Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Page 2
Sjónvarp Sjónvarp Kirk Douglas lcikur fanga ( strok- hugloiðinguni i bandariskri biómynd kl. 21.45 ð föstudags- kvöld. Laugardagur 23. janúar 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Ní- undi þáttur. Spænskur mynda- flokkur um Don Quijote, farand- riddara, og Sancho Panza, skó- svein hans. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Shelley. Breskur gaman- myndaflokkur. Annar þáttur. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. 20.45 Sjónminjasafnið. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Mjög óljós rannsókn ekki heil brú neins staðar án stefnu bara myrkviði og torfær- ur f.h. Sjónminjasafnsins, Dr.. cand. sjó. Finnbogi Rammi. Þátta- röð, sem gerist á Sjónminjasafni íslands í umsjá forstöðumanns safnsins, dr. cand sjó. Finnboga Ramma. 21.10 Furður veraldar. Annar þátt- ur. Breskir þættir um ýms furðuleg fyrirbæri. Leiðsögumaður: Arthur C. Clarke, rithöfundur og áhuga- maður um furðufyrirbæri. Þýð- andi: Ellert Sigurbjörnsson. 21.35 Stjarna fæðist. (A Star Is Born). Bandarísk bíómynd frá 1937. Leikstjóri: William A. Well- man. Aðalhlutverk: Janet Gaynor, Frederic March og Adolph Menjou. Ung sveitastúlka, Esther Ein af frsgustu myndum millistriösðranna, Stjarna fæðist (A Star Is Bom), vorður sýnd kl. 21.35 á laugardagskvöld. Janet Gaynor or ■ aðalhlutverki. Blodset, freistar gæfunnar í Holly- wood að áeggjan ömmu sinnar. Til að byrja með gengur henni illa, en fyrir tilviljun hittir hún frægan kvikmyndaleikara, sem kemur henni á framfæri. Eftir það gengur henni allt í haginn. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 24. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Guðmundur Sveinsson, skóla- meistari, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Þrettándi þáttur. Keppinautar. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Saga járnbrautalestanna. Sjötti þáttur. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Þulur: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 18.00 Stundin okkar. í þættinum ræða stúlkur úr Fellaskóla við Bryndisi um lífið og tilveruna, sýndur verður stuttur kafli úr Galdralandr, nemendur úr Kenn- araháskóla Islands sýna brúðuleik, haldið verður áfram að kenna táknmál, börn frá Bretlandi syngja nýjustu dægurlögin (mini pops), auk þess, sem sýndar verða teikni- myndir. Þórður verður með. Um- sjón: Bryndís Schram. Stjórn upp- töku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Sjónvarp næstu viku. Um- sjón: Magnús Bjamfreðsson. 20.40 Nýjar búgreinar. Annar þátt- ur. Um loðdýrarækt á Islandi. Umsjón: Vaidimar Leifsson. Spánakur framhaldsmyndaflokkur hofst á sunnudagskvöid kl. 21.00. Á hannaðlýsamannlffiiMadridá síðari hluta 19. aldar. Þossi nauta- banamynd or að visu nýrri, qn þjóðariþróttin mun lítið hafa broytzt. 21.00 Fortunata og Jacinta. Nýr flokkur. Nýr spænskur mynda- flokkur byggður á samnefndri sögu eftir Benito Peréz Galdós. Leikstjóri: Mario Camus. Aðal- hlutverk: Anna Belen og Maribel Martin. Alls eru þetta tiu þættir sem byggja á þessu fræga verki Galdósar, sem speglar að nokkru leyti mannlíf ásíðari hluta 19. aldar í Madrid. Meðal aðalpersóna eru tvær konur, Fortunata og Ja- cinta. Þýðandi: Sonja Diego. 21.50 Leningrad i augum Ustinovs. Myndir frá Leningrad í Sovétríkj- unum í fylgd Peter Ustinovs, leik- ara, sem kynnir það markverðasta i borginni. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.40 Dagskrárlok. TÓNLISTIN—f ramhaldsmyndaf lokkur í sjónvarpi sunnudagskvöld kl. 21,50: Hlutverk tónlistar- innar í aldanna rás Yehudi Menuhin er leiðsögumaður tónlistarþáttanna. Hann er einn frægasti fiðluleikari heims, og fór sjö ára gamall að leika einleik með sinfóniuhljómsveitum. Á sunnudagskvöidið verður haldið áfram með tónlistarþættina kanadísku. Þar er víða leitað fanga og ekkert til sparað. Reynt er að gefa nokkra hugmynd um hverju hlut- verki tónlistin hefur gegnt í aldanna rás, og hvernig hún tengist menningu okkar. Leiðsögumaður er einn frægasti fiðiuleikari í heimi, Yehudi Menuhin. Hann fæddist i New York árið 1916, og var undrabarn í fiðluleik. Sjö ára gamall lék hann einleik með sinfóníu- hljómsveitinni í San Fransisco. Og fræg er sagan af því þegar hann heill- aði áheyrendur í Berlin tíu ára gamall. Eftir tónleikana brunaði Al- bert Einstein til hans, faðmaði hann að sér og sagði: ,,Nú veit ég að það er tilguðáhimnum.” Á seinni árum hefur Menuhin snú- ið sér æ meira að kennslu og fræði- störfum. Þessir þættir eru árangur af því. Á sunnudagskvöldið segir hann meðal annars frá Paganini og Brahms. Þá kemur smáútúrdúr um það hvernig heili okkar skynjar tón- listina. Síðan kemur röðin að óperu- höfundunum Vérdi og Wagner, og gripið verður niður í verk þeirra. Loks snýr Menuhin sér að þjóð- legri tónlist og endar með flamengó. Talið er, að þessi frægi dans sé upp- runninn hjá sígaunum, sem settust að í Márahéruðum á Suður-Spáni fyrir fimm hundruð árum. Þættirnir eru forvitnilegir og fjöl- breyttir. Þýðingu annast Jón Þórar- insson tónskáld. ihh DAGBLAD1D& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1982. IÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnar sýna Kvikmyndir— örn Þórisson. ti < JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Lciketjófi: Þráinn Bortolson. Sýningarstaðun Háskólabfó. Framlaióandi: Norðan 8. Grallararnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru komnir á spjöld is- lensku kvikmyndasögunnar og sýnist sitt hverjum. Væntanlega fær þessi kvikmynd ekki stórt spjald, en vonandi þó stærra en sumir gagnrýnendur vilja meina. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég hef engra hagsmuna að gæta í sambandi við myndina, það fer bara í taugarnar á mér þegar vissir menn eftir að hafa hlaðið tslenskar kvikmyndir oflofi hingað til (kannski er ég jafnsekur og aðrir), gefa skít í þessa kvikmynd. Ókei, ókei, þessi mynd er ekk- ert kraftaverk kvikmyndalistar, en hún er byrjunarverk ungs fólks, gerð fyrir íslenskan markað, og það sem betra er fyrir börn og unglinga. Gleymum því ekki að ef videobylgjan hefur varanleg áhrif á einhverja þá eru það börnin. Sumir virðast halda að íslendingar verði einhver toppkvikmyndaþjóð um leið og byrj- að er að fikta það. Þvílík börn. Bestu leikstjórar heims gerðu ekki nein meistarastykki í fyrstu tilraunum; íslenskur kvikmynda- iðnaður stekkur ekki fram alskapaður á einni nóttu, miklu heldur paufast (með árangri) áfram á þroskabrautinni með myndum eins og Jóni Oddi og Jóni Bjarna. HONKY TONK FREEWAY L.H»4|óH: John Sclssingsr. Lsiksndur: Wflliam Osvans, Bsu Bridgss, Gsraldins Pags. Sýningsrstadun Regnboginn Dellumyndir á borð við „Honky Tonk Freeway” hafa víst sjaldan verið vinsæli en á síðustu árum, en ef eitthvað er þá fersúkvikmynd nálæglþví aö drepa þetta form. Söknuður verður ekki mikill hjá mér. Hvað leikstjóri eins og John Schlesinger er að fikta við svona mynd — það veit hann einn. Ef til vill hefur vakað fyrir honum að gera mynd sem sýndi öfgar Ameríku (það tekst stundum); hræsni, uppgerð, gervimennsku og blekkingu — sitthvað af geðveiki Ameríku sem vissulega er neikvæð, en þó altaf lokkandi. Ekki verður sagt að Schelsinger takist ætlunarverk sitt. Kvikmyndin nær aldrei neinu flugi, sem auðvitað má einnig rekja tilhanlrits sem skartar ofnotuðum bröndurum og allt of mörgum persónum — ég vil segja of mörgum skissum af persónum. Þrátt fyrir alla þessa stóru galla viðurkenni ég að mér leiddist ekki undir myndinni og hló oftar en ekki. Engu að síður er mér fullljóst að ég hef séð allt þetta áður og svo er víst farið um marga fleiri. Útlaginn LeikstJÓH: Ágúst Guðmundsson. Loikendur: Amar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þráinn Karisson. Framleiöandi: ísfllm. Sýningarstaður: Austurbœjarbió. Flestir hafa ábyggilega einhverjar skoðanir áhvernigkvikmynda eigi íslendingasögur. Það er ekki Ágústi Guðmundssyni sagt til hnjóðs að hann hefur valið Gísla sögu Súrssonar nokkuð venjulegan farveg. Myndin leggur lítið upp úr orðum, meir upp úr athöfnum og persónur eiga því erfitt um sjálfstæði. Þegar höfð er i huga hin mikla örlagatrú sem lögð er til grundvallar í bókinni, þá er myndgerð Ágústs síður en svo vitlaus. Ef frá eru talin byrjunaratriði myndarinnar þá er uppbygging hennar skýr og til fyrirmyndar. Útlaginn er epísk stórmynd, lifandi dæmi um stórhug aðstandenda og fagmennsku í kvikmyndagerð. Kostnaður myndarinnar hrópar á aðsókn áhorfenda og einmitt það á hún skilið. Ekki fara á þessa mynd með vorkunnsemi sem mótíf, það er ástæðulaust. Farið frekar með það i huga að Útlaginn er afrakstur íslenskrar kvikmyndagerðar og íslenskrar menningar, og ef eitthvað er, betri mynd en flestar erlendar sem sýndar eru í bíóum borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.