Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 16
16 Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesen Kristínn Albortsson telur aó körfubottanam séu ekki gerð skil sem skyldi og mættu fjökrúötar bœta sftt ráð í þeim efnum. Hvers vegna er körfuboltinn alltaf hafður útundan? — spyr Kristinn Albertsson Krisdnn Alberlsson, Verzlunarskóla íslands skrifar: Nú á dögunum komu hingað til lands landslið Hollendinga í körfuknattleik og landslið Dana i handknattleik. Þó að handbolta- mennirnir hafi staðið sig betur að þessu sinni, þá tapaði liðið þó einum leik og hefði þá mátt búast við því að liðin fengju svipað pláss eða athygli blaðamanna á íþróttasiðum blaðanna, en sú varð ekki raunin og varla haft fyrir því að birta úrslitin. En hver er ástæðan fyrir þessu? Margir myndu segja að handboltinn væri einfaldlega betri. Það er bara ekki satt vegna þess að körfuboltinn náði t.d. miklu betri árangri i Evrópukeppninni en handboltinn (þar fékk handboltinn hræðilega út- reið) og var nálægt því að vinna sér sæti í b-riðli keppninnar. ísland er lika eina landið i öllum heiminum sem á útlending í banda- rísku atvinnumannadeildinni í körfuknattleik (NBA) og er það Pétur Guðmundsson þannig að þetta er ekki ástæðan. Mér fyndist því að Bjarni Fel. ætti að geta sýnt nokkra leiki frá NBA eins og að sýna leiki frá Belgíu og Þýzkalandi með liðum sem íslendingar leika með. Ég er alls ekki á móti fótbolta og þætti mér það einnig góð hugmynd ef sjónvarpið gæti séð sér fært að sýna úrslita- leikinn á Spáni og sönglagakeppnina beint meðaðstoð Skyggnis. En svo að ég víki máli mínu aftur að blaðamönnum þá er ekki við því að búast að blaðamenn geti sagt eitt né neitt frá körfuboltaleikjum þegar þeir mæta ekki einu sinni á leikina (jafnvei landsleiki), hvað þá ljós- myndarar. Það væri nú draumur ef slikt skeðí. Daginn eftir sér maður örlitla grein út i horni um leikinn, en hvernig er það hægt að skrifa nokkuð um leiki sem maður sér ekki? Væri t.d. ekki hægt að hafa unglingasíðu (DV á laugardag og morgunblöðin á sunnudögum) með kröfubolta og handbolta eins og gert er á sumrin með fótboltann. Ég geri mér vel grein fyrir því að körfuboltinn í mfl. er í mikilli lægð um þessar mundir, en það sama er ekki hægt að segja um yngri flokkana, sem eru mjög fjörlegir um þessar mundir. Ég vil því eindregið hvetja blaðamenn til þess að fara nú að gera skurk í þessu máli og láta ekki handboltann yfirgnæfa allt á þeirri forsendu að hann sé eitthvað betri vegna þess að hann er ekkert betri nema síður sé. Að lokum langar mig að benda á í framhaldi af þeirri stefnu síðastlið- inna ára að helga sérhverju ári eitt- hvað málefni (s.s. kvennaár, barna- ár, ár trésins, ár fatlaðra og nú síðast ár aldraðra), að gera árið 1983 að íþróttaári sem gæti stuðlað að betri aðbúnaði fyrir íþróttafólk. Um Láttu miggráta: — hvað sem auglýsinguna varðar 1478—2990 skrifar: Mig langar til þess að segja að ég er ungur aðdáandi bókarinnar, Láttu mig gráta, sem Samhjálp hefur gefið út. Um daginn kom lesendagréf í blaðinu um að auglýsingin vegna þess- arar bókar væri til skammar. Ég ætla nú ekki að æsa mig yfir einni stuttri auglýsingu, sem kom mér þó til þess að lesa bókina. Það gleður mig samt að ekki var sagt að bókin væri til skammar, heldurauglýsingin. Láttu mig gráta er falleg bók og lýsir konu sem aldrei gat grátið. Hún hafði lifað óhamingjusömu lífi og eftir allt sitt böl, vændi, eiturlyfjaneyzlu og fleira, gat hún ekki lengur grátið. Hún var beinlinis hörð, ef svo má að orði komast. Dag nokkurn hitti hún svo fólk sem trúði á Jesúm Krist. Að því kom að hún fann fyrir Guði og gat þess vegna grátið. Hún fór að iðrast gjörða sinna; sjá eftir öllum þessum ólifnaði. Enda er ekki allt með felldu, þegar maður er hættur að finna fyrir hlutum, svo sem morðum og öðrum ljótleika og grætur aldrei hvað sem á gengur. Þessi litla óþarfa grein mín er í raun og veru hvatning til lesturs bókarinnar. Konan breyttist nefnilega vegna þess að kærleikurinn náði til hennar. Boðskap- ur bókarinnar er fallegur, hvað sem segja má um auglýsinguna. Hrafnhildur Árnadóllir: Já, mjögsvo. Ég borða fisk að minnsta kosti þrisvar í viku. Sigrún Jónsdóttir: Já, mér finnst allur fiskur góður. Borða slíkan mal oft og mörgum sinnum í viku. Vegna barlóms heilbrigðra: „Fatlaðir eiga ekki möguleika á því að auka sínar tekjur" Magnús H. Jóhannesson: Já, mér finnst fiskur góður matur, en hitt er annað mál, hvort maður neytir hans nóguoft. Vilborg Magnúsdóltir: Já, ofboðslega. sandi vokur athygli á því, aö fatiaöir geta ekki unniö sig upp fjárhagslaga, t og hoilbrígt fólk. Sumir hafí þeir þó ekki meiri tekjur en nemur atvinnu 'sisbótum. Nú mætti hugsa til árs fatlaðra, sem nýliðið er, og bera saman kjör þeirra og þess hóps sem mesti barlómurinn er nú í. Stjórnvöld mættu gera betur við þá sem minna mega sín. Athugandi væri m.a. að taka opinbera framfærslu af alheilbrigðu fólki, sem komizt hefur upp áað loða í því kerfi, vegna stundum löngu liðinna og tímabundinna vandkvæða eða erfiðleika. Grunar mig að þá losnaði mikið fé sem betur væri komið i höndum öryrkja. Magnús Þorvaldsson: Já, ég hef mikið dálæti á þeim. Borða fisk minnst tvisvar í hverri viku. Egill hringdi: Nú eru hundruð manna komin á atvinnuleysisskrá og gert hefur verið að umtalsefi að atvinnuleysisbætur séu ekki meiri en 4000 kr. í flestum tilfellum. Því vil ég geta þess, að fatlaðir, sem búa einir og teljast 75% öryrkjar, fáekki meira en þetta. Auk þess geta hinir heilbrigðu, sem t.d. vinna við sjávarútveginn og missa at- vinnuna um stundar sakir, unnið sér upp tapið á komandi vertíð. Fatlaðir eiga ekki möguleika á því að auka sinar tekjur. Sigríður Sigurbjarnadóllir: Já, ég er hrifin af fiskréltum. Ætli ég borði ekki- fiskrétti svona fimm til sex sinnum í viku hverri. Ertu gef in(n) f y rii fiskrótti? „BOÐSKAPUR ú BÓKARINNAR ER FALLEGUR”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.