Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1982. 17 m* wÆ5hm HELGARDAGBÓK Laugardagur 16. janúar 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felix- son. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Áttundi þáttur. Spasnskur teikni- myndaflokkur um' farandriddar- ann Don Quijote og skósvein hans, Sancho Panzá. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Shelley. Breskur gaman- myndaflokkur um Shelley, gamlan kunningja úr Sjónvarpinu. Fyrsti þáttur. 20.55 Hann var ástfanginn. (Blume in Love ) Bandarísk bíómynd frá 1973. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: George Segal, Susan Anspach, Kris Kristofferson og Shelley Winters. Myndin gerist í Feneyjum og fjallar um Stephen Blume, lögfræðing, sem er skilinn við konu sína, en elskar hana enn. Eiginkonan fyrrverandi er í tygjum við annan mann. Þýðandi: Ragna Ragnars. 22.45 Syndir feðranna. (Rebel Without a Cause). Endursýning. Bandarísk biómynd fráárinu 1955. Leikstjóri: Nicholas Ray. Aðal- hlutverk: James Dean, Natalie Wood og Sal Mineo. Miðaldra hjón, sem hvergi virðast ná að festa rætur til frambúðar, flytjast enn einu sinni búferlum með stálpaðan son sinn. Þegar drengur- inn kynnist nýjum skólafélögum, koma upp vandamál, sem varpa ekki síður skýru Ijósi á manndóm foreldranna en hans sjálfs. Þýð- andi: Jón Thor Haraldsson. Mynd þessi var áður sýnd í Sjón- varpinu 1. ágúst 1970. 00.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 17. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Guðmundur Sveinsson, skóla- meistari flytur. 16.10 Húsið á sléttunni.Tólfti þáttur. Flóttamenn. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. I7.00 Saga járnbrautalestanna. Fimmti þáttur. Brautin langa. Þýð- andi: Ingi Karl Jóhannesson. Þulur: Einar Gunnar Einarsson. 18.00 Stundin okkar. í þessum þætti verða sýndar myndir frá árlegri þrettándagleði, sem haldin er í Vestmannaeyjum, tvær systur, Miriam og Judith Fánziska Ingólfsson, spila á selló og fiðlu, nemendur úr Hvassaleitisskóla kynna rithöfundinn Stefán Jóns- son, sýndar verða teiknimyndir, áfram verður haldið með kennslu táknmáls og Þórður verður á staðnum að vanda. Umsjón: Bryndís Schram. Stjórn upptöku: Eiín Þóra Friðfinnsdóttir. I8.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarog dagskrá. 20.30 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.40 Nýjar búgreinar. Fyrsti þáttur af þremur um nýjar búgreinar á íslandi. Þessi þáttur fjallar um kornrækt hérlendis. Umsjón: Valdimar Leifsson. 21.00 FJdtrén í Þíka. Sjöundi og síðasti þáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur um landnema í Afríku snemma á öldinni. Þýð- andi: Heba Júlíusdóttir. 21.50 Tónlistin. Framhaldsmynda- flokkur um tónlistina. Fimmti þáttur. Öld einstaklingsins Leið- sögumaður: Yehudi Menuhin. Þýðandi og þulur: Jón Þórarins- son. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 18. janúar 19.45 Fréttaágrip á t&knmáli. 20.00 Fréttir o&veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Tommi og Jenni. 20.35 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 21.05 Istanbúl — borg á heimsenda. Tékkneskt leikrit eftir Ivan Vis. Leikstjóri: Josef Palka. Myndin fjallar um tvo roskna menn, sem hittast. Annar þeirra er virðulegur læknir en hinn róni. Þeir eru bernskuvinir, sem hafa ekki sést í 60 ár. Þýðandi: Jón Gunnarsson. Á mánudagskvöld kl. 21.05 sýnir sjónvarpið tókknoska mynd um tvo bornskuvini, som hittast oftir 60 ára aðskilnað. Sóst annar þcirra hór. 22.05 Þjóðskörungar 20stu aldar. Dwight D. Eisenhowcr (1890- 1969). Eisenhower var heilinn á bak við innrás bandamanna í Frakkland í heimsstyrjöldinni siðari. Sjálfur kvaðst hann þá ekki hafa nokkurn pólitískan metnað. En hann bauð sig fram í forseta- kosningum engu að síður. Sagt er um þann sem forseta, að tækifærin hafi runnið honum úr greipum. Þýðandi og þulur: Þórhallur Guttormsson. 22.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 19. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.30 Múmínálfarnir. Sjötti þáttur. Þýðandi: Hallveig Thorlacius. Sögumaður: Ragnheiður Stein- dórsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 20.40 Alheimurinn. Bandarískir þættir um stjörnufræði og geimvís- indi í fylgd Carls Sagans, stjörnu- fræðings. Fjórði þáttur: Þýðandi: Jón O. Edwald. 21.40 Eddi Þvengur. Breskur saka- málamyndaflokkur um einkaspæj- arann og plötusnúðinn Edda Þveng. Annar þáttur. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.30 Fréttaspegill. Umsjón: Ög- mundur Jónasson. 23.05 Dagskrárlok. Sjónvarp Sjónvarp um taka einnig þátt Vinardrengja- kórinn og ballettflokkur Ríkis- óperunnar i Vín. Þýðandi: Jón Þórarinsson. (Evróvisjón — Aust- urriska sjónvarpið). 22.10 Spekingar spjalla. Nokkrir Nóbelsverðlaunahafar í náttúruvís- indum setjast að hringborði og ræða um visindi og heimspeki. (Evróvisjón — Sænska sjónvarp- ið). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 22. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 A döfinni. Umsjón: Karl Sig- tryggsson. 20.45 Allt í gamni með Harold Lloyd s/h. Syrpa úr gömlum gam- anmyndum. 21.10 Fréttaspegill. Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 21.45 Þrjóturinn. (There Was a Crooked Man). Bandarisk bió- mynd frá 1970. Leikstjóri: Joseph L. Mankiewicz. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Henry Fonda, Hume Cronyn og Warren Oates. Myndin segir frá tilraun fanga til að sleppa úr fangavist. Myndin gerist um 1880 og fanginn freistar nýja fangelsisstjórans með hálfri milljón dollara. Þýðandi: Krist- mann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok. Á þriOjudagskvöld kt. 20.40 holdur Carl Sagan áfram afl svffa um stjörnuþokurnar, I þættinum Alhoimurinn. Miðvikudagur 20. janúar 18.00 Barbapabbi. Endursýndur þáttur. 18.05 Bleiki pardusinn. Bandariskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.25 Furðuveröld. Annar þáttur. Þáttur um hunda, bæði heimilis- og gæsludýr og dýr af hundakyni, sem ganga villt. Þýðandi og þulur: Gylfi Pálsson. vorflur sýndur á miflvikudag kl. 18.25. 18.45 Ljóðmál. Enskukennsla fyrir unglinga. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsing og dagskrá. 20.30 Krókódílaborg. Kandísk mynd um fornleifafræði. Leiðang- ur frá Konunglega safninu í Ont- ario fór til Mið-Ameriskuríkisins Belize til þess að rannsaka forna menningu Maya í Lamanai. Þýð- andi og þulur: Ingi Karl Jóhannes- son. 21.00 Nýárstónleikar frá Vín. Filharmóníuhljómsveit Vínarborg- ar leikur léttklassiska tónlist undir stjórn Lorin Maezel. í tónleikun- SYNDIR FEÐRANNA — endursýnd kvikmynd í sjónvarpi laugardag kl. 22,45: Átrúnaðargoðið James Dean í einni sinna frægustu mynda Sjónvarpið heldur áfram þeim ágæta sið að endursýna gamlar myndir. Annað kvöld verður það Syndir feðranna með James Dean og Natalíu Wood. Þau eru nú bæði látin á sviplegan hátt, Natalía nýlega en James árið 1956 eða 57. Hann var þá dýrkaður sem tákn æskunnar og hlaut frægð sína meðal annars fyrir Syndir feðranna sem gerð hafði verið skömmu áður. Þessi mynd segir frá unglingi sem verður fórnarlamb umhverfis sem hann kærir sig ekkert um að lifa i en á ekki annarra kosta völ. Hún segir frá ofbeldi og tilgangslausri hörku meðal unglinga. í upphafi hennar finnur lögreglan mann á götunni sem strákahópur hafði barið í rot. .lim (James Dean) er uppreisnarseggur og lendir í yfirheyrslu vegna þessa hjá lögreglunni. Ekkert sannast og hann er látinn laus í bili. Það kemur fram að hann ber litla virðingu fyrir foreldrum sínum sem virðast rótlaus og flytja olt. Sam- band hans við þau er nokkuð tekið til athugunar í myndinni. Natalie Wood leikur vinstúlku hans og Sal Minco bezta vininn. Ýrnsir töffaralegir atburðir gerast. Þannig keppir James Dean við annan ’ strák í kappakstri fram af hömrum, þar sem ökumennirnir henda sér út úr bílunum . á síðustu stundu. -IHH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.