
BÍLAIDNADINUM
Seldu 1 milljón færri einkabfla á síðasta ári
1981 var enn eitt hallærið hjá
bilaiðnaðinum í heiminum. Við ára-
mótauppgjör helztu bílaframieiðenda
heims kemur í ljós að tapið verður
samtals um 24 milljarðar króna.
Salan á einkabilum minnkaði um
1 milljón bíla á þýðingarmestu
mörkuðum, þeim bandaríska og
þeim evrópska. Framleiðendur hafa
orðið að hætta við lífsnauðsynlegar
fjárfestingar og atvinnuleysið meðal
starfsmanna bílaiðnaðarins hefur
margfaldazt.
USA-bílar
harðast úti
Bandaríski bílaiðnaðurinn sem
mátti þola 37 milljarða króna tap
árið 1980 tapaði aftur 15 milljörðum
síðasta ár. Bílasalan brást alveg.
Fyrir fáum árum voru seldar um 10
milljónir bifreiða á ári á Bandaríkja-
markaði en 1981 féll salan niður í 6
milljónir. Hálfri milljón minna en
árið á undan.
Hækkandi kostnaður, fallandi
umsetning og fjárfestingarbyrði upp
á 720 milljarða króna knýja bílaverk-
smiðjur til sölu á nýjum hlutabréfum
eða nýrrar skuldasöfnunar með þeirri
ægilegu vaxtabyrði sem því fylgir.
Fjórir stærstu bílaframleiðendur
USA áttu við árslok 1978 rekstrar-
höfuðstól upp á 115 milljarða króna,
en sú tala stendur í dag á núlli.
Mótbyr
hjá Japönum
Japanski bilaiðnaðurinn sem
uppskar árið 1980 um 10 milljarða
króna hagnað mætti þetta síðasta ár
í fyrsta skipti mótbyr. Bæði vegna
sölutregðu á mörkuðum í Evrópu og
Bandaríkjunum og eins vegna gengis-
breytinga á japanska jeninu.
Japanir hafa orðið að snúa sér í
meiri mæli til þriðjaheims landa með
bílasöluna til þess að halda fram-
leiðslunni við þótt afrakstur verði
minni. Um leið eru þeir þó að setja
upp nokkrar samsetningarverk-
smiðjur í Evrópu til þess að reyna að
halda sinum hlut á Evrópu-
markaðnum, þar sem umsetningin er
9,8 milljónir bíla á ári.
Verksmiðjum
lokað í Evrópu
Evrópsku bílaframleiðendunum
hefur ekki vegnað betur nema ef
síður væri. British Leyland er á
heljarþröminni og dregur fram lífið í
eilifum skugganum af Iokunar-
hættunni. BL tapaði 4,8 milljörðum
króna árið 1980 og öðru eins á síðasta
ári.
Einn af stærstu bílframleiðendum
álfunnar, franska Peugeot-
samsteypan, er glöggl dæmi um
stöðuna. Þar er tapið um 2,4
milljarðar króna á síðasta ári eða
svipað og árið 1980. Sala í krónum
reiknuð var svipuð eða um 90
milljarðar króna. Hin neikvæða út-
koma Iiggur í tvennu: misheppnaðri
fjárfestingu í Argentínu og
taprekstri á sölu Peugeot í Bretlandi.
Hinsvegar gekk salan á heima-
markaði vel.
Hið argentínska ævintýri Peugeot
hefur staðið í nær 20 ár og lauk með
smíði bílaverksmiðju þar. Naumast
var hún þó fyrr á legg komin en
Peugeot sá sinn kost vænstan að
draga sig út úr fyrirtækinu. Þóttust
Frakkar sleppa vel með að skilja þar
eftir litla 24,8 milljarða króna.
Peugeot hefur lokað verksmiðju
sinni í Skotlandi og girt sig síðan svo í
brók niður að menn eru farnir að
eygja að nýju afturbata. Þar hangir
þómesl áspýtunni, nvernig til tekst í
íran. Fyrirtækið hefur gert samning
við írani um sölu á 80 þúsund
bílum árlega, en stríð og væringar
skapa óvissu um, hvernig til tekst.
Utlar batahorfur hjá flugfélögunum
Flugfélög heims sjá fram á enn eitt
ár örvæntingarbaráttu við taprekst-
ur, þrátt fyrir horfur á hækkuðum
fargjöldum.
Alþjóðasamtök áætlunarflugs
(IATA) , sem í eru 113 flugfélög ætla
að tapið hjá aðildarfélögum sínum
verði allt að milljarður dollara árið
1982. Nema þeim takist að halda
kostnaðinum niðri og draga úr of-
framboði á sætum. — 1981 töpuðu
félögin um 900 milljónum dollara á
áætlunarleiðum sínum í millilanda-
flugi.
Sætaframboð
og hávextir
Þeir svartsýnustu í sérfræðinga-
hópi ÍATA spá raunar 1.1 milljarðar
tapi hjá félögum innan IATA á þessu
ári. En þeir segja líka að flugfélögin.
gætu náð 420 milljón dollara hagnaði
ef sætaaukningunni verður haldið
innan við þrjú prósent. —
Sennilegast má telja að lokatölur
verði einhvers staðar á milli þessara
öfgaspáa.
Hvað sem því líður er hitt
staðreynd að hærri vextir leiða af sér
að flugfélögin munu árið 1982 greiða
1.6 milljarða dollara í afborganir og
vexti, meðan þau greiddu 1.2
milljarða á síðasta ári. Til þess að
brúa þann mun, verða þau að reiða
sig á hótelin og önnur dótturfyrir-
tæki.
Fargjaldastríð
Þau verða einnig að endurskoða
fargjaldaskrána og sérstaklega þá á
Atlantshafsleiðinni og hafa sum
félögin þegar viðrað hugmyndir um
hækkun fargjalda.
Offramboð sæta svo að
samsvaraði 56 tómum Boeing 747-
júmbóþotum á daglegu flugi yfir
Atlantshafið í októbermánuði leiddi
til verðstríðs sem stóru félögin
drógust út í. Talsmenn þeirra for-
dæmdu að vísu slík undirboð, en
sögðust tilneyddir því að þeir gætu
ekki aðgerðalausir horft á sam-
keppnisaðila hirða frá þeim
viðskipiin.
Roy Watts, æðstráðandi British
Airways — sem að líkindum hefur
tapað 180 milljón dollurum árið 1981
— orðaði það svoleiðis í nóvember:
„Það er skýr munur á heilbrigðri
samkeppni um vaxandi Iággjalda-
markað eða sjálfsmorðsherferð á
stöðnuðum markaði þar sem fargjöld
eru skorin niður í skammsýni og
ekkert hirt um afleiðingar.”
Fundurinn
íMiami
125 mismunandi fargjöld eru í
gildi á Atlantshafsleiðinni og
ringulreiðin í samræmi við það. Ala
flugfélögin á vonum um að skapa
megi að nýju einhverja festu i far-
gjöldunum. Þær vonir byggjast að
nokkru á fundi sem hófst i Miami í
gær, þrem dögum áður en rann út sá
frestur sem flugmálayfirvöld Banda-
ríkjanna höfðu sett IATA-félögum
til þess að sýna fram á hví þau ættu
áfram að njóta undanþágu frá
auðhringalögum Bandaríkjanna þeg-
ar þau ákvarða fargjöld. — Meðal
annars verður á fundinum til
umræðu bandarísk tillaga um að fast-
binda efri og neðri mörk fargjalda,
sem flugfélög geti sveiflast á milli án
þess að leita fyrst samþykkis stjórn-
valda.
Kreppan og
flugið
Nokkur undanfarin ár hefur það
verið eldsneytiskostnaðurinn sem
hefur verið höfuðverkur flug-
reksturs. Svo er ekki lengur. Það er
heimskreppan sem dregið hefur úr
farþegafjölda á meðan vextir af
skuldum hafa hækkað — sem
mestum erfiðleikum veldur. —
Uppgangsárin upp úr 1960 nam far-
þegaaukning í áætlunarflugi 10% ár-
lega. 1981 var hún aðeins 3% þegar
menn höfðu vonast eftir 4.5.
Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir
mest 6% aukningu farþega og
vöruflutnings á hinu nýja ári.
Verkfallið
ÍUSA
í Bandaríkjunum ætla sér-
fræðingar að lítils bata muni gæta
hjá bandarískum flugfélögum á fyrri
helmingi ársins, en tap þeirra á
síðasta ári nam um hálfum milljarði
dollara. — Mesta áfall þeirra var
verkfall flugumferðarstjóranna sem
hófst í ágúst. Reagan forseti rak þá
11.500 flugumferðarstjóra frá
störfum. Flugherinn, eftirlitsmenn
þess opinbera og verkfallsbrjótar
tóku við flugumferðarstjórninni, en
flugfélög urðu að fækka áætlunar-
ferðum sínum. Er ekki búizt við að
flugumferðin komist í eðlilegar
skorður á ný fyrr en nýir flugum-
ferðarstjórar hafa verið þjálfaðir. Er
búizt við að áhrifa verkfallsins muni
gæta langt fram á árið 1982.
Erfiðasthjá
þeim stóru
Stærstu flugfélögin í heiminum
þykja hafa mesta ástæðu til svartsýni
varðandi framtíðina. Einkanlega
þegar þau horfa til nýrri og
svifaliprari keppinauta. Pan
American telur sig þó vera á leið út úr
kreppunni. Hefur Edward Acker,
hinn nýi stjórnarformaður félagsins,
látið skera niður fargjöld jafnt á
innanlandsleiðum sem milli landa.
Hann spáir hagnaði af árinu 1982 —
Pan Am tapaði 126,9 milljónum
dollurum á árinu 1980 og 229,3
milljónum dollara á fyrstu níu
mánuðum síðasta árs. En félagið létti
á skuldabyrði sinni til þess að losna
undan vaxtafarganinu með þvi að
selja Intercontinental-hótelkeðju sina
fyrir 500 milljónir dollara.
Air France er viðbúið 90 milljón
dollara tapi af síðasta ári og kennir
um grimmu verðstríði. British Air-
ways býst við að standa uppi næsta
apríl með 450 milljón dollara tap af
síðustu tveim árum. Félagið hefur
dregið saman seglin, selt vélar, fellt
niður áætlunarflug á sextán leiðum
og lokað ýmsum dótturfyrirtækjum
heima í Bretlandi. Það hefur fækkað
í starfsliði sínu um 10 þúsund manns
'Og hefur eftir það 43 þúsund á launa-
skrá.