Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1982, Qupperneq 2
20
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR.l. FEBRÚAR 1982.
íþróttir
íþrótt
íþróttir
íþróttir
Happel þjálfari
hjá Austurríkí!
Kmsl Happel, þjáltari Ham-
burger SV, verður landsliðsþjálf-
ari Austurríkis i heimsmeislara-
keppninni í knallspyrnu á Spáni í
sumar. ráðninj* hans var (ilkynnl í
Vinarbor); í gær eflir uð veslur-
þýzka knattspyrnusambandið
hafði dregið til baka mótmæli sín
á vali Austurrikis á landsliðsþjálf-
ara.
Nokkrar deilur höfðu risið
milli knallspyrnusambanda
Austurrikis og Vestur-Þýzkalands
i sambandi við Ernst Happel. Þeir
vestur-þýzku töldu — fyrst þjóð-
irnar drógust saman i riðil á HM
— að ekki væri réttlátt að Happel
yrði landsliðsþjálfari Austurríkis
á sama tíma og hann þjálfaði
vestur-þýzka landsliðsmenn hjá
Hamburger SV. En nú hafa Þjóð-
verjar sem sagt dregið mótmæli
sin til baka. Happel er mjög
kunnur þjálfari. Var meðal
annars með hollenzka HM-liðið,
sem tapaði fyrir Argentínu i úr-
slitum 1978.
-hsím.
® ÍÞRÓTTA
adidas skor
Mest seldir
UNIVERSAL:
St. 31/2-13.
Þeir storkustu og vinsælustu.
Verð 429,-
TRX C0MPETITI0N
trimmskór.
St. 31/2-12.
Verð 352,-
ST0CKH0LM GT
Mjög mjúkir og þægilegir.
St. 31/2-11.
Verð 435,-
MANDBALL
SPECIAL
markmannsskór.
St 7-10.
Verð 604,-
T0RIN0
Nýir rúskinnsskór.
St. 31/2-11.
Verð 299,-
KÖLN-DUBLIN
rúskinnsskór.
St. 29-39.
Verð 239,-
TRX -
BARNASKÓR
St. 25-39.
Verð 249,-
TRX TRAINING
trimmskór.
St. 31/2-11.
Verð 340,-
ADRIA
strigaskór.
St. 30-38. Verð 105,-
Póstsendum
12024
r
30. meistaramót Islands íatrennulausum síökkum:
Heimsmethaf inn sigr-
aði í öllum greinum
Sigurður Matthíasson, ungi pilturinn
frá Dalvík, sem á heimsmet unglinga í
hástökki innanhúss, 1,77 m, sigraði í
öllum greinum karla á meislaramóti Is-
lands í atrennulausum stökkum í gær.
Keppnin fór fram í íþróttahúsi Ár-
manns við Sigtún og keppendur voru
frá 12 félögum og héraðssamböndum.
Rut Stephens, KR, sigraði í tveimur
greinum kvenna á mótinu.
Sigurður Matthíasson, sem keppir
fyrir UMSE, verður stúdent frá
menntaskólanum á Egilsstöðum næsta
vor. Þar er mikill íþróttaáhugi og Sig-
urður æfir þar með Unnari Vilhjálms-
syni, syni skólameistara, sem stokkið
hefur 2,06 m í hástökki. Sigurður er frá
mikilli íþróttaætt eins og Unnar. Faðir
Sigurðar er Matthías Ásgeirsson,
fyrrum landsliðsmaður i handknatl-
leiknum með ÍR.
Úrslit á meistaramótinu i gær urðu
þessi: Karlar:
Hástökk
1. Sigurður Matthíasson, UMSE 1,70
Langstökk:
1. Sigurðpr Matthíasson, UMSE 3,16
2. Guðmundur Nikulásson HSK 3,13
3. Guðm. Hermannsson, HVÍ 3,10
4. Guðmundur Sigurðsson, Á 3,06
5. Jón Jóhannesson, ÍBK 3,03
6. Sigsteinn Sigurðsson, UMFA 3,02
Þristökk
1. Sigurður Matthíasson, UMSE 9,36
2. Guðmundur Nikulásson, HSK 9,25
3. Guðm. Hermannsson, HVÍ 9,05
4. Sigsteinn Sigurðsson, UMFA 8,92
5. Sigurður Haraldsson, FH 8,51
6. Jón Jóhannesson, ÍBK 8,39
Konur:
Háslökk
1. Kolbrún Rul Stephens, KR 1,35
2. Helga Halldórsd., KR 1,35
3. Þórdis Hrafnkelsd., UÍA 1,05
Langstökk
1. Helga Halldórsd., KR 2,58
2. Kolbrún Rut Stephens, KR 2,58
3. Þórdís Hrafnkelsd., UÍA 2,52
4. Guðrún Harðard., ÍR 2,50
5. Sigríður Sigurðard., UMFA 2,43
6. Jónheiður Steindórsd., UMFA 2,35
Þristökk
1. Kolbrún Rut Stephens, KR 7,83
2. Helga Halldórsdóttir, KR 7,48
3. Þórdís Hrafnkelsd., UÍA 7,42
4. Guðrún Harðardóttir, ÍR 7,25
5. Linda B. Loftsd., FH 6,56
Konur keppttu í fyrsta sinn i
stökkum án atr. árið 1967: Þá var
keppt í langstökki án atr. Þá sigraði
Björk Ingimundardóttir UMSB, 2,50
m. íslandsmetið er 2,80. Það á Sigur-
lína Gísladóttir UMSS, sett 1973.
Norðurlandametið á Hikland Noregi
2,88 m. Nú var i fyrsta sinn kcppl í þri-
stökki án atr. og hástökki án alr. ís-
landsmetin á Kolbrún Stephens UDN,
7,86 m og 1,40 m, sett í des. ’8I.
-ÓU.
Ólaf ur Unnsteinsson:
Mestu afreksmenn í
atrennulausum stökkum
Fyrsta íslandsmótiö í stökkum án
atrennu fór fram í íþrótlahúsi Háskóla
íslands 30.3. 1952. Og var þá keppt í
þremur greinum. Gylfi Snær Gunnars-
son sigraði í hástökki, 1,52 m, Isl.met.
Guðjón Guðmundsson Á, 3,05 í lang-
sl., og Sigurður Friðfinnsson FH., í
þrístökki, 9,50 m.
Mestu afreksmenn i frjálsum iþrótt-
um innanhúss gegnum árin hafa verið
þeir Vilhjálmur Einarsson ÍR með 1,75
m í hástökki, 3,32 m i langslökki og
10,03 m í þrístökki. Jón Þ. Ólafsson
ÍR, með 1,75 m í hástökki, 2,11 m i há-
stökki með atrennu, 3,39 m í lang-
stökki, 9,90 m í þristökki. Jón Péturs-
son KR, íslandsmethafi í þrislökki án
atr., 10,08 m og Óskar Jakobsson ÍR,
fyrrverandi methafi i hástökki án atr.,
l, 76 m og Gústaf Agnarsson KR Ís-
landsmelhafi í langslökki án atr., 3,44
m, sett 1978.
A innanhússmóti UÍA i Valaskjálf i
desember 1981 kom Sigurður Matthías-
son UMSK frjálsiþróltaunnendum á
óvart með því að setja íslandsmel i há-
slökki án atr. og slökkva 1,77 m.
Aðeins þrir hafa stokkið hærra, heims-
methafinn Rune Almen Sviþjóð, 1,90
m, Sam Johannsson Svíþjóð, 1,78 m,
John Evandt, Noregi, 1,77 m. Það
þótti mikil tíðindi þegar Vilhjálmur
Einarsson ÍR, jafnaði heimsmet John
Evandt 1,75 ni árið 1961. Einnig þegar
Jón Þ. Ólafsson 1R, setti heimsmet
unglinga 1,70 m og stökk síðan 1,75 m
og jafnaði íslandsmet Vilhjálms Ein-
arssonar. .lohn Evandl hafði þá bætt
heimsmetið í 1,77 m.
Að öllum líkindum er íslandsmet
Sigurðar Matthiassonar UMSE 1,77 m
nú heimsmel unglinga. Sigurður var
tvitugur á liðnu ári og óþekktur áður í
hástökki. Á Íslandsmótinu um helgina
kom hann, sá og sigraði i þrentur
greinum. 1,70 nt í hástökki án atr. Sig-
urður hafði nær því stokkið 1,78 nt. i
langstökki án atr. stökk Sigurður 3,16
m, UMSE-met. í þrístökki 9,36 nt.
Frábært í fyrstu keppni í öllum þessum
greinunt. Sigurður hefur frábæran slíl í
hástökki án atr. og líklegur til stóraf-
reka i framtíðinni.
-Ólafur Unnsleinsson.
SKÍÐALYFTA BREIÐABLIKS
Hin nýja skíðalyfta Breiðabliks var vígð í Drottningargili í Bláfjöllum á laugardag. Þar var margt um manninn, Snorri Kon-
ráðsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, flutti vigsluræðu þess merka áfanga í sögu Kópavogsfélagsins. DV-mynd Friðþjófur.