Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1982. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Úr leikriti Hrunamanna, Betur má ef duga skal, sem sýnt veröur f Kópavogsleikhúsinu í kvöld. Á sunnudag verður leikritið sýnt í Brúarlundi og í Gunnarshólma. LEIKRIT HELGARINNAR - Betur má ef duga skal í Kópavogsleikhúsinu í kvöld: Pabbinn gerist bítill og breytir um lífsstfl Ungmennafélag Hrunamanna freistar nú gæfunnar í þéttbýlinu og í kvöld sýnir félagið leikritið Betur má ef duga skal í Kópavogsleikhúsinu. Leikritið er eftir gamanleikarann góðkunna, Peter Ustinov, en Ævar R. Kvaran hefur þýtt það. Hrunamenn frumsýndu leikritið i heimabyggð þann 27. nóvember sl. Betur má ef duga skal fjallar um brezka fjölskyldu þegar bítlaæðið stóð sem hæst á Bretlandi. Hers- höfðingi nokkur kemur heim eftir nokkurra ára fjarveru. Börn hans hafa nokkuð breytzt á þessum árum og tekið upp nýja lifnaðarhætti í frjálsræðisátt. Leikritið sýnir hvernig faðirinn reynir þeirra Iifsmáta til að geta dæmt um hann af eigin raun. Hann hefur að sjálfsögðu í hyggju að ganga með þessu fram af börnum sínum. Raunin verður önnur því í ljós kemur að honum líkar þessi lífsmáti og frjálsa líf. Leikritið hefst í kvöld kl. 21 og eru miðapantanir i síma 41985 eftir kl. 15. Á sunnudag verður leikritið sýnt i Brúarlundi, Landsveit kl. 14.00 og Gunnarshólma sama dag kl. 21.30. -ELA. Malli— Þórir Sleingrímsson, Kralli — AAaisleinn Bergdal, Tralli — Magnús Ólafsson. Galdraland í Tónabœ — sunnudag kl. 15 Garðaleikhúsið hefur að undanförnu sýnt trúðleik- inn Galdraland eftir Baldur Georgs i Tónabæ i Reykjavík. Einnig hefur leikhúsið sýnt leikinn i ná- grenni Reykjavikur og eru sýningar orðnar alls 21, þvi nær alltaf fyrir fullu húsi. Leikstjóri er Erlingur Gislason en leikarar eru þrir; þeir Aðalsteinn, Berg- dal, Magnús ólafsson og Þórir Steingrimsson. Einn- ig hefur höfundurinn, Baldur Georgs. ásamt sam- starfsmanni sinum, Konna, komið i heimsókn. í ráði er að sýningum farið að Ijúka og verða þær sið- ustu i Tónabæ næstkomandi sunnudag klukkan 15.00. Miðar eru seldir á laugardögum frá klukkan þrjú til fimm og á sunnudögum við innganginn, eða frá klukkan eitt tilþrjú. Orðsending til umsjónarmanna skemmti- og sýningarstaða. Það hefur verið venja DV í föstudagsblaði, að birta upplýsingar frá listasöfn- um, skemmtistöðum, ljósmynda- og málverkasýningum. Oft hefur reynzt erfitt að ná í rétta aðila á þessum stöðum. Biður því umsjónarmaður dagbókar þá sem hafa með þetta að gera að senda upplýsingar til DV Síðumúla 12—14 eða að hringja í sima 86611 eða 27022 þegar nýjar sýningar hefjast. Einnig ef skemmtiatriði eru á skemmtistöðum eða aðrar breytingar frá síðustu helgi, þá þurfa þær upplýsingar að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á fimmtudögum. 0r skornum skömmtum: Gisli Rúnar Jónsson og Gisli Halldórsson. Skornir skammtar aftur f Austurbæjarbíói Um helgina hefjast að nýju sýningar á hinni geysi- vinsælu revíu Leikfélags Reykjavíkur Skornum skömmlum eftir þá Jón Hjartarson og Þórarinn Kldjárn. Sýningar á revíunni eru nú að nálgast 50 og hafa um 18 þúsund manns séð hana. Revian er í stöðugri endurnýjun og var fyrir skömmu bætt inn nýjum atriðum. Með stærstu hlutverkin fara Gisli Halldórsson, Gbli Rúnar Jónsson, Sigriður Hagalin, Helga Þ. Stephensen, Guðmundur Páls- son, Soffia Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Harid G. Haraldsson, Kari Guðmundsson, Jón Júliusson og Lilja Þórísdóttir. Undirleik annast Jóhann G. Jóhannsson ásamt Nýja kompaníinu en leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. Fyrsta miðnætursýningin á þessu ári verður á laugardagskvöldið kl. 23:00 i Austurbæjarbíói. Aðrar sýningar Leikfélagsins um hclgina eru J6I eftir Kjartan Ragnarsson, sem sýndur er á laugar- dagskvöldið i Iðnó, i kvöld (föstudagskvöld) er hið þekkta leikrit Eugenc O’Neill, Undir álminum, á fjölunum. Þar eru það Glsll Halldórsson, Ragnheið- ur Steindórsdóttir og Kari Ágúst Úlafsson sem leika aðalhlutverkin. Á sunnudagskvöldið er svo 180. sýn- ing á Ofvitanum eftir Þórberg og Kjartan og eru nú aðeins eftir örfáar sýningar. Þess má geta að Kjartan Ragnarsson hefur nú tekið við hlutverkum í leikrit- um sínum, Jóa og Ofvitanum. í Ofvitanum hefur hann tekið við hlutverki Hjalta Rögnvaldssonar og í Jóla leikur hann bisnessmanninn Bjarna í veikinda- forföllum Þorstcins Gunnarssonar. Leikrit í Þjóðleikhúsinu Föstudaginn 15.janúar og sunnudaginn 17. janúar eru sýningar á leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur, Dansi á rósum . Er fólki bent á aö einungis fáar sýn- ingar eru eftir á þvi verki. Dans á rósum var frum- sýnt i október sl. og hefur vakið mikla athygli og umtal og hlotið góða aðsókn. Barnaleikritið Gosi i leikbúningi og leikstjórn Brynju Benediktsdóttur slær í gegn og hefur verið uppselt á allar sýningarnar til þessa. Gosi verður á fjölunum á laugardag og sunnudag kl. 15. Á laugardagskvöld er sýning á Húsi skáldsins, leikgerð Sveins Einarssonar á sögu Halldórs Laxncss, en sú sýning hefur sömuleiðis vakiö mikla Knettirnir svífa yfir blaknetið um helgina —einn leikur í 1. deild karla og tveir í 2. deild Blakboltar taka að svífa yfir netið um helgina eftir nokkuð langt jólafri blakmanna. Þrír leikir fara fram, einn í 1. deild karla og tveir í 2. deild karla. Víkingur og Ungmennafélag Laug- dæla mætast i Hagaskóla á laugardag klukkan 14. Tveir leikir í 2. deildinni koma svo á eftir í sama húsi. Klukkan 15.30 hefst leikur B-liðs Þróttar og Samhygðar úr Gaulverja- bæjarhreppi og klukkan 17 mætast Fram og HK. Leikur Vikings og UMFL ætti að geta orðið nokkuð spennandi því lið- in eru mjög svipuð að styrkleika. Hins vegar verða möguleikar þeirra á íslandsmeistaratitli að teljast harla litlir. Þróttur og íþróttafélag stúdenta eru í sérflokki í blakinu um þessar mundir og hafa stungið önn- ur lið af. Er staða Þróttar i baráttu blakrisanna tveggja mun betri. Keppnin í 2. deild karla er mun áhugaverðari en keppnin í 1. deild þvi þar er allt opið upp á gátt. Öll liðin koma til greina sem sigurvegarar, þó fara möguleikar Fram og Þróttar frá Neskaupstað hverfandi. Allt stefnir í æsispennandi baráttu um sigur í deildinni á milli Bjarma úr Suður- .Þingeyjarsýslu, B-liðs Þróttar, Samhygðar og HK. —KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.