Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. 13 ARODURSSUPUR Kjallarinn HaraMurBWndal Hreinn aumingjaskapur Þótt dæmið af Hitaveitu Reykja- vikur sé e.t.v. skýrasta dæmið um heimskulegar eiginhagsmunaákvarð- anir stjórnvalda, sem koma fyrst og fremst niður á þeim, sem hinir háu herrar segjast vera að vernda, þá liggja slóðirnar út um allt. Raf- magnsveitur ríkisins eru gjaldþrota vegna sömu stefnu, Áburðarverk- smiðjan, Sementsverksmiðjan, Ríkis- útvarpið, Póstur og sími, Reykja- víkurhöfn og svona má halda lengi áfram. Tómas taldi það sér til málsbóta, að hann hefði oft vakið athygli á þessu vandamáli á undanförnum árum. Og það er alveg rétt, að hann hefur rætt um þessi mál og sýnt, að hann skilur hvað er að gerast. En það afsakar hann ekki, heldur þvert á móti fellir á hann meiri sök. Tómas er nefnilega í þeirri fágætu aðstöðu, að hann getur gert annað og meira en talað um hlutina. Hann er bæði þing- maður og ráðherra. Hann getur þess vegna flutt um þetta tillögur á alþingi og í ríkis- stjórn. Hann getur samið lagafrum- vörp, og hann getur veitt atbeina sinn til þess að ríkisstjórnin taki á þessum málum af heiðarleika. Og ef ríkisstjórnin vill ekki fara að tillögum hans, þá getur hann velt því fyrir sér, hvort hann vilji vera einn af tíu mönnum, sem bera persónulega ábyrgð á þvi, að vatnsskortur er í Reykjavík, að flest opinber fyrirtæki eru nánast gjaldþrota. Ef hann telur sig ekki vilja bera ábyrgð á þessu, á hann að segja sig úr ríkisstjórninni, og vera meiri maður fyrir. En að tala bara og tala í hans stöðu er hreinn aumingjaskapur. Haraldur Blöndal. Það er orðinn siður ýmissa lands- málaspekúlanta að vera sískrifandi um Iandsmálin, án þess að hafa í raun neitt til málanna að leggja. Kjallaragrein Magnúsar Bjarnfreðs- sonar í Dagblaðinu og Vísi 7. þ.m. er dæmigerð formúlugrein í þessum málaflokki og einsýnt úr hvaða röðum Magnús kemur. Ég er svona álíka tengdur útgerð og sjómönnum eins og Magnús er tengdur stjórnmálum og embættis- mannakerfinu. Þótti mér því tilvalið að krydda þessa áróðurssúpu stjórn- arsinna með kryddi úr borðsölum sjómanna og leyfa honum og öðrum að smakka. Enn einu sinni þurfa farþegar ís- lensku þjóðarskútunnar að beygja sig fyri öflugum og háværum stjóm- málamönnum, sem kemur rök og þjóðarhagur ekkert við. Enn einu sinni eru viðnámsráðstafanir islenskra þegna gegn verðbólgu að engu orðnar og ný verðbólguholskefla mun æða yfir þjóðfélagið á næstu mánuðum, þótt kannski sjái einhverjar bráða- birgðaráðstafanir dagsins ljós, svc öldufaldinn beri við himin, þegar gengið verður til kosninga eftir tæp- lega hálft annað ár, svo að aðrir þurfi að hreinsa flórinn til fullnustu. Á þetta horfa hnípnir skipstjórnar- menn og meirihluti þjóðarinnar án þess að geta neitt að gert. En hve lengi gengur þetta svona? Hvenær kemur að því að meirihluti þjóðar- innar rekur upp eitt firna mikið öskur og segir: Hingað og ekki lengra! í ystu myrkur með ráðherra og fyrir- greiðslupostula! Byrjum að byggja upp skynsamlegt þjóðfélag. Ógnarvald Embættis- og stjórnmálamenn hafa um langan aldur ráðið stefnunni í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eftir kröfum þeirra og fyrirskipunum hafa aðrir aðilar í þjóðfélaginu þurft að i bukka sig og beygja, því að þeir hafa það ógnarvald að geta stöðvað stærsta hlutann af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og í raun lokað landinu, hvenær sem þeim þóknast. Fyrir slíku ógnarvaldi hljóta menn að beygja sig, enda varðar forystumenn þessarar atvinnugreinar hvorki um skoðanir né rök annarra manna, þess vegna gætu höfuð þeirra verið úr tré í stað þeirra efna sem höfuð annarra manna eru mynduð úr. Vogi einhver sér að vefengja skilyrðislausan rétt þeirra til þess að ráðskast með fjör- egg þjóðarinnar, efnahagsmálin, er hann úthrópaður sem afglapi og óvinur alþýðunnar! Hrikalegt launamisrétti En hvernig eru launakjör stjórn- málastéttarinnar? Lepja hetjur lands- ins dauðann úr skel? Er vinnuálag þeirra óhóflegt? Er þjóðin dæmd til þess að dansa eftir pípu þeirra um aldur og ævi? Lítum fyrst á launakjörin. Það verður ávallt matsatriði, hvort hlutur stjórnmálamanna í heild sé of hár eða ekki. En þegar rætt er um launakjör stjórnmálamannanna blasa gjarna við augum manna háar launatölur. Þau laun eru svo há að hátekjumenn á sjó þurfa ekki að láta sig dreyma um að komast nálægt þeim, jafnvel ekki þótt þeir vermi skipstjórastóla. Hitt gleymist gjarna, viljandi eða óviljandi, að fleiri eru í stjórnmálum en þessir menn. Fjöldi stjórnmála- manna er á lágum launum, svo lágum að við sjávarútvegsskussar eigum erfitt með að skilja, hvernig þeir fást til þess að sinna störfum sinum fyrir þau. Og það sem er allra verst í þessum málum er það, að þetta eru yfirleitt stjórnmálamennirnir sem vinna erfiðustu og gagnrýndustu störfin, starfa í minnstu sveitarfélög- unum í verstu landshlutunum. Innan stjórnmálamannastéttarinnar við- gengst svo hrikalegt launamisrétti,, að engu tali tekur. Um það fást for-' ráðamenn stéttarinnar ekki að ræða í neinni alvöru, fremur en forsvars- menn margra launþegahópa annarra. Launamisrétti innan stétta er að verða eitt mesta feimnismál íslenzka feluleiks-þjóðfélagsins. Framámenn stjórnmálafélaga eru gjörsamlega mát í þessum málum. Þeir þora ekki að hrófla við neinu af ótta við að verða velt úr hægum sessi, heldur bera þeir í síbylju fram kröfur um heildarhækkanir, fleiri krónur í um- slög, sem jafnóðum eyðist í verð- bólgubálinu. Það er þægilegast, þá er hægt að fylkja allri stéttinni að baki sér i vitleysunni. STJÓRNMÁLIN verðurað stokka upp Ég held að hjá því fari ekki að ís- lensk stjórnmál standa nú á tímamót- Kjallarinn SigurdurTómas Garðarsson um og á miklu veltur að nú sé rétt brugðist við. Verði það ekki gert munu þau á næstunni standa frammi fyrir svipuðum vanda og landbún- aðurinn fyrir nokkrum árum, þótt aðstæður séu að vísu um margt ólík- ar. En fram hjá því fer ekki að augu æ fleiri eru að opnast fyrir því að ekki er allt sem skyldi. Það er vitað mál að allt of mörg og dýr hús með allt of miklum mannskap stunda stjórnun á íslandi. Fyrir þetta verður skattpeningurinn, þjónustan í þjóð- félagi okkar, allt of dýr. Við blasir, að við missum fótfestuna meira og minna i þýðingarmestu atvinnu- greinum okkar, þótt við höfum haldið forystu þar lengst af í skjóli dugnaðar, sem öðrum er í lófa lagið að ná upp. Þó höfum við nú misst þessa forystu að hluta í þéttbýlinu. AUar innlendar kaup- og verðhækk- anir í ríkisrekstrinum eru falskar. Þær koma niður á þjóðarheildinni af fullum þunga, nema því aðeins að við getum aukið raunverulegt verðmæti fiskútflutnings okkar að sama skapi, en fyrir því virðist hvorki geta né vilji. Endalaus aukning stjórnarstofn- ana et afsökuð með byggðasjónar- miðum. Það segir mér ekkert annað en það að uppbygging byggðastefnu undanfarinn áratug hafi verið röng. Ekki það að byggðastefnan sjálf sé röng, það fær mig enginn til að viðurkenna, heldur hitt að hún hafi !verið aht of einhæf. Hún hefur nær eingöngu lagt áherslu á uppbyggingu Framkvæmdstofnunar, allar hug- myndir um nýjar atvinnugreinar og aukinn iðnað eru afgreiddar með gömlu gatslitnu rökunum: Að við séum bg skulum vera haftaþjóðfélag um allan aldur og þar með basta. Afleiðingin af öllu þessu er allt of stór og dýr hús með allt of mörgum embættismönnum, sem allt of margir eru háðir. Hagsmunaaðilar í stjórn- málum geta því fremur en nokkru sinni fyrr ráðið ferðinni i efnahags- málunum og þá virðist ekkert varða um annarra hag, á meðan gull streymir í vasa þeirra. Þetta verður að breytast. Það verður að efla allan útflutning og gjaldeyristekjur, svo hagsmunaaðilar stjórnmála missi það kverkatak, sem þeir hafa á bjóðinni. Það verður að koma laui .málum stjórnmálamanna i skynsanvL'.t horf. svo þeir hafi allir góð laun og vel þuð, en það verður að takmarka svo stærð s( jórnarstofnana að unnt sé að fcorga stjórnmálamönn- um þessi laun án þess að setja þjóðar- fleyið i strand, og án þess að missa forystu og jafnvel fótfestu í þýðing- armestu atvinnugreinum okkar. Sigurður Garðarsson. ^ Magnús Bjarnfreðsson fær hér send- ingu frá Sigurði Garðarssyni vegna kjallaragreinar, sem Magnús skrifaði síðast- liðinn fimmtudag. t grein sinni lætur Sig- urður sjómenn og stjórnmálamenn skipta um hlutverk. Kjallarinn Davíð Haraldsson mig að segja Magnúsi, að orðin ,,við- nám gegn verðbólgu” eru brandari aldarinnar, eins og okkar „ástkæra” ríkisstjórn hefur staðið að þeim mál- um. Það eru hennar mistök, en ekki sjómanna. Það er alvarleg ásökun að ætla að klína handabaka vinnu- brögðum ríkisstjórnarinnar á stétt vinnandi manna í Iandinu. Ógnarva/d Já, fiskimenn hafa haft „ógnar- vald” í sínum höndum, segir Magnús. Þeir hafa hins vegar haft það fram yfir ýmsa aðra að hafa haft manndóm í sér til að beita því ekki nema í neyð. Þess vegna svíður sjó- menn undan trakteringum Magnús- ar. Það hafa engir þurft að „bukta sig eða beygja” eftir duttlungum ís- lenzkra fiskimanna fram til þessa, enda hafa kröfur þeirra ekki gefið til- efni til. Sjómenn hafa verið hógværir í sinni kröfugerð, svo mjög, að í rauninni má undrun sæta. Það eru fjölmiðlaskríbentar eins og Magnús Bjarnfreðsson, sem hafa öskrað hátt, mikið og lengi, hafi skip lent í fiski. Um Ieið er tíundaður „óstjórnlegur” gróði fiskimannanna, en síðan heyr- ist ekki orð þá mánuði sem sömu ftskimenn norpa yfir litlu sem engu. Laun þeirra eru ekki tíunduð þá. Er næst að minnast frétta undanfarna daga. Hver hefur ekki lesið um dá- góða aflahluti á þeim togurum sem státa af mestu aflaverðmæti á sl. ári. En hefur einhver séð í blöðum, út- varpi eða sjónvarpi hver hluturinn á miðlungstogurunum var. Hefur nokkur séð getið um tímakaup sjó- manna, ef úthaldstímanum og orlofi er deilt í aflahlutinn. Nei, ó nei, ekki aldeilis. Út úr slíku kæmi ekki mikil frétt. Ekki hefur heldur farið mikið fyrir skrifum frá Magnúsi, þegar fiski- skipaflotinn hefur stöðvast vegna verkfalla í landi. Ekki hafa sjómenn skipað blaðamönnum í verkfall. Nei, sannleikurinn er sá, að fiski- menn hafa ekki farið í verkfall síðan 1975, en þá stöðvuðust togararnir. Þá voru fiskimenn svo ógæfusamir að standa ekki saman. Siðan 1977 hafa kjör sjómanna rýrnað á sama tíma og laun Magnús- ar hafa farið batnandi. Hver var að öskra um þrýstihópa? Vill Magnús ef til vill taka þátt í kostnaði við rekstur Sjónvarpsins með því að greiða hluta af rafmagnskostnaði þess? Sjómenn þurfa að greiða í olíusjóð. Af hverju tekur Magnús ekki þátt í því líka? Er Magnús tilbúinn að greiða hluta í nýrri sjónvarpsstöð, sem siðan kæmi til með að minnka verkefni hans og þar með lækka tekjur hans? Þetta verða sjómenn að gera. Þeir greiða í stofnfjársjóð fiskiskipa sem fjár- magnar síðan brjálæðisleg fiskiskipa- kaup, sem „niðurbrotnir” atkvæða- veiðarar berja i gegn. Sjómenn þurfa sem sé að greiða fyrir eigin ,,kjara- skerðingu”. Heimskulegasta ráðstöf- unsemég þekki. Nei, Magnús greiðir ekki neitt. Hann sleppir ekki því sem hann hef- ur einu sinni „þrýst” inn í sína kjara- samninga. Eða lækkaði kaup Magnúsar um leið og laun loðnusjó- mannaásl. ári? Hrikalegt /aunamisré ttí sjó- mannastóttarinnar Með þessari fullyrðingu skaut Magnús af sér tærnar. Fiskimenn búa við þau kjör að hlita hlutaskiptum. Það eru ill kjör. Sjómenn gætu ef þeir vildu farið fram á sömu mann- réttindi og fólk í landi. Hvernig væri fyrir Magnús að verða sér úti um reiknimeistara, sem síðan gæti reikn- að út hver laun sjómanna yrði ef þeir nytu sömu kjara og t.d. verkamenn við virkjanir. Ætli Magnúsiyrði ekki svo mikið um við útkomuna. að hann yrði ófær að halda á penna eftir það? Það tel ég ekki ólíklegt. Ofbeldisheigð fiskimanna er ekki svo miki. allavega ekki ennþá, að þeir krefjist slíkra kjara. En þá væri launamisrétti í sjómannastéttinni úr sögunni, ekki satt? Hvort Magnús yrði ánægður, veit ég ekki. Því verð- ur hann að svara sjálfur. Fiskimenn eru háðir duttlungum náttúrunnar. Þeir eiga góð ár, en líka mögur. Ótíð, hafís, fiskleysi og bilanir í skipum hafa áhrif á laun sjómanna. Slíkt hef- ur hins vegar ekki áhrif á launaum- slag Magnúsar. Sjávarútvegsmál verður að stokka upp Sjávarútvegsmál verður að stokka upp, segir Magnús. Þar spilar hann gamla plötu um að flotinn sé alltof stór o.s.frv. Þetta vita allir fyrir löngu. Það vita líka allir sem eitthvað hafa fylgzt með. nema Magnús, að þetta ei ekki sjómönnum að kenna. Hann segir: „Afleiðingin er allt of stór floti, með allt of mörgum sjó- mönnum, sem allt of margir eru háð- ir”. Bravó, bravó! Skyldi ekki vera sár- ara að vera háður fáum skipum og fáum sjómönnum með sama ógnar- valdið? Nei, Magnús, svona skrif eins og þú lézt frá þér fara i áðurnefndri kjallaragrein hitta ekki i mark. Það er ætlast til þess að menn í þinni stöðu, með „hnípinn” stjórnmála- feril að baki, láti ekki slíkt og þvílíkt frásér fara. Ég læt hér staðar numið að sinni. Ég gæti sagt Magnúsi svolítið frá markaði okkar í USA og hvað Kanadamenn ætla sér og eru að gera. Ég gæti sagt Magnúsi fram fisk- vinnslunni okkar og asnastrikum stjórnvalda í málefnum sjávarútvegs- ins og mörgu öðru. En áður en lengra er haldið ætla ég að gefa Magnúsi tækifæri til að skoða mál- efni sjómanna í víðara samhengi. ég ætla sem sé að gefa honum tækifæri til að biðjast afsökunar á vanhugsuð- um skrifum sínum, sem að mínu mati hafa sett blett á mannorð hans. Að lokum vona ég að fiskimenn ís- lands beri gæfu til að standa saman 'sem einn maður nú og framvegis. Með kveðju Davíð Haraldsson. A „Vill Magnús ef til vill taka þátt í kostnaði viö rekstur sjónvarpsins meö því að greiða hluta af rafmagnskostnaði þess? Sjómenn þurfa að greiða í olíusjóð. Af hverju tekur Magnús ekki þátt í því Uka?” spyr Davíð Haraldsson sjómaður. í kjallara- grein sinni svarar hann fimmtudagsgrein Magnúsar Bjarnfreðssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.