Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Qupperneq 1
mmum
29. TBL. - 72. og 8. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
fijálst, úháð daghlað
Hosthús og sumarbústaðir voru umffotnir í Víðidal og EHiðaárnar beljuðu fram kolmórauöar. / morgun var svæðið þama
lokað aiiri umferð og bað /ögreglan ökumenn að virða það bann. DV-myndS.
Miklir vatnavextir og flóð valda skemmdum og erfiðleikum:
Feðgar úr helju heimtir
—Um hundrað manns úr björgunarsveitum leituðu feðganna
ogfunduþáíhesthúsiíVíðidal
Faðir stúikunnar
sem varð fyrir
árásinniíÞverholti:
MunduaðþHt
bameöa
ástvinurgetur
orðiðnæsta
fómarlambið
— sjá lesendur
bls. 14-15
Stóra
helgardagbókin
fylgirblaðinuídag:
Sjónvarp-
útvarp-leikhús-
söfnin - íþróttir
ogmargt
margtfleira
Spurtogsvarað
um skattamálin
— sjá bls. 2-3-4
Kennedylét
líkahljóðrita
samtölmeð
leyndíHvfta
húsinu
— sjá erl. f réttir
bls.8-9
Öryggisgæzlu
þarfstrax
— sjá leiðara bls. 12
Erutveir
fiskistofnar
fhættu?
— sjá kjallaragrein
bls. 12-13
Gafaldrei
yfirdráttar-
heimild
— segir sparisjóðs -
stjórinn
áSkagaströnd
— sjá bls. 11
Um eitt hundrað manns úr
björgunarsveitum leituðu í gærkvöidi
að feðgum, Sigurjóni Þorbergssyni og
sjö ára gömlum syni hans, Þorbergi.
Fundust þeir heilir á húfi í hesthúsi eftir
um þriggja tima leit.
Feðgárnir höfðu lent í hrakningum
vegna flóðanna miklu í gær. Bifreið
þeirra hafði farið út af vegi i Víðidal.
Var allt umhverfið þar flotið vatni.
Tóku þeir því það til bragðs að komast
í skjól í nálæg hesthús. Svo mikið var
vatnið að Sigurjón þurfti að vaða upp í
mitti.
Það var um klukkan tuttugu í gær-
kvöldi sem lögreglunni var tilkynnt um
að maður ætti í erfiðleikum með bif-
reið sína. Fóru iögreglumenn á staðinn
og fundu bílinn en engan þar hjá.
Rúmri klukkustund síðar hafði
eiginkona Sigurjóns samband við lög-
regluna þar sem þeir feðgar höfðu þá
ekki komið fram. Var þá farið að
svipast um eftir þeim og um klukkan
hálfellefu í gærkvöldi voru björgunar-
sveitir kallaðar út.
Bíllinn, sem er Lada-jeppi, var að
hluta til í kafi. Voru kafarar því hafðir
með leitarflokkum og óttuðust menn
hið versta. Þungur straumur var í
kringum jeppann og ekki gerði
myrkrið aðstæður skárri.
En betur fór en á horfðist.
Feðgarnir fundust, sem fyrr sagði, rétt
fyrir klukkan hálftvö í nótt, báðir við
beztu heilsu. -KMU.
— sjánánarum vatnavextina og flóðin á baksíðu
Tveir sovézkir njósnarar reknir úr landi í Noregi
Frá Jóni Einari Guðjónssynl i Osló i
morgun:
Norska utanríkisráðuneytið hefur
tilkynnt að tveir sendifulltrúar Sovét-
rlkjanna 1 Osló séu óæskilegir i landinu
og beðið þá um að verða á brott innan
sjö daga. Fjölmiðlar segja I morgun að'
Sovétmennirnir hafi staöið fyrir njósn-
um i norskum iðnfyrirtækjum.
Tvimenningarnir störfuðu i
viðskiptamálanefnd sovézka
sendiráðsins. Þeir hafa staöið i
sambandi við fólk er vinnur I verk-
smiðjum sem framleiða ýmsa hluti I
vopn Natóríkja. Meðal annars eru
vissir smáhlutir I bandarísku
orrustuþotuna F—16 framleiddir í
Noregi. Reynt hefur verið að kaupa
fólk sem vinnur við framleiðslu á þess-
im hlutum til að gefa upplýsingar.
Einnig hafa sovézku njósnararnir
reynt að fá norsk fyrirtæki til að kaupa
bandarlskan búnaö, sem bannað er að
flytja út til Sovétrlkjanna, og selja
áfram þangað austur. -SG.%