Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1982, Qupperneq 8
30
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Kevin Keegan og
Dýrlingamir
— skutust upp á toppinn þegar Ipswich og Man.United töpuðu
— Þetta er stórkostlegt. Við
vissum ekki fyrr en við komum
inn í búningsklefa að við vær-
um komnir á toppinn — áttum
alls ekki von á því að Ipswich
tapaði fyrir Notts County á
Portsman Road, sagði Lawrie
McMenemy, framkvæmda-
stjóri Dýrlinganna frá South-
ampton, eftir að þeir höfðu
lagt Middlesbrough að velli
(0—1) á Ayresome Park.
Dýrlingarnir sitja nú einir á toppnum
í fyrsta skipti í sögu félagsins, eða í 97
ár. Kevin Keegan og félagar hans hafa
leikið vel að undanförnu en það var
einmitt Keegan, sem skoraði sigurmark
Southantpton á 8. mín. eftir fyrirgjöf
frágömlu kempunni Alan Ball. Keegan
hefur nú skorað 18 mörk á keppnis-
timabilinu.
Middlesbrough fékk gullið tækifæri
til að skora i leiknum þegar liðið fékk
vítaspyrnu en Bobby Thompson brást
bogalistin á 64. ntín., skaut franthjá
ntarkinu.
Skellur hjá Ipswich
Það voru ekki upplitsdjarfir leik-
menn Ipswich, sem yfirgáfu Portsman
Road þegar þeir máttu þola tap
fyrir NoMs t ounty. Hollendingurinn
Frans Tlnjssen skoraði mark Ipswich
en það dugði ekki — þeir Gordon
Mair, Brian Kilcline og Paul Hooks
skoruðu fyrir Notts County.
URSLIT
ílrslit leikja í ensku knattspyrnunni
urðu þessi á laugardaginn:
1. DEILD:
Arsenal-Leeds 1—0
Aston Villa-Liverpool 0—3
Covenlry-Brighton 0—1
Everlon-Tottenham 1—1
Ipswich-Notts C. 1—3
Man. City-Birmingham 4—2
Middlesb.-Southampton 0—1
Nott. For.-Stoke 0—0
Swansea-Man.Utd. 2—0
West Ham-W.B.A. 3—1
Wolves-Sunderland 0—1
2. DEILD:
Barnsley-Cambridge 0—0
Blackburn-Cardiff 1—0
Chelsea-Shrewsbury 3—1
C. Palace-Q.P.R. 0—0
Derby-Sheff. Wed. 3—1
Grimsby-Charlton 3—3
Luton-Leicester 2—1
Newcastle-Norwich 2—1
Oldham-Bolton 1—1
Rotherham-Watford 1—2
Wrexham-Orient 0—1
3. DEII.D:
Bristol R.-Reading 1—1
Carlisle-Lincoln 1—0
Fulham-Chesterfield 1—0
Gillingham-Preston 0—2
Huddlesfield-Burnley 1—2
Millwall-Chester 2—1
Newport-Bristol C. 1—1
Plymouth-Brentford 1—0
Porlsmouth-Southend 0—0
Swindon-Exeter
Walsall-Oxford 1—3
4. DEILD: Aldershot-Crcwe
Bournemouth-Halifax 1—1
Blackpool-Darlington 1—0
Bradford-Hereford 0—0
Bury-Mansfield 3—2
Hartlepool-York 3—2
Northampton-Wigan 2—3
Peterborough-Stockport 2—0
Port Vale-Rochdale 1—1
Sheff. Utd.-Hull 0—0
Torquay-Colchester 1—0
Tranmere-Scunthorpe 0—1
Trevor Francis er óstöðvandi um
þessar mundir.
Manchester United mátti einnig þola
tap, 0—2, fyrir Swansea á Vetch Field
þar sem leikmenn Swansea gerðu út um
leikinn á tveggja mín. kafla i seinni
hálfleik eftir að varnarleikmenn United
höfðu sofnað á verðinum. Alan Curtis
skoraði fyrst á 55. mín. og síðan bætti
Robbie James marki við eftir mikinn
darraðardans inn i vítateig United.
Leikmenn United fengu góð tæki-
færi til að gera út um leikinn i fyrri
hálfleik. Ray Wilkins og Frank Staple-
ton fóru illa með færi og Garry Birtles
misnotaði gullið tækifæri þegar hann
stóð fyrir opnu marki — hann lyfti
knettinum yfir Dai Davis og einnig yfir
mark Swansea. Birles fékk einnig gott
tækifæri i upphafi seinni hálfleiksins
en aftur brást honum bogalistin.
Leikmenn Swansea voru sterkari á
miðjunni í leiknum og átti Alan Curtis
mjög góðan leik — var alltaf á
ferðinni. Leighton James var einnig
góður eftir að hann hafði komið inn á
fyrir Neil Robinson, sem meiddist á
ökkla á 35. mín.
„Rauði herinn"
sterkur
Leikmenn Liverpool unnu góðan
sigur (3—0) yfir Englandsmeisturum
Aston Villa á Villa Park. „Rauði her-
inn” fékk óskabyrjun er lan Ruch
skoraði eftir aðeins 4 mín. Bruce
Grobbelaar markvörður sendi knöttinn
þá fram til hans og þeir Rush og Kenny
Dalglish léku siðan skemmtilega í
gegnum vörn Aston Villa og lauk þeim
samleik með því að Rush sendi knött-
inn örugglega fram hjá Jimmy Rimmer
markverði. Terry McDermott bætti
síðan öðru marki við á 23. mín. og
síðan gulltryggði hann sigurinn í seinni
hálfleik með stórgóðu marki. Það
verður erfitt að leggja Liverpool að
JoeJordan.
velli ef leikmenn liðsins halda áfram að
leika eins og þeir hafa gert að undan-
förnu. Graeme Souness átti snilldarleik
með Liverpool — hefur sjaldan verið
eins góður og um þessar mundir.
Francis í stuði
Trevor Francis, leikmaðurinn snjalli
hjá Manchester City, leikur einnig
mjög vel um þessar mundir — hefur
skorað 8 mörk í siðustu 7 leikjum City
og á Ron Greenwood, landsliðsþjálfari
Englands, að vera ánægður með að
Francis sé kominn á skrið. Francis
skoraði 2 mörk fyrir City gegn Birnt-
ingham og Kevin Reeves skoraði einnig
tvö rríörk og City komst yfir, 4—0,
áður en Frank Worthington náði að
skora tvö mörk fyrir Birmingham rétt
fyrir leikhlé.
Birmingham mátti þola tap, 2—4, og
hefur félagið ekki unnið leik á útivelli í
langan tíma. Tapað 25 leikjum í röð á
útivelli.
Sigurganga WBA
stöðvuð
Það voru leikmenn West Ham sem
stöðvuðu sigurgöngu W.B.A., sem
hafði náð þeim góða árangri að vinna 7
leiki á útivelli í röð — jafnað 29 ára
gamalt met félagsins. Paul Goddard
skoraði fyrst fyrir „Hammers” með
skalla og síðan bætti David Cross
tveimur mörkunt við en Andy King
skoraði mark Albion.
Leikmenn West Ham fengu tvö
Óskabyrjun
Aberdeen
dugði ekki
— gegn Celtic
Óskabyrjun hjá Aberdeen dugði ekki
gegn Celtic. John Hewitt skoraði gott
mark strax eftir 60 sek. gegn Celtic,
sem svaradi síAan með þrumumörkum
— Frank McGarvey, George
McCluskey og sjálfsmark frá Gordon
Strachan.
Glasgow Rangers varð að sætta sig
við jafntefli, 1—1, gegn Hibs á Ibrox.
Derek Johnstone skoraði fyrst fyrir
David Cross
skoraði tvö
mörk fyrir
West Ham.
gullin tækifæri til að bæta mörkum við
rétt fyrir leikslok. Þá varði Mark Grew
meistaralega skot frá Trevor Brooking
og Goodard.
Læti á Molineux
Það gengur illa hjá Úlfunum þessa
dagana og máttu þeir þola tap fyrir
Sunderland á Molineux þar sem slags-
mál og læti brutust út eftir leikinn hjá
áhorfendum. Það hefur ekki gengið vel
hjá Úlfunum síðan að John Barnwell
framkvæmdastjóri.var rekinn. Aðeins
11 þús. áhorfendur sáu leikinn og hróp-
uðu þeir „Burtu nieð Marshall” — og
„Við hötum Marshall”. Harry
Marshall þessi er formaður félagsins,'
sem vill nú selja Andy Gráy.
Það var John Cooke sem skoraði
sigurmark Sunderland og eftir að hann
hafði skorað markið ruddust 500
áhorfendur inn á völlinn. Lögreglulið
þurfti þá að skerast í leikinn.
Arsenal vann góðan sigur (1—0) yfir
Leeds á Highbury. Það var Paul Vaess-
en sem skoraði markið. Andy Ritchie
tryggði Brighton sigur (1—0) yfir Cov-
entry á Highfield Road.
Graeme Sharp skoraði fyrir Everton
en Richardo Villa tryggði Tottenham
jafntefli, 1 — l.áGoodison Park.
Walker með þrennu
Clive Walker hjá Chelsea skoraði
þrennu þegar Chelsea lagði Shrewsbury
Rangers en Bobby Flavell náði að jafna að velli, 3—1, á Stamford Bridge. Luton 21 15 3 3 46—21 48
fyrir Hibs. Rodney Fern skoraði mark fyrir Oldham 25 11 9 5 35—26 42
Úrsiit í skozku úrvalsdeildinni urðu Rotherham gegn Watford eftir aðeins Watford 22 12 5 5 39—26 41
þessi á laugardaginn: 90 sek. lan Bolton jafnaði síðan fyrir Blackburn 25 10 8 7 30—24 38
Aberdeen-Celtic 1 -3 Lundúnaliðið þegar 13 mín. voru til Chelsea 22 10 6 6 33—30 36
Dundee-St. Mirren 0- -2 leiksloka og síðan skoraði John Barnes QPR 22 10 5 7 28—20 35
Morton-Partick 0- -0 sigurmarkið, 1—2. Þá brosti Elton Barnsley 21 10 4 7 33—22 34
Rangers-Hibs 1- -1 John. Sheff. Wed. 21 10 4 7 27—28 34
Síevc Withe skoraði fyrst fyrir Luton Charlton 25 8 8 9 33—36 32
Leik Airdrie og Dundee United var gegn Leicester — 15. mark hans á Newcastle 20 9 3 8 28—22 30
frestað. Staðan er nú þessi í úrvals- keppnistímabilinu. Gary Lineker jafn- Norwich 22 8 4 10 25—32 28
deildinni: aði fyrir Leicester en Mal Donaghy Derby 22 8 4 10 30—40 28
Celtic 17 12 3 2 37—17 27 tryggði Luton sigur, 2—1. Mike Doyle, Orient 23 8 3 12 21—29 27
Rangers 18 8 7 3 29—22 23 sem Bolton hefur keypt frá Stokc, I.eicester 20 6 8 6 26—22 26
St. Mirren 17 9 4 4 28—19 22 skoraði fyrir Bolton en Thompson C.Palace 20 7 4 9 15—16 25
Hibernian 19 6 7 6 21 — 16 19 jafnaði fyrir Oldham, 1 — 1. Cambridge 21 7 3 11 25—29 24
Dundee Utd. 15 7 4 4 26—14 18 David Mills, sem Newcastle hefur Cardiff 21 7 3 II 22—31 24
Aberdeen 16 7 4 5 22—19 18 keypt frá W.B.A., skoraði gott mark Shrewsbury 19 6 5 8 20—27 23
Morton 17 5 4 8 16—27 14 og Imre Varadi bætti síðan öðru marki Bolton 22 6 4 12 20—32 22
Dundee 19 5 I 13 28—42 11 við þegar Newcastle lagði Norwich að Rotherham 20 6 3 11' 26—31 23
Airdrie 17 3 5 9 22—40 11 velli, 2—1. Wrexham 20 5 4 11 21—28 18
Partick 17 2 5 10 12—25 9 -sos. Grimsby 18 4 6 .'8 21—32 18
STAÐAN
1. deild
Southamplon 22 12 4 6 40—30 40
Man. Utd. 22 11 6 5 33—18 39
Ipswich 19 12 2 5 36—26 38
Man. Cily 22 11 5 6 34—25 38
Liverpool 21 10 6 5 36—20 36
Swansea 22 11 3 8 33—33 36
Brighlon 22 8 10 4 26—19 34
Everton 23 9 7 7 33—28 34
Arsenal 20 10 4 6 18—15 34
Tottenham 19 10 3 6 28—20 33
Notl.For. 21 9 6 6 25—26 33
West Ham 20 7 8 5 36—28 29
Nolts C. 21 7 5 9 30—36 26
WBA 19 6 6 7 24—22 7 ‘
Coventry 23 6 5 12 34—40 23
Leeds 20 6 5 9 20—33 23
Aston Villa 21 5 7 9 23—27 22
Stoke 22 6 4 12 24—33 22
Birmingham 20 4 7 9 31—35 19
Wolves 21 5 4 12 13—31 19
Sunderland 20 4 5 11 17—33 17
Middlcsbr. 20 2 6 12 16—32 12
2. deild
Jordan aftur til Leeds?
Leeds vill skipta á honum og Peter Barnes
Joe Jordan, markaskorarinn mikli,
sem leikur með AC Milan á Ítalíu,
hefur mikinn hug á að snúa aftur til
Englands. Leeds hefur mikinn áhuga
að fá hann aftur til sín, en Jordan lék
með Leeds áður en hann var seldur til
Manchester United. AC Milan keypti
Jordan á 250 þús. pund frá United fyrir
fimm mánuðum.
Allan Clarke, framkvæmdastjóri
Leeds, hefur haft samband við AC
Milan og segist hann vera tilbúinn að
skipta á Jordan og Peter Barnes, enska
landsliðsmanninum, sem er ekki
ánægður á Elland Road.
Úlfarnir vilja fá 800 þús. pund fyrir
markaskorarann mikla, Andy Gray.
Það er vitað að WBA, Arsenal og
ítalska liðið Juventus hafa áhuga að fá
Gray til sín.
-sos.