Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 18
DAGBLAÐIÐ& VfSIR. MIÐVIKUDAGUR 13.
íþróitir
Jimmv Connor.
Connors
vann
McEnroe
ímaraþonleik
Jimmy Connors, USA, sigrafíi
landa sinn, Wimbledonmeistarann
John McKnroe, í miklum maraþonleik
í úrslitum stórmóts í tennis í Rosemont,
Iliinois, á sunnudag. Það þurfti fimm
hrinur oj* Connors vann þar tvær þær
síðustu. Úrslit 6—7, 7—5, 6—7, 7—5
og 6—4. Yfir 6000 áhorfendur fylgdust
með úrslitaleiknum á kaldasta degi í
sögu mælinga í Rosemont, 32ja stiga
frost.
Átta af beztu tennisleikurum heims
tóku þátt í keppninni þegar Björn Borg
er undanskilinn. Connors var hinn eini
sem ekki tapaði leik. Josc Luis Clerc,
Argentinu, sigraði McEnroe í fyrstu
umferðinni. McEnroe var þá i mjög
slæmu skapi, hafði allt á hornum sér,
það svo að hinir bandarísku áhorf-
endur hauluðu á hann.
-hsím.
Ed Moses
ætlar að
slá met Coe!
Ed Moses, USA, heimsmethafinn í
400 m grindahlaupi, og hefur ekki
tapað í 70 hlaupum í röð á þeirri vega-
lengd, ætlar að reyna að hnekkja
heimsnteli Sebastian Coe, Englandi, í
800 m hlaupi næsta sumar. Mun gera
tilraunina í júlí á móti á Ítalíu. Moses á
miklu betri tima en Coe i 400 m en
spurning hvort hann heldur út alla
vegalengdina. Heimsmet Coe í 800 m er
1:41.72 mín.
-hsím.
Peter Barnes
neitað um sölu
Enski landsliðsmaðurinn Pete:
Barnes fór fram á sölu frá Leeds í gær.
Telur sig ekki hafa neina möguleika á
að komast í HM-lið Englands meðan
hann leikur í varaliði Leeds eins og
verið hefur tvo siðustu mánuðina. Alan
Clarke, stjóri Leeds, neitaði Barnes um
sölu. Barnes var keyptur sl. sumar frá
WBA fyrir 900 þúsund sterlingspund.
Dýrasti leikmaður sem Leeds hefur
keypt.
Tveir kunnir leikmenn, David
Geddis, Aston Villa, og Viv Anderson,
Nottm. Forest, voru í gær settir í 2ja
leikja bann af aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins. Möguleiki er á að
Gerry Francis, QPR, fyrrum fyrirliði
enska landsliðsins í knattspyrnu, sé á
förum til Coventry. Dave Sexton, stjóri
Coventry, þekkir Francis vel síðan
báðir voru hjá QPR. -hsim.
Pútt-keppni
og golf myndir
—hjáGRnk.
fimmtudagskvöld
„Opið hús" verður í skála Golf-
klúbbs Reykjavíkur i Grafarholti á
fimmtudagskvöld, 14. janúar, frá kl.
20.30. Pútt-keppni og sýndar golf-
myndir. Gestir velkomnir.
íþróttir
íþrótt
íþróttir
Iþrót
Enskir fá miða á
HM-leiki á Spáni
frá Suður-Afríku
- Lið Brasilfu talið hafa mesta möguleika
á heimsmeistaratitrmum í knattspyrnu
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu
nálgast hægt og bitandi, sá iþróttavið-
burðurinn sem mun vekja langmesta
athygi næsta sumar. Hefst 13. júlí með
keppni í forriðlunum sex og tvær
efstu þjóðirnar i hverjum riðli komast í
milliriðil. Þjóðunum 24, sem taka þátt í
úrslitakeppninni, hefur verið raðað í
fjóra flokka. Fimm fyrrverandi heims-
meistarar ásamt gestgjöfum Spánar i
efsta flokknum. Það hefur vakið
nokkrar deilur, einkum í sambandi við
England. Næstkomandi laugardags-
kvöld verður dregið i riðlana sex og
brezka útvarpið með beina útsendingu
á drættinum kl. 20.15. Það getur verið
spennandi að fylgjast með. Auðvelt að
ná BBC á stuttbylgjum og það verður
einnig örugglega útvarpað á miðbylgj-
um, BBC 2.
Brezkar veðstofur eru þegar á kafi í
veðmálum í sambandi við úrslit keppn-
innar. Samkvæmt nýjustu tölum frá
Lundúnum eru Brasilíumenn efstir á
blaði sem líklegustu sigurvegarar. Við
skulum líta á hvernig veðmálin standa.
1. Brasilía
2. Vestur-Þýzkaland
3. Argentína
4. Spánn
5. Ítalía
6. Sovétríkin
7. England
5/2
9/2
5/1
7/1
10/1
12/1
14/1
8. Pólland
9. Skotland
20/1
20/1
Síðan koma Belgía, Frakkland og
Tékkóslóvakía með 25/1. Perú 33/1.
Ungverjaland. Austurríki, Júgóslavía
og Chile 50/1. Norður-írland 100/1.
Kuwait og Nýja-Sjáland 500/1. Alsír,
E1 Salvador, Camerún og Honduras
5000/1.
Leikir í forriðlunum standa yfir frá
13. júní til 25. júní. Spánn leikur alla
sína leiki í Alecante. Brasilía í Sevilla
og Malaga, Vestur-Þýzkaland í Oviedo
og Gijon, Ítalía í Coruna og Vigo, Eng-
land í Bilbao og Valldolid. sex riðlar.
Tvær beztu þjóðirnar komast í milli-
riðla, sem leiknir verða í Barcelona og
Madrid 28. júní til 5. júlí. Tv'ær beztu
þjóðirnar í hvorum milliriðlinum leika í
undanúrslitum í Barcelona og Sevilla.
Úrslitaleikurinn verður á Estadio
Santingo Bernabeu — leikvelli Real
Madrid — 11. júlíkl. 20.00.
Átök á Spáni
Það eru og verða talsverð átök á
Spáni í sambandi við heimsmeistara-
keppnina. Ef að likum lætur hjaðna
þau þegar að keppninni kemur. Öflin
lengst til vinstri í spænskum stjórn-
málum hafa allt á hornum sér í sam-
bandi við keppnina, kostnað við hana
og annað eftir því. f nokkrum tilfellum
Jafntefli Barns-
ley í Liverpool
— í deildarbikarnum enska í gærkvöld
Liverpool tókst ekki að sigra
Barnsley úr 2. deíld á heimavelli sínum
i gærkvöld í deildabikarum. Jafntefli
varð án þess að mark væri skorað og
liðin verða því að leika að nýju i
Barnsley. Leikurinn var í 8-liða úrslit-
um. Leikurinn á Anfield var mikill
baráttuleikur. Ekkert gefið eftir og
markverðirnir, Bruce Grobbelaar,
Liverpool, og Bobby Horn stóðu sig
vel. Barnsley, sem Norman Hunter,
fyrrum leikmaður Leeds og Englands,
stjórnar hefur slegið þrjú lið úr 1. deild
út úr keppninni, Man. City, Brighton
og Swansea.
-hsim.
eru sósíaldemókratar einnig á þeirra'
bandi. í 10 af þeim 14 borgum, sem
leikir veiðn háðir í, fara jafnaðar-
menn með stjórn borgarmála. Sérstak-
ar framkvæmdanefndir eru í hverri
borg. Fáir, sem standa lengst til vinstri,
'voru kjörnir í þær. Talið er að Spán-
verjar muni eyða um tveimur milljörð-
um íslenzkra króna á HM. Þær tölur
hafa þó ekki verið staðfestar. Veru-
legur kostnaður í sambandi við breyt-
ingar og lagfæringar á völlum, einnig
vegna hótela og vega.
Útvarps- og sjónvarpsaðstaða verður
mjög bætt. í Madrid hefur verið komið
upp nýjum sjónvarpsturni, sem er
tæpir 200 metrar á hæð. Sá þriðji
stærsti í Evrópu, utan Sovétríkjanna að
sögn. Aðeins Miinchen og Dortmund i
Vestur-Þýzkalandi hafa stærri sjónv-
arpsturna. Stöðugt er unnið að því að
endurbæta Madrid-turninn. Hann
verður miðpunktur í sjónvarpssending-
um, sem talið er að milli 500—600
milljónir muni fylgjast með.
Mjög hefur verið deilt á Spáni um fé,
sem runnið hefur til einstakra leik-
vanga. Þar hefur runnið langmest til
leikvangsins i Sevilla. Hann rúmar nú
50 þúsund áhorfendur, að mestu í sæti.
í borginni eru hótelherbergi fyrir
aðeins 11 þúsund manns. Hvað á að
gera við ferðamenn, sem munu streyma
til borgarinnar, aðallega ffá Brasilíu, því
BrasiUumenn leika þar í forriðU, er enn
á huldu. í Baskahéruðunum er búizt
við átökum, ekki aðeins af póUtískum
ástæðum, heldur einnig vegna þess, að
Englendingar leika þar. Þangað munu
streyma tugþúsundir frá Englandi og
það verða ekki friðsömustu áhorfendur
í heimi. Enn hafa aðgöngumiðar ekki
verið til sölu á Englandi. Að því hlýtur
að þó að koma og einnig hefur komið í
ljós, að fjöldi miða á leiki Englands
hefur verið sendur til Suður-Afríku.
Það getur varla þýtt nema eitt. Enskir
áhugamenn ætla sér að sjá leiki Eng-
lands á Spáni, jafnvel þó þeir verði að
láta vini og kunningja í Suður-Afriku
kaupa fyrir sig miðana.
-hsím.
Leikvangurinn i Sevilla rúmar 50 þúsund áhorfendur en i borginni eru aðeins hótelherbergi fyrir 11 þúsund manns.
Guðmundur Guðmundsson skorar eitt af þ
Ólympíumeistarar Austur-Þýzka-
lands í handknattleiknum lentu i harðri
raun gegn íslenzka landsliðinu i Laug-
ardalshöll i gærkvöldi. Höluðu þó sig-
ur i land með tveggja marka mun og
það verður að teljast góður árangur hjá
íslenzku strákunum gegn einu albezta
liði heims. Það fer ekki milli mála að
landsiiðsþjáfarinn, Hilmar Björnsson,
er með demant í höndunum, þar sem ís-
lenzka liðið er. Hver pilturinn öðrum
efnilegri hefur komið fram hér undan-
farin ár. En ennþá er þessi demantur ís
lenzkra iþrótta alveg óslipaður og und-
irritaður vill ekki spá um hvort Hilmari
tekst að slipa hann. Til þess þarf að
verða mikil breyting í leikaðferðum, —
fléttum og öguðum leik — frá því sem
nú er.
Það var fyrst og fremst einstaklings-
framtak sem réð ferðinni hjá íslenzka
landsliðinu í gærkvöld. Þorbergur
Aðalsteinsson átti stórleik. Austur-
þýzku leikmönnunum tókst iila að
stöðva hann þó þeir notuðu til þess öll
meðul. Þorbergur skoraði sjö af mörk-
um íslands og það var eins og islenzka
liðið gæti varla skorað mark þegar
Nýtingin
Sóknarnýtingin var ekki nógu góð
hjá leikmönnum íslenzka liðsins. 17
mörk voru skoruð úr 47 sóknarlotum
sem er aðeins 36,1% nýting. Nýtingin
var léleg i fyrri hálfleik en þá voru
skoruð 7 mörk í 24 sóknarlotum —
29,1%. Hún var betri í seinni hálfleik
— þá voru skoruð 10 mörk úr 23 sókn-
arlotum, eða 43,4% nýting.
Árangur einstakra leikmanna var
þessi — fyrst mörk, þá skot og síðan
knettinum tapað:
Þorbergur A. ..
Guðmundur G
Sigurður S . . . .
Kristján A . .. .
Steindór.......
Þorgils O .. ..
.. .7—12—2—50%
..'.3—4—0—75%
.. .2—8—4—16%
.. . 2—5—3—25%
. . 2—2—0—100%
. . 1 — 3—0—33%
Alfreð.........0— 2—1—
ÓlafurJ........0— 1—0—
nBHHn