Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. ^ Irjálst, úháð daghlað Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. . StjórnarformaÖur og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. I Framkvœmdastjórl og útgáfustjóri: HÖrður Einarsson. Rltstjórar: Jónas Kristjánsson og EHert B. Schram AöstoöarriUtJórl: Haukur Hslgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. ' Auglýsingastjórar: Péíl Stefónsson og lngótfur P. Stainsson. Ritstjóm: Sföumúla 12—14. Auglýsingan Sföumúla 8. Afgreiðsla, áskrtftir, smáauglýsingar, skrffstofa:' Þverholti 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Sföumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 10. ■ Áskriftarverö á mánuöi 100 kr. Verö f lausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Vantraust á vinstra samstarf Athyglin beinist í æ ríkari mæli að borgarstjórnar- kosningunum, sem fram fara að vori. Heitar umræður urðu um fjárhagsáætlun borgarinnar í síðustu viku, og borgarfulltrúar gerast stóryrtari í vörn og sókn með hverjum deginum. Flokkarnir eru allir í óða önn að undirbúa framboðslista sína. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar efnt til prófkosninga, þótt ekki hafi listinn enn verið kynntur. Meirihlutaflokkarnir efna til forvals og próf- kosninga næstu daga. Kvennalisti er í uppsiglingu. Ljóst er að ýmsir þeirra, sem staðið hafa fremst í fylkingu í borgarstjórn munu láta af störfum. Þannig hafa menn eins og Birgir ísleifur og Ólafur Thors dregið sig í hlé hjá Sjálfstæðisflokknum, Guðrún Helgadóttir hjá Alþýðubandalagi og Björgvin Guðmundsson hjá Alþýðuflokki. Kristján Benedikts- son hugðist einnig hætta afskiptum af borgarmálum en eindæma litleysi þeirra sem tilkynnt hafa þátttöku í prófkjöri framsóknarmanna hefur valdið því, að Kristján gefur enn einu sinni kost á sér. En hvað sem framboðsmálum líður, þá er ljóst að hart mun verða slegist í borgarstjórnarkosningunum. Fyrir sjálfstæðismenn er það gífurlega mikilvægt að endurheimta meirihlutann í borginni, ekki síst eftir þá lægð sem flokkurinn hefur verið í undanfarin ár. Það yrði ótvírætt merki nýrrar sóknar og sameiningar. Hvað vinstri flokkana varðar hafa menn jafnan gengið út frá því, að þeir kappkostuðu að standa saman, andstaðan gegn „íhaldinu” leiddi þá í eina sæng. í skjóli meirihlutans hafa þessir þrír flokkar hreiðrað um sig, flokksbroddarnir hafa úthlutað bitlingum til sjálfra sín og annarra og látið fara vel um sig í valdastólunum. Ljóst er að landsmálapólitíkin mun hafa áhrif á úr- slit sveitastjórnarkosninganna og einmitt af þeim sökum munu bæði Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur leggja allt kapp á að halda ríkisstjórninni saman fram yfir sveitarstjórnarkosningar, hvað sem síðar kann að gerast. Ef stjórnin lifír af yfírstandandi raunir sínar í efnahagsmálum, mun hún örugglega hanga saman fram yfir kosningar, jafnvel þótt allt verði komið í kalda kol. í ljósi þessarar stöðu verða það að teljast nokkur tíðindi, sem fram kemur í leiðara Alþýðublaðsins í gærdag. Þar er réttilega rakið hvernig öngþveitið í efnahagsmálunum mun hafa áhrif á kosningaúrslitin í vor og spáð hrakalegri útreið Alþýðubandalagsins. En síðan segir: ,,En jafnvel þótt Sjálfstæðisflokknum mistakist að endurheimta hreinan meirihluta í borgarstjórn er eitt víst. Næsti borgarstjórnarmeirihluti verður ekki undir forystu Alþýðubandalagsins og trúlega heldur ekki með aðild þess.” Þetta er meiriháttar yfirlýsing. Hér eru kratar ekki aðeins að þvo hendur sínar af samstarfinu við Alþýðubandalagið. Málgagn þeirra er beinlínis að lýsa yfir því, að meirihlutasamstarf vinstri flokkanna verði ekki á dagskrá eftir kosningar. Meiri vantraustsyfirlýsingu er ekki unnt að fá um vinstri meirihlutann. Hún kemur úr eigin herbúðum. Hún ber vott um uppgjöf á misheppnuðu samstarfi, hún er viðurkenning á þeim pólitísku afglöpum, að leiða Alþýðubandalagið til hásætis í Reykjavík. Ekkert liggur fyrir um hver afstaða framsóknar- manna er í þessum efnum. Hitt er ljóst að landauðnin í framboðsmálum þeirra er bein afleiðing af þjónkun þeirra við Alþýðubandalagið. Þannig er komið fyrir vinstri meirihlutanum í Reykjavík. Þetta kallar maður að spila upp í hendurnar á andstæðingnum. -ebs. | HEITfl VATNK) í REYKJAVÍK 0G TÓMAS ÁRNASON Þá er það komið í ljós, sem marga grunaði, að verðlagstefna ríkisstjórn- arinnar gegn Hitaveitu Reykjavíkur er komin fram i vatnsleysi og nýjum hverfum með olíukyndingu. Og það er ekki nóg með, að Sigur- jón Pétursson viðurkenni opinber- lega, að stefna flokksbræðra hans í verðlagsmálum sé að flytja Reykvík- inga 20 ár aftur í tímann, heldur lýsir einn ráðherranna, Tómas Árnason, því beinlínis yfir, að þetta hafi verið gert vitandi vits. Vísitöluleikurinn Þegar vísitala framfærslukostnað- ar var reiknuð út í upphafi, var ekki gert ráð fyrir því að hún yrði gullkálf- urinn í kaupgjalds- og verðlagsmál- um. Þvert á móti var vísitalan hjálp- argagn fyrir hagfræðinga til að átta sig á tilteknum verðbreytingum. Vísi- talan var miðuð við neyslu tiltekinna úrtakshópa og þegar hún var notuð til viðmiðunar var ævinlega gert ráð fyrir því, að neysla þessara hópa breyttist ekkert: Vísitalan er með öðrum orðum miðuð við staðnað þjóðfélag. Með því að visitalan var birt, fóru stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtog- ar að nota hana i áróðri með og móti þeim málstað, sem trúðu á. Og svo var farið að tengja hana kaupinu, þ.e. hætt var að miða við afkomu at- vinnuveganna, þegar kauphækkanir voru ákveðnar, heldur var miðað við að halda ævinlega óbreyttu hlutfall- inu milli launafólks og þessa úrtaks- hóps, sem vísitala framfærslukostn- aðar var reiknuð frá. Þetta gat aðeins gengið fyrstu mánuðina. Annars flokks kartöflur Fljótlega kom í Ijós, að lifskjör breyttust óháð vísitölunni, svo og neysluvenjur. Einu sinni voru seldar annars flokks kartöflur og keyptar i slíku magni af úrtakshópnum, að kaupin mældust. Svo hættu þessar kartöflur að fást. Þá var það vinsælt hjá stjórnmálamönnum að greiða niður annars flokks kartöflur, því að það kostaði ekki neitt, en mældist vel. Þá skildu menn loksins að gera varð nýja neyslukönnun. Sú vísitala framfærslukostnaðar, sem nú er miðað við, var fundin með úrtaki, sem tekið var fyrir meira en áratug. Annað úrtak hefur verið tekið, en verkalýðsleiðtogar og stjórnvöld vilja ekki miða við það, m.a. vegna þess, að í því eru Mall- jorkaferðir og ýmislegt annað, sem jafnvel þessir menn viðurkenna, að komi kaupmætti launa ekkert við. Þáttur Tómasar Árnasonar Sl. helgi var viðtal við Tómas Árnason, ráðherra, í útvarpinu. Hann var spurður um fjárhagsvand- ræði Hitaveitu Reykjavíkur og þá kenningu Sigurjóns Péturssonar, að vatnsskorturinn væri verðlagsyfir- völdunum og rikisstjóminni að kenna. Tómas viðurkenndi, að þetta væri rétt. Hann sagði, að vegna þess að heitavatnsverðið í Reykjavík mældist í vísitölu kaupgjalds, þá hefði það áhrif á verðið. En hvað er Tómas að viðurkenna þarna? — Hann er að lýsa því yfir, að þegar hann og aðrir ráðherrar voru að velta fyrir sér verðinu á heita vatn- inu í Reykjavík, þá hafi þeir ekki litið á rök hitaveitunnar og Reykjavíkur- borgar fyrir hækkunum, ekki litið til hagsmuna Reykvíkinga af því að eiga öflugt orkufyrirtæki, þótt verðið væri kannski ekki eins ódýrt og elia, en þó lægst á landinu, heldur hafi þessir menn látið annarleg sjónarmið ráða ferðinni. Tómas viðurkennir, að ráðherrun- um hafi verið þetta fullkomlega ljóst, að ákvarðanir þeirra mundu leiða vatnsskort yfir Reykvíkinga, en þrátt fyrir það látið siag standa. ^ „Þaö er ekki nóg meö að Sigurjón Pét- ursson viðurkenni opinberlega að stefna flokksbræðra hans í verðlagsmálum sé að flytja Reykvíkinga 20 ár aftur í tímann, heldur lýsir einn ráðherranna, Tómas Árna- son, því beinlínis yfír, að þetta hafi verið gert vitandi vits,” segir Haraldur Blöndal í grein sinni. MAGNDS BIÐIIST AFSÖKUNARA SKRIFUM SÍNUM UM SIÓMENN Enn einu sinni eru viðnámsráðstaf- anir okkar „ástkæru” ríkisstjórnar að engu orðnar vegna fyrirgangs sjó manna, samkvæmt kenningum Magnúsar Bjarnfreðssonar í kjallara- grein í D&V 7. janúar sl. Já, kæru sjómenn, þar hafið þið það! (Hvað skyldi síðasta kauphækkun ráðherra og okkar „hnípnu” stjórnmála- manna hafa verið mikil? Hvað skyldu laun þeirra hafa hækkað mik- ið á sl. ári?) Nei, það er meirihluti þjóðarinnar sem er að leka niður vegna yfirgangs sjómanna, sam- kvæmt kenningum Magnúsar. í lang- an aldur hafa þessar andskotans sjáv- arbuilur haldið þjóðinni í heljar- greipum. Sjómenn hafa staðið í vegi fyrir því að hér sé hægt að byggja upp skynsamlegt þjóðfélag. Sjómenn hafa ráðið stefnunni í efnahagsmál- um þjóðarinnar, en ekki ríkisstjórn- in. Óll þjóðin beygir sig eftir kröfum sjómanna. Sjómenn hafa lokað land- inu. Þannig er tóninn í grein Magnúsar. Mér er óskiljanlegt hvernig Magnús gat komið þessu og meiru til fyrir í ekki lengri grein. Það tekur því ekki að svara þessu bulli sendisveins Framsóknarflok ksins frá orði til orðs, enda hafa sjaldan sézt jafn staðlausir stafir á prenti. Gaman væri ef Magnús vildi vera svo vænn að gefa nánari skýringar á ýmsum fullyrðingum í grein sinni, jafnframt því að finna þeims toð í raunveruleik- anum. Áður en lengra er haldið langar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.