Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Side 4
20 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1982. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Bók helgarinnar: Grænn varstu dalur Bók vikunnar er að þessu sinni eftir írskan rithöfund, Richard Llewelyn að nafni, og er heiti hennar Grænn varstu dalur. þýðanda hennar Ólaf Jóhann Sigurðsson, ætti að vera óþarfi að kynna fyrir þjóðinni. Hann hlaut árið 1976 bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabækur sínar Að laufferjum og Að brunnum. Auk þess hefur hann sent frá sér fjölda skáldsagna sem of langt mál yrði upp að telja. Richard Llewelyn var lítt þekktur sem rithöfundur í heimalandi sínu fyrir útgáfu bókarinnar Grænn varstu dalur, árið 1940. En óhætt mun að fullyrða að bókin hafi skotið honum upp á stjörnuhimininn. Til marks um vinsældir hennar má geta þess að hún hafi verið gefin út í yfir 30 útgáfum á írlandi síðan henni var fyrst þrykkt þar á blað. Auk þess hefur hún verið þýdd á fjöldamörg tungumál og hvarvetna hlotið vinsældir. Þýðing Ólafs Jóhanns kom fyrst á markað árið 1947 en hefur verið ófáanleg í fjölmörg ár. Því var hún gefin aftur út fyrir síðustu jól, nokkuð leiðrétt og endurbætt af þýðanda. Það sem gerir þessa bók merkilega og raunar hugstæða er hin mannlega hlið hennar. Hún er sumpart skáld- saga og sumpart ævisaga. Lesandinn fylgist með yngsta meðlimi námumannafjölskyldu, allt frá bernsku hans og til fullorðinsára, þegar hann flyzt á brott frá uppvaxtarumhverfi sinu. Bókin lýsir kjörum og lifi fjölskyldunnar á fyrri hluta þessarar aldar. Sagt er frá kjarabaráttu og tilurð verkalýðs- félaga eins og hún gerist sterkust og heitust. Bókin varpar Ijósi á ástir og tilfinningar fólks í hita og þunga dagsins og veraldar^tritinu fyrir dag- legu brauði. Og hún fjallar ekki sízt um þátt umhverfisins á hugi manna — og hvernig það mótar og ákvarðar skoðanir þeirra og umgengni við ná- ungann. Höfundi tekst snilldarlega að koma á framfæri hinu magnaða andrúmslofti kreppuáranna. Textinn er beinskeyttur, en oft á tíðum ljóðrænn. Hann er lipur og vel samsettur úr fáguðum náttúru- myndum og hvössu orðafari verka- fólks. Þetta eru andstæður sem gera bókina enn hugstæðari en ella. Þess- ar andstæður koma ríkast fram i per- sónum bókarinnar — og verða þess leynt og Ijóst valdandi að lesandinn er beinlínis knúinn til að taka afstöðu með eða á móti viðkomandi ein- staklingi og skoðunum hans. Ólafur Jóhann kemst mjög vel frá þýðingu sinni. Efniviður bókarinnar er honum líka hugstæður, þar sem saman fer fögur Ijóðræna og hvass . biturleiki. Þó virðist undirrituðum sem Ólafur taki á stundum fram fyrir hendur höfundarins þegar náttúrulyrikin er annars vegar. Á köfium virðist bókin því vera helzt til væmin og farið er yfir þau mörk sem að öðrum kosti ættu að skilja milli andstæðna textans. Þrátt fyrir þetta er bókin verðug lesningar og á örugglega eftir að búa-> lengi í huga þeirra sem lesa hana. -SER. Þýðandí bókarinnar, Ólafur Jóhann Sigurðsson. NýlislasafniA, Vatnsstíg 3 b, sími 14350: Aðeins þessa helgi verða til sýnis iistaverk í eigu safnsins. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 15.00—22.00. Studio nr. 5 v/Skólastræti ofan Bernhöftstorfu: Sýningu Inga H. Haukssonar lýkur sunnudaginm 10. janúar. Opið alla daga vikunnar frá kl. 16—22. Torfan Amtmannsstíg 1, sími 13303. Sýning á Ijós- myndum frá starfssemi Alþýðufeikhússins. Opið alla daga vikunnar frá kl. 10—23.30. Þjóðminjasafnið. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar frá kl. 13.30—16.00. Rauðahúsið Akureyri: Sigurður örn Brynjóflsson sýnir teikningar sýnar. Djúpið, Hafnarstræti 16, sími 13340: Þormóður Karlsson opnar sýningu á verkum sínum. Sýningin er opin frá kl. 11—23 og stendur hún yfir til 28. janúar. Gallerí Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, sími 15030: Sigrún Jónsdóttir sýnir batik. Opið alla virka daga frá kl. 9—18, en laugardaga og sunnudaga frá kl. 9-16. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar v/Sigtún, sími 32155: Opið um helgar frá kl. 13.30—16, einnig þriðjudaga og fimmtudaga. Kjarvalsstaðir, Miklatúni, simi 26131: Engin sýning þessa helgi. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í janúar. Listasafn íslands v/Suðurgötu, símar 10665 og 10695: Mannamyndir sýndar i aðalsölum safnsins. Eru þetta myndir frá 20. öld og allt til dagsins í dag. Sýningin er opin frá kl. 13.30—16.00 um helgar, einnig þriðjudaga og fimmtudaga. Sýningin stendur yfir út janúarmánuö. Ýmislegt Gerningar og tónleikar í Ný- listasafninu Sunnudaginn 17. janúar klukkan 20.30 verða haldn- ir tónleikar og gerningur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Það eru bandarisku listamennirnir Philip Corner og Alison Kvowles sem flytja verk sín. Bæði voru þau á sínum tíma meðal frumkvöðla Fluxus-hreyf- ingarinnar, sem er ein róttækasta listhreyfing sið- ustu áratuga. Philip Corner var hér á ferð síðastliðið surnar á vegum Mob-Shop (norræn sumarvinnustofa lista- manna) og hélt þá meðal annars tónleika i Norræna húsinu við góðar undirtektir. Tónlist hans sækir ýmislegt til austrænnar tónlistarhefðar. Alison Knowlcs hefur eins og Philip unnið innan margra sviða lista og með því brotið niður hin hefð- bundnu mörk listgreinanna. Búast má við skemmtilegum og áhugaverðum tón- leikum. Áhugafólk um myndlist og tónlist er hvatt til að mæta. Happdrætti Karlakórs Reykjavíkur Dregið hefur verið út hjá Borgarfógeta i happdrætti Karlakórs Reykjavíkur og komu eftirtalin númer upp: 1.2570 Ferð til Ítalíu. 2. 2734 Ferð og dvöl í sumarhúsi i Danmörku. Fyrir utan bingóið or boðið upp á skommtiatriði on þossi mynd or olnmitt tokin af svRMnu I Broadway. Risabingó í Broadway Risabingó verður haldið á vegum Körfuknattleiks- deildar Fram nk. mánudagskvöld og hefst það kl. 20. Verður þar margt glæsilegra vinninga, þar á meðal sjónvörp, stereósamstæður, reiðhjól, hæg- indastóll og aðalvinningarnir eru tveir ferðavinning- ar. Spilaðar verða 12 umferðir. Skemmtiatriði verða og endað á dansi sem stendur til kl. 1 eftir miðnætti. Tilkynningar Fundaskrá AA-samtakanna Föstudagur REYKJAVÍK Tjamargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjamargata 5. Græna húsið Enska. kl. 19.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið, opinn fjöl- skyldufundur kl. 21.00 Tjamargata 5 (91-12010). lokaður uppi kl. 21.00 Tjamargata 3 Rauða húsið, Hádegisfundur kl. 12.00 Tjamargata 3 (91-16373). Rauða húsið kl. 21.00 Hallgrimskirkja, Byrjendafundir kl. 18.00 Neskirkja, 2. deild kl. 18.00 Neskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akureyri, Sporafundur kl. 21.00 Akureyri, (96-22373), Geislagata 39 kl. 12.00 Hellissandur, Hellisbraut 18 kl. 21.00 Húsavík, Höfðabrekka 11 kl. 20.30 Keflavík (92-1800) Klapparstíg 7 kl. 23.30. Neskaupsstaður, Egiisbúð kl. 20.00 Selfoss, (99-1787). Sigt. 1, Sporafundur kl. 20.00 Ferðalög Frá Ferðafélagi íslands Sunnudagur 17.janúar gönguferðir kl. 11 f.h.: 1. Öxarárfoss í klakaböndum. Gengið niður AI- mannagjá að fossinum. 2. Ármannsfell (766) Verð kr. 100.- Farið frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Farmiðar v/bíl. íþróttir Laugardagur: Handknattleikur: Varmá: Breiðablik — Afturelding i 2. deildarkeppn- innikl. 15.00. Hafnarfjörður: Haukar — Týr frá Vestmannaeyjum í 2. deild kl. 14.00. Vestmannaeyjar: Þór — Fylkir í 2. deild kl. 13.30. Akureyri: Dalvík — Skallagrímur í 3. deild kl. 15.30. Selfoss: Selfoss — Reynir í 3. deild kl. 15.00. Sunnudagur: Handknattleikur: Seltjarnarnes: Grótta — Ármann í 3. deild kl. 14.00. Körfuknattleikur: Hagaskóli: ÍR — KR í Úrvalsdeildinni kl. 20.00. Hafnarfjörður: Haukar — Skallagrímur í 1. deild kl. 14.00. Badminton: Akranes: Fyrri hluti meistaramóts ÍA í unglinga- fiokkum. íslandsmótið í blaki Laugardagur 16. janúar: 1. deild karla kl. 14.00, Víkingur — UMFL, Haga- skóli. 2. deild karla kl. 15.30, Þróttur II — UMF. Sam- hygð, Hagaskóli. KI. 17.00 Fram — HK, Hagaskóli. Unglingameistaramót ís- lands í sundi Unglingameistaramót íslands í sundi verður haldið helgina 13—14. febrúar 1982 í Sundhöll Reykja vík- ur. Þitttökutilkynningar skiil" berast fyiir 30.jan á þar til. gerðum tímavarðai 1 ortum til mótanefndar SSÍ c/oBox846, 121 Reykjavík eða Guðfinns Ólafs- sonar, Gyðufelli 10, 109 Reykjavík, sími 72379. Alþýðuleikhúsið sýnir um þessa helgi: Föstudagskvöld, FlÁkaðu mlg, kl. 20.30, laugar- dagskvöld Þjóðhátíð kl. 20.30, sunnudag Sterkari en Supermann kl. 15.00, sunnudagskvöld Illur fengur kl. 20.30., mánudagskvöld kl. 20.30 Sterkari en Supermann. Enska knattspyrnan í sjónvarpinu: Þrír „útlending ar” með E lirmingham — þegar f élagið lék gegn Forest á City Ground I.eikur Nottingham Forest og Birmingham verður aflalieikurinn í ensku knattspyrnunni í sjónvarpinu á iaugardag kl. 18.55. Leikurinn fór fram á City Ground í Notlingham sl. laugardag og sáu liólega 16 þús. áhorfendur leikinn. Peter Shilton, markvörður Nottingham Forest og enska landsliðsins, verður að sjáifsögðu í sviðsljósinu, en hann hefur leikið mjög vel fyrir Forest að undanförnu. Blökkumaðurinn Justin Fashanu leikur ekki með Forest þar sem hann er í þriggja leikja keppnisbanni og tók Peter Ward stöðu hans. Willie Young, fyrrum leikmaður Arsenal, leikur í vörn Forest og gamla kempan lan Bowyer leikur að nýju með félaginu — kemur inn á sem varamaður á 80. mín. Þrír „útlendingar” leika með Birmingham, Hollendingarnir Bud Brochen og Toine van Mierio. Belgíumaðurinn Pat van den Hauwe leikur einnig með liðinu. Eftirtaldir leikmenn leika leikinn: Nottingham Forest 1. PeterShilton 2. Viv Anderson 3. Stuart Gray 4. Bryn Gunn 5. Willie Young 6. Colin Walsh 7. John McGovern 8. lan Wailace 9. Peter Ward 10. Mark Proctor 11. John Robertson. 12. Ian Bowyer, kemur inn á sem varamaöur fyrir Colin Walsh á 80. mín. Birmíngham: 1. TonyCoton 2. David Langan . 3. Bud Brochen 4. Pat Van den Hauwe 5. Kevin Broadhurst 6. ColinTodd 7. Kevin Dillon 8. Neii Whatmore 9. Frank Worthington 10. Archie Gemmill 11. Toine Van Mierio Einnig verður sýndur leikur Oldham og Watford og má geta þess að Belgíumaðurinn Jan Lohman, fyrrum félagi Arnórs Guðjohnsen hjá Lokeren, leikur með Watford. Hann skoraði sigurmark Lundúnaliðsins á dögunum, þegar liðið sló Manchester United út úr bikarkeppninni. -SOS. Peter Shilton, markvörðurinn snjalli hjá Forest, verður í sviðsljósinu í sjónvarpinu á laugardaginn kl. 18.55.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.