Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Síða 5
5 Sóknarnefnd heyrnarskertra á fyrsta fundi sinum ásamt biskupi. F.v. Vilhjálmur Vilhjaimsson, Uaniel Jensen, Myiako Þórðarson, Hervör Guðjónsdóttir, Júlia Finnsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Jón Sætran og Pétur Sigurgeirsson biskup. DAGBLAÐIÐ& VtSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982. Kirkjustarf heyrnarskertra byrjar vel: Sálmar fluttir á táknmáli Kirkjustarf heyrnarskertra hefur farið vel af stað og gefið góða raun. Séra Myiako Þórðarson starfar nú sem prestur þeirra. Hún var vígð til þess starfa skömmu fyrir jól. Guðsþjónustur fyrir heyrnarskertra og aðra eru annan hvern sunnudag hvers mánaðar kl. 14.00 i Hallgríms- kirkju. Sr. Myiako flytur mál sitt með orðum og táknmáli samtímis.' ,,Kór” flytur sálma á táknmáli, en heyrandi fólk í söfnuðinum syngur með. Þá legg- ur kórfólk á sig mikið starf til að ræða inntak sálmanna og finna tákn, sem hæfa og skiljast, enda er hér um braut- ryðjendastarf að ræða. Barnastarf er einnig reglulegt í Hall- grímskirkju, síðasta laugardag hvers mánaðar kl. 14.00. Þar eru bæði heyrnarskert og heyrandi börn. Jón Sætran og fleiri eru til aðstoðar. Fjögur heyrnarskert ungmenni eru í fermingarfræðslu hjá sr. Myiako. Auk þess sækja þau fermingarundirbúning hjá sóknarprestum sínum, þar sem þau fermast. Eðli málsins samkvæmt verður sitt- hvað með öðrum hætti í starfi sr. Myiako en í venjulegri þjónustu sóknarprests. Á sama hátt og kórinn er ekki söngkór, er sóknarnefndin í sjálfu sér ekki sóknarnefnd þar sem um ákveðna landfræðilega stærð er að ræða, sem er sókn hinna heyrnar- skertu. Sóknarnefnd kallast engu að siður sá starfshópur frá félagi heyrnar- lausra og foreldrafélagi heyrnarlausra barna sem vinnur með sr. Myiako. Viðtalstímar sr. Myiako eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum í Hallgrímskirkju. -JSS Framtalsaðstoð ÓLAFUR ÞORLÁKSSON HDL. LÖGMANNSSTOFA Laugavegi 66 — sími 21211 Helgarsími 77949. : Í5T: Smurbrauðstofan BJORIMirMN Njálsgötu 49 — Sími BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Tvær stöður eru lausar til umsóknar: Bókavörður Fullt starf bókavarðar í útlánsdeild aðalsafns Þingholts- stræti 29 A. Æskileg menntun: stúdentspróf eða sambærileg menntun og vélritunarkunnátta. Óreglulegur vinnutími. Skrifstofumaður Fullt starf á skrifstofu safnsins Þingholtsstræti 27. Menntun: stúdentspróf eða sambærileg menntun. Góð vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Launakjör skv. samningum við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 25. febrúar 1982. Blárefur drepinn í Kelduhverfi —Slapp af einhverju búanna í héraðinu Blárefur var skotinn i Kelduhverfi í fyrradag. Hafði dýrið verið á flæk- ingi á þessum slóðum. Leikur grunur á að það hafi sloppið af einhverju þeirra refabúa, sem eru á þessum slóðum. Það var fyrst fyrir tveim vikum að menn urðu varir við skolla. Höfðu sézt slóðir eftir hann við sjóinn norð- ur af Víkingavatni. Þar sem þetta þótti hinn mesti vágestur, fór Jóhann Gunnarsson bóndi á Víkinga- vatni nokkrar ferðir út á reka til að aðgæta þetta betur. Varð hann ekki var við refinn á ferðum sínurn en rakst á nýjar slóðir eftir hann svo og fuglahræ, sem hinn óboðni gestur hafði skilið eftir sig. I fyrradag fóru svo Jóhann og Þor- geir Þórarinsson bóndi á Grásíðu á snjósleða út á reka. Óku þeir innan skantms fram á skolla. Hann virtist gæfur i fyrstu en hrökk svo undan mönnunum austur undir Bakka- fljótsós. Þar tókst þeim að vinna á honum. Við athugun kom i ljós, að þarna var um að ræða karlkyns bláref, 12 pund að þyngd. Var það álit manna að þetta hefði verið hvolpur frá því í vor. Refurinn var ómerktur svo engin leið var að sjá hvaðan hann hefði sloppið. Nú eru fimm tófubú rekin í Suður-Þingeyjasýslu og þykir fullvist að refurinn hafi komið frá einhverju heirra. Viðar/JSS EigendurSteindórs: KREFJAST 50 MILU. í TRYGGINGARFÉ —gegn lögbannskröf u Samgönguráðuneytis í gær var þingfest hjá Borgarfó- getaembættinu í Reykjavík lögbanns- mál samgönguráðuneytisins á hendur Bifreiðastöð Steindórs s/f. Lögðu lögmenn málsaðila þá fram gögn sín en búizt er við að munnlegur mál- flutningur hefjist í miðri næstu viku. Að sögn Viðars Más Mattíassonar lögfræðings eigenda Steindórsstöðv- arinnar, gerðu þeir kröfu um að 50 milljónir króna yrðu settar til trygg- ingar lögbanninu. Borgarfógetaembættið mun siðan taka afstöðu til hvort orðið verður við kröfu samgönguráðuneytisins um lögbann á starfsemi Steindórsstöðv- arinnar og einnig hvaða tryggingar- fjárhæð farið verður .fram á. Ekki er búizt við að sá úrskurður verði birtur fyrr en eftir rúma viku. FramsóknáSelfossi: Tíu í prófkjöri Prófkjör framsóknarmanna á Selfossi fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor fer fram 20. febrúar nk. Að framboðsfresti loknum hafa eftir- taldir gefið kost á sér: Ásta Samúelsdóttir kaupmaður, 'Grétar Jónsson húsasmiður, Guð- mundur Kr. Jónsson mælingamaður, Gunnar Kristjánsson kennari Hafsteinn Þorvaldsson forstöðu- maður, Heiðdís Gunnarsdóttir full- trúi, Ingvi Ebenhardsson aðalbókari, Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri, Jón Ó. Vilhjálmsson verkstjóri og Kristján Einarsson húsasmiður. Prófkjörið er opið öllum stuðn- ingsmönnum Framsóknarflokksins átjánáraog eldri. -KMU/Kristján, Selfossi. Borgarbókavörður. Áður kr>MC:^W^ Nú kr. 599,- ÚTSÖLUMARKAÐURINN II. H Hringbraut 121 Sími 10600 a a a ilSiii LUL -ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.