Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
VERÐUR ÍSRAEL
VÍSAÐ ÚR SAM-
EINUÐU ÞIÓD-
UNUM í DAG?
Búizt er við að samþykkt verði í alls-
herjarþinginu í dag með miklum meiri-
hluta ályktun sem felur í sér refsiað-
gerðir gegn ísrael og hugsanlegan
möguleika á því að vísa því úr samtök-
unum.
Stjórnir Bandarikjanna og ísraels
hafa varað við afleiðingum þess ef
ísrael verður svipt aðildarréttindum.
Til aukafundar var boðað í alls-
herjarþinginu er Bandaríkin höfðu með
neitunarvaldi sínu hindrað samþykkt
refsiaðgerða í öryggisráðinu eftir að
fsrael innlimaði i lögsögu sína Gólan-
hæðirnar þann 14. desember.
Að ályktunartillögunni um refsiað-
gerðirnar standa 39 ríki. Þar á meðal
ýmsir bandmenn USA, eins og
Jórdanía, Líbanon, Marokkó,
Pakistan, Saudi Arabía, Súdan og
Túnis.
Einna mestan óhug hafa menn af
þessari málsgrein tillögunnar: ,,Saga
fsraels og aðgerðir staðfesta að það er
ekki friðelskandi aðildarríki og hefur
ekki fullnægt skyldum sínum sam-
kvæmt sáttmála SÞ né samkvæmt sam-
þykkt allsherjarþingsins númer 273 frá
11. maí 1949.”
Þetta síðasttalda er einmitt ályktunin
þar sem hið þá nýstofnaða ísraelsriki
fékk inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar.
Enn hefur engu aðildarríki verið vísað
úr Sameinuðu þjóðunum enda þarf til
þess samþykkt Öryggisráðsins, þar sem
neitunarvald stórveldanna er í gildi. En
Suður-Afríku var meinuð seta á alls-
herjarþinginu í nóvember 1974, með
því að bornar voru brigður á umboðs-
bréf fulltrúa landsins. Hefur Suður-
Afríka ekki náð sæti sínu aftur.
Stjórnir Bandaríkjanna og ísraeis
hafa ekki tíundað, hvcrnig þær mundu
bregðast við, ef fsrael verður vísað úr
samtökunum. En Bandaríkin leggja
allra þjóða mest af mörkum til sjóða
Sameinuðu þjóðanna og kynnu að
skera framlög sín mjög niður.
i"
Til þessa hefur engu riki verið vísað úr Sameinuðu þjóðunum, en verður Israel fyrsta tilvikið?
Háskólastúdentar undir
ströngumaga
ipólskum háskólum
Kennsla hefst að fullu á nýjan leik i
pólskum háskólum næsta mánudag.
Sérstök herlagaákvæði munu þó um þá
gilda. Verða stúdentar t.d. að yfirgefa
háskólalóðirnar strax að kennslu lok-
inni dag hvern. Aðgangur þeirra að
fjölriturum verður takmarkaður.
Sumar deildir, eins og læknadeildir,
hófu kennslu að fullu i síöasta mánuði
en nýjar reglur hafa verið í undirbún-
ingi og tafið að starfsemi háskólanna
hæfist að fullu eftir hléið sem varð
þegar herinn tók völdin 13. desember.
Svo er að sjá að ýmsar umbætur,
sem stúdentar fengu samið um í fyrra í
átt til meira akademísks frelsis, eins og
óritskoðaðar útgáfur þeirra, frjálsan
valkost á að læra eða ekki læra
marxisma og rússnesku, hafi nú verið
felldarúrgildi.
Nýju reglurnar leggja á skólastjórn-
irnar að halda uppi meiri aga og gæta
útgöngubannsins í hvívetna. Brottvísun
varðar ef stúdentum verður á aö dvelja
of lengi í skólunum að kennslu lokinni
eða gera eitthvað þaðan af alvarlegra af
sér.
Dauða-
refsing
— á ný á Indlandi
Tveir menn sem dæmdir voru
fyrir morð og nauðgun hafa nú
verið teknir af lífi með hengingu í
fangelsi i Nýju Delhi á Indlandi.
Er álitið að þetta boði það að
dauðarefsing verði á ný tekin upp
í landinu en aftökur hafa ekki
farið fram þar sl. fimm ár. Alls
eru það 135 fangar sem eiga
dauðarefsingu yfir höfði sér.
Fangarnir tveir, sem hengdir
voru, héldu fram sakleysi sínu til
hinztu stundar.
Óðaverð-
bólga
Ekki eiga íslendingar metið i
verðbóigu enda erfitt að finna í
henni viömiðun við hausatölu.
Meðal þeirra, sem skjóta okkur
langt aftur fyrir sig eru Brasilíu-
menn og eiga þeir þó ekki heldur
metið.
Verðbólgan í Brasilíu, á árs-
grundvelli reiknuð, var 94,7% í
síðasta mánuði og hafði þá lækk-
að úr 95,2% í desember. Annars
eru þeir í Brasilíu að telja verð-
bólguna niður og búast við því að
koma henni niður í 70%, þegar
litið er yfir allt árið 1982.
Systir Castros
orðin bandarískur
ríkisborgari
Yngri systir Fidels Castros, for-
seta Kúbu, — Juanita heitir hún
(48 ára) '— varð bandarískur
ríkisborgari í gær við sérstaka
athöfn í Miami.
„Mér líður dásamlega og er
alsæl,” sagði hún eftir að hafa
svarið hollustueiðinn, eins og
venja er þar við slík tækifæri.
Juanita studdi bróður sinn í
byltingunni áður en hann komst
til valda á Kúbu 1959. Hún sneri
þó baki við honum fljótt eftir það
og flutti til Bandaríkjanna (meö
einhverri viðdvöl í Mexíkó áður)
árið 1964.
Hún rekur nú sjoppu í „Litla
Havana”-hverfinu í Miami.
Björgunarmenn vciða svarta kassann upp úr Potomac-ánni f Washington.
Svarti kassinn
leiðirýmis-
legt í Ijós
— Rannsókn haldið áf ram á f lugslysinu
íWashington
„Larry! Við erum að hrapa, Larry!”
heyrist af segulspólu svarta kassans úr
Air Flórída-þotunni, sem hrapaði í
Potomac-ána í Washington i siðasta
mánuði.
„Veit ég það,” svarar Larry
Wheaton, flugmaður, aðstoðarmanni
sínum, Roger Alan Pettit.
Svarti kassinn er upptaka á sam-
ræðum í flugstjórnarklefanum, en
hann skráir einnig sjálfkrafa allar upp-
lýsingar eins og um flughæð, stefnu og
hraða flugvélarinnar. Við rannsókn á
flugslysum fæst oft varpað ljósi á or-
sakir þeirra eða aðdraganda með
þessum upplýsingum.
Rannsókn stendur enn yfir á slysinu í
Washington og leiðir svarti kassinn i
ljós að áhöfnin á flugvélinni hafði orð-
ið vör við isingu á vélinni strax í flug-
taki.
„Drengur, þetta er vonlaust stríð...
að reyna að afísa vængina. Það vekur
hjá þér falska öryggiskennd og það er
allt og sumt,” heyrist Roger Pettit
segja við flugstjórann.
Meðan þeir biðu eftir heimild til
flugtaks skiptust þeir á athugasemdum
um slæmt veðrið og ísingarvandræðin.
— Örfáum sekúndum eftir flugtakið
hrapaði vélin beint ofan á eina um-
ferðarbrúna yfir Potomac-ána. Með
henni fórust 78 manns.
Á einum stað í hljóðrituninni heyrist
Pettit biðja Wheaton að huga að
vængnum hans megin. — ,,Það er eitt-
hvert smáræði á honum mín megin,”
svarar Wheaton. — „Smáræði!” segir
þá Pettit. „Hérna megin er allt að hálf-
tommu þykkt lag.
Það er vitað að frá því að vélin var
afisuð og til þess er hún tók sig á loft
liðu 43 mínútur, sem mönnum kemur
saman um núna að hafi verið of langur
tími, miðað við þau veðurskilyrði sem
þá ríktu.
Ýmis hljóð, sem hljóðritinn nam úr
vélinni, benda til þess að hún hafi of-
risið. Þó var hraði hennar ofan við
ofrishættumörk í venjulegum skil-
yrðum en ekki nægur miðað við aukinn
þunga af ísingu og snjó.
EL SALVADOR EINS
0G ALLSHERJAR
SLÁTURHÚS
— segja erlendir f réttamenn, en 40 voru drepnir
þar að meðaltali dag hvem í fyrra
„Hermennirnir komu um hánótt,
drógu Jose út og drápu hann fyrir
framan húsið okkar,” sagði kona ein í
San Antonio Abad í E1 Salvador við
fréttamann Reuters, en ekki þorði hún
að láta nafns síns getið.
Sorgin og uppgjöfin í andliti hennar
var eins og ímynd ástandsins í El
Salvador. Örlög sonar hennar eru
dæmigerð fyrir fjölda manns í landinu.
Um síðustu helgi voru 24 menn leidd-
ir þannig út af heimilum slnum í þessu
þorpi, San Antonio Abad, og teknir
þannig af lífi. Þorpið liggur á mörkum
höfuðborgarinnar, San Salvador.
Herinn í E1 Salvador hefur viður-
kennt að hafa drepið mennina en
heldur því fram að þeir hafi verið
drepnir í skotbardögum. Enda leiki
grunur á að þeir hafi verið skæruliðar
vinstrimanna.
„Auðvitað verður herinn að halda
þessu fram en það voru engir bar-
dagar,” sagði ofannefnd kona við
Colin McSeveny, fréttamann Reuters.
„Herflokkurinn birtist hér allt í einu
upp úr þurru. Hermennirnir skýldu
andlitum sínum með klútum og
slátruðu piltunum, sem höfðu ekkert
haft saman við skæruliða að sælda. —
Sonur minn starfaði sem rafvirki lið-
langan daginn og síðan í bakaríi á
kvöldin í aukavinnu. Hvernær í
ósköpunum átti honum aö gefast
stund til þess að vera skæruliði?”
Borgarastyrjöldin í E1 Salvador
hefur breytt landinu í eitt allsherjar
sláturhús. Síðasta ár voru að meðaltali
drepnir 40 menn dag hvern.