Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 32
Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannííf Hin siðprúða Audrey ger- ist ástkona D.H. Lawrence Á hverjum laugardegi fáum við íslendingar að fylgjast með Penelope Keith (41 árs) í sjónvarps- þáttunum um Ættarsetrið, en þar leikur hún hefðarkonuna Audrey forbes-Hamilton. Okkur er nú þegar tekið að gruna hvernig þetta endar allt saman og mikið rétt: í seinasta þætti ganga þau Audrey og Richard de Vere auðvitað í það heilaga. En Penelope er þegar búin að krækja sér í annað og meira krass- andi hlutverk. Nú er verið að gera kvikmynd um ævi brezka rit- höfundarins D.H. Lawrence sem m.a. gat sér mikillar frægðar fyrir bók sína Ástmaður lafði Chatterleys. Samkvæmt myndinni var Lawrence hreint ekki svo lítill kvennamaður sjálfur og leikur Penelope eina af mörgum ástkonum hans, Dorothy Brett. í nýju myndinni sinni fær Pene- lopte meira að segja að kasta klæðum í eldheitu ástaratriði á milli hennar og lans McKellen sem leikur D.H. Lawrence. Aðspurð hvort hlutverkið eyðilegði ekki þá ímynd sem sjón- varpsáhorfendur hafa gert sér af henni sem hinni siðprúðu Audrey svaraði Penelope aðeins. Audray og Richard da Verw t tfónvarptþéttonum um Ættarsatrið. — Ég er atvinnuleikkona og ég er mjög fegin því að hafa fengið að sýna aðra hlið á leikhæfileikum min- um í þessari mynd. Myndin um Lawrence sem hefur hlotið nafnið Priest of Love, er m.a. tekin í Mexikó. Eiginmaður Penelope, rannsóknarlögreglu- maðurinn Rodney Timpson, var þar með henni á meðan á upptöku stóð og fékk meira að segja lítið aukahlut- verk i myndinni. Greta Garbo hefur sem sagt að minnsta kosti ekki breytzt að þvi leyti, að henni er alltaf jafn meinilla við almenna athygli. GRACE PR/NSESSA VILL EKKl SJA ÆVISÖGU SÍNA Á HVÍTA TJALDINU Cheryl Ladd: Fallag — an Hgvaxnari an Graca. Cheryl Ladd, bandaríska leikkon- an sem tók við hiutverki Förruh Fawcett-Majors í sjónvarpsþáttunum um englana hans Kalla (Charlie’s Angels),á nú að leika Gracc Mónakó- prinsessu í kvikmynd sem byggð er á ævi prinsessunnar. En samkvæml því sem vinir prins- essunnar segja er Grace alfarið á móti því að myndin verði g.erð og hefur neitað allri hjálp í þvj sam- bandi. Cheryl er mikið í mun að breyta þessu neikvæða áliti prinsessunnar á myndinni. — Við höfum ekki ætlað okkur að sverta hana á neinn hátt eða draga fram atvik úr iífi hennar sem hún vildi heldur leyna, segir Cheryl. — Aðal áherzlan verður lögð á ástar- sögu hennar og prinsins og þá innri baráttu sem hún hlýtur að hafa átt í þegar hún varð að velja á milli frama síns og hjónabandsins. Einn af framleiðendum myndar- innar er eiginmaður Cheryl, Brian Russell. — Ég held að prinsessann óttist að við ætlum að grafa upp hneykslis- sögur í sambandi við hana og börnin hennar. En það er mesti misskiln- ingur. — Prinsessan lítur svo á að myndin sé árás á einkalif hennar, segir tals- maður hennar, Madame Lacoste. — Hún er algjörlega á móti því að hún verði gerð. Ástarsaga hennar og prinsins er vissulega þeirra einkamál. — Cheryl Ladd er mjög falleg kona, en ég get ekki séð að hún sé svo sérlega lík prinsessunni. T.d. er hún miklu lágvaxnari. Og ef Cheryl Ladd er eins mikið í mun og hún segir að valda prinsessunni ekki óþægindum er aðeins eitt sem hún getur gert. Hún getur hætt við myndina. BrúOurin Graca KaHy árið 1958. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. lan og Panatopa gara hfé fró ástaratriðt i myndánni Priast of Lova. Mað þakn ar /etkstfóri myttdarinnar, Christophar Miies. Garbo er söm við sig ,,I want to be alone” voru að sögn fyrstu orðin sem Greta Gustafsson lærði á ensku er hún kom til Holly- wood á þriðja áratugnum. Greta Gustafson Garbo er nú orðin 76 ára en jafn lítið fyrir að láta á sér bera og áður. Hún yfirgefur afar sjaldan íbúðina stna í New York, en brá sér þó á dögunum til Parísar. Þar gekk hún um á Signubökkum og skoðaði hersafn Invalide-hallarinnar. En þegar vegfarendur báru kennsl á hana var hún ekki sein á sér að snúast i varnarstöðu. Hún reyndi að skýla andliti sínu með vasaklút, en tók síðan til fótanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.