Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1982, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1982, Page 6
28 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt Þróttarar ekki búnir að fá svar — Vifl erum ekki búnir afl fá Eins og DV hefur sagt frá hafa svar frá Ítalíu. Það er greinilegt að Þróttarar sent ítölum tilboð um að forráðamenn Pallamano Tacca þeir leiki báða leiki sína í 8-liða úr- Magnago eru enn að velta tilboði slitum Evrópukeppni bikarmeist- okkar fyrir sér, sagði Gunnar ara í handknattleik í Reykjavík. Gunnarsson, stjórnarmaður -SOS Þróttar. Bjarni Gunnar Sveinsson. Þróttarar lögðu FH-inga, 26-20: „FH-ingar áttu ekkert svar við vamarleik okkar — þegar við breyttum Í3-3 vörn,” sagði Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar — Þetta var mjög sætur sigur, sagði Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttara, eftir að þeir höfðu lagt FH-inga að velli 26:20 í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik. — Við vissum ekki hvað við vorum að fara út í — vorum ekki búnir að leika í langan tíma og því úr spila- æfingu. En við náðum stemmningunni vel upp og náðum að setja FH-inga út af laginu. Við byrjuðum á því að leika 6—0 vörn gegn þeim en breyttum síðan í 3— 3 vörn, sem FH-ingar áttu ekkert svar við. Þá settum við upp hraðann þegar staðan var 14—13, náðurn að brjóta FH-inga niður og komumst yfir 21:14, sagði Ólafur, sem var mjög ánægður með sina menn. — Ólafur Benediktsson varði mjög vel og þá var varnarleikur okkar góður, sagði Ólafur. Nýttum ekki færin okkar — Ég get litið annað sagt en að við fórum mjög illa með marktækifæri okkar i leiknum og þá varði Ólafur Benediktsson mjög vel — hann vann leikinn fyrir Þróttara, sem léku vel, sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari FH- liðsins, eftir leikinn. Sigurður tekinn úr umferð FH-ingar byrjuðu á þvi að taka Sigurð Sveinss. úr umferð. Þróttarar létu það ekki á sig fá — Páll Ólafsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, 2:0 fyrir Þrótt. Þá vöknuðu frískir FH- ingar til lifsins, jöfnuðu og komust yfir 7:4. Leikmenn FH-liðsins léku mjög vel og maður hafði á til- finningunni að þeir myndu vinna öruggan sigur. Þróttarar voru ekki á því — þeir náðu að jafna 7:7, en þá voru FH-ingar ekki búnir að skora i 11 mín. Þróttarar voru yfir 11:10 í leikhléi. FH-ingar brotna Þegar staðan var 14:13 fyrir Þrótt- ara settu þeir á fulla ferð. Páll skoraði 15:13 og síðan kom Ólafur H. Jónsson með tvö falleg mörk af linu eftir að hafa fengið snilldarsendingar frá Sig- urði Sveinssyni. Ólafur Benediktsson varði eins og berserkur í markinu hjá Þrótti — lokaði markinu langtímunum saman. FH-ingar fóru að verða óþolinmóðir og fóru illa með mörg góð marktækifæri — létu Ólaf verja eða skutu fram hjá marki Þróttara sem náðu 7 marka for- skoti, 21:14, og síðan átta marka for- skoti— 23:15. FH-ingar reyndu þá að taka bæði Sigurð Sveinsson og Ólaf H. Jónsson úr umferð en ekkert dugði. Þróttar slökuðu á þegar staðan var 26:18, þannig að FH-ingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins, sem lauk 26:20, fyrir Þrótt. Ólafur Benediktsson átti snilldarleik í marki Þróttar — varði 17 skot í leiknum. Þá var Páll Ólafsson frískur og Sigurður Sveinsson einnig, þrátt .fyrir að hann væri tekinn úr umferð skoraði hann mörg falleg mörk og átti góðar línusendingar. Ólafur H. Jóns- son var einnig góður og Gunnar Gunnarsson átti góða spretti. FH-Iiðið lék vel í byrjun og skoraði Kristján Arason þá falleg mörk en eftir að Þróttarar breyttu um varnaraðferð náði Kristján sér ekki á strik. Pálmi Jónsson var bezti leikmaður FH. Mörkin í leiknum skoruðu þessir leikmenn: Þróttur: Páll 7, Sigurður 7/1, Ólafur 5, Gunnar 4, Jens 2 og Jón Viðar 1. FH: Kristján 5/2, Pálmi 4, Sæmundur 3, Hans 3, Guðmundur M. 3, Björgvin Guðmundsson 1 og Finnur Á. I. Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson dæmdu leikinn mjög vel. -sos. Leöurskór 0 m mm ur mjog mjúku leðri 21010. Vanjiáogir loikfímiskór, loður. Verókr. 92-110. 21051. Latffímlskór með hæl leður. Verðkr. 149. 22030. FlmMkaskór, leður m/gúmmísóla. Verðkr. 92- - 22. Póstsendum Sportvöruverzlun /ngótfs Óskarssonar Klapparstíg 44. Sími 11783. Johnson vann ein- vígið við Shouse — þegar KR-ingar lögðu Njarðvíkínga að velli 72:71 ígærkvöldi íf jörugum leik KR-ingar náðu að ieggja Danny house og félaga hans frá Njarðvik að elli i geysilega fjörugum og kemmtilegum leik i úrvalsdeildinni í ærkvöldi — í Hagaskólanum. Mikill arraðardans var stiginn undir lok STAÐAN Staðan er nú þessi í úrvalsdeildinni i körfuknattleik, eftir leiki helgarinnar: Valur-Fram 78—77 KR-Njarðvík 72—71 Njarðvík 14 11 3 1201—1097 22 Frain 14 9 5 1171—1079 18 Valur 14 8 6 1134—1100 16 KR 14 8 6 1086—1152 16 ÍR 14 5 9 1089—1150 10 ÍS 14 1 13 1110—1262 2 Stigahæstu menn: Danny Shouse, Njarðvík 494 Val Brazy, Fram 396 Bob Stanley, ÍR 376 John Ramsey, Val 307 Stu Johnson, KR 268 Simon Ólafsson, F'ram 267 Dennis McGuire, ÍS 257 Jón Sigurðsson, KR 229 Torfi Magnússon, Val 208 Gísli Gislason, ÍS 207 Bjarni Gunnar, ÍS 204 leiksins, þegar staðan var 72—71 fyrir KR-inga. Þá var dæmd sóknarvilla á Val Ingimundarson og þurfti Valur að yfirgefa völlinn með 5 villur, þegar 1,26 mín. voru til leiksloka. KR-ingar brunuðu þá fram og reyndi Jón Sigurðsson skot þegar 57 sek: voru til ieiksloka en hitti ekki. Njarðvíkingar ná hraðupphlaupi og fékk Shouse tækifæri til að koma Njarðvíkingum yfir en aldrei þessu vant brást honum bogalistin tvisvar sinnum undir körfunni. Njarðvíkingar fá innkast þegar 45 sek. eru til leiksloka og leika þeir með knöttinn fyrir framan vörn KR-inga. Gunnar Þorvarðarson átti feilsendingu þegar 29. sek. voru til leiksloka, þegar hann ætlaði að senda knöttinn út í hornið til Shouse. KR-ing- ar fengu knöttinn og héldu honum, þar til flautað var til leiksloka og sigurinn var þeirra — 72—71. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi, en KR-ingar voru oftast yfir — 43—37 í leikhléi. Þegar 5.30 mín. voru til leiksloka, voru þeir búnir að ná 10 stiga forskoti — 70—60. Þá tók Danny Shouse góðan sprett og skoraði 9 stig í röð — 70—69. Stu Johnson skoraði þá 72—69, en Valur ingimund- arson náði að minnka muninn j 72—71. Síðan varð eftirleikurinn eins og við höfðum sagt frá hér að framan. Stu Johnson átti mjög góðan leik með KR — skoraði 31 stig. Þá var Garðar Jóhannsson góður i byrjun leiksins — skoraði 19 stig. Annars var leikurinn einvígi Johnson og Danny Shouse, sem var allt í öllu hjá Njarðvík og skoraði 44 stig. Valur Ingimundarson var óvenjulega daufur og sömu sögu er að segja um Gunnar Þorvarðarson og Jónas Jóhannsson. Þeir sem skoruðu stigin í leiknum, voru: KR: Johnson 31, Garðar 19, Jón S. 8, Ágúst 6, Stefán 4, Páll 2 og Birgir M. 2. Njarðvík: Danny 44, Valur 9,'- Gunnar 8, Jónas 6, Jón Viðar 2 og Sturla 2. -SOS. Jón tók gifsiðaf Jón Sigurðsson, landsliðsmaður í körfuknattleik hjá KR, varð fyrir því óhappi í leik gegn Val á dögunum að flísaðist upp úr beini á litla fingri vinstri handar og hefur haun verið í gifsi. Jón tók gifsið af sér — til að getaleikið með KR gegn Njarðvík í gærkvöldi. -SOS Bjarni Gunnar og Ingi hætta Ljóst er nú að miklar breytingar eru framundan á liði Stúdenta í körfuknattleik. Bjarni Gunnar, einn af máttarstólpum liðslns, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnislimabil og allt bendir til að Ingi Stefánsson geri það einnig. Þá er nú fullvíst að KR-ingarnir Gisli Gíslason, landsliðsbakvörður, og Árni Guðmundsson ganga aftur til liðs við sína gömlu félaga í KR eftir stutta dvöl i herbúðum Há- skólaliðsins. Þetta eru fjórir beztu leikmenn liðsins og er blóðtakan því geysileg — byrjunarliðið hverfur. Nú er aðeins spurningin — verða Stúdent- ar með lið næstu ár? -SOS. FH- stúlkurnar komust í 14:0 Fjórir leikir voru leiknir i 1. deildarkeppni kvenna í handknatt- leik um helgina: Víkingur-KR 19—13 Þróltur-FH 2—26 Valur-Fram 12—12 FH-stúlkurnar höfðu algjöra vfirburði gegn Þrótti — voru yfir 14—0 í leikhléi. FH 8 7 1 0 158—101 15 Valur 8 5 3 0 128—91 13 Fram 8 5 2 1 143—121 12 Víkingur 9504 155—139 10 KR 8 3 0 5 136—124 6 ÍR 8 2 0 6 128—144 4 Akranes 7 2 0 5 87—139 4 Þróttur 8 0 0 8 93—179 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.