Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 28
28 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. Andlát Sveinn Jónasson fyrrum bóndi að Efri- rotum, Vestur-Eyjafjöllum, sem lézt annan dag jóla að vistheimilinu Kumbaray.ogi, verður iarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 16. janúar kl. 13.30. Útför Svans Laurence Herbertssonar (fæddur Word), Hraunbæ 10, fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, fimmtu- daginn 14. janúarkl. 15.00. Sæmundur Þ. Sigvaldason, Faxabraut 36C Keflavík, andaðist 1. janúar 1982. Jarðarförin hefur fariðfram. Þór Skaftason yfirvélstjóri, Blönduhlíð 11 Reykjavík, verður jarðsunginn fimmtudaginn 14. janúar kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Kgill Hallgrimsson, fyrrverandi kennari, Bárugötu 3, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. janúar, kl. 13.30. Einar Eyjólfsson kaupmaður, Máva- nesi 18, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 14. janúar kl. Tilkynningar Áheit og gjaf ir til Kattavinafélagsins Á árinu 1981 bám i Katlavinafélagi íslands 1.600 krónu£ i áheitum og gjöfum. Stjórn Kattavina- félagsins þakkar gjöfina. Digranesprestakail Kirkjufélagsfundur. verður i safnaðarheimilinu við Bjarnhólastig fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30. Rædd veröa ýmis félagsmál. Kaffivcitingar. Kvenfélag Kópavogs Hátíðarfundur verður 29. janúar í sal Sjálfstæðis- flokksins, Hamraborg I, Kópavogi. Hefst með borðhcldi kl. 19.30. Skemmtiatriði og dans. Þátt- lakla tilkynnist i simum 43418 hjá Sigríði, 41084 hjá Stefaniu eða 44953 hjá Ólöfu fyrir 23. janúar. Gestaboðið til Kvenfélags Keflavíkur er 2. fcbrúai. Upplýsingar í sömu símanúmerum. Fnnfreiiiur verður flosnámskeið á næstunni. Uppl. i Mina 76853 hjá Margréti. I gærkvöldi ' I gærkvöldi LEIKIÐ AÐ FJÖREGGI Þáttur þeirra Sigmars og Arnþrúð- ar, Vettvangur, var ágætur í gær. Þar var tekið fyrir mál, sem ofarlega er á baugi um þessar mundir, það er vopnaflutningar Arnarflugs til Libýu. Fjallað var ítarlega um málið, m.a. rætt við Ragnar Karlsson í Flug- ráði. Hann fór hörðum orðum um þessa flutninga, er hann rakti málavöxtu, byggða á skýrslu Loft- ferðaeftirlits um málið. Tók hann svo til orða að þarna væri verið að leika sér að fjöreggi þjóðarinnar, svo háskalegir væri slíkir flutningar. Framkvæmdastjóri Arnarflugs, Gunnar Þorvaldsson, tjáði sig einnig í þættinum. Gat hann þess að engin skilgreining væri til á íslandi um hvað væru vopn og hvað ekki. Og því er bara að vita hvort eldflaugar og skothylki falla undir þá skilgreiningu eða ekki. Slíkar fregnir eins morgun- blaðanna af flutningum Arnarflugs hafa enn ekki verið bornar til baka. Á Vettvangi í gær bar einnig svo við að Jón Viðar Jónsson talaði undurvel um Kisuleik, sem sýndur er i Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir. Jón Viðar hældi leiknum á hvert reipi, svo og leikurunum með tölu. Benedikt Árnason fékk einnig sinn skammt af lofinu. Þetta varð til þess að undirrituð ákvað á stundinni' að sjá þetta óvenjulega verk, og það fyrr en síðar. Eddi þvengur, þessi nýi í sjónvarp- inu, virðist vera fyrirtaks afþreying. Alla vega fyrir þá sem ekkert hafa annað að gera en að rýna í kassann. Fréttamyndin í Fréttaspegli um dag legt líf í Póllandi sýndi ýmislegt, þótt stutt væri. Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að þrautpína heila þjóð út í það óendanlega, eins og þarna kom fram. Jóhanna S. Sigþórsdóttir Fræbbblarnir til IMoregs Hljómsveitin Fræbbblarnir hcldur í hljómleikaferð til Noregs 15. janúar og verður þar í landi til 26. janúar. Hljómsveitin mun aðallega leika í Osló og hefur þegar verið gengið frá fernum hljómleikum þar. Fræbbblarnir leika tvivegis í Club 7 en scinna kvöldið verður sérstakt íslendingakvöld. Þá spila Fræbbblarnir í Rokkekaffe og Ridderhallen og þessa dagana er verið að athuga með aðra samkomustaði. Efnisskrá hljómsveitarinnar er að hálfu leyti ný en cinnig leika Fræbbblarnir eldri lög. Fræbbblarnir leggja í hljómleikaförina með nýjan gítarleikara og heitir sá Kristinn Steingrímsson. -ATA. Minningarspjöld Kven- ifólags Hafnarfjarðarkirkju fást í Bókabúö Olivers Steins, Blómabúðinni Burkna, Bókabúð Böðvars og Verzlun Þórðar Þórðarsonar við Suöurgötu. Minningarkort Sambands dýraverndunarfélaga íslands fást á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: Loftið Skólavörðustig 4. Vcrzlunin Bella Laugavegi 99, Bókaverzlun Ingibiargar Binars dóttur Kleppsvegi 150, Flóamarkaður SDl, Laufás vegi 1. kjallara, Dýraspitalinn Víðidal. KÖPAVOGUR: Bókabúðin Vcda Hamraborg. H A F- N A R F JÖR ÐU R: Bókabúð Olivcrs Stcins Strandgötu 31. AKUREYRI: Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Hafn arstræti 107. VESTMANNAEYJAR: Bókabúðin Heiðarvcgi 9. ,'SELFOSS: Engjavegur 79. 90 ára er i dag, Hera Ásmundsdóttir frá Víðum í Reykjadal, S.-Þing., Eski- hlið 22A Rvik. — Hún tekur á móti ■ Tmælisgestum sínurn á sunnudaginn kemur, 17. þ.m., á heimili systurdóttur sinnar að Goðheimum 166 hér í bænum. 13.30. Gunnar Kristinsson, Sunnuvegi 15 lézt 11. janúar. Ingibjörg Kristjánsdóttir Flygenring lézt á Hrafnistu mánudaginn II. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jenni Kristinn Jónsson, Álfheimum 44, andaðist í Landspitalanum 11. janúar. Kristinn Vigfússon trésmíðameistari, Bankavegi 4 Selfossi, sem lézt 5. janúar sl., verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 12.00. Margrél Stefánsdóttir, er látin. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey. Sigrún Guðmundsdóttir, er lézt 31. des., verður jarðsungin frá Nýju kapellunni við Fossvogskirkju fimmtu- daginn 14. jan. kl. 10.30. Sigurlaug Þórðardóttir andaðist i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. janúar. FnebbblBmlr, elns og þelr ero I dag. Nýi gllarleik- arlnn, Krtsllnn, er lengsl til vinstri en þá koma þeir Tryggvi, Slelnþór, Valll og Stebbi. Bodies á Hótel Borg Hljómsveilin Bodies heldur sína fyrsiu tónleika á nýju ári á Hólel Borg næstkomandi fimmtudag, þann 14. jan. Ásamt Bodies mun hljómsveitin Jonee-Jonee koma fram. Þetta er i fyrsta sinn sem þessar tvær hljómsveilir koma fram saman á tónleikum. Bodies skipa gitarlcikararnir Mike og Danny Pollock, bassaleikarinn Rúnar Erlingsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson. Jonee-Jonee skipa svo Bergsteinn Björgúlfsson trommur, Heimir Barðason bassi og Þorvar Hafsteinsson söngur. Báöar þessar hljómsveitir munu bjóða upp á margs konar nýjungar í prógrammi sínu, sem vafalaust eiga eftir að koma fólki á óvart. Við trúum því að þetta verði kröftugt tónlistar- kvöld á Borginni. Gott start fyrir 1982. Ljósmynd: Háhá. Atrifli úr leikrítinu Aldrei er friður eftir Andrés Indríðason. „Aldrei er friður" í Kópavogsleikhúsinu Leikfélag Kópavogs hefur að nýju sýningar á leikrit- inu Aldrei er. friður eftir Andrés Indriðason á fimmtudagskvöldið og hefst sýningin klukkan 20.30. Leikritið var frumsýnt 14. nóvember og voru 12 sýningar á því fram að jólutn en hlé var gert á sýn- ingum yfir hátiðarnar. Mcð aðalhlutverk í leiknum fara Jóhanna Harðar- dóttir, Gunnar Magnússon, Stefán Eiríksson (11 ára),, Sæunn Þórisdóttir, Valgeröur Schoopka, Sólrún Yngvadóttir og Guðbrandur Valdimarsson. Ein breyting hefur veriö gerð á hlutverkaskipan en ögmundur Jóhannesson tekur við hlutverki Hrafns Haukssonar. Höfundur leikritsins Aldrei er friður, Andrés Ind- riðason, er jafnframt leikstjóri. Leilonynd gerði Gunnar Bjarnason. Sýningar verða að venju í Kópa- vogsleikhúsinu. -ATA. Fréttatiikynning frá skrif- stofu forseta íslands Nýskipaður sendiherra Kólumbíu, dr. Luis Guill- erms Vélez T., afhenti í dag forseta íslands trúnað- arbréf sitt að viðstöddum ólafi Jóhannessyni utan- rikisráðherra. Síödegis þáði sendiherrann boð forseta íslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Kólumbíu hefur aðsetur í Osló. MALVERKA 0G MYNDAINNROMMUN Mikið úrval afspeglum í römmum. INNR0MMUN SIGURJÓNS ÁRNIÚIA 22 - SlMI 31788 MYNDA- 0G MÁLVERKASALA Blaðburðarfólk óskast / eftirtalin hverfi: TJARNARGATA Tjarnargata Suðurgata Bjarkargata HÁTÚIM Hátún ARNARNES iBIAÐIÐi & ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 KVIKMYNDAMARKADURINN VIDEO • TÆKI • FILMUR_ Skólavöröustíg 19, simi 15480 Afmæli Minningarspjöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.